Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 32
32 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 ✝ ÁlfheiðurMagnúsdóttir fæddist 29. júlí 1919 í Holtum á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð-Austurlands 1. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Benediktsdóttir og Magnús Hallsson. Hún giftist Gísla Arasyni árið 1940 og bjuggu þau í Holtum á Mýrum til ársins 1945 en fluttust þá til Hafnar í Hornafirði og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust sex börn, fimm dætur og andvana son. Dæturnar eru Guðrún Sigríður, maki Eymar Yngvi Ingvarsson, Sig- urborg, maki Ing- ólfur Arnarson, Magnhildur, maki Þórólfur Árnason, Ingibjörg, maki Björn Björnsson, Erna, maki Hauk- ur Reynisson. Afkomendur Álfheiðar og Gísla eru orðnir 35. Útför Álfheiðar fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 7. febrúar 2015, kl. 11. Elsku amma, nú hefur þú kvatt þennan heim og heldur á vit nýrra ævintýra. Orð fá því ekki lýst hvað ég mun sakna þess að fá faðminn frá þér þegar ég kem heim í fjörðinn. Þegar ég renni yfir gamlar myndir af þér, brjótast fram margar dásamlegar minningar sem ég mun varðveita vel í hjarta mínu. Ég var svo ótrúlega lánsöm að fá að alast upp í næsta húsi við þig og afa. Að geta skottast yfir til ykkar þegar skólanum lauk og fengið heimagerðar flatkökur með mysingi eða afgang af plokk- fiskinum góða voru sko algjör forréttindi. Þegar ég mætti sastu oft í hægindastólnum þínum prjónandi sokka eða vettlinga, sem veitti ekki af því ekki veit ég hversu oft ég kom til þín biðjandi um ný pör því ég var mjög gjörn á að týna mínum. Alltaf varstu tilbúin að kenna mér, gafst þér alltaf góðan tíma og mikla þolinmæði. Þegar mín þolinmæði rann út skelltir þú bara hátt upp úr og gerðir ekki mikið úr hlutunum. Kenndir mér að lesa, prjóna, spila, leggja kapla og svo fyrir nokkrum árum stóð- um við saman á stéttinni heima hjá þér þar sem þú kenndir mér að búa til flatkökurnar þínar góðu. Alltaf varstu heilsuhraust og þegar ég kom yfir til þín um helg- armorgna, var gamla gufan í loft- inu og þú varst búin að draga fram eldhússtól og gerðir leikfim- isæfingar eins og konan í útvarp- inu leiddi þig áfram með, og oftar en ekki dró ég fram annan eld- hússtól og gerði æfingar með þér, þetta fannst mér sko aldeilis sport! Elsku amma mín, takk fyrir alla góðu stundirnar sem við átt- um saman og alla þína hlýju. Við hittumst seinna á nýjum stað þar sem við munum spila og hlæja saman. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Heiðdís Hauksdóttir. Elsku amma. Það var svo gott að koma yfir til þín og afa í næsta hús. Þegar ég var yngri þá passaðir þú alltaf upp á að ég myndi drekka nóg af mjólk, borða góðu kæfuna þína, bláberjasultuna og allar þær kræsingar sem þú áttir til að töfra fram. Þú kenndir mér svo margt. Þú kenndir mér að spila og við áttum til að spila tímunum saman. Ég gleymi aldrei þegar við sátum við litla borðið í eldhús- inu, ég þú og afi, við hlógum mik- ið því þið voruð að reyna að kenna mér að flauta. Þú sagðir að ef ég myndi drekka mjólkina góðu og nóg af henni myndi ég ná á end- anum að flauta. Nokkrum dögum seinna eftir mikið mjólkurþamb þrammaði ég inn til ykkar, flaut- andi. Þú kenndir mér margar fal- legar sögur og kvæði. Þú áttir stóra þykka sögubók í hillunni þinni sem ég og þú lásum oft sam- an í hægindastólnum þínum og yfirleitt var það alltaf sama sag- an. Sagan af Dimmalimm. Þú hefur verið og verður alltaf mín fyrirmynd. Þú hafðir mikinn áhuga á fallegum fötum og ég hlakkaði alltaf svo til að sýna þér nýju flíkurnar mínar. Það eru óteljandi sögur og minningar sem ég á um þig. