Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þrjú matsfyrirtæki meta lánshæfi ríkissjóðs Íslands: Moody’s Inve- stors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor’s. Fitch Ratings breytti mati sínu á lánshæfi rík- issjóðs í síðustu viku úr því að horfur væru stöðugar í að þær væru jákvæðar. Áður hafði Standard & Pooŕs í tvígang sagt horfur jákvæðar, það var í júlí í fyrra og í janúarmánuði sl. Sjálf einkunnin breyttist ekki og er áfram BBB (Fitch) og BBB- (S&P) á skuldbindingum í er- lendri mynt til langs tíma og BBB+ (Fitch) og BBB- (S&P) á skuldbindingum í innlendri mynt til langs tíma. Bjarni Benediktsson, fjár- málaráðherra, segir að hér sé um jákvæða þróun að ræða og gefi vonir um að það styttist í að láns- hæfiseinkunn matsfyrirtækjanna verði hækkuð í A-flokk. Hækkun skiptir miklu máli „Ef lánshæfiseinkunn ríkissjóðs verður hækkuð í A-flokk, getur það skipt miklu, bæði hvað varð- ar þau kjör sem Íslandi standa til boða og líka hvað varðar áhuga lánveit- enda á að lána ríkinu,“ sagði Bjarni í samtali við Morg- unblaðið. Hann bendir á að þau kjör sem standi ríkinu til boða skipti afar miklu máli, vegna þess að þau myndi einskonar viðmið lánskjara fyrir atvinnulífið að öðru leyti. „Smám saman, ef þessi þróun heldur áfram, getur þetta leitt til betri vaxtakjara fyrir landið í heild sinni, þannig að hér eru feiknalega miklir hagsmunir í húfi,“ sagði fjármálaráðherra. Bjarni bendir á að það sé ágæt- lega dregið fram í greinargerð Fitch frá í síðustu viku, að vís- bendingar séu um að Íslendingar ættu með réttu að vera í hópi með öðrum löndum með mun betri lánshæfismatseinkunn. Opinberar skuldir og höft „En það eru skýringar á þessu. Þær eru að ríkissjóður er enn mjög skuldsettur og hér eru gjaldeyrishöft enn,“ segir Bjarni og bendir á það að Fitch ber saman hver landsframleiðslan er hjá Íslandi per mann og hver hún er hjá þjóðum sem eru með sömu lánshæfiseinkunn og við. „Það er mjög sláandi samanburður. Fimmtíu þúsund dollarar á mann í landsframleiðslu á Íslandi á ári, en í löndum með sömu lánshæf- iseinkunn og við tíu þúsund doll- arar á mann,“ segir Bjarni. Bjarni telur óraunhæft að Ís- lendingar geri sér vonir um að landið komist upp í A-flokk, áður en gjaldeyrishöftin verða afnum- in. „Fitch vekur athygli á því í greinargerð sinni, að við erum að síga í rétta átt. Það gerist í kjöl- farið á því að íslenska ríkið gat farið á Evrópumarkaðinn í fyrra með nýja skuldabréfaútgáfu. Við skulum ekki gleyma því að þá fékk íslenska ríkið betri kjör, en stóðu til boða hjá helstu vina- þjóðum í tengslum við fjár- mögnun efnahagsáætlunar Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Við fengum í fyrra á markaðnum kjör, sem gerðu okkur kleift að borga upp lán sem tekin voru eftir fall bankanna, sem þóttu á þeim tíma vera á hagstæðum kjörum,“ sagði fjármálaráðherra. Horfur jákvæðar aftur Að sögn Fitch hafa horfurnar fyrir ríkissjóð ýmist verið nei- kvæðar (apríl 2006), undir eftirliti (október 2008), neikvæðar (des- ember 2009 og janúar 2010) eða stöðugar, í öllum matsgerðum frá 2011 til 2014 og eru nú í janúar 2015 í fyrsta skipti jákvæðar, eins og áður segir, í mjög langan tíma. Síðast mat Moodýs horfurnar fyrir lánshæfismat Íslands já- kvæðar í mars árið 1997. Síðan hafa horfur verið metnar ýmist stöðugar, undir eftirliti eða nei- kvæðar. Síðasta lánshæfismat Moody’s birtist á heimasíðu Seðlabanka Íslands í júlí 2014, Baa3 og voru horfur sagðar stöð- ugar. A+ í apríl 2008 hjá S&P Standard & Pooŕs hefur lengi lagt mat á lánshæfi ríkissjóðs og horfur. Í apríl 2008 fékk ríkissjóður lánshæfiseinkunn fyrirtækisins A+ fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og AA fyrir lang- tímaskuldbindingar í innlendri mynt, en horfur voru sagðar nei- kvæðar. Í september það ár voru horfurnar undir eftirliti og í októ- ber 2008 voru þær neikvæðar. Síðan hafa þær skipst á að vera neikvæðar, stöðugar og undir eft- irliti, þar til í tveimur síðustu matsgerðum. Í júlí 2014 og svo aftur nú í janúar 2015 voru horf- urnar sagðar jákvæðar og láns- hæfiseinkunn í báðum