Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 Brúni salurinn 30 – 60 manns Blái salurinn 20 – 40 manns InghóllGræni salurinn 60 – 80 manns 80 – 140 manns í hjarta Reykjavíkur Hafið samband í síma 551 7759 Tel + 354 552 3030 restaurant@restaurantreykjavik.is www.restaurantreykjavik.is Vesturgata 2 - 101 Reykjavík Aðalsalurinn fyrir allt að 200 manns –– Meira fyrir lesendur . PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. febrúar Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matarhátíðinni föstudaginn 20. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Food and Fun verður haldin í Reykjavík 25. feb. - 1. mars Söngvakeppnin 2015 Meðal keppenda í Söngvakeppni Ríkissjónvarpsins eru miklir reynsluboltar í tónlistarheiminum. Fæst þeirra hafa þó áður tekið þátt í keppninni en þau eru öll vel undirbúin og spennt að spreyta sig. Auður Albertsdóttir heyrði hljóðið í höfundum laganna sex sem keppa í Háskólabíói annað kvöld. Að mörgu að huga en allir iða í skinninu „Textinn er um að lifa lífinu lif- andi. Ekki vera alltaf að spá í framtíðina eða fortíð, bara að lifa í núinu og njóta þess að vera til.“ Þetta segir söngvarinn Haukur Heiðar Hauksson um textann við lagið „Milljón augnablik“ sem hann flytur í Söngvakeppni Rík- issjónvarpsins annað kvöld. Höf- undur lagsins er Karl Olgeirsson, en hann og Haukur unnu að text- anum í sameiningu. „Karl samdi lagið fyrir einu til tveimur árum. Hann hringdi í mig núna í lok síðasta árs og spurði hvort ég vildi syngja fyrir hann lag. Ég sagði honum að ég hefði bara ekki tíma í það þar sem ég væri að klára plötu með hljóm- sveitinni minni Dikta og í fullri vinnu,“ segir Haukur. „En Karl sendi mér lagið, mér fannst það skemmtilegt og ákvað að slá til.“ Karl og Haukur höfðu ekki unnið saman áður. „Ég held reyndar að ég hafi aldrei hitt hann fyrr en núna eftir þetta samstarf byrjaði,“ segir Haukur. „En það er búið að ganga ótrúlega vel, Kalli er ljúfur og góður maður og það er gott að vinna með honum.“ 900-9901 Milljón augnablik með söngvaranum Hauki Heiðari. Höfðu aldrei hist áður „Lagið varð til mjög fljótt. Það samdi sig eiginlega sjálft á tíu mínútum eða korteri. Við fórum eftir mjög ein- faldri en grípandi formúlu þannig að erindið og viðlagið er sungið eins, bara hvort í sinni áttundinni,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, meðlimur í lagahöfundateyminu StopWaitGo, að- spurður hvernig gekk að semja lagið „Lítil skref“. „Lagið er um það að komast yfir einhvern sem maður hef- ur átt í sambandi við og hvernig það sé gert með litlum skrefum,“ segir Ásgeir Orri. Lagið er flutt af söng- konunni Maríu Ólafsdóttur en hún og StopWaitGo hafa unnið saman áður. „Við komum fyrst auga á hana þeg- ar við vorum öll saman í Versló og höfum síðan verið að fá hana til að syngja fyrir okkur alls konar verk- efni,“ segir Ásgeir Orri. „Það eru fáir sem er betra að vinna með, en hún er bæði með sönghæfileika en líka eig- inleikann til að geta gert hvað sem er. Það er rosalega auðvelt að stýra henni og svo er hún auðvitað ótrúlega fær söngkona.“ Lagasmíðar eru að- alstarf meðlima StopWaitGo og hafa verið það síðustu ár. Eru þeir á samn- ingi við umboðsskrifstofu í Bandaríkj- unum sem sér þeim fyrir verkefnum. 900-9902 María Ólafsdóttir flytur lagið Lítil Skref annað kvöld. Sömdu lagið á 10-15 mínútum „Þetta byrjaði sem hugmynd hjá okkur Hildi síðasta sumar og hefur núna þróast í eitthvað miklu stærra og meira. Það er frábær hópur sem stendur að þessu og við erum ótrú- lega stolt af útkomunni,“ segir Guð- finnur Sveinsson, meðlimur hljóm- sveitarinnar Sunday. Lagið sem sveitin flytur heitir „Fjaðrir“ og er Guðfinnur höfundur lags og texta ásamt Hildi Kristínu Stefánsdóttur sem syngur lagið. „Fjaðrir“ er í rauninni ástarlag eins og svo mörg önnur Eurovision- lög. Það fjallar um tvo fugla sem eru elskhugar en það kemur eitt- hvað uppá sem veldur því að þau geta ekki elskast lengur,“ segir Guðfinnur. „Í laginu er fuglinn að syngja til hins. Þetta eru tákn- myndir fyrir tvo einstaklinga. Þetta er mjög persónulegur texti.“ Á sviðinu annað kvöld verða þau Hildur Kristín og Guðfinnur ásamt Vigni Rafni Hilmarssyni. Hildur syngur en Guðfinnur og Vignir spila undir. Jafnframt mun dans- arinn Helga Kristín Ingólfsdóttir taka þátt í atriðinu. Flytur hún dansverk eftir danshöfundinn Hildi Ólafsdóttur. 900-9903 Hildur Kristín og Guð- finnur syngja lagið Fjaðrir. Ótrúlega stolt af útkomunni Birdman Riggan (Michael Keaton) er leikari sem má muna sinn fífil fegri, en hann lifir í skugga fornrar frægðar þegar hann lék ofurhetjuna Bird- man. Hann neyðist til að vinna í sjálfsánægjunni og fjölskylduvand- ræðum þegar hann landar hlut- verki á Broadway sem gæti komið honum á kortið á nýjan leik. Leikstjóri er Alejandro G. Iñárritu, en með önnur aðalhlutverk fara Zach Galifianakis, Edward Norton, Emma Stone og Naomi Watts. Rotten Tomatoes: 92% Metacritic: 88/100 IMDb: 8,3 Jupiter Ascending Myndin fjallar um unga og blá- snauða konu sem sjálf Drottning al- heimsins ákveður að eigi að taka af lífi þar sem tilvera hennar ógnar veldi drottningar. Um leikstjórn sjá Andy og Lana Wachowski, en í burðarhlutverkum eru Mila Kunis, Channing Tatum, Sean Bean og Eddie Redmayne. Rotten Tomatoes: 36% Metacritic: 47/100 IMDb: 6,3 Seventh Son Myndin fjallar um hinn unga Thom- as sem kemst að því að honum er ætlað að berjast gegn illum öflum heimsins, en þau samanstanda af alls kyns ótuktum, forynjum, skrímslum, nornum, púkum og djöflum sem vilja ráða með grimmd yfir landinu og mannfólkinu. Leikstjóri er Sergey Bodrov, en í helstu hlutverkum eru Ben Barnes, Julianne Moore og Jeff Bridges. Metacritic: 29/100 IMDb: 5,9 Óli Prik Ný íslensk heimildarmynd um handboltamanninn Ólaf Stefánsson og þau tímamót þegar hann snýr aftur heim eftir sautján ár í at- Bíófrumsýningar Fuglamaður og ill öfl Birdman Michael Keaton. Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.