Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 ✝ Gunnar Sig-urjónsson fæddist 6. febrúar 1929 í Hraunkoti í Grímsnesi. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 27. janúar 2015. Foreldrar hans voru Sigurjón Ein- arsson, bóndi og verkamaður, f. á Stórulág í Nesjum 11. apríl 1893, d. 8. október 1975, og Guðný Magnea Pétursdóttir, húsmóðir, f. á Rannveig- arstöðum í Álftafirði 3. apríl 1893, d. 9. desember 1978. Þau bjuggu á Meðalfelli í Horna- firði, fluttu 1923 að Hraunkoti í Grímsnesi og á Selfoss 1944. Sigurjón og Magnea eignuðust fimm börn: Einar, f. 1917, d. 2003, Ingibjörg, f. 1919, d. 2010, Sigurlaug, f. 1926 og tví- burabræðurnir Guðmundur og Gunnar, f. 1929. Gunnar kynntist eiginkonu sinni, Ingibjörgu Kristjáns- dóttur (Diddu), móttökuritara, frá Merki í Vopnafirði, f. 12. júní 1932. Foreldrar hennar voru Kristján F. Friðfinnsson, urðsson, f. 1971. Börn þeirra: Ísak Logi, f. 2003, Dagur Orri, f. 2009. Fyrir átti Einar: Andra, f. 1991, unnusta Rann- veig V. Eriksen, f. 1992; tví- buradætur þeirra, óskírðar, f. 2015. b) Leif Örn, f. 1982, sam- býliskona Unnur Edda Jóns- dóttir, f. 1983. Barn þeirra; Leifur Freyr, f. 2010. c) Aron Val, f. 1991, unnusta Ragna Björk Bragadóttir, f. 1990. 4. Gunnar Ingi, f. 1966, maki Sig- rún Agnarsdóttir, f. 1968. Börn þeirra: a) Agnar Freyr, f. 1985. b) Embla Rún, f. 1993. c) Ey- þór, 2004. Gunnar gekk í barnaskóla að Klausturhólum í Grímsnesi og í heimavistarskóla í Selvogi. Hann settist að á Selfossi er foreldrar hans brugðu búi og fluttu þangað. Lærði rafvirkjun við Iðn- skólann á Selfossi og lauk sveinsprófi 1959. Starfaði hjá Kaupfélagi Árnesinga á Sel- fossi og Kaupfélagi Rangæinga á Hellu, Þjórsárvirkjunum (Sig- öldu og Búrfelli) og síðast til starfsloka hjá Landsvirkjun í Sogsvirkjunum. Gunnar og Didda hafa búið á Selfossi allan sinn búskap, á Sunnuvegi 1, Sólvöllum 9 og síðast í Græn- umörk 2. Síðasta ár dvaldi Gunnar á hjúkrunardeild Ljós- heima við HSU á Selfossi. Útför Gunnars fer fram frá Selfosskirkju í dag, 7. febrúar 2015, kl. 13.30. klæðskeri, f. 1896, d. 1952, og Jak- obína Þ. Gunn- laugsdóttir, hús- móðir, f. 1892, d. 1978. Gunnar og Didda giftust 4. nóvember 1950. Þau eignuðust fjögur börn sem eru: 1. Tryggvi, f. 1950, fv. sambýlis- kona Eygló S. Halldórsdóttir, f. 1954. Börn þeirra: a) Sara Magnea, f. 1984, sambýlismaður Valdimar Friðrik Svavarsson, f. 1982. Börn þeirra: Viktor Tumi, f. 2008, Breki Fjalar, 2012. b) Silja Guðbjörg, f. 1992, unnusti Árni Benedikt Árnason, f. 1992. c) Eyþór Snær, f. 1994. 2. Jakob, f. 1951, fv. maki Anna M. Sigurðardóttir, f. 1959. Börn þeirra: a) Daníel, f. 1984, sambýliskona María Krist- insdóttir, f. 1986. Barn þeirra: Ólöf Emilía, 2014. Fyrir átti María Anítu Nótt, f. 2007. b) Davíð, f. 1984. 3. Agnes Gunn- arsdóttir, f. 1955, maki Leifur Eyjólfur Leifsson, f. 1955. Börn þeirra: a) Ingunn Svala, f. 1976, maki Einar Gunnar Sig- Faðir minn, Gunnar Sigur- jónsson, er látinn saddur lífdaga eftir nær 86 æviár. Hann fæddist í Hraunkoti þar sem nú heitir Hraunborgir í Grímsnesi. Börn og barnabörn gengu oft með hon- um um hrauntraðir og tún til að líta tóftir kotsins augum sem enn má sjá neðan þjónustumiðstöðv- arinnar í orlofshúsabyggðinni. Það vakti furðu ungviðisins hvernig unnt væri að búa í torf- kofa en það voru aðstæður for- feðra okkar fram undir miðja seinustu öld. Afi og amma seldu kotið og pabbi fluttist