Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Oft er talað umMagnesíum sem„anti –stress“ steinefni því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um 300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur. Magnesium vökvi • Til að auka gæði svefns • Til slökunar og afstressunar • Hröð upptaka í líkamanum • Gott til að halda vöðvunummjúkum Virkar strax Meyjarnar Austurveri sími 553 3305 VIÐTAL Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is ,,Markmiðið var að taka saman í fyrsta sinn heildstæða umfjöllun um þá íslensku lögfræðinga sem hafa setið sem dómarar í alþjóðlegum dómstólum, draga fram starfsferil þeirra í grófum dráttum en einn- ig kynnast per- sónu þeirra,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dós- ent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og einn aðstandenda afmælisrits Tíma- rits Lögréttu, sem fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir. Hún telur að blaðið muni höfða til fjölbreyttari hóps en lögfræð- inga, enda sé um að ræða merka sagnfræðilega og réttarsögulega heimild um Íslendinga í ábyrgð- armiklum störfum erlendis. Svala hafði gengið með hugmynd- ina í maganum í áratug, eða allt frá því að þáverandi eiginmaður henn- ar, dr. Davíð Þór Björgvinsson, var árið 2004 kjörinn dómari við Mann- réttindadómstól Evrópu. ,,Þegar tíu ára afmæli Tímarits Lögréttu stóð fyrir dyrum, bar ég hugmyndina upp við ritstjórnina og ákveðið var að ráðast í verkefnið,“ segir Svala. Í nýútkomnu afmælisriti Lög- réttu má finna ítarlega umfjöllun og viðtöl við ellefu Íslendinga sem sitja eða hafa setið sem dómarar í alþjóðlegum dómstólum. Þrír þeirra eru látnir og því var leitað til aðstandenda þeirra. Dómstól- arnir sem um ræðir eru Mannrétt- indadómstóll Evrópu, EFTA- dómstóllinn, Alþjóðlegi hafrétt- ardómurinn og Mannréttindadómstóll fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Nú starfar Róbert R. Spanó við Mannréttinda- dómstólinn, dr. Páll Hreinsson við EFTA-dómstólinn og Tómas H. Heiðar við Hafréttardóminn. „Tilgangurinn var meðal annars að fá dómarana til að leyfa okkur að kynnast manninum undir dómaraskikkjunni, lífsgildum hans og reynslu,“ segir Svala. „Mér finnst það hafa tekist. Við fengum til dæmis að kynnast dómstörfum í stríðshrjáðu landi, togstreitu milli dómsákvarðana og stjórn- málastefnu, mannréttindavernd og mörgu öðru.“ Einstakar ljósmyndir í ritinu Þá má finna einstakar ljós- myndir af dómurunum sem voru teknar af þessu tilefni, þar á meðal ljósmynd af Þorgeiri Örlygssyni, dr. Páli Hreinssyni og Þór Vil- hjálmssyni, sem eru þeir dómarar sem gegnt hafa dómarastörfum við EFTA-dómstólinn, aðra af Þór Vil- hjálmssyni, dr. Davíð Þór Björg- vinssyni og Róberti R. Spanó, en þeir hafa allir gegnt störfum dóm- ara við Mannréttindadómstólinn, og einnig mynd af Tómasi H. Heiðar, nýkjörnum dómara við Al- þjóðlega hafréttardóminn, ásamt Guðmundi Eiríkssyni sem var meðal fyrstu dómara við dómstól- inn. Myndlistarneminn Hjalti Þór Davíðsson, sonur Davíðs Þórs og Svölu, tók að sér ljósmyndun. Skyggnast undir skikkjuna  Tíu ára afmælistímarit Lögréttu tileinkað Íslendingum sem hafa setið sem dómarar við alþjóðadómstóla Ljósmynd/Hjalti Þór Davíðsson Alþjóðlegir dómarar Róbert Ragnar Spanó, Þór Vilhjálmsson og dr. Davíð Þór Björgvinsson. Svala Ísfeld Ólafsdóttir Aðsókn á frönsku kvikmyndina Ömurleg brúðkaup, eða „Qu’est-ce qu’on a fait au Bon Dieu?“ líkt og hún heitir á frönsku, hefur komið mjög á óvart, segir Davíð Þórisson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa hjá Senu. Myndin var frumsýnd á frönsku kvikmyndahátíðinni og segir Davíð að það sé búið að vera uppselt á myndina meira og minna frá því að hún var frumsýnd. Að- sókninni fyrstu vikurnar svipar til „The Intouchables“ en 8 til 9 þús- und manns hafa séð kvikmyndina. Aðsókn Frönsk kvikmyndagerð hefur ver- ið að gera góða hluti undanfarin misseri. Ömurleg brúðkaup hefur komið á óvart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.