Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 37. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Stúlkan sem sat ein í bílnum 2. Ólöf aðeins ein í hálftíma 3. Söknuður eftir dætrunum erfiðastur 4. Útskriftarferð MR þótti of dýr »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarmaðurinn Herbert Guð- mundsson bregður sér norður til Ak- ureyrar í dag og kemur fram á Græna hattinum í kvöld. Hann verður á ró- legum nótum, leikur á kassagítar og munnhörpu og hyggst spjalla við gesti um lögin og segja sögur af fólki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Herbert leikur, syngur og spjallar  Núvitund nefn- ist samsýning ungra listamanna sem opnuð verður í Mjólkurbúðinni og á Langa gangi í Listagilinu í dag kl. 13-17. Þar sýna verk sín þau Vikar Mar, Dagný Lilja Arnarsdóttir, Lena Birgisdóttir, Karó- lína Rós Ólafsdóttir, Stefán Bessason og Úlfur Logason. Sýningin stendur til 15. febrúar nk. Samsýning ungra listamanna á Akureyri  Hljómsveitirnar Oyama og Tilbury blása til tónleika á skemmtistaðnum Húrra í miðborg Reykjavíkur í kvöld klukkan 21. Fyrrnefnda sveitin er hægt og rólega að trekkja sig aftur í gang eftir annasama haustmánuði þar sem hún fór meðal annars í tónleika- ferð til Japans og sendi frá sér plöt- una Coolboy. Oyama og Tilbury mætast á tónleikum Á laugardag Vestlæg átt, víða 10-15 m/s og skúrir eða él, en þurrt austanlands. Suðlægari og súld eða rigning vestantil um kvöldið. Hlýnandi, hiti 1 til 6 stig síðdegis. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðvestan og vestan 18-25 m/s með slyddu eða snjókomu og síðar éljum, fyrst vestantil, en úr- komulítið eystra. Hiti um eða undir frostmarki síðdegis. VEÐUR Njarðvíkingar eiga montréttinn í Reykjanesbæ í dag en þeir höfðu betur gegn grönnum sín- um og erkifjendum í Keflavík í Dominos-deild karla í körfu- knattleik í gær. KR-ingar fögn- uðu sigri gegn Grindavík með því að skora sig- urkörfuna á loka- sekúndunum og Tindastóll og Þór Þorlákshöfn unnu örugga sigra. »4 Njarðvíkingar eiga montréttinn FH-ingar þurfa að gera betur ef þeir ætla að blanda sér í toppbaráttu Olís- deildar þrátt fyrir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í gærkvöld, 26:24. Á Ak- ureyri voru miklar sveiflur þegar Ak- ureyri og ÍR gerðu jafntefli. Haukar unnu góðan sigur í Vestmannaeyjum þar sem þeir fengu aðeins á sig sautján mörk gegn meisturunum og Afturelding fór létt með HK sem er komið í mjög erfiða stöðu. »2-3 FH þarf að gera betur þrátt fyrir sigur Elías Már Ómarsson er sjöundi Ís- lendingurinn sem spilar með norska knattspyrnuliðinu Vålerenga en hann samdi við það til þriggja ára í gær. Nú hafa sex leikmenn farið frá íslenskum liðum til norskra í vetur en þó eru að- eins þrettán Íslendingar í liðum úr- valsdeildarinnar þar í landi þó þeir hafi verið átján talsins á síðasta tímabili. »1 Sjöundi Íslendingurinn með Vålerenga ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nýlega kom út Saga Wynyard eða The Wynyard Story um sam- nefndan „íslenskan“ bæ í Vatna- byggð í Saskatchewan í Kanada. Þór Jakobsson veðurfræðingur skrifaði kafla í bókina um tímabil fjölskyld- unnar þar en hann fæddist í Wyny- ard og bjó þar fyrstu ár ævinnar. Kanada hefur verið Þór Jak- obssyni hugleikið alla ævi. Hann tók doktorspróf