með þeim á Selfoss sem unglingur. Hann kynntist Diddu móður minni á sunnlensku sveitarballi er hún var á húsmæðraskóla í Hvera- gerði og voru þau í hjónabandi frá 1950. Börnin urðu fjögur og barnabörn og barnabarnabörn eru sautján að tölu. Selfoss var á árum áður lítið þorp og héldu margir þorpar- anna kindur og hesta frammi í Mýri. Nú standa þar glerhallir og fjölmenn íbúðarbyggð sem áður voru græn tún og blómlegir hag- ar. Lífið var erfiðara í þá daga, langir vinnudagar og áhugamálin einnig lifibrauð. Faðir minn lærði rafvirkjun og vann hjá KÁ. Hann reisti tvö hús á Selfossi með hjálp ættingja og vina. Eins og svo margir aðrir tók hann rekuna út í reikning hjá kaupfélaginu fyrir fyrstu skóflustungunni að Sunnuvegi 1. Eftir að hann fékk vinnu hjá Ingólfi á Hellu og síðar við virkjanaframkvæmdir við Sigöldu byggði hann annað hús við Sólvelli 9 og keypti bíl. Bíll var munaður eins og síminn sem kom nokkru síðar á heimilið. Faðir minn var söngelskur eins og föðurfólk hans. Hann söng í karlakór og seinna í kór eldri borgara á Selfossi sem nú heitir Árborg. Ég minnist hans í haust- réttum eftir langar göngur á af- rétt Flóa- og Skeiðamanna. Þar söng hann með bændum „Kvöld- ið er fagurt“ og fleiri þjóðlög, kannski örlítið við skál. Eftir að Selfoss varð kaupstaður og skepnuhald bannað sneri faðir minn sér að veiðinni. Hann veiddi silung í vötnum bæði á stöng og í net að hausti. Hann var fiskinn mjög svo að silungur var á borð- um langt fram eftir vetri. Honum líkaði ekki hvernig veiðimenn nú til dags sleppa bráðinni eins og kettir í leik að músum. Ég fór nokkrar ferðir með pabba í Veiði- vötn og naut samvistanna og feg- urðar náttúrunnar sem er vin í sandauðninni. Eftir að útreiðum sleppti tóku við jeppaferðir vítt og breitt um landið. Fjölskyldan dvaldi oft saman í orlofshúsum stéttarfélaga og nutu við leið- sagnar hans. Hann var glöggur á örnefni og rataði víða á fallega staði sem okkur ókunnugum hefði annars yfirsést. Ég kveð föður minn með sökn- uði og megi hann hvíla í friði við hlið foreldra sinna í Selfoss- kirkjugarði. Móðir mín lifir eig- inmann sinn og óska ég henni góðrar heilsu í Grænumörkinni. Jakob Gunnarsson. Mig langar til að setja á blað nokkrar minningar um tengda- föður minn, Gunnar Sigurjóns- son, sem ég hef alist upp með og starfað með í rúm fjörutíu ár. Ég kom ungur inn í fjölskylduna, 17 ára, og mér var strax vel tekið eins og einum í fjölskyldunni. Besti tengdasonurinn, sagði Didda tengdamamma. Því hafði ég gaman af, þó að Agnes sé eina dóttirin. Ég minnist ferðanna til fjalla með þeim hjónum. Í Þórisvatn eða Veiðivötn, til veiða. Ef við fórum með þeim í sumarbústað völdum við hálendið frekar en að fara malbikið, þó að það væri lengra, eitthvað á nýjar slóðir til að skoða landið okkar saman, þá voru þau tengdaforeldrar mínir líka eins og sjálfvirkt landakort með talandi upplýsingum svo vel þekktu þau landið. Stundum vor- um við búin að skoða kort og bækur, áður en lagt var af stað í þessar fjölmörgu ferðir sem við fórum saman í. Öræfasýn hét fé- lag sem stofnað var að mestu upp úr Saumaklúbbnum Sælunni. Sælusystur og sælusveinar fóru að ferðast saman og foreldrar eða vinir þeirra fengu að koma með. Nafnið fann Gunnar upp í ein- hverri ferðinni og við fórum í yfir tuttugu ferðir inn á hálendi Ís- lands. Stundum fleiri en tíu jepp- ar, alltaf að hausti, til að sjá ein- hverjar nýjar leiðir, oft