Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 ✝ RagnheiðurJónsdóttir fæddist á Mann- skaðahóli í Skaga- firði 20. september 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauð- árkróki 26. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Jón Jóns- son, bóndi á Mann- skaðahóli, f. 29. mars 1882, d. 16. mars 1952, og kona hans, Sigríð- ur Halldórsdóttir, f. 8. september 1877, d. 2. september 1971. Systkini hennar voru Evfemía, f. 1904, d. 1976, Jón Halldór, f. 1906, d. 1929, Björn, f. 1908, d. 1970, Anna Kristín, f. 1911, d. 1996, Garðar Skagfjörð, f. 1913, d. 2009, Jónína Sólveig, f. 1917, d. 2001, og Halldór, f. 1919, d. 2005. Ragnheiður giftist 17. janúar árið 1946 Jóni Þorsteinssyni frá Vatni á Höfðaströnd, f. 10. mars 1921, d. 5. október 1988. For- eldrar hans voru Þorsteinn Helgason, f. 26. ágúst 1884, d. 18. ur Elísabetu Halldóru Svein- björnsdóttur, f. 11. október 1953. Börn þeirra eru Einar Jakob, f. 4. júní 1979, Björn Heiðar, f. 16. desember 1980, Svava Dögg, f. 4. maí 1987, Rúnar Snær, f. 23. apr- íl 1989. Langömmubörn hennar eru 27 en þrjú þeirra eru látin, þar af tvö fædd andvana. Ragnheiður ólst upp á Mann- skaðahóli í stórum systkinahópi. Þegar hún var 18 ára réð hún sig í vist til Reykjavíkur og vann þar hjá nokkrum fjölskyldum með hléum næstu 11 árin, lengst af hjá Ólafi Thors og frænku sinni, Ingibjörgu Indriðadóttur. Hún vann jafnframt um tíma á „skreðaraverkstæði“ H.G. And- ersen og síðan á saumaverk- stæðinu Feldinum. Árið 1939- 1940 var hún í Húsmæðraskól- anum á Laugalandi í Eyjafirði. Ragnheiður og Jón hófu búskap árið 1946 á Vatni á Höfðaströnd en fluttu árið 1954 í Mýrakot í sömu sveit þar sem þau bjuggu upp frá því, en Anna dóttir þeirra og hennar maður tóku við búinu árið 1982. Dvaldi hún í skjóli þeirra í Mýrakoti þar til hún fluttist á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauðárkróki fyrir tæpum tveimur árum. Útför hennar fer fram frá Hofsóskirkju í dag, 7. febrúar 2015, kl. 13. Jarðsett verður á Hofi. ágúst 1952, bóndi á Vatni á Höfð- aströnd, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, f. 25. febrúar 1889, d. 27. janúar 1978. Börn Ragnheiðar og Jóns eru: 1) Ingibjörg, f. 20. júní 1946, gift Bjarna Á. Jóhanns- syni, f. 25. október 1926, d. 16. desem- ber 2002. Börn þeirra eru Krist- ín, f. 24 júní 1969, Jóhann, f. 18. júlí 1970, Ragnheiður, f. 17. júlí 1975, Jón, f. 13. júlí 1979. 2) Sig- ríður, f. 8. mars 1949, gift Óskari Hjaltasyni, f. 16. mars 1952. Börn þeirra eru Áslaug María, f. 6. júní 1974, Jón Þór, f. 4. júní 1976, d. 14. ágúst 1999, Kristinn Ragn- ar, f. 11. apríl 1991. 3) Anna Kristín, f. 11. júní 1950, gift Reyni Sveinssyni, f. 6. apríl 1954. Börn þeirra eru Ragnheiður Ásta, f. 13. júní 1973, Unnur Berglind, f. 13. janúar 1981, Sveinn Ingi, f. 23. janúar 1983, Jón Þorsteinn, f. 12. ágúst 1988. 4) Jón, f. 9. september 1954, gift- Elsku mamma okkar er fallin frá á hundraðasta aldursári. Þær eru eðlilega margar minningarn- ar sem koma upp í hugann þegar horft er til baka, eftir svona langa samleið. Minningar frá æskudög- um okkar eins og hvað hún var mikil morgunmanneskja. Á sumr- in var hún oft búin að hlaupa inn að Urriðalæk og veiða silung í matinn fyrir morgunmjaltir. Hún var mjög söngelsk og söng gjarn- an við vinnu sína. Okkur er í fersku minni þegar hún kom inn úr fjósinu á morgnana kát og hress og syngjandi hástöfum ein- hverja vísu. Oftast var það vísa sem við vitum ekki frekari deili á en er svona: „Úr augum stírur strjúkið fljótt og stökkvið nú á fætur skjótt, því dagur rís í aust- urátt og úti syngur lóan dátt góð- an daginn, góðan daginn, góðan daginn.