lang- tímaflokkunum, erlendum og innlendum, var BBB-. Á heimasíðu Seðlabanka Ís- lands, þar sem fjallað er um láns- hæfi ríkissjóðs segir m.a.: „Í kjölfar bankahrunsins í októ- ber 2008 lækkaði lánshæfismat Ríkissjóðs Íslands talsvert. S&P lækkaði lánshæfiseinkunn fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt í BBB og í nóvember sama ár í BBB- og hefur sú einkunn haldist síðan. Moody‘s lækkaði sína einkunn í A1 í október 2008, í BAA1 í desember 2008 og loks í Baa3 í nóvember 2009 og hefur hún haldist þar. Í október 2008 lækkaði Fitch einkunn ríkissjóðs í BBB- úr A-. Í janúar 2010 fór Ís- land í fyrsta sinn í spákaup- mennskuflokk hjá Fitch þegar lánshæfiseinkunnirnar fyrir er- lendar langtímaskuldbindingar og landsþak voru lækkaðar niður í BB+ með neikvæðum horfum. Fitch færði Ísland aftur í fjárfest- ingarflokk í febrúar 2012 en láns- hæfiseinkunnin hefur verið BBB frá febrúar 2013. Með bættri af- komu ríkissjóðs og jákvæðum hagvexti standa vonir til að landið muni aftur ná lánshæfismati í A- flokki. Náist það markmið mun aðgengi að lánsfjármörkuðum og lánakjör batna verulega til hags- bóta fyrir íslenska hagkerfið.“ Þykja ágæt tíðindi Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins, þykja það ágæt tíðindi í Seðlabankanum að bæði S&P og Fitch segi nú í janúar að horfur séu jákvæðar, í stað stöðugra. S&P breytti að vísu horfum úr stöðugum í jákvæðar í júlí í fyrra, þannig að í tvö skipti í röð fær Ís- land stöðugar horfur hjá fyrirtæk- inu. Yfirleitt er það talið vísbend- ing um að land færist brátt upp um flokk í lánshæfismatinu, þegar horfurnar eru sagðar jákvæðar. Önnur jákvæð tíðindi af uppfærðu mati eru þau að Fitch setti í síð- ustu viku ríkissjóð í miðflokkinn, þ.e. BBB, hvað varðar lang- tímaskuldbindingar í erlendri mynt og BBB+ hins vegar hvað varðar langtímaskuldbindingar í innlendri mynt. Það gefur aftur vonir um að eftir hálft til eitt ár nái Ísland á nýjan leik lánshæf- ismati í A-flokki. Skuldir ríkissjóðs eru hærri hér, en venjan er hjá löndum í A- flokki, sem heldur Íslandi enn niðri í BBB+ og hins vegar eru það gjaldeyrishöftin, eða öllu heldur spurningin um hvað gerist í íslensku efnahagslífi, þegar ráð- ist verður í afnám haftanna. Færist ríkissjóður upp í A-flokk í lánshæfismati matsfyrirtækj- anna, sem sérfróðir menn gera sér vonir um að gerist eftir ekki allt of langan tíma, þá munu aðrir íslenskir aðilar á alþjóðalána- markaði njóta góðs af og njóta betri lánskjara, þar með taldir ís- lensku bankarnir, þannig að hærri lánshæfiseinkunn ríkissjóðs skipt- ir því máli fyrir þjóðfélagið allt. Er landið að rísa?  Fjármálaráðherra segir mikilvægt að lánshæfi komist í A-flokk  Ríkissjóður gæti komist í A- flokk innan árs  Opinberar skuldir og óvissan í kringum gjaldeyrishöftin halda landinu í B-flokki AFP Batnandi hagur Aðgengi að lánsfjármörkuðum og lánakjör munu almennt batna verulega nái ríkissjóður að komast upp í A-flokk í lánshæfiseinkunn. Bjarni Benediktsson Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Erlend mynt Innlend mynt Moody’s S&P Fitch Tilkynnt júl. ‘14 jan. ‘15 jan. ‘15 Langtíma Baa3 BBB- BBB Langtíma Baa3 BBB- BBB+ Horfur Stöðugar Jákvæðar Jákvæðar Heimild: Seðlabanki Íslands ÚRVALSFÓLK BÓKAÐU Á UU.IS Njóttu lífsins TENERIFE 26. APRÍL – 18. MAÍ Ferðir eldri borgara til Tenerife hafa slegið í gegn undanfarin ár. Þar njóta menn lífsins í sól og hita með fólki á sama reki. Skemmtanastjóri skipuleggur fjölbreytta dagskrá sem allir hafa gaman af. SKEMMTANASTJÓRI Skemmtanastjóri er Gunnar Svanlaugsson frá Stykkishólmi. Gunnar er atorkusamur félags- málamaður, gleðigjafi og söngmaður sem gaman er að vera með. LA SIESTA Gist er á La Siesta sem er staðsett á besta stað fyrir miðju á Playa de las Americas ströndinni. NETVERÐ FRÁ 226.500 KR. Í SÓL OG HITA Innifalið í verði hjá Úrvali Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur. Ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur og st af ab re ng l. Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is 22 NÆTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.