út frá línuvegum eða slóðum á gömlum kortum, slóða sem oftast voru ekki færir nema að hausti og voru þetta farsælar ferðir sem fjöldi manna sem tengdust á ein- hvern hátt einhverjum úr Sæl- unni fór í. Oftast var gist í ein- hverjum fjallakofum þar var farið yfir leið dagsins og skipu- lagt áframhald ferðarinnar, þar var Gunnar á heimavelli. Hann þekkti afréttinn líka frá sjónar- hóli smalans, því hann átti hesta á árum áður og fór oft á fjall á haustin. Í haustferðunum var líka farið með vísur á kvöldin, sem urðu til fyrr um daginn og svo var sungið saman og þar var tengda- pabbi líka á heimavelli. Hann var góður söngmaður og hafði unun af söng. Söng alltaf í baði á Sól- völlunum og fyrst þegar ég heyrði hann syngja hélt ég að hann væri svona ánægður með nýja tengdasoninn, en Agnes sagði að hann gerði þetta áður en ég kom í fjölskylduna. Oft var rifjað upp hvaða fjöll eða fjall- garðar voru á leið sem farin hafði verið og var alltaf hægt að treysta á minni Gunnars og Diddu með örnefnin. Svo féllu þessar haustferðir niður, því að það voru svo fáir skálar orðnir eftir, þar sem við gátum komið fyrir þeim mikla fjölda sem vildi koma með. Gunnar naut sín best úti í náttúrunni, fór um hverja helgi eitthvað út að ganga og fékk oft barnabörnin með í þær ferðir þeirra Diddu. Ingunn Svala dóttir okkar var þeirra fyrsta barnabarn og hún naut þess jafn vel og þau að fara í þessar ferðir hvort sem var að sumri eða vetri enda stutt að sækja hana í Dælengið hjá okkur þegar hún var lítil. Myndaðist einstakt samband milli þeirra þriggja sem hefur haldist alla tíð. Seinna fengu synir okkar að njóta útvistar með þeim Gunnari og Diddu. Nú er komið að kveðjustund, Gunnar skildi eftir góðar minn- ingar hjá okkur sem við munum eiga, þær munum við nota til að rifja upp góða tíma sem hann átti með okkur. Leifur Eyjólfur. Elskulegur afi Gunnar hefur skilið við okkur í hinsta sinn. Það er með miklum söknuði og virð- ingu sem við kveðjum hann en er- um um leið svo innilega þakklát fyrir allar dásamlegu minning- arnar sem hann gaf okkur. Hann afi var lítillátur og hjartahlýr maður. Það var alltaf jafnmikil tilhlökkun sem fygldi helgarheimsóknunum til ömmu og afa austur fyrir fjall og fátt sem fær toppað þær dásamlega hlýju tilfinningar þegar maður stökk inn úr dyrunum og á móti manni tók hljómfagur söngur afa með karlakóra landsins í bak- röddum. Sérstaklega „Undir dal- anna sól“ og „Undir bláhimni“ munu ávallt fá okkur til að hugsa brosandi til afa og endurlífga all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman. Skúrinn hans afa var eitt mesta ævintýraland sem bar- næskan gat komist í, þar geymdi hann ýmsar gersemar og þeim fylgdu ekki minna spennandi sögur. Þar var líka oftast hægt að næla sér í eitthvert góðgæti úr kistunni. Það leið heldur varla sú heimsókn að ekki væri tekinn upp spilastokkur og var afi dug- legur að kenna og spila við okkur sjóorrustu. En hann afi var ekki bara söngelskur spilavinur, hann var einnig mikill útivistarkappi, sem gekk um fjöll og firnindi eða stundaði gönguskíði þegar færi gafst. Þau voru ófá ferðalögin sem við fengum að fara með hon- um og ömmu í berjatínslu, úti- legur, bústaðaferðir, gönguferðir eða veiðitúra um landið okkar fagra, sem þau kenndu okkur að vegsama og virða. Afi var dugleg- ur að ausa yfir okkur fróðleik um staðar- og bæjarheiti á ferðum okkar, hann kunni örnefni á hverjum hól og