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Við höfum eytt öllum jólum sam- an síðan ég man eftir mér. Síð- ustu jól varstu orðin mjög veik en við vorum þó saman og minnist ég þeirra jóla það sem eftir er. Þau voru mér dýrmæt. Þú varst falleg að innan sem utan, hlý í alla staði og yndisleg mannvera. Ég elska þig, amma. Þín Hafdís. Amma mín, Álfheiður Magn- úsdóttir, hefur kvatt þennan heim. Amma var stórkostleg kona. Hún var hrein og bein og alltaf vissi ég hvar ég hafði hana. Hún sagði það sem henni bjó í brjósti og var fylgin sér í sínum skoð- unum. Það var gott að leita til ömmu og hún var boðin og búin að hjálpa ef þess þurfti. Amma var unnandi góðra bóka og bar heimilið þess merki. Nóg var til af bókum og naut ég þess að komast í bókahillurnar og glugga í bók þegar ég var þar í heimsókn. Amma var mikil hannyrða- kona og ég man eftir henni við saumavélina, sitjandi með prjón- ana eða heklunálina í höndunum. Töluboxin hennar ömmu þóttu mér spennandi og eitt það skemmtilegasta sem ég fékk að gera hjá ömmu var að skoða í þau. Þá hvolfdi ég úr boxunum á borðið og skoðaði tölurnar. Amma sagði mér gjarnan hvaðan tölurnar komu, af kápum hjá mömmu og systrum hennar eða af buxunum hans afa. Amma eldaði besta grjóna- graut í heimi. Í minningunni var það þannig. Hún bar hann líka fram í svo fallegri skál. Amma hafði gaman af því að spila. Oft spilaði hún manna við tengdasynina og gekk þá ósjald- an mikið á. Hún hafði gjarnan hátt, sló í borð og lét spilafélag- ana heyra það. Þessir orðaleppar eru ógleymanlegir og stór hluti af samverustundum fjölskyldunnar. Amma hló mikið og hátt. Mér fannst hláturinn hennar flottur og oft hugsaði ég með mér að ég vildi að ég hlægi eins og amma. Þegar ég var barn bar ég ótta- blandna virðingu fyrir ömmu minni og fannst hún ein merki- legasta kona sem ég hafði á ævi minni kynnst. Þegar ég fullorðn- aðist kynntist ég ömmu minni á annan hátt og fékk að upplifa vin- áttu okkar á milli. Mér fannst óskaplega gott að heimsækja ömmu og afa í Björk og ræða lífið og tilveruna við þau. Amma kom oft með skemmtilega sýn á málin, nálgaðist þau öðruvísi en ég gerði og þannig lærði ég af ömmu að líta á málin frá mörgum hliðum. Þegar ég var orðin mamma vissi ég fátt betra en að fara með börn- in mín í heimsókn í Björk og eiga þau, eins og ég, margar góðar minningar þaðan. Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa átt ömmu Álfheiði að og mun minnast hennar sem góðrar fyrirmyndar um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku amma. Álfheiður Ingólfsdóttir. Í fáeinum orðum og með mikl- um söknuði vil ég minnast hennar ömmu minnar sem nú er búin að kveðja okkur í þessu lífi eftir langa og farsæla ævi. Mikið óskaplega er ég þakklátur fyrir að hafa átt þig og afa að alla tíð, elsku amma mín. Það voru mikil forréttindi fyrir mig að fá að alast upp á Höfn svo nærri þeim ömmu og afa, heið- urshjónunum Álfheiði og Gísla í Björk. Hjá þeim átti ég mitt ann- að heimili í uppvextinum og allt fram á fullorðinsár. Og margs er að minnast. Seint gleymi ég sunnudagsbíltúrunum út á Mýr- ar með þér, afa og Ernu á Landrovernum þar sem ýmislegt var brallað. Allar spurninga- keppnirnar í hádegismatnum í Björk. Þegar þú kenndir mér að spila kasínu og þegar ég svo vann þig í henni í fyrsta skipti. Því gleymi ég aldrei. Sumarið með ykkur í Hveragerði. Þegar við ræddum stjórnmálin og ég þótt- ist ekki vera á sama máli, þá varð nú íslenskan ansi kjarnyrt á köfl- um og mikið sveiað. Hvað þið tók- uð vel á móti henni Hildi minni þegar við kynntumst fyrir austan og sumarið 1984 þegar við bjugg- um hjá ykkur í Björk með Elsu Rún okkar rúmlega árs gamla. Og aldrei hættirðu