Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ríkisstjórnin hefur á umliðnum misserum í síauknum mæli heimilað ríkisstofnunum aukna gjaldtöku og kynnt frumvörp um nýja markaða tekjustofna. Samtök atvinnulífsins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vekja máls á þessu og mótmæla harðlega í umsögn við frumvarp sjávarútvegsráðherra um gjald- skrárheimildir Fiskistofu. Halda samtökin því fram að hér sé um stefnu ríkisstjórnarinnar að ræða og svo virðist sem ætlunin sé að draga úr því að stofnanir þurfi að sækja gjaldaheimildir til Alþingis og fjárlaga. Í staðinn séu fundnar aðrar leiðir til að auka tekjur til verkefna eða starfsemi og aukins efirlits. ,,Nokkur dæmi má nefna án þess að um tæmandi upptalningu sé að ræða. Með tillögu um flutning netöryggissveitar frá Póst- og fjar- skiptastofnun til lögregluyfirvalda fylgdi tillaga um nýtt netöryggis- gjald án þess að dregið væri úr gjaldtökuheimildum Póst- og fjar- skiptastofnunar. Ný lög hafa verið sett til að jafna orkukostnað um allt land. Umhverfisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um sér- stakan skatt til að fjármagna at- hugun á vatni um landið. Ætlunin er að framvegis verði þjóðskrá fjár- mögnuð með sérstöku gjaldi en helstu greiðendur verða væntanlega aðrar ríkisstofnanir. Kynnt hafa verið frumvörp um stórauknar gjaldtöku- og eftirlitsheimildir Samgöngustofu. Einnig má í þessu samhengi nefna náttúrupassann sem til umræðu er á Alþingi,“ segir í umsögninni. Í umræddu frumvarpi eru gjaldtökuheimildir Fiskistofu færð- ar í ein lög og ný gjöld bætast við. Þeim er öllum ætlað að ná yfir öll tilvik vegna lögbundins eftirlits og þjónustu Fiskistofu. Sum þessara gjalda eru í núgildandi lögum en önnur eru ný og er áætlað að nýir eða breyttir gjaldtökuliðir frum- varpsins muni skila stofnuninni samtals 52,9 milljóna kr. auknum tekjum. Fiskistofa vekur hins vegar athygli á því í umsögn sinni að kostnaður við ýmis verkefni hennar séu vanfjármögnuð og peningarnir hafi því verið teknir af öðrum mikil- vægum verkefnum. Biður hún um að tekið verði til skoðunar að fram- lög úr ríkissjóði verði ekki lækkuð sem gjaldtökunni nemur. Útvegsbændafélag Vestmanna- eyja beinir spjótum sínum að frum- varpinu í umsögn og segir þar verið að auka gjöld útgerðar til ríkisins verulega til viðbótar við þau gjöld og skatta sem útgerðin greiði nú þegar til ríkisins í sama tilgangi og gjaldtakan. Greiddu 25,7 milljarða SA og SFS segja einnig að frumvarpið feli í sér stóraukna álagningu á sjávarútveginn. Sér- tekjur Fiskistofu séu áætlaðar um 60 millj. kr. en ef þessi þjón- ustugjöld verði samþykkt þá verði sértekjurnar orðnar um 113 millj. kr., sem sé næstum 100% aukning. Með frumvarpinu sé komið langt út fyrir hvað teljast megi vera eðlileg- ar gjaldskrárheimildir fyrir veitta þjónustu en í raun verið að skatt- leggja fyrirtækin í greininni. ,,Fyrirtæki í sjávarútvegi greiddu um 25,7 milljarða á árinu 2013 til ríkisins í veiðigjöld, trygg- ingagjöld, kolefnisgjöld og tekju- skatt. Þar af var um 9,1 milljarður greiddur í almennt og sérstakt veiðigjald fiskveiðiárið 2013/14, um 8,7 milljarðar í tekjuskatt, um 1,7 milljarðar í kolefnisgjöld og um 6,1 milljarður í tryggingagjöld,“ segir í umsögn SFS og SA. Sívaxandi gjaldtöku- heimildir gagnrýndar Morgunblaðið/Árni Sæberg Fiskveiðar Samtök í sjávarútvegi gagnrýna gjöld vegna verkefna Fiskistofu og segja veiðigjöldum ætlað að mæta kostnaði við rannsóknir, eftirlit o.fl. 20 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Flesta eins-málsflokkadagar uppi fyrr en síðar. Það sýnir sagan. Það eru þó til nokkur dæmi um það að einsmálsflokkar hafi náð verulegum árangri í kosningum. Nýjasta dæmið er frá Grikklandi. Þá fór róttækur vinstriflokkur, Syriza, undir forystu Alexis Tsipras, fram með eitt mál á oddinum. Brjóta yrði á bak aftur neyðarsamn- inginn sem ESB, AGS og SE þvinguðu Grikki til að und- irgangast. Þeir væru að kikna undan fantalegum skilmál- unum. Syriza, mjög róttækur vinstriflokkur, er mjög