gat rakið ábú- endasögu á hverjum bæ. Það er eftirminnileg minning þegar hann í einum af göngutúrum sín- um með Silju og Emblu fann sauðargæru sem var nýtt í dul- argervi jólasveins sem skegg, flestum til mikillar kátínu. Því þrátt fyrir að hann afi væri stundum alvörugefinn var yfir- leitt mjög stutt í sprellið og glett- ið brosið þegar við barnabörnin vorum nærri. Vertu sæll elsku afi Gunnar. Þín verður sárt saknað en þú munt lifa áfram í minningum okkar. Þegar við lítum til baka á þessar dýrmætar stundir sjáum við hversu heppin við vorum að eiga afa sem gaf sér svona góðan tíma til að sinna barnabörnunum og taka þátt í uppeldi þeirra. Við lærðum margt gott og gagnlegt af þér sem við munum búa að alla ævi og mun reynast okkur dýr- mætt fyrir komandi kynslóðir. Við trúum því og treystum að þú sitjir nú sprækur sem aldrei fyrr undir dalanna sól, sönglandi í sumargrænu berjalandi með vænt kjötbein í hendi og hafir það náðugt þar til við hittumst á ný. Takk fyrir samveruna, allar ljúfu minningarnar, lærdóminn, óþrjótandi umhyggjuna og hug- ulsemina. Elsku afi, við biðjum þig að vaka yfir ömmu og okkur hinum sem eigum eftir að sakna þín. Guð geymi þig. Þín barnabörn, Sara Magnea Tryggvadóttir, Silja Guðbjörg Tryggvadóttir og Eyþór Snær Tryggvason. Með þakklæti í huga kveð ég afa Gunnar sem lést 27. janúar sl. og verður jarðsettur í Selfoss- kirkju í dag, þakklæti fyrir ynd- islegar minningar hvort sem er í sumarbústað með stórfjölskyld- unni, heima á Sólvöllum að spila kasínu eða val, fjöruferðir, í berjamó með nesti og heitt kakó eða veiðiferðir í Ljótapoll. Ég á minningar um samningaviðræð- ur mínar við foreldrana um að fá að verða eftir í heimsókn hjá ömmu og afa þrátt fyrir að vera jafnvel búin að gista eina nótt. Þær samningaviðræður féllu oft- ast undirritaðri í hag. Allt eru þetta dýrmætar minningar sem fylgja manni um aldur og ævi og ylja við erfiðar aðstæður eins og þessar að kveðja. Afi var ótrúlega fylginn sér, lifði sínu lífi í samræmi við sínar lífsskoðanir og hann þurfti engan glamúr eða lúxus í kringum sig, hann hafði nóg og gaf þá frekar til þeirra er minna mega sín. Og eins og með sönn góðverk þá þurfti hann ekkert að ræða það, lét frekar verkin tala. Hann var mikið náttúrubarn, það sannaðist í haust þegar ég bauð honum í bíltúr með mér og spurði hann hvert hann vildi fara, þá svaraði hann strax „upp til fjalla“. Í þessari ferð okkar um uppsveitirnar rakti hann örnefn- in eins og hann var vanur, kunni þau utanbókar hvort sem um var að ræða nöfn fjallanna eða bæj- arnöfnin, þetta var líf hans og yndi og þetta hafði hann gert áð- ur, oft áður. Við barnabörnin áttum öll sér- stakan stað í hjarta hans og alltaf lifnaði hann allur við og brosti sínu blíðasta þegar við mættum á svæðið og ekki síðri móttökur fengu síðan okkar börn. Hann fylgdist vel með börnunum okkar og spurði um þau og þeirra hagi. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þann tíma sem mínir strákar fengu með afa þó svo ég vildi auðvitað óska að hann hefði verið lengri. Síðustu þrjú ár í lífi hans voru lituð af veikindum, en aldrei kvartaði hann yfir einu né neinu. Það var frekar til vandræða hvað hann var lengi að láta vita ef eitt- hvað var að hrjá hann. En þetta tók á hann og undir lokin mátti sjá að hann var orðinn þreyttur þrátt fyrir að hann léti það aldrei beint í ljós. Elsku afi minn, þakka þér fyr- ir allt, ég veit þú