Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Erlendir ríkisborgarar eru skráðir í ótilgreint trúfélag við nýskráningu í þjóðskrá. Þeir geta sjálfir tilkynnt um skráningu í trúfélag, lífs- skoðunarfélag eða að þeir standi utan trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga. Það er mikið hagsmunamál trúfélaga og lífs- skoðunarfélaga að þeir sem fylgja þeim að mál- um séu skráðir í þau í þjóðskrá. Skráning ein- staklinga 16 ára og eldri, sem eiga lögheimili á Íslandi 1. desember ár hvert, í trúfélag eða lífs- skoðunarfélag ræður því hvort greitt er sókn- argjald og hvert það rennur. Sóknargjald á mann var í fyrra 9.000 kr. og verður 9.888 kr. á þessu ári. Skilja ekki baun í íslensku Nýlega kom fram í Kaþólska kirkjublaðinu að ekki væru nærri allir kaþólikkar á Íslandi skráðir í kaþólsku kirkjuna á þjóðskrá. Sam- kvæmt tölum Hagstofu Íslands tilheyrðu 11.454 kaþólsku kirkjunni 1. janúar í fyrra. Séra Jakob Rolland, kanslari Reykja- víkurbiskupdæmis, sagði að 1. janúar síðastliðinn hefðu í kringum 12.000 verið skráð- ir í kirkjuna í þjóðskrá. Þær tölur hafa enn ekki verið birtar opinberlega. Hann taldi að fjöldi kaþólikka hér á landi væri nær því að vera 18-20 þúsund í raun. Af því má ráða að væru þeir allir skráðir í kaþólsku kirkjuna í þjóðskrá myndu sóknargjöld hennar hækka um 60-80 milljónir á ári. „Þau sem koma til landsins t.d. frá Póllandi skilja ekki baun í íslensku þannig að þau hafa ekki getað fyllt út eyðublaðið um skráningu í trúfélag og vita auk þess ekki að þau geti skráð sig enda er það er ekki skylda,“ sagði séra Jak- ob. Þess má geta að á eyðublaðinu er hægt að haka við eitt af 45 trú- og lífsskoðunarfélögum sem talin eru upp eða velja að skrá sig utan trú- félaga og lífsskoðunarfélaga. Einnig er hægt að velja möguleikann „ótilgreint“. Kaþólska kirkjan heldur skrá yfir fólk sem fær sérstaka þjónustu t.d. vegna skírna, ferm- inga eða giftinga. Athafna sem síðar geta kallað á útgáfu vottorða. Nöfn þeirra sem fá slíka þjónustu eru borin saman við skráða kaþólikka. Séra Jakob sagði að þá sjáist oft að fólkið sé ekki skráð í kirkjuna í þjóðskrá og er það þá beðið að skrá sig. Pólverjum fjölgar Hann kvaðst telja að þúsundir innflytjenda væru ekki rétt skráðar í trúfélög á þjóðskrá og benti á að það væri ekki það sama að tilheyra flokknum „önnur trúfélög og ótilgreint“ og að vera „utan trúfélaga“. Í síðarnefnda hópnum er fólk sem hefur tilkynnt að það sé utan trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga. Hann sagði að þeir sem nú væru í flokknum „önnur trúfélög og ótil- greint“ væru nú í kringum 22.000 en hefðu verið um 21.000 fyrir ári. Séra Jakob telur að í þess- um hópi sé fjöldi Pólverja sem margir eru kaþ- ólikkar. Hann kvaðst hafa heyrt frá pólska sendiráðinu að Pólverjum hefði fjölgað hér tölu- vert á síðustu mánuðum með batnandi efna- hagsástandi og atvinnu. Séra Jakob sagði að kaþólska kirkjan hefði fengið þau ráð hjá Þjóðskrá að skrá fólkið þegar það setti sig í samband við kirkjuna. „Í pólskum messum, sem eru mjög vel sóttar, biðja prest- arnir þá sem ekki eru skráðir vinsamlegast að gera það.