“ Mamma var mikil hann- yrðakona og saumaði öll föt á okk- ur systkinin á meðan við vorum að alast upp. Einnig prjónaði hún og heklaði mikið og saumaði út. Hún sagði okkur iðulega sögur og æv- intýri, en einna skemmtilegast fannst okkur að heyra sögur af henni þegar hún var lítil, til dæm- is sögur af mannýga nautinu á Hóli og líka þegar hún og Veiga systir hennar voru að þeysa um á hryssunum sínum, en þær systur voru mjög samrýndar og miklar hestakonur. Hún elskaði hesta og dáðist að viti þeirra og ratvísi. Hún hafði mikið yndi af blómum og var stofan hennar stundum lík- ust gróðurhúsi. Einnig átti hún margar yndisstundir í garðinum sínum þar sem þau pabbi gróð- ursettu ýmiskonar tré og runna sem uxu upp með árunum og veittu skjól og gleði. Hún lagði mikið upp úr hollum lifnaðarhátt- um og ræktaði grænmeti í garð- inum sínum löngu áður en það var orðið viðurkennt sem hollustu- fæða. Hún passaði upp á að hreyfa sig reglulega og fór í morg- unleikfimina með útvarpinu langt fram á elliár. Hún hafði sterkar skoðanir og stóð föst á sinni mein- ingu ef svo bar undir. Á yngri ár- um var mamma heilsuveil og þurfti til dæmis að liggja á sjúkra- húsi í Reykjavík heilt sumar þeg- ar við vorum börn en eftir miðjan aldur var hún tiltölulega heilsu- hraust. Þegar við systkinin fórum að búa og eignast börn var hún óþreytandi við að passa fyrir okk- ur og erum við henni óendanlega þakklát fyrir það og einnig fyrir allt það góða sem hún og pabbi kenndu okkur í æsku. Minningin um hve æðrulaus og sátt hún var síðustu árin er okkur mikils virði. Okkur langar til þess að kveðja þig elsku mamma með þessu versi eftir séra Valdimar Briem. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Ingibjörg, Sigríður, Anna og Jón. Nú þegar hún amma okkar er dáin stöldrum við aðeins við og látum hugann reika til baka. Upp koma margar hjartfólgnar og dýrmætar minningar. Minningar um stórkostlega hlýja og góða ömmu, sem leiðbeindi okkur og leiðrétti af hlýju en jafnframt festu. Konu sem alltaf gaf sér tíma fyrir ömmubörnin sín. Þess- ari hlýju fengu börnin okkar líka að kynnast núna á seinni árum. Hún tók langömmubörnunum sínum alltaf fagnandi, heilsaði hverju og einu með faðmlagi, hlýj- um orðum og sælgætismola. Þau eru afar þakklát fyrir þann tíma sem þau fengu með langömmu sinni. Það sem kannski einkenndi ömmu okkar hvað mest var þessi einstaka vinátta við okkur krakk- ana. Hún þurfti að fá fullvissu um að allt væri eins og það átti að vera og bauð hlýjan faðminn þeg- ar á þurfti að halda. Við gátum leitað til hennar með margvísleg mál, stór sem smá. Hvort sem við vorum á barnsaldri eða á fullorð- insárum átti amma alltaf ráð handa okkur. Þegar við vorum lítil þá var fátt yndislegra en að skríða upp í fangið hennar og hún rugg- aði okkur og fór með kvæði eða söng fyrir okkur. Það þurfti ekki meira, þá vorum við fær í flestan sjó. Annað sem einkenndi ömmu var hversu mikið náttúrubarn hún var, hún fór með okkur í göngu- ferðir ýmist upp í fjall eða niður í flóa og kenndi okkur að þekkja plönturnar sem þar uxu og fuglana sem þar áttu hreiður. Í garðinum sínum var hún með tjörn sem við krakkarnir fengum að busla í og mikið þurftu afi og amma að hafa fyrir því að gera tjörnina klára á vorin þannig að við gætum fengið að sulla en það gerðu þau með bros á vör. Mörg okkar eiga góðar minn- ingar um að hafa legið á rúminu hennar ömmu með annan fótinn í kjöltu hennar og rætt málin við hana eða hlustað á sögu, meðan hún stoppaði í gat á tánni. Amma hafði mjög sterkar skoðanir á mörgu, þar á meðal uppeldi. Það átti að tala við börnin af virðingu, gefa þeim hollan mat og gæta þess að þau fengju nægan svefn. Minningin um kvöldkaffi í eldhús- inu hjá ömmu og afa, þar sem eld- rautt sólarlagið við Þórðarhöfð- ann varpaði rauðgulum blæ á eldhúsið. Brúnkakan, tíglarnir, hlumsurnar og ískalda mjólkin í bláu og hvítu könnunni, dásemdin ein. Við gætum haldið endalaust áfram að rifja upp ljúfar minning- ar um hana ömmu, þessa sterku og sjálfstæðu konu, en ljúkum þessu á hugleiðingu sem samin var eftir að amma dó. Er göngu lífsins hér á jörðu lýkur og leiðir skilja óhjákvæmilega, þá sólarljós úr sálu okkar víkur og sorgin fyllir huga okkar trega. Við þökkum fyrir ævi þína löngu, þótt áfram vildum halda þeirri göngu. En minningarnar alltaf munu lifa um mjúkar hendur, elsku þína og hlýju og áfram tímans fótatak mun tifa og