Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Shaman Durek hafði sjálfursamband við mig vegnaþess að hann frétti af mérog minni vinnu sem þjálfara í gegnum sameiginlega kunningja í New York. Hann sagði við mig að hann hefði það á tilfinningunni að það væri tímabært fyrir sig að koma til Íslands og deila því sem hann býr yfir. Ég hef ekki persónulega reynslu af hans aðferðum en vinir mínir í New York hafa farið til hans og lýst undraverðum árangri,“ segir Þórdís Filipsdóttir en hún hafði milligöngu um komu Shamans Du- reks hingað til lands nú í febrúar. Hann er frægur andlegur leiðbein- andi og hæfileikaríkur heilari sem ætlar að halda námskeið fyrir Frón- búa um næstu helgi. Að auka hamingju fólks Shaman Durek býr í Los Angel- es og starf hans felst í því að vera eins konari miðlari eða brú milli hins andlega og líkamlega sviðs. Í starfi sínu styðst hann við forna andlega visku sem og einlæga ástundun sinna fræða. Markmiðið er alltaf að stuðla að árangri hjá því fólki sem leitar til hans, auka hamingju þess og heila það. Hann segir að takmark lífs síns sé að kenna fólki að efla eig- in styrk með því að opna sig meira fyrir andlegum krafti. Hann segist hjálpa fólki að koma auga á það sem það ekki sér sjálft. Í glímunni við lík- amlega og andlega kvilla sem hrjá fólk tengir Shaman Durek sig m.a við vættinn sem fylgir fólki. Skjólstæðingar Shamans Dur- eks koma úr öllum stéttum og má þar nefna kvikmyndastjörnur frá Hollywood, forstjóra stórfyrirtækja sem og kóngafólk í Evrópu. Einnig er hann eftirsóttur fyrirlesari og kennari. Allir búa yfir eigin heilara Durek fæddist í Norður- Kaliforníu, faðir hans kom frá Haítí en móðir hans er frá Austur-Indíum. Margir forfeðra hans störfuðu á and- lega sviðinu, m.a. langamma hans, Mamal. Snemma komu eðlislægir hæfileikar hans í ljós og hann hóf andlega þekkingarleit sína aðeins 12 Kennir fólki að efla eigin styrk Hann segist vera miðlari á milli efnisheims og anda- heims. Shaman Durek er heimskunnur andlegur leið- beinandi sem býður upp á námskeið á Íslandi nú í febrúar. Ástin er hans aðalverkfæri og því vel við hæfi að námskeið hans verður á valentínusardeginum. Eitt af þeim verkum semverða til sýnis á Vetrarhá-tíðinni sem nú stendur yfir heitir „Austfirsk ljós í myrkri“ og kemur úr smiðju Ólafar Bjarkar Bragadóttur, myndlistarmanns og kennslustjóra Listnámsbrautar Menntaskólans á Egilsstöðum. Í verkinu sameina krafta sína nem- endur Ólafar í samtímalistum og nokkur austfirsk skáld, þau Ás- grímur Ingi Arngrímsson, Hrafn- kell Lárusson, Hulda Sigurdís Þrá- insdóttir, Ingunn Snædal, Sigurður Ingólfsson, Stefán Bogi Sveinsson og Steinunn Friðriksdóttir. Verkefnið er framhald á verkinu „Lista-ljós í myrkri“ sem sýnt var fyrir austan á vetrarhátíð Austfirð- inga, „Dögum myrkurs“ rétt fyrir jól. Að þessu sinni verða verkin sýnd í nýju samhengi á Sundlaug- arnótt í Laugardalslauginni í kvöld. Ljóðskáldin völdu eða skrifuðu sérstaklega ljóð fyrir verkefnið en ljóðin áttu að tengjast að einhverju leyti vetrinum, ljósi og hinu magn- aða myrkri. Listanemarnir mynd- gerðu síðan ljóðin þannig að til urðu vídeóverk út frá ljóðum skáld- anna. Markmiðið var að kanna hvernig má nýta skammdegið til uppsprettu listsköpunar. Þannig er ýmist búið að hljóðgera mynd- böndin með upplestri skáldanna á ljóðum sínum eða þau vinna með öðrum hætti textaverk inn í mynd- böndin og bæta jafnvel tónlist við. Auk þess verður sýnt verk eftir Lóu Björk og Sigurð Ingólfsson skáld, tileinkað Lagarfljótinu, lit- brigðum þess og margbreytileika eftir árstíðum. Og að lokum sýnir hún við sama tækifæri nýtt tónlist- armyndband við lagið Special Place unnið af Muted, Austfirðingnum Bjarna Rafni Kjartanssyni tónlist- armanni, Sindra Steinarssyni sem gerir myndbandið og söngkonunni Jófríði Ákadóttur úr Samaris. Videóverkum Lóu og nemenda hennar verður varpað upp í rými Laugardalslaugar á Sundlaug- arnótt í kvöld. Eitt af markmið- unum með sýningu þessa verkefnis nú er að sýna hvað býr í austfirsk- um listanemum og kynna um leið hvað Listnámsbraut Mennta- skólans á Egilsstöðum hefur upp á að bjóða. Vonast er eftir að sem flestir landsmenn komi og njóti þess sem fer fram í kvöld á Safnanótt í Laug- ardalslaug. Milli klukkan 17-19 verða ýmsar uppákomur fyrir alla fjölskylduna ásamt leiktækjum í innilaug og einnig verður lögð áhersla á notalega stemningu með kyndlum á útisvæði ásamt lág- stemmdri tónlist. Verkið „Austfirsk ljós í myrkri“ hefst um klukkan 19 og stendur til miðnættis. Austfirsk ljós í myrkri í sundlaug á Vetrarhátíð Ljós í myrkri Þetta fagra ljós lýsti upp trén í myrkrinu fyrir austan þegar hópurinn sýndi verkið „Lista-ljós í myrkri“ á vetrarhátíð Austfirðinga. Listanemar myndgera ljóð Austfirsk ljóðskáld og nemendur við listnáms- braut Menntaskólans á Egilsstöðum sameina krafta sína í verki sem sýnt verður í kvöld í Laugardalslauginni. NÝR NISSAN NOTE VISIA, DÍSIL, BEINSKIPTUR EYÐSLA 3,6 L/100 KM* 3.050.000KR. OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 NÝR NISSAN JUKE ACENTA, DÍSIL, BEINSKIPTUR EYÐSLA 4,0 L/100 KM* 3.590.000KR. HVAÐA NISSAN HÖFÐAR TIL ÞÍN? NÝR NISSAN PULSAR ACENTA, DÍSIL, BEINSKIPTUR EYÐSLA 3,6 L/100 KM* 3.650.000KR. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 *Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.