“ Aðeins greitt fyrir skráða Sóknargjaldið er ákveðin hlutdeild af tekju- skatti. Samkvæmt upplýsingum frá innanrík- isráðuneytinu er sóknargjald aðeins greitt vegna þeirra sem eru skráðir í trúfélag eða lífs- skoðunarfélag. Sé einstaklingur utan slíkra fé- laga eða í ótilgreindu félagi er ekkert greitt og því má segja að ríkissjóður haldi tekjuskatti þeirra óskertum. Hinn 1. janúar 2014 voru 20.959 skráðir í „önnur trúfélög og ótilgreint“, þar af voru 5.125 á aldrinum 0-17 ára. Að þeim frádregnum hefðu sóknargjöld þessa hóps í fyrra numið a.m.k. 142,5 milljónum króna. Þess skal getið að sóknargjöld miðast við 16 ára og eldri og þess vegna vantar að reikna með þeim sem voru á 17. aldursári. Á sama tíma voru 17.218 utan trúfélaga og lífsskoðunarfélaga. Að frá- dregnum þeim sem voru 0-17 ára í þeim hópi hefðu sóknargjöld þess hóps numið a.m.k. 130 milljónum króna. Um 50% kaþólikka ekki skráð  Úthlutun sóknargjalda ræðst af skráningu einstaklinga í trú- eða lífsskoðunarfélög  Erlendir ríkisborgarar skráðir í ótilgreint trúfélag  Ekkert er greitt vegna þeirra sem eru utan trúfélaga Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kristskirkja Vísbendingar eru um að fjöldi kaþólikka hér sé vantalinn. Ástæðan er sú að kaþólskir erlendir ríkisborgarar eru ekki skráðir í kirkjuna í þjóðskrá. Séra Jakob Rolland Þjóðskrá Íslands vinnur að því að þýða vefform á vef stofnunarinnar yfir á ensku og pólsku. Eyðublað vegna skráningar í eða úr trúfélögum, sem var einungis á ís- lensku, hefur verið lagt af. Þess í stað getur fólk tilkynnt rafrænt um breytingu á aðild að trúfélagi eða lífsskoð- unarfélagi á vefnum skra.is. „Með þessari breytingu á tilkynningu í eða úr trú- og lífsskoðunarfélagi fer skráningin fram samdægurs eða eigi síð- ar en 10 mínútum eftir að hún berst raf- rænt,“ skrifaði Sólveig Jóh. Guðmunds- dóttir, sviðsstjóri þjóðskrársviðs Þjóðskrár Íslands, í skriflegu svari til Morgunblaðsins. Þjóðskrá Íslands hefur lagt mikla áherslu á rafræna þjónustu undanfarin ár. Nú berst meginþorri tilkynninga frá einstaklingum rafrænt til skráningar í þjóðskrá, þar með talin skráning í og úr trú- og lífsskoðunarfélögum. Sólveig sagði að erlendir ríkisborgarar væru ekki sérstaklega upplýstir um að tilkynning til Þjóðskrár Íslands réði skiptingu framlaga ríkisins til trú- og lífsskoðunarfélaga. „Þjóðskrá Íslands staðfestir rétt EES/EFTA borgara til ótímabundinnar dvalar á Íslandi og upp- lýsir viðkomandi um skráningu í þjóð- skrá. Erlendir ríkisborgarar utan EES/ EFTA eru skráðir í þjóðskrá á grundvelli dvalarleyfis frá Útlendingastofnun.“ Af því leiði að ef upplýsa ætti ríkisborgara utan EES/EFTA, um að unnt væri að skrá sig og skráningin réði skiptingu gjalda til trú- og lífsskoðunarfélaga og hvar slík skráning færi fram, þá yrði slíkt upplýs- ingagjöf að fara fram hjá Útlend- ingastofnun. Skrá trúfélag rafrænt ÞJÓÐSKRÁ ÍSLANDS ER AÐ ÞÝÐA VEFFORM Á ENSKU OG PÓLSKU Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vatnavextir í kjölfar rigninga og hlý- inda hafa sett daglegt líf fólks á Vest- fjörðum og víðar úr skorðum. Á Ísa- firði, Suðureyri og Drangsnesi flæddi inn í hús í gær og fjöldi fólks var við björgunarstörf. Vegir hafa lokast vegna aurskriða og farið í sundur vegna flóða. Mikill og hlýr