Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 YOUR TIME IS NOW. CREATE A FIRST IMPRESSION THAT DEMANDS A SECOND LOOK. Tíminn tignarlega túlkaður á hvítri perluskel. Umgjörðin er prýdd 72 demöntum sem ramma inn fíngerða tunglstöðuskífu og nákvæma skeiðklukku. Kvenlegt úr sem sendir skýr skilaboð um styrk og sjálfsöryggi. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is „Farið var í hugmyndasamkeppni á vegum sveitarfélagsins sem Um- hverfisstofnun tók þátt í með því að vera í dómnefnd. Núna fer í gang skipulagsferli hjá sveitarfélaginu þar sem sveitarfélagið mun nýta sér þær hugmyndir sem fram hafa komið til að móta tillögu að framtíð- aruppbyggingu á svæðinu. Um- hverfisstofnun lítur svo á að það sé ekki búið að móta ákveðna tillögu,“ segir Ólafur Arnar Jónsson hjá Umhverfisstofnun, en hann telur ekki að þátttakan í dómnefnd hafi áhrif á getu stofnunarinnar til að fylgja verkefninu eftir. Þetta segir Ólafur í kjölfar gagn- rýni Tómasar Guðbjartssonar, stjórnarmanns í Ferðafélagi Ís- lands, á Umhverfisstofnun vegna þátttöku stofnunarinnar í hug- myndasamkeppni sem lýtur að upp- byggingu á Torfajökulssvæðinu. Ár- ið 2011 samþykkti ríkisstjórnin að Torfajökulssvæðið yrði eitt þeirra svæða sem Ísland myndi sækja um í framtíðinni að yrði skráð á heims- minjaskrá UNESCO, en Tómas tel- ur að framkvæmdirnar, verði þær eins og gert er ráð fyrir í hug- myndum, muni raska ekki bara náttúrunni á svæðinum, heldur einnig skráningu þessa einstaka svæðis á heimsminjaskrá. Horft verður til skýrslu NÍ „Þessi fullyrðing, að framkvæmd- irnar geti raskað náttúrunni á svæðinu, er sett fram í skýrslu Náttúrufræðistofnunar. Við munum að sjálfsögðu horfa til hennar sem og annarra gagna sem stofnunin mun styðjast við þegar hún verður fengin til að veita formlega umsögn um skipulag svæðisins,“ segir Ólaf- ur en skýrslan var unnin fyrir Ferðafélag Íslands. Ljósmynd/Ferðafélag Íslands Landmannalaugar Umhverfisstofnun hefur verið gagnrýnd vegna þátttöku í dómnefnd í hugmyndasamkeppni um uppbyggingu á Torfajökulssvæðinu. Umhverfisstofn- un telur sig hæfa  „Ekki búið að móta ákveðna tillögu“ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Reykjavíkurborg áformar að verja á næstu árum tæpum fimm milljörðum króna til uppbyggingar í Úlfarsárdal. Nýlega voru kynnt úrslit í samkeppni um hönnun þjónustubyggingar í Úlf- arsárdal, þar sem skóli, íþrótta- aðstaða, sundlaug, bókasafn og fleira verður undir einu þaki í 15.500 fer- metra húsi. Ekki liggur fyrir í hvaða áföngum verður byggt, en verið er að setja á laggirnar verkefnis- og stýri- hóp sem leggur línur í samráði við fagráð og stofnanir í borgarkerfinu. Fyrirhuguð uppbygging var kynnt á íbúafundi sem hverfisráð Graf- arholts og Úlfarsárdals hélt í síðustu viku. Þar fór Hrólfur Jónsson, skrif- stofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, yfir mál. Sá dráttur sem hefur orðið á fram- kvæmdum hefur verið gagnrýndur og komu þau sjónarmið sterkt fram í máli fundargesta. Hrunið lék lóðahafa grátt Hrólfur Jónsson segir mikilvægt að horfa á mál þessi heildstætt. Hann bendir á að efnahagshrunið haustið 2008 hafi haft mikil áhrif á uppbygg- ingu í hverfinu, sem þá var í fullum gangi. Hrunið hafi leikið húsbyggj- endur og lóðahafa grátt. Margir hafi spennt bogann hátt en forsendur svo brostið og allur gangur verið á því, skilmálum samkvæmt, hvort fólk gæti skilað inn lóðum sem það