Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 Sterkar vélar endast lengi Spónsuga Ha 2600 Kr. 92.700 Þykktarhefill/afréttari Hms 2600ci Heflunarbreidd 260 mm Þykktarheflun 260 x 210 mm Mótor 3,2 hö Kr. 335.200 Súluborvél Rab s16x Kr.102.200 Scheppach Tisa 3.0 Skurðarhæð 82 mm Mótor 3,0 hö Kr. 95.100 Scheppach bs 500 Skurðarhæð 155 mm Mótor 6,8 hö Áður kr. 221.125 - Nú kr. 195.000 FarTools TBF 1000 Verð 109.600 FarTools FS 254 Veltisög Mótor 1.800 W Skurðarhæð við 90° 70 mm Skurðarhæð við 45° 50 mm Sagarblað 250 mm Kr. 87.900 Norsaw 1203 Alhliða byggingasög: Bútsög, Ristisög Plötusög Byggingasög Norsaw 1203 Áður kr. 531.800 - Nú kr. 393.900 með borðum og löndum Skurðarhæð við 90° 104 mm Skurðarhæð við 45° 70 mm Mótor 2200 W Nýleg tillaga meiri- hluta atvinnunefndar Alþingis um að færa virkjanakosti á miðhá- lendinu úr biðflokki Rammaáætlunar í nýt- ingarflokk, bendir til að náttúruvernd eigi undir högg að sækja innan ríkjandi stjórn- arflokka og að ýmsir þar á bæ beri lítið skynbragð á raunveru- leg verðmæti. Önnur atriði sem benda til hins sama eru meðal ann- arra afturköllun náttúruvernd- arlaga, ákvörðun um að hætta við friðlýsingu Þjórsárvera á síðustu stundu, hægagangur varðandi frið- lýsingu annarra svæða í vernd- arflokki Rammaáætlunar og hug- myndir um raflínu og uppbyggðan veg yfir Sprengisand. Fálæti í garð náttúruverndar er sérkennilegt nú þegar ljóst er að vernd getur verið afar ábatasöm landnýting. Ferðamenn flykkjast hingað til að njóta einstæðrar nátt- úru landsins. Óbyggð víðerni miðhá- lendisins, þau stærstu í Vestur- Evrópu, verða sífellt eftirsóknar- verðari og verðmætari eftir því sem þéttbýli vex í heiminum. Á síðasta ári skiluðu erlendir ferðamenn þjóð- inni meiri tekjum en fiskveiðar og með því að nýta betur sérstöðu landsins og verðleggja hana á heil- brigðan hátt mætti stórauka tekj- urnar ásamt því að draga úr álagi af völdum ferðamanna. Hér skal þó tekið fram að undirritaður er ekki bara að hugsa um arð og erlenda ferðamenn. Fyrir eigin sálarheill og mjög margra annarra Íslendinga skiptir vernd miðhálendisins afar miklu máli. Ekki má heldur gleyma rétti náttúrunnar sjálfrar. Og á end- anum er þetta líka spurning um arf- leifð sem snýst um það – í svolítið dramatískri útsetningu – að fórna hálendinu fyrir þrjátíu silfurpen- inga. Eru áhrif athafnaskálda ef til vill of ríkjandi í stjórnarflokkunum, gamla blekkingin um að hægt sé bæði að eiga kökuna og eta hana? Að hægt sé að virkja, strengja raf- línur, byggja upphækkaða vegi, stunda þungaflutninga á hálendinu og markaðssetja þar jafnframt óbyggð víðerni og öræfakyrrð? Mörgum stjórnmálamönnum er tamt að nota hugtakið „sjálfbær nýting“ í tengslum við raforkufram- leiðslu hér á landi. En í hugtakinu felst þó að nýting náttúruauðlinda er því aðeins sjálfbær að hún gangi hvorki á þá auðlind sem nýtt er né aðrar til langs tíma litið. Af því leið- ir að jafnvel þótt nýting straum- vatns til raforkuframleiðslu sé í eðli sínu sjálfbær þá eru vatnsaflsvirkj- anir, sem krefjast stórra uppistöðu- lóna, raflínulagna og umfangsmik- illar eyðingar víðerna og gróðurlenda, það ekki. Háhitavirkj- un sem tappar af jarðgufunámu þar til hún gengur til þurrðar eftir nokkra áratugi er heldur ekki sjálf- bær. Stundum hvarflar að manni að fá- læti í garð náttúruverndar tengist á einhvern hátt hugmyndafræði hægrimennsku. En það fær vart staðist skoðun. Birgir Kjaran var þingmaður Sjálfstæðisflokksins á 7. áratug síðustu aldar og jafnframt frumkvöðull í náttúruvernd. Ey- steinn Jónsson, einn forustumanna Framsóknar, var annar frumkvöðull á því sviði og Steingrímur Her- mannsson var drjúgur. Faðir minn studdi ávallt Sjálfstæðisflokk- inn, einn fárra bænda í sveitinni. Hinir voru allir framsóknarmenn. Í uppvexti mínum hlustaði ég því á enda- lausar rökræður um þjóðmál en minnist alls ekki andúðar á náttúruvernd. Þvert á móti var mikil virðing borin fyrir náttúru landsins og dáðst að rómantískum skáldum eins og Jónasi sem mærðu hana. Djarfar og stórhuga framkvæmdir í anda Einars Ben. nutu vissulega hylli í þessum rökræðum en alltaf var til staðar undirliggjandi var- kárni og hógværð; skoðum alla þætti málsins, förum ekki fram úr okkur í græðgi. Ég fékk ást á ís- lenskri náttúru og áhuga á vernd hennar í gjöf frá „íhaldssömu“ æskuheimili. Náttúruvernd er nefnilega alls ekki öfgafull eða upp- reisnargjörn, eins og sumir vilja vera láta, heldur íhaldssöm í eðli sínu. Náttúruvernd hefur í seinni tíð verið spyrt saman við félagshyggju og sumir halda því fram að vinstri- menn hafi eignað sér hana. En má þá ekki einfaldlega endurheimta forræðið yfir henni eða, sem betra er, deila því? Geta ekki allir, óháð stjórnmálaskoðun, sammælst um að standa öflugan vörð um hálendi landsins og aðrar náttúrugersemar þess alveg eins og um heilbrigð- iskerfið og menntakerfið? Það virð- ist að minnsta kosti barnaleg af- staða að vera andsnúinn náttúruvernd bara af því að síðasta ríkisstjórn eða vinstrimenn almennt hafa sett þann málaflokk á oddinn. Að öllu athuguðu er tímabært að stjórnarflokkarnir endurskoði áherslur sínar á þessu sviði. Og um- fram allt ekki raska miðhálendinu meira en orðið er. Vernd þess er ein hagkvæmasta fjárfesting sem völ er á fyrir þjóðina alla. Ríkisstjórnin, náttúruvernd og miðhálendið Eftir Snorra Baldursson » Fálæti í garð náttúruverndar er sérkennilegt nú þegar ljóst er að vernd getur verið afar ábatasöm landnýting. Snorri Baldursson Höfundur er líffræðingur og áhugamaður um náttúruvernd. - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.