að spyrja mig hvenær við ætluðum nú aftur að flytja heim á Höfn. Síðan allar heimsóknirnar austur á Höfn til ykkar eftir að við fluttum, ætt- armótin og þegar við dönsuðum í Holti fyrir ekkert svo löngu. Þú varst töluvert liprari en ég. Haf- sjór af góðum og skemmtilegum minningum. En það sem upp úr stendur er minningin um yndislega ömmu. Sterka, stórmerkilega og ein- staka konu, svo hjartahlýja og glaðværa, sem á svo einstakan hátt miðlaði sínum traustu fjöl- skyldugildum til afkomenda sinna. Ég deili þessum minning- um með eiginkonu og börnum, Hildi, Elsu Rún og Eymari, þeim fannst mikið til þín koma og þótti svo vænt um þig. Nú þegar ég skrifa þessi minn- ingarorð er lítill langalangömm- ustrákur að koma í heiminn. Þeg- ar fram líða stundir þá segi ég honum frá langalangömmu á Hornafirði, kenni honum kasínu og við ætlum að tala kjarnyrta ís- lensku á meðan. Ég get varla beðið eftir því. Elsku amma. Það er svo erfitt að kveðja eftir allan þennan tíma en við munum alltaf varðveita all- ar góðu og dýrmætu minningarn- ar um þig. Þær munu ylja okkur alla ævi. Hvíl í friði. Elsku afi. Mikill er þinn missir eftir öll þessi ár með henni ömmu. Þakka þér fyrir að vera alltaf svona góður við hana í blíðu og stríðu. Við viljum biðja góðan guð að styrkja þig í þinni miklu sorg og sendum þér okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Gísli Eymarsson og fjölskylda. Álfheiður MagnúsdóttirAÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Ing-ólfsstræti 19, Reykjavík. Biblíufræðsla laugardag kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Eric Guðmundsson. Barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á ensku. Súpa og brauð eftir sam- komu. AÐVENTKIRKJAN í Vestmanna- eyjum | Brekastíg 17, Vestmanna- eyjum. Guðsþjónusta laugardag kl. 12. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Akur- eyri | Eiðsvallagötu 14, Gamli Lundur. Biblíurannsókn laugardag kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 12. Barnastarf. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suður- nesjum | Blikabraut 2, Keflavík. Biblíu- fræðsla laugardag kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 12. Ræðumaður: Einar Valgeir Arason. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Eyravegi 67, Selfossi. Biblíufræðsla laugardag kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Jens Danielsen. Barna- og unglingastarf. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnar- firði | Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Guðs- þjónusta laugardag kl. 11. Ræðumað- ur: Stefán Rafn Stefánsson. Biblíu- fræðsla kl. 11.50. Barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á ensku. Súpa og brauð eftir samkomu. AKRANESKIRKJA | Tónlistarguðs- þjónusta kl. 17 (ath. breyttan messu- tíma). Hinn síungi Ragnar Bjarnason syngur dægurlög við undirleik Þorgeirs Ástvaldssonar. Sóknarprestur flytur stutta hugleiðingu á milli laga. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyrar- kirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safn- aðarheimilinu kl. 11. Umsjón sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson. Æðru- leysismessa í Akureyrarkirkju kl. 20. Prestar eru sr. Sunna Dóra Möller og sr. Oddur Bjarni Þorkelsson. Hjalti Jónsson annast tónlistina. Kaffisopi í Safnaðarheimilinu að messu lokinni. AKURINN kristið samfélag | Sam- koma kl. 14 í Núpalind 1, Kópavogi. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Barn borið til skírnar. Brúðuleikhús, biblíusögur og söngur. Sr. Þór Hauksson ásamt Ingunni Björk Jónsdóttur djákna. Undirleikur Kjartan Jósefsson Ognibene. Kaffi á eftir. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Séra María Ágústsdóttir héraðs- prestur prédikar og þjónar fyrir altari. Linda Jóhannsdóttir djákni leiðir sam- verustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi á könn- unni eftir messu. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Meðhjálpari er Sigurður Þórisson og prestur sr. Kjartan Jónsson. Sunnu- dagaskóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur og Bryndísar Svavarsdóttur. Hressing á eftir. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga- skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Fjóla og Guð- mundur Jens. BORGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Guðsþjónusta í Brákarhlíð kl. 13.45. Organisti Steinunn Árnadóttir. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudaga- skóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Leifs- dóttur og Steinunnar Þorbergsdóttur. Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jón- asson. Kór Breiðholtskirkju syngur, org- anisti er Örn Magnússon. Tekið við gjöf- um til Biblíufélagsins. Kaffi í safnaðar- heimili á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa með bíóívafi kl. 11. Bára, Daníel og sr. Árni Svanur leiða messuna. Jónas Þórir leikur kvikmyndatónlist úr Frozen og fleiri myndum. Bíómessa kl. 14. Sr. Árni Svanur Daníelsson og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni þjóna. Þema mess- unnar er Guð á hvíta tjaldinu. DIGRANESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Kammerkór Digra- neskirkju syngur. Súpa í safnaðarsal að athöfn lokinni. Fermingarfræðsla kl. 13. Sjá heimasíðu. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir alt- ari. Dómkórinn og organisti er Kári Þor- mar. Arnfríður Einarsdóttir og Ragnhild- ur Ásgeirsdóttir lesa ritningarlestrana. Barnastarf á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. EGILSSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Börn sem verða 5 ára á árinu sérstakir heiðursgestir. Laugardag: Samtal um trú - efni um andlegt líf, í safnaðarheimilinu kl. 10- 11.30, í umsjá Vigfúsar Ingvars Ingv- arssonar. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Eyþór Franzson Wechner. Kór kirkjunnar leiðir almenn- an safnaðarsöng. Í tilefni af Biblíu- deginum og 200 ára afmæli Hins ís- lenska Biblíufélags verður Biblían í fókus með einum eða öðrum hætti. Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Péturs og Hreins. Kaffisopi eftir guðsþjónustu. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 13. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða söng- inn undir stjórn Arnar Arnarsonar. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Fræðsla, söngur, brúðuleikrit og fleira. Hressing í lok stundar. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Kvöld- messa kl. 20 í umsjón sr. Hjartar Magna Jóhannssonar. Sönghópur Frí- kirkjunnar leiðir sönginn ásamt djass- tríói skipuðu Gunnari Gunnarssyni á pí- anó, Tómasi R. Einarssyni á kontrabassa og Snorra Sigurðarsyni á trompet. Athugið að engin guðsþjón- usta verður kl. 14 þennan dag. GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sameiginlegt upphaf í barnastarfi. Prestur: Sr. Jón Ómar Gunnarsson. Kór Glerárkirkju leiðir söng. GRAFARVOGSKIRKJA | Biblíumessa kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur. Organisti: Hákon Leifsson. Sunnudaga- skóli kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðar- dóttir. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurð- ardóttir. Undirleikari: Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Barna- starf kl. 11 í umsjá Lellu o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Biblíu- félagsins. Messuhópur þjónar. Kór frá Domus vox syngur, skólastjóri Margrét J. Pálmadóttir. Organisti Ásta Haralds- dóttir. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. Hversdags- messa með á fimmtudag kl. 18.10. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlist. GRUND dvalar- og hjúkrunar- heimili | Guðsþjónusta í hátíðasal. Prestur sr. Auður Inga Einarsdóttir. Org- anisti Kristín Waage. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjölskyldumessa kl. 11. Prestur sr. Karl V. Matthíasson. Barnakór Guðríð- arkirkju syngur undir stjórn Ásbjargar Jónsdóttur. Kirkjuvörður Lovísa Guð- mundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Anna Magnúsdóttir leikur á píanó. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Prestur sr. Jón Helgi Þór- arinsson. Sunnudagaskólinn tekur þátt í samverunni í kirkjunni. Djús og kaffi- sopi í safnaðarheimilnu á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Fermingarbörn að- stoða. Mótettukór Hallgrímskirkju syng- ur. Organisti Hörður Áskelsson. Um- sjón barnastarfs Inga Harðardóttir. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11 og barnastarf. Prestur: Eiríkur Jóhanns- son. Organisti: Kári Allansson. Félagar í kór Háteigskirkju syngja. Hátúnsheimilið | Guðsþjónusta í Betri stofunni í Hátúni 12 kl. 13. Sókn- arprestur Laugarneskirkju, sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, þjónar og prédik- ar, Arngerður María Árnadóttir tónlistar- stjóri leiðir söng, meðhjálpari er Krist- inn Guðmundsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðs- þjónusta með léttu sniði kl. 11. Prestur Sigfús Kristjánsson, organisti Guð- laugur Viktorsson. Félagar úr kór kirkj- unnar leiða söng. Samvera með for- eldrum fermingarbarna strax eftir messu. Sunnudagaskóli kl. 13 á neðri hæðinni. hjallakirkja.is HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma og brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður er Hafliði Kristinsson fjöl- skylduráðgjafi. Önnur kennsla í seríu um hjónabandið og Biblíuna. Efni ræð- unnar er: Að velja vel. Kaffi og sam- félag eftir samkomu. Samkoma á ensku hjá Alþjóðakirkjunni kl. 14. Engl- ish speaking service. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Ólafur H. Knútsson prédikar. Barnastarf á sama tíma í aldursskiptum hópum. Kaffi eftir stundina. KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Arnór Vilbergsson leiðir söng með félögum úr Kór Kefla- víkurkirkju. Sr. Erla Guðmundsdóttir, Systa Act, Anna Hulda og Esther stýra barnastarfinu. Messuþjónar lesa og sjálfboðaliðar bera fram sunnudags- krás að messu lokinni. Prestur er sr. Sigfús B. Ingvason. Kirkjuselið í Spöng | Selfiemessa kl. 13. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir stundina. KK sér um tónlist og segir frá. Fræðsla fyrir foreldra fermingar- barna. Sunnudagaskóli á sama tíma. Umsjón hefur Ásthildur Guðmunds- dóttir. Undirleikari: Stefán Birkisson. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkj- unnar. Sunnudagaskólinn hefst í kirkju en heldur í safnaðarheimilið Borgir að loknu upphafi guðsþjónustu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Bjarmi Hreinsson og Oddur Örn Ólafsson. LANGHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskóli á sama tíma. Jóhanna Gísladóttir æskulýðsfulltrúi sér um guðsþjónustuna ásamt messu- þjónum og kirkjuverði. Graduale Futuri syngur undir stjórn Rósu Jóhannes- dóttur og undirleik Jóns Stefánssonar. Snævar Andrjesson guðfræðinemi og Yrja Kristinsdóttir djáknanemi sjá um sunnudagaskólann. Kaffi á könnunni og kökusala Graduale Futuri í safn- aðarheimilinu eftir guðsþjónustu. LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Félagar úr Gí- deon kynna starf sitt. Sóknarprestur og messuþjónar þjóna. Kór Laugar- neskirkju og organisti leiða tónlist. Kaffi og djús eftir samveru. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Prestur er sr. Skírnir Garðarsson. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli í Lindakirkju og í Boðaþingi kl. 11. Messa í Lindakirkju kl. 20. Kór Lindakirkju leiðir safnaðarsönginn og lofgjörðina undir stjórn Óskars Ein- arssonar. Sr. Guðmundur Karl prédikar og þjónar fyrir altari. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Umsjón með sunnu- dagaskólanum hafa Katrín Helga og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eft- ir messu. Fulltrúar frá Gídeon gefa fermingarbörnum Nýja testamenti og kynna starf hreyfingarinnar í kaffinu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjón- usta kl. 14 og barnastarf á sama tíma. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir alt- ari og kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Guðni Einarsson, stjórnarmaður í Bibl- íufélaginu, prédikar. Maul eftir messu. Sjá nánar á www.ohadisofnudurinn.is SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 14 í Kristniboðssalnum Háaleitis- braut 58-60, 3. hæð. „Hvernig var Bibl- ían skrifuð?“ Ræðumaður sr. Kjartan Jónsson. Túlkað á ensku. Sunnudaga- skóli fyrir börnin. SELFOSSKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Minnst 200 ára af- mælis HÍB, elsta félags á Íslandi. Kirkjukórinn syngur, organisti Edit Molnár. Umsjón með barnastarfi hefur Hugrún Kristín Helgadóttir. Prestur Þor- valdur Karl Helgason. Kaffi og súpa eftir messu. SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Barnakórinn syngur og sögð verður saga úr Biblíunni. Allir fá límmiða á plakatið og síðan verður mynd til að lita og djúshressing í safnaðarheimilinu. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgel og kór kirkjunnar syngur. Ferming- arbörn eru hvött til þátttöku með for- eldrum sínum. Molasopi í safn- aðarheimilinu að messu lokinni. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Valgeir Ástráðsson, stjórnarmaður í Hinu íslenska biblíufélagi, prédikar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er org- anisti. Félagar úr Kammerkórnum leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveit- ingar. Fræðslumorgunn kl. 10. Margrét Bóasdóttir fjallar um Biblíuna og tónlist- ina í tali og tónum. Biblíumaraþon kl. 15-17. Ýmsir einstaklingar lesa valda texta úr Biblíunni. Organisti kirkjunnar leikur. Kaffiveitingar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa | Guðsþjónusta kl. 13.30. Minnst verður 200 ára afmælis HÍB, elsta félags á Ís- landi. Kirkjukórinn syngur. Organisti Ingi Heiðar Jónsson. Prestur Þorvaldur Karl Helgason. VÍDALÍNSKIRKJA | Biblíudagurinn. Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar. Kórfélagar leiða safnaðarsönginn. Organisti Douglas Brotchie. Börnin fylgja leiðtog- unum í fjörið í safnaðarheimilinu. Mola- sopi og djús eftir messu. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Siggi og María sjá um sunnudaga- skólann. Félagar úr kór Víðistaðakirkju leiða söng undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur sr. Hulda Hrönn Helgadóttir. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Njarðvíkurkirkna syng- ur undir stjórn Stefáns Helga Kristins- sonar organista. Meðhjálpari Ástríður Helga Sigurðardóttir. Fundur með ferm- ingarbörnum og foreldrum að guðsþjón- ustu lokinni. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Maríu og Heiðars. Kaffi, djús og kökur að skóla loknum. Orð dagsins: Ferns konar sáðjörð. (Lúk. 8) MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.