í veðurfræði við McGill- háskóla í Montreal og bjó þar og í Toronto vegna rannsókna og starfa í um áratug áður en hann réðst til Veðurstofu Íslands um áramótin 1979-1980. Vegna starfa sinna hefur hann sótt ráðstefnur og fundi í Kan- ada auk þess sem hann hefur heim- sótt Íslendingabyggðir með fjöl- skyldu sinni. Meðal annars farið tvisvar til Vatnabyggðar. Séra Jakob Jónsson, faðir Þórs, fór í ársnám til Winnipeg í Kanada og var síðan prestur í Wynyard og nærliggjandi bæjum í Vatnabyggð 1935 – 1940. Þóra Einarsdóttir, eig- inkona hans, fór á eftir honum með þrjú börn, Guðrúnu Sigríði, Svövu og Jökul, en þar bættust tveir bræð- ur í hópinn, Þór og Jón Einar. Sjö manna fjölskyldan sigldi síðan með Dettifossi í skipalest til Íslands 1940. Ekið til Kanada! „Ég man helst eftir kornhlöðunni og miklum snjó og okkur syst- kinunum að leika okkur úti í snjón- um,“ segir Þór um fyrstu árin vestra. „En börn sakna oft staðar eða staða sem þau flytja frá og um mig hefur verið sögð sú saga að eitt sinn hafi Eysteinn, bróðir pabba, boðið okkur í bíltúr upp á Hellisheiði. Þegar komið var að Kömbunum og horft yfir Suður- landið á ég að hafa sagt: „Ey- steinn good að keyra me til Kan- ada.“ Æ síðan hef ég kunnað sérlega vel við Suðurlandið.“ Íslendingabyggðir í Saskatch- ewan vilja stundum gleymast þegar rætt er um Vestur-Íslendinga og byggðir þeirra. Þór minnist þess að á árum áður hafi hinar „þrjár stóru byggðir“ á svæðinu verið Nýja- Ísland í Manitoba, Mountain og ná- grenni í Norður-Dakóta í Bandaríkj- unum og Vatnabyggð. Opinberum heimsóknum íslenskra ráðamanna til Vesturheims hafi fjölgað til muna undanfarin ár en Vatnabyggð hafi að mestu orðið útundan í þeim heim- sóknum. Hlaupið yfir Vatnabyggð „Egill Helgason hoppaði líka yfir Vatnabyggð í annars ágætum sjón- varpsþáttum um Vestur-Íslendinga, en vonandi verður bókin til þess að vekja frekari athygli á svæðinu,“ segir hann. Þór segist hafa sterka tengingu við Wynyard og skrifin í bókina hafi styrkt hana. „Þegar ég var strákur í skóla og þurfti að skrifa fæðing- arstaðinn, þessi hræðilegu orð Wynyard, Saskatchewan, var það hálfgerð plága, en síðar hugsa ég með hlýju til þessa staðar. Þarna bjó fjölskylda mín og þarna sá ég fyrst dagsins ljós.“ Sá fyrst dagsins ljós í Wynyard  Þór Jakobsson skrifar kafla í bók um „Íslendingabæ“ í Saskatchewan Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Eintak af bókinni gefið á safnið í Þjóðarbókhlöðunni. Frá vinstri: Jórunn Rothenborg, (dóttir Guðrúnar Sig- ríðar Jakobsdóttur), Bryndís Eva Jónsdóttir, (dóttir Jóns Einars Jakobssonar), Guðrún Jakobsson (eiginkona Jóns Einars), Jóhanna Jóhannesdóttir (eig- inkona Þórs Jakobssonar) og Þór Jakobsson með starfsfólki safnsins, Sigurði Erni Guðbjörnssyni og Rögnu Steinarsdóttur. Íslendingar settust fyrst að í Wynyard í Vatnabyggð í Sask- atchewan í Kanada 1905 og 1911 fékk bærinn kaupstað- arréttindi. Fyrir nokkrum ár- um var stofnuð þar nefnd í þeim tilgangi að gefa út bók um landnámið og íbúana á 100 ára afmæli staðarins. Út- gáfan tafðist en bókin The Wynyard Story kom út í haust sem leið. Þjóð- ræknisþing var haldið í Vatnabyggð 2005, en það verður næst í Minneapolis í maí nk. Aldarsaga Íslendinga VATNABYGGÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.