Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 ✝ Þorlákur Frið-rik Friðriksson bóndi frá Skorra- stað í Norðfirði fæddist á Eskifirði 15. janúar 1927. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 1. febrúar 2015. Foreldrar Þor- láks voru Friðrik Árnason, fv. hrepp- stjóri og verkamaður á Eski- firði, f. 1896, d. 1990, og kona hans Elínborg Kristín Þorláks- dóttir húsmóðir, f. 1891, d. 1945. Systkini Þorláks eru: Halldór, látinn, Margrét Þur- íður, látin, Kristinn Sigurður, látinn, Þorvaldur, látinn, Helga Bergþóra, látin, Guðni Björg- vin, f. 1930, Árný Hallgerður, f. 1932, Helgi Seljan, f. 1934 og hálfsystir samfeðra, Vilborg Guðrún, f. 1946. Þorlákur var kvæntur Jóhönnu Guðnýju Guð- jónsdóttir Ármann frá Skorra- stað í Norðfirði. Foreldrar Sveinsson og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. 6. Guðjón Steinar, f. 1963. Eiginkona hans er Dagbjört Elva Sigurðardóttir og eiga þau tvo syni. Þorlákur fór fjótlega upp úr fermingu á vertíðir, fyrst á Hornafjörð og síðar suður í Sandgerði. Sautján ára var hann gerður að landformanni við útgerðarfélagið sem gerði út vélskipið Víði frá Garði. Um árabil var hann flokks- stjóri hjá Vegagerð ríkisins á Austurlandi og vann m.a. við lagningu vegar yfir Oddsskarð og einnig vann hann við vega- gerð milli Reyðarfjarðar og suðurfjarða. Þorlákur og Jó- hanna hófu búskap sinn á Eski- firði og bjuggu þar í nokkur ár eða til ársins 1956 en þá ákváðu þau að taka við búskap á Skorrastað af foreldrum Jó- hönnu sem voru farin að eldast. Þorlákur var mjög virkur í félagsmálum í sinni heima- byggð, sérstaklega þeim þáttum er tengdust tónlist og leiklist. Hann var góður söngmaður, spilaði á harmonikku og samdi fjölda laga. Útför Þorláks fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 7. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 14. hennar voru Guð- jón Ármann bóndi Skorrastað, f. 1886, d. 1977, og Sólveig Lovísa Benedikts- dóttir húsfreyja Skorrastað, f. 1891, d. 1983. Þorlákur og Jóhanna eign- uðust sex börn: 1. Ágúst Ármann, f. 1950, d. 2011, eft- irlifandi kona hans er Sigrún Halldórsdóttir og eiga þau þrjá syni og fjögur barnabörn. 2. Elínborg Kristín, f. 1952. Eiginmaður hennar er Fredricus Marinus Emiel Schalk og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 3. Jón, f. 1954. Eiginkona hans er Þórunn Freydís Sölvadóttir og eiga þau tvær dætur og fjögur barna- börn. 4. Sólveig María, f. 1956. Eiginmaður hennar var Birgir Guðmundsson og eiga þau tvær dætur og fjögur barnabörn. 5. Friðný Helga, f. 1961. Eig- inmaður hennar var Ingþór Minning um pabba. hver dagur með þér var ævintýri líkur sem lifir nú með mér með gáska og gleði þú lýstir upp heiminn það enginn frá þér tók í gleði og sorg gekkst áfram þinn veg sú undraveröld sem þú gast búið til var engu öðru lík þitt hjarta svo stórt og hugurinn frjór þinn faðmur svo þéttur og hlýr af örlæti og umhyggju þú áttir nóg sem ég fékk að njóta þú gafst svo mikið þú gafst mér allt (Guðjón Steinar) Það er gott að að geta minnst margra ánægjustunda og hafa fengið að vera með og upplifa þær. Það er ekki öllum gefið að geta deilt gleði með öðrum, hvað þá að vera sá sem er gleðigjafinn. En þann hæfileika hafði pabbi okkar í ríkum mæli og var fús til að leggja á sig alls kyns hluti og bregða sér í ýmis gervi svo fólk gæti átt saman skemmtilegar stundir og gleymt um leið hvers- dagslegu amstri. Það er ekki auðvelt að tína eitt- hvað eitt úr þegar við setjumst