ólíkleg- ur til að ná fjöldafylgi. En Grikkir töldu allt reynt. Stóru hefðbundnu flokkarnir tveir höfðu brugðist þjóðinni. Stóri flokkurinn hægra megin við miðjuna, sem kennir sig við nýtt lýðræði, leiddi síðustu rík- isstjórn og fékk nú færri þing- menn kosna en nokkru sinni áð- ur. Og hinn stóri flokkurinn, Pasok, sósíaldemókratar, systurflokkur Samfylkingar á Íslandi, varð í 7. sæti, síðastur flokka yfir 3% þröskuldinn, sem gildir í Grikklandi. Syriza skorti aðeins 2 þing- sæti til að hafa hreinan meiri- hluta í 300 manna þingi. Hann nýtur þar kosningareglu sem verðlaunar myndarlega stærsta flokk kosninga. Reglan er sett til að ýta undir stöðugleika í stjórnmálunum. Það á eftir að koma í ljós hvort raunin verði sú nú. Tsipras forsætisráðherra gerir sér fulla grein fyrir því að örlög flokks hans gætu orðið hin sömu og Pasoks nú nái hann ekki árangri í slagnum við Þjóð- verja og ESB Á Íslandi hrundi Samfylk- ingin í síðustu kosningum. Hún hefur undanfarið verið einhver tærasti einsmálsflokkur í okkar heimshluta. Það eykur vanda flokksins að hann hefur verið óheiðarlegur í þessu eina máli sínu. Flestum er ljóst að Samfylk- ingin vill koma Íslendingum í Evrópusambandið hvað sem tautar og raular og þótt full- veldi þjóðarinnar yrði mjög að- þrengt tækist það. Samfylking- armenn og þar áður kratar viðurkenndu áður fyrr að smá- þjóð missti verulegan hluta full- veldis síns gengi hún í ESB og kyngdi öllum reglum þess og sáttmálum, eins og sambandið setur nú sem skilyrði fyrir aðild og leynir hvergi. Röksemdir Samfylkingar voru áður að þetta væri ekki aðeins réttlæt- anlegt heldur sjálfsagt því að ís- lenska þjóðin myndi í staðinn öðlast hlutdeild í fullveldi ESB- þjóðanna. Þá „fengi Ísland“ að taka upp evruna, (sem er nú ófrávíkj- anleg krafa að að- ildarþjóð taki upp) en Samfylkingin hefur bitið það í sig að þjóðargjaldmið- ill Íslendinga hefði fleiri ókosti en kosti, þrátt fyrir að sjálft bankaáfallið slægi slíka fullyrðingu út í hafsauga með sveiflu. Einsmálsflokkurinn þurfti að fá Vinstri græna, samstarfs- flokkinn í síðustu ríkisstjórn, til að bregðast sjálfum sér, fé- lögum sínum og kjósendum í einstæðasta svikabragði ís- lenskrar stjórnmálasögu. Til að milda þá skelfilegu ásýnd VG féllst Samfylkingin á að láta eins og beiðni um aðild að ESB væri ekki beiðni um aðild að ESB. Þótt sótt væri formlega og án nokkurs fyrirvara um að- ild þá væri ekki verið að sækja um aðild, heldur aðeins að hefja könnunarviðræður. Menn væru bara að „kíkja í pakkann“ eins og stjórnarflokkarnir orðuðu það. Þessi leikaraskapur, sem sífellt fleiri sáu í gegnum, hjálp- aði ef til vill VG í sinni ömurlegu stöðu, en gerði Samfylkingu enn ótrúverðugri en áður. Þegar evrulöndin lentu í efnahags- legum eldsvoða eftir sjálfs- íkveikju varð beinlínis hlægi- legt að halda því fram að evran væri eftirsóknarverð. Fullyrðingar manna, eins og Árna P. Árnasonar og Össurar um að Ísland hefði aldrei lent í bankaáfalli með evru sem mynt voru órökstuddar. Örlög Grikkja, Spánverja og fleiri evr- uþjóða, sem fóru mun verr út úr efnahagskreppunni 2007-2008 en Ísland, undirstrikuðu hvílíkt fleipur slíkt tal var. Þeir Össur og Árni Páll full- yrtu einnig að „könnunarvið- ræðum“ myndi ljúka með aðild á undraskömmum tíma. Öll mál myndu leysast. En þeir ákváðu svo skyndilega að setja viðræð- urnar á ís undir lok síðasta kjör- tímabils. Þeim hlaut báðum að vera ljóst að fengi þjóðin að sjá afrakstur „samningaviðræðna“, annan en þann sem fylgdi dag- legri aðlögun að ESB, yrði hrakförin í kosningunum enn meiri en hún varð. Varð hún samt hrikaleg. Allt var þetta ferli smán- arlegt. En því miður hefur óvænt furðuverk bæst við úr annarri átt. Flokkar, sem höfðu ótvíræðar flokkssamþykktir fyrir því að binda strax enda á aðildarviðræður, sem fyrrver- andi forsvarsmenn þjóðarinnar vildu ekki kannast við að færu fram, hafa bögglast með málið í tvö ár án niðurstöðu. Engar skynsamlegar skýringar hafa fengist og hefur málið dregið mjög úr trúverðugleika núver- andi