trúin vermir hug okkar að nýju. Nú Kristur hefur kallað þig til sín í kærleikslandið, elsku amma mín. (RB) Hafðu þakkir fyrir allt og allt, elsku hjartans amma okkar. Þín ömmubörn, Kristín, Jóhann, Ragnheiður Ásta, Áslaug María, Ragn- heiður, Einar Jakob, Jón, Björn Heiðar, Unnur Berg- lind, Sveinn Ingi, Svava Dögg, Jón Þorsteinn, Rúnar Snær og Kristinn Ragnar. Fréttirnar af andláti ömmu og langömmu komu ótrúlega mikið á óvart, þrátt fyrir þá staðreynd að hún hafi verið orðin nær hundrað ára gömul. Hún var svona klettur sem manni fannst að hlyti alltaf að vera til staðar og það er skrítin til- hugsun að eiga aldrei eftir að sjá hana aftur í þessu lífi. Við erum yngsta ömmubarnið og elstu lang- ömmubörnin hennar. Þegar við vorum litlir pjakkar var hún orðin rúmlega áttræð en alveg ótrúlega hress og skemmtileg kona. Hún hafði alltaf tíma fyrir okkur og lék við okkur þá leiki sem við vildum hvort heldur sem það voru bolta- leikir á ganginum og úti í garði eða eitthvað annað. Hún var dug- leg að fara með okkur í göngu- ferðir í sveitinni og minnumst við ferðanna upp í fjall að tjörninni. Það var drjúgur spotti fyrir gamla konu og strákpjakka en hún vissi að strákarnir þyrftu að fá að hreyfa sig. Í þessum ferðum ræddi hún við okkur um ýmislegt, þar á meðal náttúruna og um Guð. Hún þreyttist aldrei á að spjalla við okkur. Amma leyfði okkur alltaf að vera við sjálfir, það mátti sko alveg heyrast í okkur, það fannst henni bara eðlilegt fyrir kraftmikla stráka. Hún átti alltaf eitthvað gott að gefa okkur að borða og eru tíglarnir hennar ógleymanlegir. Ef við áttum eitt- hvað slæma daga og vorum pirr- aðir tók hún alltaf utan um okkur, þá spurði hún hvort við værum svangir og svo kom „þú ert bara þreyttur, elsku barn“. Við ætlum að enda þetta á versi úr ljóði eftir Stefán frá Hvítadal en það var í miklu uppáhaldi hjá henni ömmu og notaði hún tvær síðustu línur versins oft þegar hún var spurð hvernig hún hefði það. Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta barstu vorsól inn til mín. Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín. (Stefán frá Hvítadal) Takk fyrir allt elsku amma og langamma, Kristinn Ragnar, Kristján Reynir, Óskar Marteinn og Birkir Örn. Ragnheiður Jónsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN JÓELS HELGASON bifreiðastjóri frá Litlu-Strönd, Dalsbrún 3, Hveragerði, andaðist laugardaginn 24. janúar. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kærar þakkir fyrir alla aðstoð og hlýhug. . Nanna Sigríður Ragnarsdóttir, Randý Arnbjörg Jóhannsdóttir, Sigurjón Jóhannsson, Katazyna Narloch, Ásgerður Soffía Nönnudóttir, Gísli Hjálmarsson, Agnes Björk Jóhannsdóttir, Magnús Örn Stefánsson Guðbjörg Ragna Jóhannsdóttir börn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, afa og langafa, GUÐJÓNS EINARSSONAR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar V4 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir alúð og einstaka umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, . Edda G. Ólafsdóttir, Eiríkur Guðjónsson Wulcan, Anna Þ. Guðjónsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar systur okkar, mágkonu og frænku, JÓNU LISBETAR SIGURÐARDÓTTUR, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Réttarbakka 21, Reykjavík. . Oddgeir Sigurðsson, Sigríður Björnsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Þór Ingi Erlingsson og systkinabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR ÓLAFAR SVAVARSDÓTTUR, Hólavegi 1, Sauðárkróki. . Björn Jónsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Auðbjörg Þorsteinsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Kristín Þorsteinsdóttir, Vigfús Þorsteinsson, Drífa Árnadóttir, Margrét H. Þorsteinsdóttir, Lúðvík Blöndal og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU BRYNJÓLFSDÓTTUR, Brekkustíg 17, Reykjavík. . Þórhallur Eyþórsson, Rósa Gísladóttir, Guðrún Eyþórsdóttir, Leifur Aðalsteinsson, Ragnar Eyþórsson, Valgerður Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.