Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 16
REYKJAVÍK KJALARNES H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikil fækkun hefur orðið á um- ferðarslysum á Vesturlandsvegi um Kjalarnes á síðustu árum. Það er í samræmi við þróunina úti á þjóðvegunum almennt, en hafa verður þá í huga að í eina tíð voru slys á þessum vegarkafla undir Esjunni nokkuð tíð. Á árunum 2005 og 2006 urðu alvarleg slys á þessum slóðum alls 15, hvort árið um sig, en eftir það hefur þróunin verið í jákvæða átt. Árið 2013 urðu slysin þrjú og ekkert í fyrra. Algengasta birtingarmynd al- varlegra slysa á Kjalarnesinu er að bílar sem koma úr gagnstæðum átt- um skelli saman, að sögn Ágústs Mogensen hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Orsök slysanna er þá, svo kafað sé dýpra í málsatvik, gjarnan hraði, framúrakstur, að bíll rási til á vegi ellegar ástand öku- manns svo eitthvað sé nefnt. Betri vegur og bílar „Áhrifaþættirnir til fækkunar slysa eru margir,“ segir Ómar Smári Ármannsson, yfirmaður umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Bílarnir eru betri og öruggari og þá hefur veg- urinn verið lagfærður, vegrið verið sett upp á hættulegustu stöðunum og ökumenn eru líka almennt með- vitaðri um hætturnar og fara hæg- ar yfir, þó auðvitað séu alltaf ein- hverjir sem láta ekki segjast. Bætt ökukennsla er einnig til bóta.“ Í dag má nálgast allar upplýs- ingar um veður og færð á vef Vegagerðarinnar og það þykir vera talsverð bót með tilliti til um- ferðaröryggis. „Betra upplýsinga- streymi skiptir máli því þarna get- ur verið bæði hvasst og blint við ákveðnar aðstæður,“ segir Ómar Smári. Morgunblaðið/Júlíus Umferð Lögreglan fylgist vel með á Kjalarnesinu með margþættu eftirliti og árangurinn af því er góður. Umferðarslys á Kjalar- nesi virðast úr sögunni  Meðalhraði hefur minnkað  Bílar úr gagnstæðum áttum skullu saman Í aðalskipulagi Reykjavíkur sem gildir fram til ársins 2030 er búist við að á Kjalarnesi, þar sem um 860 manns búa í dag, fjölgi íbúðum um 5 til 10 ári. Lauslega áætlað eru það 25-30 manns árlega. Gert er ráð fyr- ir því að byggðin þróist til vesturs og norðurs og að íbúafjöldi verði í framtíðinni sá að grundvöllur verði fyrir rekstri verslunar og þjónustu í Grundarhverfi. Stefna borgarinnar um Kjalar- nesið samkvæmt skipulaginu, sem samþykkt var fyrir fáum misserum, er vernd þess sem svæðis til land- búnaðar, enda þótt hefðbundinn bú- skapur sé á undanhaldi. Á þessum slóðum séu nú stór kjúklinga- og svínabú, en með auknu vægi líf- rænnar framleiðslu og sölu beint frá býli geti breytingar orðið meiri. Slíkt skapi matvælaframleiðslu á svæðinu sóknarfæri. Nýmæli sem um Kjalarnesið gilda í aðalskipulaginu er að atvinnusvæð- ið á Esjumelum verði stækkað og nýtt slíkt svæði á Álfsnesi skilgreint. Einnig er gert ráð fyrir breytingum á Vesturlandsvegi, svo sem mis- lægum gatanamótum. Að öðru leyti vill borgin efla þjónustu og afþrey- ingarmöguleika á svæðinu og að þar verði byggt upp kerfi göngu- og hjólastíga. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Grundarhverfi Hálfgert sveitaþorp við útmörk höfuðborgarinnar. Íbúunum fjölgi og at- vinnusvæðin styrkt  Verslun og þjónusta í aðalskipulagi Kjalarnes hefur þá sérstöðu innan Reykjavíkur að vera landbúnaðar- og dreifbýlissvæði. Það var áður sérstakt sveitarfélag en er nú hluti borgarinnar. Þessi borgarhluti er rúmlega 160 ferkílómetrar að stærð og afmarkast af Leirvogsá í suðri, Kiðafellsá og Hvalfirði í norðri og hábungu Esju og Skála- fells í austri. Landslag á Kjalarnesi einkennist af vogskornum strönd- um og undirlendi á nesjunum ásamt landinu undir hlíðum Esju sem rís í 914 metra hæð til austurs og norðurs og er eitt helsta kenni- leiti svæðisins og Reykjavíkur allr- ar. Í borgarhlutanum búa um 500 manns, Nær allir í þéttbýliskjarna sem nefnist Grundarhverfi. Er hverfið hið fámennasta í borginni, en jafnframt það víðlendasta. Í Grundarhverfi er glæsilegur grunnskóli, Klébergsskóli, en í hverfinu er einnig leikskóli, sund- laug, frístundaheimili og fleira. Á Kjalarnesi var líklega fyrsta eða eitt fyrsta héraðsþing landsins og var það að einhverju leyti und- anfari Alþingis. Eina landbúnaðar- og dreifbýlissvæðið DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.