keypti, hugsanlega með gjaldeyrislánum. „Markaðsbrestur eftir hrun varð til þess að fólk gat ekki endurselt lóð- irnar nema fyrir brot af því sem keypt var á. Slíkar aðstæður valda gremju. Við það bætist að enn er óbyggt á mörgum lóðum þó að þeim hafi þegar verið úthlutað. Reykjavíkurborg hef- ur ekki verið í góðri stöðu til að knýja fram framkvæmdir hjá fólk í erfiðri fjárhagsstöðu, til dæmis með hótun dagsekta. Nú eru mál þessara lóða- hafa hins vegar að skýrast og því telj- um við nú rétt að hefjast handa með framkvæmdir, bæði hverfismiðstöð og annað,“ segir Hrólfur. Óánægja í röðum Fram Þegar landnám í Úlfarsárdal hófst fyrir tæpum áratug var þar gert ráð fyrir 10 þúsund manna byggð en nú er viðmiðið 3.500 íbúar í 1.400 íbúð- um. Í takt við þetta hefur áformum um þjónustubyggingu verið breytt og það hefur, að sögn Hrólfs, oftsinnis verið kynnt fyrir íbúum og fulltrúum íþróttafélagsins Fram. Starfsemi þess félags er nú að hluta til komin í dalinn og þar er framtíðaraðstaða þess. Í röðum Fram gætir hins vegar óánægju en fólki í félaginu þykir hægt miða. „Þar var sagt hreint út að nauðsyn- legt að væri að endurhugsa skólann og verkefnið allt vegna breytinga á aðalskipulagi. Jafnframt voru settar fram hugmyndir um að draga úr upp- haflegum áformum um uppbyggingu fyrir Fram,“ útskýrir Hrólfur. Segir að ákveðið hafi verið að fara í hug- myndasamkeppni um deiliskipulag meðal annars til að brúa ólík viðhorf. Sú vinna hafi tekið sinn tíma. Hönnun byggingar útfærð Niðurstöður úr skipulagsvinnu liggja nú fyrir og í nóvember síðast- liðnum voru kynntar niðurstöður hönnunarsamkeppni um bygginguna í Úlfarsárdalnum, en þar vann tillaga hóps frá VA- arkitektum, Landmótun og Eflu. Hrólfur Jónsson segir að nú verði sú tillaga útfærð frekar og und- irbúningur verksins alls sé kominn á skrið. Ekki sé þó hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast eða byggingin verði tilbúin. Fjárfestingaáætlanir verksins spanna 2015-2019 og mun borgin verja allt að einum milljarði króna á ári hverju til verkefna í Úlfarsárdal. Einn milljarður kr. á ári í Úlfarsárdal Hús Svona gæti væntanleg borgarbygging í dalnum litið út, verði byggt samkvæmt tillögu sem sigraði í samkeppni meðal arkitekta í fyrra.  Þjónustubygging borgar fyrir Úlfarsárdal og Grafarholt í undirbúningi  Hrunið breytti hverfinu  Skóli, íþróttir, sund og menning undir sama þaki  Endurhugsun framkvæmda var nauðsynleg Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framsaga Rétt að hefjast handa, sagði Hrólfur Jónsson á fundinum. Síðar á þessu ári hefjast fram- kvæmdir við Fellsveg við Reyn- isvatnsás, sem tengja á saman Grafarholt og Úlfarsárdal. Þessi framkvæmd þykir mikilvæg svo byggðirnar tvær verði sú heild sem lengi hefur verið stefnt að; hverfi af sambærilegri stærð og til dæmis Árbær. „Það er sannfæring fagfólks- ins að þarna geti skapast mjög gott hverfi með heppilegri fé- lagslegri blöndun, góðri þjón- ustu við íbúa og mikilli nálægð við náttúru og útivistarmögu- leika. Þarna verður allt í þægi- legri fjarlægð og hverfið er ein- faldlega frábær valkostur til búsetu eins og öll hverfi borg- arinnar reyndar eru,“ segir Hrólfur. Bætir við að öll skipu- lagsáform sem núi gilda eigi að styrkja Úlfarsárdal, til dæmis með greiðari samgöngum. Hverfið verði frábær kostur BYGGÐIRNAR TENGJAST SAMAN MEÐ NÝJUM FELLSVEGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.