ríkisstjórnar. Óheilindin sem einkenndu mála- tilbúnað seinustu stjórnar mega ekki smita út frá sér} Ekki fögur sjón að sjá É g bý í Reykjavík, og ég er ekki sérstaklega ánægður með þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Mér skilst á mér fróðari mönnum að það sé ekki vegna þess að þjónustan í Reykjavík sé í raun og veru miklu lakari en þjónustan í nærliggjandi sveitarfélögum, þar sem allir vondu hægri- mennirnir ráða ríkjum, heldur vegna þess að ég sé einfaldlega kröfuharðari en íbúar ann- arra bæja. Eflaust er eitthvað til í því. Ég ætlast nefni- lega til þess að sveitarfélagið mitt skafi snjó af götum þegar þörf krefur. Ég vil að það dreifi sandi eða salti í hálku, svo fólk þurfi ekki að renna og brotna að óþörfu. Ég heimta að gras sé slegið á sumrin og að umferðareyjar liggi ekki í órækt. Ég vil að ruslið mitt sé sótt, jafn- vel yfir jólin og jafnvel þó að tunnan sé staðsett 15,1 metra frá gangstéttinni. Ég vil geta flokkað sorp á eigin forsendum án þess að eiga á hættu að ruslið sé ekki tekið vegna þess að ein servíetta læddist í vitlausa tunnu. Ég vil að fatlaðir geti ferðast án þess að eiga á hættu að gleymast eða vera skildir eftir einir. Ég vil að þegar síendurtekin klúður koma upp í ferðaþjónustu fatlaðra beri einhver ábyrgð og segi af sér. Ég vil að börnin mín geti fengið tannbursta og reið- hjólahjálma að gjöf, óháð því hvað standi á þeim. Ég vil að íþróttafélög geti kynnt starfsemi sína í skólum, og að ekki sé mismunað á milli þeirra. Ég vil að samráð sé haft við foreldra áður en skólar eru sameinaðir. Ég vil að samráð sé haft við íbúa áður en stórar ákvarðanir eru teknar, en ekki bara boðað til funda á miðjum vinnutíma löngu eft- ir að búið er að ákveða að umbylta nær- umhverfi mínu. Ég vil ekki að bílastæðum í nágrenni mínu sé fækkað á sama tíma og fleiri hundruð íbúðum er skellt niður á sama blett. Ég vil að stórar skipulagsákvarðanir séu vel ígrundaðar. Ég vil að ekki sé veitt heimild til framkvæmda við Reykjavík- urflugvöll fyrr en Rögnunefndin hefur lokið störfum. Ég vil að borgin einblíni ekki bara á miðbæinn þar sem allt sexí fólkið býr. Ég vil ekki að fjármunum sé sóað í lista- verk eftir einn fremsta listamann þjóðarinnar til þess eins að þau séu falin á bak við hús- vegg. Ég vil ekki að fjármunum sveitarfé- lagsins sé varið í að flytja myndastyttur í miðbæinn. Ég vil að reynt sé að hafa útsvar eins lágt og mögulegt er, en ekki að það sé keyrt upp í lögbundið hámark og skuldum safnað þegar útsvarið reynist ekki vera nóg. Ég vil að meirihlutar sem fá minnihluta atkvæða í kosningum skynji sinn vitjunartíma, en kaupi sér ekki áframhaldandi líftíma með því að stofna ónauðsynlegar nefndir utan um gælumál einstakra frambjóðenda. Ég vil að sveitarfélagið mitt reyni að bæta þjónustuna þegar hún fær falleinkunn ár eftir ár. En kannski er það bara ég sem er svona kröfuharður. Verst að ég get ekki skipt um þjónustuaðila, eða hvað? sgs@mbl.is Stefán Gunnar Sveinsson Pistill Kröfuharði neytandinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Í umsögn SA og SFS eru gjaldtökuheimildir Fiskistofu taldar upp í 15 liðum. Þar er m.a. um að ræða gjald fyrir úthlutun aflamarks af skipti- markaði, gjald fyrir úthlutun aflamarks vegna skel- og rækjubáta og móttaka til- kynninga vegna flutnings afla- marks o.fl. Þá er gert ráð fyrir greiðslu gjalds vegna þjón- ustusamninga um rafrænar tilkynningar, gjald fyrir send- ingar símskeyta og tilkynn- inga um umframafla og gjald fyrir útgáfu vigtunarleyfa o.fl. Önur gjöld sem talin eru upp eru gald fyrir úttektir og eft- irlit með fiskmörkuðum er- lendis, vegna kostnaðar við eftirlit með löndunum erlend- is, vegna úttekta á vinnslu- skipum, vegna veru eftirlits- manna í skipum, vegna veiði- og vinnsluvottorða, fyrir afla- dagbækur og útgáfu CITES- vottorða, framkvæmdaleyfa við ár og vötn og loks vegna sérvinnslu upplýsinga og að- gangs að gagnsöfnum. 15 gjaldtökur FRUMVARP UM FISKISTOFU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.