hér niður og minnumst pabba okkar. Í senn var hann um- hyggjusamur, hlýr og skemmti- legur. Við minnumst þeirra stunda þegar hann sat uppi á lofti og rokkaði á nikkuna, taldi takt- inn óhikað með öðrum fæti þann- ig að það glumdi í gólfinu og ljósa- krónan í stofunni dansaði til. Þá er ljúf sú minning þegar hann á vetrarkvöldum safnaði okkur systkinum saman og las fyrir okkur úr hinum ýmsu æv- intýrum. Mjög oft urðu þjóðsögur Jóns Árnasonar fyrir valinu og svo sannarlega voru þessar sögur lesnar með tilþrifum og hver og ein sögupersóna fékk sína rödd og tilbrigði. Hann hafði metnað fyrir því sem við tókum okkur fyrir hendur og var óspar á að kenna okkur þá lexíu að gæta virðingar, bæði fyr- ir okkur sjálfum og eins öllu sam- ferðafólki. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að alast upp á því heimili sem okkur var úthlutað. Þar var endalaus gestagangur og nánast varla nokkurn tímann dauð stund. Líf og fjör og það verður að segjast alveg eins og er að pabbi var oftar en ekki pott- urinn og pannan í ýmsu því sem gerði dagana ógleymanlega. Við erum þakklát fyrir að hafa átt því láni að fagna að eiga slíkan föður, þökkum fyrir allar minn- ingarnar sem hann skilur eftir sig nú þegar síðasti strengur hörpu hans hefur þagnað. Guð geymi elsku pabba okkar. Elínborg, Jón, Sólveig, Friðný og Guðjón. Elsku Lalli afi minn hefur hvatt þennan heim. Í æsku dvaldi ég oft á Skorrastað hjá ömmu og afa ásamt Jóhönnu systur minni, og þaðan á ég margar góðar minningar sem gott er að rifja upp núna. Lalli afi var stór og mikill per- sónuleiki. Hann var sérlega skemmtilegur og fyndinn, og til eru mörg gullkornin sem féllu af vörum hans og við fjölskyldan vitnum oft í. Afi hafði líka einstak- lega gott hjartalag og mátti ekk- ert aumt sjá. Hann var flinkur tónlistamaður og tónsmiður. Ég kveð Lalla afa minn með sorg í hjarta en á sama tíma er ég þakklát fyrir að hafa verið svo lánsöm að vera dótturdóttir hans. Mér þótti svo innilega vænt um hann. Elsku Jóa amma mín, það er erfitt að kveðja lífsförunautinn sinn. Ég sendi þér mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín verði vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Erla Björg Birgisdóttir. Elsku afi. Síðastliðinn sunnu- dag sofnaðir þú og ert ekki lengur meðal okkar. Á þessari sorgar- stundu sit ég með margar minn- ingar sem hugga og ég vil hafa með mér gegnum lífið. Þú varst óvanalega flottur bæði í útliti og sem persóna, gjaf- mildur og hlýhugar þíns fengum við og þeir sem voru þér samtíða að njóta í ríkum mæli. Það fylgdi þér mikil gleði og þú naust að deila þeirri gleði með öðrum, hvort sem var með harm- ónikku á hinum ýmsu skemmtun- um eða meðal okkar heima í sveit- inni hjá ykkur ömmu. Þú varst traustur og barst mikla umhyggju fyrir þínu fólki og ég naut þess vel sem barn og síðar fullorðin. Þú varst vinnu- samur og hafðir mörg járn í eld- inum. Við barnabörnin fengum að vera með þér þó það gerði ekki alltaf verkin léttari fyrir þig. Mörg ævintýri hefur þú lesið og sagt mér bæði þegar ég fékk að vera í sveitinni hjá ykkur ömmu og líka þegar þú komst í heim- sókn. Hið ríka ímyndunarafl kom vel fram og ekki var endir æv- intýranna alltaf sá sami. Þetta uppgötvaði ég þegar ég varð eldri því þá var endir annar en maður mundi frá þínum ævintýrasögum. Þú varst svo gjafmildur og oft fékk maður aura til að kaupa bland í poka, og alltaf keypti ég sterka mola því þeir fannst þér svo góðir. Hjá ykkur ömmu fann maður traust og þið voruð dugleg að hvetja mig til dáða. Þú fullvissaðir mig um að ef maður ástundaði og legði á sig vinnu myndi maður uppskera og ná markmiðum. Það hefur verið mér til gæfu á lífsleið- inni. Það er margt að þakka nú þeg- ar kveðjustundin er runnin upp. Takk fyrir að þú varst svo traustur og góður, fyrir öll fallegu og uppörvandi orðin. Takk fyrir allar fínar stundir með söng og dans. Ég mun sakna þín og er þakk- lát fyrir að þú varst afi minn. Kveðja frá Hrefnu. Elsku afi. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum og það koma margar minningar upp í hugann þegar ég hugsa um þær stundir sem við áttum sam- an. Ég man hve mikið ég hlakkaði til að fara í sveitina til ykkar ömmu á sumrin þegar ég var lítill. Þú varst ólatur að spila ólsen-ól- sen og hafðir einstakt lag á að gera það spennandi með ýmsum brellum sem bara þú kunnir. Þú varst viljugur að leyfa mér að vera með við það sem þú varst að gera og taka mig með í göngutúra í kringum bæinn. Þú hafðir einstakt lag á að gera alla hluti þannig að maður var glaður og kátur í návist þinni. Ég man vel eftir þegar við náðum í ykkur ömmu í lestinni á flugvöll- inn og þú sást það kómíska í öllu sem fyrir augu bar og brást fyrir þig hinum ýmsu tungumálum ef því var að skipta. Mikið var hlegið og lestarferðin varð fyrir bragðið mikið styttri. Ég gat alltaf komið til þín og þú tókst alltaf vel á móti mér og ég gat talað við þig um bæði það sem var mikilvægt fyrir mig og líka trúað þér fyrir því sem mér þótti erfitt. Það var auðvelt að sjá það í augunum þínum hversu vænt þér þótti um þegar ég kom til þín. Síðast þegar ég sá þig var sjúkdómurinn farinn að vera þér erfiður og mér þótti svo erfitt að sjá þig svona lasinn. Ég mun aldrei gleyma þér, afi. Ég mun bera þig með mér í anda og minning um kátan og glaðan afa mun hlýja mér nú á þessari sorgarstundu. Besta kveðja frá Ármanni. Þorlák tengdapabba, eða Lalla, eins og hann var oftast kallaður hitti ég fyrst í eldhúsinu á Skorra- stað og má sega að ég hafi kynnst honum á sama tíma og eigin- manni mínum. Það var ekkert verið að tvínóna við hlutina í þá daga. Ég var komin inn á heimili tengdaforeldra minna á fyrsta degi okkar kynna enda Guðjón upptekinn við bústörf og mátti ekki vera að því að vera á kvenna- fari utan heimilis. Í fyrstu fannst mér hálf óþægilegt hvað þeir feðgar voru líkir en eftir því sem ég kynntist þeim betur sá ég ekki þennan sterka svip sem ég sá í fyrstu. Ég fann strax að Lalli hafði stóran persónuleika að geyma og hann var ekki allra. Hann tók mér í fyrstu með varúð en eftir því sem við kynntumst betur urðum við góðir vinir. Okk- ar samskipti voru hreinskiptin eins og minn er háttur og stund- um fauk í okkur bæði en ég fyr- irgaf Lalla alltaf allt og ég fann aldrei annað en það væri gagn- kvæmt. Lalli var mikil tilfinningarvera, alveg einstaklega góður og gjaf- mildur maður. Hann mátti ekkert aumt sjá. Ég held að hann hefði þess vegna getað gefið utan af sér spjarirnar og staðið eftir á brók- inni ef svo hefði borið við. Pening- arnir í buddunni gátu verið fljótir að fjúka, laumaði einum og einum seðli að barnabarni og vildi allta vera að gefa manni eitthvað. Hann var gjafmildur á meira en veraldlegan auð því hann var sannkallaður gleðigjafi af guðs- náð. Hann var tónelskur maður, spilaði á harmónikku og söng. Um tíma var varla haldin sú skemmtun í Norðfirði að Lalli kæmi ekki þar fram til að skemmta fólki. Ég var búin að þekkja hann í