Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Málefni ferðaþjónustu fatlaðrahafa þar til nýlega ekki verið mjög til umræðu opinberlega, að- allega vegna þess að þjónustan gekk stórslysalaust fyrir sig. Eftir að meirihlutinn í borg- inni ákvað, þrátt fyr- ir að allt hefði geng- ið bærilega í eldra kerfi og þrátt fyrir að prufukeyrsla sýndi að nýtt kerfi væri ekki mönnum bjóðandi, að hefja engu að síður akstur eftir nýju kerfi hefur um fátt verið meira rætt.    Í þeirri umræðuhafa ýmis und- arleg ummæli fallið. S. Björn Blöndal, formaður borg- arráðs, sagði til að mynda að mis- heppnuð prufukeyrsla hins nýja kerfis hefði verið „sérkapítuli út af fyrir sig“ en lét það ekki verða til að hindra að nýja kerfið yrði tekið upp.    Önnur ekki síðri ummæli féllufyrir helgi, þegar Eygló Harð- ardóttir félagsmálaráðherra sagði að við „getum verið þakklát fyrir að það skuli ekki hafa komið upp ennþá alvarlegri atvik“, eftir upptöku nýja kerfisins.    Nú er vissulega virðingarvert aðvera þakklátur fyrir það sem maður hefur og jafnvel að gleðjast yfir litlu, en fyrir hvað á að þakka nú? Hvaða „ennþá alvarlegri atvik“ hefðu getað komið upp?    Fólk þurfti að bíða von úr viti, þaðmissti af tímum hjá læknum, það gleymdist hér og þar um bæinn og var skilið eftir. Svo bættist það við að einn farþeginn týndist og þurfti að dúsa í bíl í margar klukku- stundir. Hvað hefði getað komið upp á sem hefði verið enn alvarlegra en allt þetta? Eygló Harðardóttir Gat þetta orðið eitthvað verra? STAKSTEINAR S. Björn Blöndal Veður víða um heim 8.2., kl. 18.00 Reykjavík 7 súld Bolungarvík 8 rigning Akureyri 11 rigning Nuuk -12 snjóél Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 heiðskírt Stokkhólmur -2 heiðskírt Helsinki -3 heiðskírt Lúxemborg 2 léttskýjað Brussel 5 léttskýjað Dublin 2 þoka Glasgow 7 alskýjað London 7 léttskýjað París 6 skýjað Amsterdam 6 léttskýjað Hamborg 2 heiðskírt Berlín 2 heiðskírt Vín 0 skýjað Moskva 0 alskýjað Algarve 12 heiðskírt Madríd 8 heiðskírt Barcelona 10 heiðskírt Mallorca 11 léttskýjað Róm 8 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg -22 skýjað Montreal -17 snjókoma New York 2 þoka Chicago 3 alskýjað Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:44 17:41 ÍSAFJÖRÐUR 10:01 17:33 SIGLUFJÖRÐUR 9:45 17:16 DJÚPIVOGUR 9:16 17:07 Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía Walthers Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is Skeifunni 17 Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! HRINGDU NÚNA 820 8080 „...virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta. Allt sem þau sögðu stóðst. Auðvelt að mæla með Remax Alpha!“ Áslaug og Benni Um hundrað fulltrúar komu til fund- ar í flokksráði Vinstri grænna í Iðnó á laugardag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði við upphaf fundarins mikilvægt að flokkurinn tæki upp á sína arma hugtök sem „hafa of lengi verið í gíslingu hægri aflanna“. Nefndi hún þar hugtökin frelsi, stöðugleika og öryggi. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem lýst var yfir stuðningi við framkomnar launakröfur verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir komandi kjarasamninga. Í ályktuninni segir að það sé ekki fátækt íslensks samfélag sem valdi lágum launum og sárri fátækt þús- unda landsmanna heldur misskipt- ing auðsins. „Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar miða allar að því að auka þessa mis- skiptingu, m.a. með afnámi auðlegð- arskatts, hækkun matarskatts og boðuðum aðgerðum um að afnema þrepaskipt skattkerfi,“ segir í álykt- uninni. Þá ályktaði fundurinn um rekstr- arfyrirkomulag háskóla og varaði við hugmyndum um einkavæðingu LBHÍ og Háskólans á Hólum. Fundur Um 100 manns sátu flokks- ráðsfund VG á laugardag. VG styð- ur launa- kröfur  Flokksráð VG fundaði í Iðnó Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.