Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Rödd úr fortíðinni kveður sér hljóðs og þú þarft að bregðast við þeim tíðindum. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á sam- vinnu. 20. apríl - 20. maí  Naut Eitt og annað drífur á dagana og það svo að þér kann að finnast nóg um. Ef þú hefur það í huga mun þér ganga allt í hag- inn. Haltu þínu striki því þú hefur engu að tapa. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert að glíma við verkefni sem krefst mikils af þér. Tjáskipti þín við aðra eru ekki bara kraftmikil, það er engu líkara en að þú lesir hugsanir núna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þýðingarmiklir einstaklingar leggja sig fram við að mynda sambönd. Vertu bara þú sjálfur, því þannig ertu besta fyrirmyndin. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér líður eins og tilfinningabrunnur þinn sé á þrotum. Ef þú þarft að láta í minni pokann skaltu gera það með reisn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú kemst ekki hjá því að rekast á gamlan elskuhuga. Mundu að mannorðið er meira virði en efnahagslegur ávinningur. Reiði er mjög hvetjandi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Rótin að vanda dagsins í dag felst í eðlislægri skoðun sem þarf ekki endilega að henta þér. Gefðu þér tíma til að skoða þau betur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekkert nema jákvætt um það að segja þegar menn hafa sitt á hreinu. Mundu að hver er sinnar gæfu smiður. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þurfir þú á hjálp að halda í dag muntu auðveldlega fá samúð annarra. Leggðu þitt af mörkum í starfi og þá muntu öðlast virðingu þeirra sem þú metur svo mikils. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er góður tími til að leggjast í leti. Brjóttu odd af oflæti þínu og biddu um aðstoð og hún verður veitt undanbragða- laust. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhver auðveldar þér að fylgja duttlungum þínum. Farðu í aðrar búðir eða á annað kaffihús en venjulega og aðra leið heim úr vinnunni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Á næstu vikum þarft þú á aukinni hvíld að halda. Ef ástvinir segja að þeir viti ekki hvernig þeir eiga að gera þér til hæfis eru þeir í raun að meina að þeir óttist að valda þér vonbrigðum. Síðasta laugardagsgáta var eftirGuðmund Arnfinnsson: Réttlætið skal ríkja þar. Rithöfundar gjarnan fá. Kunnur staður kristninnar. Kenndur er við hamar sá. Þessi er lausn Hörpu á Hjarðar- felli: Í dómum skal réttlætið ráða. Ritdóminn höfundar fá Prestanna páfadóms gráða. Pínlegan sleggjudóm þá. Helgi R. Einarsson telur að við séum oft helst til dómhörð en dómar víst nauðsynlegir. Sjálfumgleðin skensið skóp, skömmin aldrei lýgur, kristallast í hæðnishróp hreppa- kallast -rígur. Upp og niður, argaþras, almanna- er -rómurinn. Lýðræðið er bannsett bras, því bjargar ýmsu dómurinn. Guðrún Bjarnadóttir svarar: Ef hæstréttum héraðsdóm’ flettir, hjartnæman skynjar þú óm. Á lík Pétur sleggjudóm’ slettir. Slappan fær vísan mín dóm. Árni Blöndal leysir gátuna þannig: Í dómum skal réttlæti ríkja hér. Ritdómur bælir og rómar. Kristinn dómur í kirkjum er. Kenndir við „Sleggju“ dómar. Að lokum er hér lausn Guð- mundar: Dómar réttarríki styrkja. Rithöfundar dóma fá. Helgidómur er kristin kirkja. Kveða upp sleggjudóm ei má. Og hann lætur fylgja limru um dóm og Ljóðstaf Jóns úr Vör: Dómnefndin Jóns hefur dæmt dóm sinn, en verðlaunum sæmt hún ekkert fékk ljóð þó ýms væru góð því ekkert var nógu slæmt. Og að venju ný gáta eftir Guð- mund: Um hafið skútu bylgjan ber. Býr þar sjófuglanna ger. Þetta kennt við orku er. Oddbjarnar fyrr þöktu sker. Hallmundur Guðmundsson kvart- ar á Boðnarmiði yfir „raunalífi“: Raunir mínar rekja má til ræfildóms og ama. Einnig er mig allt að þjá, öllum stendur á sama. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ljóðstafur Jóns úr Vör og dómurinn Í klípu KARL ÁKVAÐ AÐ SÝNA BORGARALEGA ÓHLÝÐNI Í EITT SÍÐASTA SINN, LAGÐI BÍLNUM OG DÓ. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „REYNDU BARA ÞITT BESTA. ÉG ER MEÐ ÖFLUGT LÆKNATEYMI Á HLIÐARLÍNUNNI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú vilt ekki að stundin líði hjá. JAA! ÞESSI POLLUR VAR DÝPRI EN HANN LEIT ÚT FYRIR AÐ VERA! EINS OG HANN ÞYRFTI AÐ BENDA Á ÞAÐ ÞARF SMÁ HJÁLP... ER TVEIR FYRIR EINN TILBOÐIÐ YKKAR ENN Í GILDI? Netið hefur ýmsu breytt og ekkieru allar breytingarnar fyr- irsjáanlegar. Annað heldur hins veg- ar velli þrátt fyrir hrakspár. Margir spáðu því að netið myndi ganga af dagblöðum dauðum. Þeir reyndust ekki sannspáir. Vissulega hefur þrengt um á dagblaðamarkaði, en nú er líklegra að fyrr muni hefðbundnar sjónvarpsstöðvar líða undir lok en dagblöð. x x x Netið hefur einnig haft áhrif ábókamarkaðinn. Ástæðan er ekki sú að rafbækur hafi leyst bæk- ur, prentaðar á pappír, af hólmi. Bókaverslanir hafa víða orðið illa úti. Víkverji þekkir vel til í Boston. Þeg- ar hann kom þangað fyrst á níunda áratug liðinnar aldar voru þar bóka- búðir á hverju strái. Hann mann eft- ir einni, sem var á mörgum hæðum með flosþykkum teppum á besta stað. Þar var hægt að týnast tím- unum saman. Nú er hún horfin. Bókaverslun færðist á netið. x x x Það sama hefur gerst með plötu-verslanir. Þar hefur sala skropp- ið saman svo um munar. Geisla- diskaverksmiðjum er lokað vegna lítillar sölu. Fólk kaupir tónlist í raf- rænu formi ef það nær sér ekki í hana án þess að borga. Gildir þar einu þótt gæðin séu mun minni en á geisladiski, hvað þá gæðin á gamla vínilnum. Þægindin ganga fyrir. Plötusafnið, sem áður fyllti heilu hill- urnar, kemst fyrir á tónhlöðu, sem hægt er að stinga í vasann. x x x Þetta breytta landslag leynir sérekki hér á landi. Plötuversl- unum hefur verið lokað. Smekkleysa á Laugaveginum og 12 Tónar á Skólavörðustíg halda velli. Þeirri spurningu var reyndar slegið fram í tímaritinu Gramophone fyrir nokkru hvort 12 Tónar væru besta plötubúð í heimi. Vínillinn hefur sótt í sig veðrið á ný, en það kemur hvergi nærri í staðinn fyrir samdráttinn í geisladiskasölunni. Víkverji er mikill aðdáandi vínilsins og fagnar vel- gengni hans, þótt hann átti sig ekki alveg á verðlagningu notaðra platna. víkverji@mbl.is Víkverji En þú, Drottinn, ert miskunnsamur og líknsamur Guð, þolinmóður, gæskuríkur og harla trúfastur. (Sálmarnir 86:15) • Fullkomin forgreiningarstöð. Forgreining segir okkur flest allt um ástand bílsins og gæði. • Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur VW og Skoda. • Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi. • Starfsleyfi til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. REGLULEGT VIÐHALD HÆKKAR ENDURSÖLUVERÐ forðastu verðrýrnun bílsins og pantaðu tíma í forgreiningu Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.