töluverðan tíma þegar ég sá hann skemmta op- inberlega. Þar spratt fram maður sem naut sín virkilega á sviðinu og ekki leyndi sér hvað hann var hæfileikaríkur. Ég kynntist Lalla aðallega sem skemmtikrafti í daglegu lífi. Hann spilaði og söng fyrir barnabörnin. Einnig var gaman að vera með honum við dagleg störf. Hann var hamhleypa til vinnu og var ekki að velta sér upp úr smámunu eða óþarfa nákvæmi eins og tengdadóttir hans. Hann gat brugðið sér í allskonar gervi og reytt af sér brandara þegar vel lá á honum. Hann átti það til að uppnefna fólk og komu þá upp furðulegustu uppnefni. Til dæmis kallaði hann mig oft afturfótafiðr- ildi en ég hef aldrei vitað alveg hvaða fyrirbæri það er. Eins og oft er með tilfinninga- verur eru þær viðkvæmar sálir og það átti við um Lalla. Síðustu ár Lalla voru honum erfið og hans nánustu, vegna veikinda sem oft láta á sér kræla á efri árum. Hann hvarf hægt og rólega frá okkur, átti erfitt með að tjá sig, þessi maður sem hafði alltaf haft svo mikið að segja og gefa. Lalli var gæfusamur maður að svo mörgu leyti þrátt fyrir að hafa kynnst mótlæti lífsins eins og flestir sem lifa þessu lífi. Hann átti yndislega eiginkonu sem stóð eins og klett- ur við hlið hans til hinstu stundar. Hann eignaðist sex yndisleg börn sem hann var stoltur af. Lalli gaf mér svo margt. Gleðistundir, visku og erfðaefni því stundum sé ég hann svo ljóslifandi fyrir mér í syni hans. Meira: mbl.is/minning Dagbjört Elva Afi minn og amma í sveitinni eru einhver mesta gæfa sem ég hef notið í lífinu. Snemma á lífs- leiðinni fékk ég að fara í sveitina og dvelja hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Þau eru fá augna- blikin sem jafnast á við að renna Þorlákur Friðrik Friðriksson Ástkær eiginmaður minn, MICHAEL GUÐVARÐARSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést föstudaginn 31. janúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11.00. Hjartans þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir hlýlegt viðmót og góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, . Ósk Guðmundsdóttir. ✝ Okkar ástkæri EGILL ÓLAFSSON, blaðamaður og sagnfræðingur, Búðavaði 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 9. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á ferðasjóð Urðar Egilsdóttur - bankanúmer 0113-18-751221, kt. 030498-2759. Fyrir hönd aðstandenda, Unnur Lárusdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, INGIBERG ÞÓRARINN HALLDÓRSSON, Linnetsstíg 2, Hafnarfirði, sem lést mánudaginn 2. febrúar, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 10. febrúar kl. 15. . Kristín Guðnadóttir, Katrín Ingibergsdóttir, Jóhann A. Guðmundsson, Bergþór Ingibergsson, Sirivan Khongjamroen, Egill Ingibergsson, Móeiður Helgadóttir, Guðbjörg Ingibergsdóttir, Ólafur Haukdal Bergsson, Halldór Ingibergsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Faðir okkar, ÞRÁINN SIGURÐSSON garðyrkjubóndi, Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Ási þriðjudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, . Arnfríður og Sigurður Þráinsbörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, FRÍÐU PÉTURSDÓTTUR, Sólbergi, Bolungarvík. . Björg Guðmundsdóttir, Bjarni Ingólfsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Björgvin Bjarnason, Ása Guðmundsdóttir, Jón Guðni Guðmundsson, Guðríður Guðmundsdóttir, Ragna Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Magnús Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.