Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 Kaup grænlenska félagsins North- ern Seafood ApS á frystitog- aranum Venusi hafa gengið til baka vegna vanefnda grænlenska félagsins. Umsamið söluverð skips- ins fyrir rúmu ári var 320 milljónir króna, sem skyldi greiðast á næstu árum. Í frétt á heimasíðu HB Granda segir að það hafi verið mat stjórn- enda HB Granda að farsælast væri að taka við skipinu og leita nýs kaupanda. Samhliða móttöku skipsins er matsverð þess fært nið- ur um 85 milljónir króna í bókum félagsins. Togarinn Venus er því aftur kominn í eigu HB Granda, en skip- ið var smíðað á Spáni árið 1973. Venus kom til landsins sem Júní og var gerður út af Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, síðan eignaðist Hvalur hf. skipið og loks HB Grandi. Venus er einn af sex Spán- artogurum, sem komu til landsins 1972-1975. Spánartogararnir voru stærri en flestir hinna skuttog- aranna sem komu á þessum árum. Nýr Venus væntanlegur Nýr Venus er nú í smíðum fyrir HB Granda í Tyrklandi og var skipið sjósett í byrjun desember. Um er að ræða annað af tveimur nýjum uppsjávarveiðiskipum, sem HB Grandi hefur samið um smíði á við tyrknesku skipasmíðastöðina Celiktrans Deniz Insaat Ltd. Stefnt er að því að Venus HF verði tilbúinn til afhendingar í apr- íl og hitt uppsjávarveiðiskipið, Vík- ingur AK, í lok ársins. aij@mbl.is Venus til baka vegna vanefnda  Var seldur til Græn- lands fyrir 320 milljónir Morgunblaðið/Árni Sæberg Venus Leitað verður nýs kaupanda. Úthlutað hefur verið aflamarki í norsk-íslenskri síld og er leyfilegur heildarafli íslenskra skipa á þessu ári 41.065 tonn. Á grundvelli afla- hlutdeilda hefur verið úthlutað 37.308 tonna aflamarki í norsk-ís- lenskri síld til íslenskra skipa. Íslensk skip veiddu yfir 260 þús- und tonn af norsk íslenskri síld 2009. Síðan hefur síldaraflinn minnkað með hverju árinu og var í fyrra tæp 60 þúsund tonn. Er það minnsti afli íslenskra skipa úr þessum síldar- stofni síðan 1994 eða í tuttugu ár. Fiskistofa vekur sérstaka athygli á því að ólíkt því sem gilt hefur und- anfarin ár eru síldveiðar á þessu ári ekki heimilar í norskri lögsögu eða við Jan Mayen. Í yfirliti Fiskistofu um afla úr deilistofnum í fyrra kemur fram að í fyrra fengu íslensk skip metafla af makríl. Heildarafli íslenskra skipa á síðasta ári var 172.960 tonn en var árið áður 151.234 tonn. Af þessum afla voru 156.891 tonn fengin úr ís- lenskri lögsögu eða 90,7% aflans. Afli af miðunum við Austur-Græn- land var á síðasta ári 12.683 tonn. Þetta er nokkuð meiri afli við Græn- land en 2013 þegar hann var 11.934 tonn. Makrílveiðar íslenskra skipa innan grænlensku lögsögunnar telj- ast ekki til afla Íslendinga í alþjóð- legu samhengi. Úthafskarfinn á Reykjanes- hrygg í sögulegri lægð Á síðasta ári veiddu íslensk skip 183.363 tonn af kolmunna og er það mesti ársafli íslenskra skipa síðan 2007. Aflamark íslenskra skipa í kol- munna 2015 er 215 þúsund tonn. Enn dró úr afla í úthafskarfa í fyrra og hefur hann aldrei verið minni síðan íslensk skip hófu beina sókn í úthafskarfa á Reykjanes- hrygg, segir á heimasíðu Fiskistofu. Í fyrra veiddu íslensk skip 2.436 tonn af úthafskarfa samanborið við 8.617 tonn árið á undan. Þegar mest veidd- ist fór aflinn oft yfir 40 þúsund tonn og var á árinu 1996 rúmlega 51 þús- und tonn. Aflamark íslenskra skipa í úthafskarfa á árinu 2015 hefur verið ákveðið 3.087 tonn. aij@mbl.is Enn dregur úr heimildum í síld Morgunblaðið/Líney Síld Á leið til lands með fullfermi.  Vel gekk í fyrra í makríl og kolmunna  Aldrei lélegra í karfa á Reykjaneshrygg Hæstiréttur hefur dæmt Árna Björgvinsson í 18 mánaða fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnabrot, þar af 15 mánuði skilorðsbundna. Hæsti- réttur mildar þar dóm sem Árni hlaut í Héraðsdómi Reykjaness í desember 2013, þar sem hann hlaut þriggja ára óskilorðsbundinn dóm. Ríkissaksóknari ákærði Árna í júlí 2013 fyrir stórfelld fíkniefna- brot og peningaþvætti árið 2011. Ákæra í málinu var gefin út í júlí 2013, en þá voru liðin rúm tvö ár frá síðustu rannsóknaraðgerð, sam- kvæmt gögnum málsins. Engin haldbær skýring var gefin á þess- um töfum, sem að mati Hæstaréttar eru vítaverðar og því var hluti refs- ingarinnar skilorðsbundinn. Hæstiréttur mildaði dóm vegna tafar H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -0 1 9 4 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -0 1 9 4 Þúsundir Íslendinga ávaxta fé sitt í Lífeyrisauka Lífeyrisauki er stærsti sjóður landsins sem býður eingöngu viðbótarlífeyrissparnað. Sjö fjárfestingarleiðir tryggja að þú finnur þá réttu fyrir þinn lífeyrissparnað og leggur grunn að varasjóði til að skapa þér betri lífskjör eftir starfslok. Skoðaðu leiðirnar á www.arionbanki.is/lifeyrisauki, með því að senda fyrirspurn á lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða hafðu samband við ráðgjafa í síma 444 7000 og leggðu grunn að góðri framtíð. Þú kemst hærra í góðum félagsskap Lífeyrisauki Innl. skuldabr. Lífeyrisauki Erl. verðbr. Lífeyrisauki 5 Lífeyrisauki 4 Lífeyrisauki 3 Lífeyrisauki 2 Lífeyrisauki 1 Nafnávöxtun 2014 5 ára meðalnafnávöxtun 2009–2014 ÁVÖXTUN LÍFEYRISAUKA Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fimm ára ávöxtunartölurnar sýna meðalnafnávöxtun frá 2009–2014 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari upplýsingar um Lífeyrisauka, þ.á.m. um ávöxtun hvers árs, reglur sjóðsins o.fl., má nálgast á arionbanki.is/lifeyrisauki. 7,1% 10,3% 8,3% 8,1% 5,4% 8,0% 3,4% 7,8% 6,0% 3,1% 9,9% 3,9% 7,0% 1,9%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.