suðvestanstrengur lá yfir landinu í gær. Hvassast var á Norðurlandi undir kvöld. „Við byrjuðum klukkan fimm í morgun en þá var byrjað að renna vatn inn í kjallarann á sjúkrahúsinu,“ sagði Ari Sigurjónsson, staðgengill bæjarverkstjóra Ísafjarðarbæjar, við mbl.is í gær. Mikið vatnsveður var í bænum og flæddi víða inn í hús. Menn frá bænum, slökkviliðinu og björgun- arsveitum voru að störfum um allan bæ fram á kvöld. Dælur höfðu vart undan vatnselgnum. Starfsmenn bæjarins komu fyrir sandpokavirkj- um á vissum stöðum í bænum til að veita vatni frá húsum og öðrum mannvirkjum. Aldrei séð jafn miklar leysingar „Ég er búinn að vinna í áhaldahús- inu í tuttugu ár og hef aldrei nokkurn tímann séð aðrar eins leysingar,“ sagði Ari. Í fyrrinótt urðu töluverðar skemmdir á sundlaugargarðinum á Suðureyri í hvassviðri og úrkomu. Girðing umhverfis garðinn fór illa auk þess sem annar heiti potturinn flaut upp á stétt. Þá fauk einnig dúkur sem huldi aðra laugina og sólbekkur var kominn út í tjörn við hlið sundlaug- arinnar. Ruslatunnur bæjarbúa fuku en Jón Arnar í svæðisstjórn björgun- arsveita sagði við mbl.is að enginn hefði lagt í að eltast við þær. Vatn flæddi í gær inn í þrjú hús á Suðureyri. Björgunarmenn notuðu öflugar dælur til þess að dæla vatni út úr húsum. „Dælurnar eru enn á fullu og hafa verið frá klukkan ellefu í morgun,“ sagði Jón Arnar og bætti við að álagið á björgunarmönnum hefði sjaldan verið jafn mikið og í gær. Björgunarsveitir á Ströndum voru kallaðar út um kl. 10.30 í gærmorgun vegna þess að bæjarlækurinn á Drangsnesi flæddi yfir bakka sína eft- ir að ræsi stíflaðist og fór mikið vatn í kjallara frystihússins. Tókst björgun- arsveitinni með góðri samvinnu við gröfumann frá Vegagerðinni að leysa málið. Rafmagn fór af Norðurárdal í Borgarfirði í tvo tíma í gær eftir að Norðurá flæddi yfir bakka sína og klakastykki úr henni hafnaði á raf- magnsstaur. Vestfirðir úr vegasambandi Samgöngur hafa raskast, mest á Vestfjörðum, vegna vatnsveðursins, en einnig lokaðist hringvegur í Norð- urárdal í Borgarfirði. Djúpvegur fór í sundur við Skeljavík, rétt sunnan við Hólmavík. Stórt skarð kom í veginn og lokaðist þannig vegasamband við Ísafjarðardjúp. Fólk sem var á leið- inni til bæjanna á norðanverðum Vestfjörðum þurfti að snúa við eins og þeir sem voru á suðurleið. Þá féllu að minnsta kosti þrjár aur- skriður á Vestfjarðaveg á sunnan- verðum Vestfjörðum, við bæina Múla og Klett í Kollafirði og síðast í Vattar- firði. Innanlandsflug lá niðri. Þá þurfti ein af Boeing 757 farþegaþotum Ice- landair að lenda á Reykjavíkurflug- velli í gær vegna óhagstæðra veður- skilyrða á Keflavíkurflugvelli. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn og stoppaði stutt í Reykjavík vegna þess að henni var flogið áfram til Keflavík- ur. Allt á floti á Vestfjörðum  Björgunarmenn og dælur höfðu vart undan að dæla út vatni sem flæddi inn í hús á Ísafirði, Suðureyri og víðar á Vestfjörðum  Samgöngur úr skorðum þegar vegir fóru í sundur eða lokuðust í aurskriðum Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Dæling Björgunarmenn með öflugar dælur höfðu vart undan að dæla vatni út úr húsum á Ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.