vakir yfir okkur og sér í lagi ömmu sem á um sárt að binda eftir 65 ár ykkar saman, en við hérna megin pössum líka upp á hana. Hvíl í friði. Þín Ingunn Svala. Hann var beinn í baki, hnarreistur og söngvinn mjög. Útiveru og ferðalögum hann unni! – Elskaður og virtur af maka, niðjum og og samferðafólki öllu. Kærar þakkir fyrir samfylgd- ina. Innilegustu samúðarkveðjur til systur minnar, Ingibjargar, barna, tengdabarna, barna- og barnabarnabarna hennar. Halldóra, Jónsteinn og fjölskyldur. Gunnar Sigurjónsson ✝ Margrét Vikt-oría Magnús- dóttir fæddist 20. desember 1929 á Helgustöðum í Fljótum í Skaga- firði, en ólst upp á Dæli í sömu sveit. Hún lést á Dval- arheimilinu Hlíð 27 janúar 2015. Foreldrar Mar- grétar voru Magn- ús Þórðarson, f. 25.7. 1870, d. 26.12. 1946, og Lovísa Signý Björnsdóttir, f. 25.7. 1882, d. 29.3. 1964. Systkini samfeðra: Guðlaug Charlotta, f. 1907, d. 1923 og Ingólfur Friðrik, f. 1908, d. 1989. Eiginmaður Mar- grétar var Kristján Buhl, f. í Maður hennar er Eggert Rúnar Birgisson, f. 1965. Þau eiga einn son, Kristján Birgi. Mest af sinni starfsævi vann Margrét við störf sem tengdust heimilishaldi og bústörfum. Í Haganesvík í Fljótum vann hún ýmis störf. Einnig var hún í vist, bæði í Vigur í Ísafjarðardjúpi og á Akranesi. Margrét vann líka um nokkurt skeið á Ullarverk- smiðjunni Gefjun á Akureyri. Hún starfaði ennfremur í eld- húsinu á Elliheimilinu Skjald- arvík. Það kynntist hún eig- inmanni sinum, Kristjáni Buhl. Eftir það vann Margrét um tíma við heimilishald og bústörf á Lundi ofan Akureyrar. Hún flutti svo með eiginmanni sínum að Ytri-Reistará í Arnarnes- hreppi árið 1960. Þar hófu þau búskap og bjuggu þar alla tíð síðan. Útför Margrétar fer fram á Möðruvallakirkju í Hörgárdal í dag, 7. febrúar 2015, og hefst at- höfnin kl. 13.30. Jordrup á Jótlandi í Danmörku 13.6. 1930, d. 7.10. 2007. Foreldrar Kristjáns voru Hans Peter Buhl, f. 5.7. 1892, d. 12.12. 1938, og Est- rid Buhl, f. 28.9. 1893, d. 17.6. 1967. Börn Margrétar og Kristjáns eru: 1. Lovísa Signý, f. 1960. Maður henn- ar er Björn Einarsson, f. 1958. Þau eiga þrjú börn: Margréti Ósk Buhl, Einar Berg og Krist- ján Breka. 2. Magnús, f. 1961. 3. Hans Pétur, f. 1962. 4. Ástríður Kristín, f. 1965. Hún á eina dótt- ur, Sunnevu Dögg Ragnarsdótt- ur. 5. Hólmfríður Björg, f. 1970. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrrinn aldrei stóð um þig, – hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. (Jóhannes úr Kötlum) Í dag kveðjum við Margréti húsfreyju og bónda á Ytri-Reist- ará, þessa hógværu og friðsömu konu, sem lét sér svo annt um aðra. Hún hafði vakandi auga með fjölskyldunni sinni og bar þarfir hennar og velferð fyrir brjósti. Um það leyti sem Mar- grét var að kynnast eiginmanni sínum, Kristjáni Buhl, vann hún á Dvalarheimilinu í Skjaldarvík. Þar vann Margrét bæði með móður minni og frænku og hafa þær ætíð minnst þeirra kynna með mikilli hlýju. Það var ekki fyrr en rúmlega 30 árum síðar að ég kynntist þeim hjónum á Ytri- Reistará, foreldrum Lovísu mág- konu minnar. Síðan þá höfum við drukkið saman margan kaffiboll- ann í Móasíðunni og ýmislegt hefur verið spjallað í gegnum ár- in. Fyrir allar þessar góðu stund- ir með Margréti og þeim sæmd- arhjónum báðum er ég þakklát. Ég votta fjölskyldu Margrétar mína innilegustu samúð. Hulda Steingrímsdóttir. Margrét Viktoría Magnúsdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.