Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Meistari Krister Blær Jónsson úr ÍR varð Íslandsmeistari í stangarstökki á Meistaramóti Íslands í Kaplakrika um helgina. Hann er sonur tugþrautarkappans Jóns Arnars Magnússonar. Árni Sæberg Undanfarnar vikur hafa einstaklingar, hópar og samtök víðs- vegar sagt sína skoðun á náttúrupassanum. Umræðan hefur mér þótt á lágu plani þar sem fáir reyna að finna lausn en margir finna að og finnst ómögulegt að rukka okkur sjálf og hindra aðgang að nátt- úruperlum okkar Íslendinga. Margt gott má sjá við það frumvarp sem nú liggur fyrir á Alþingi og eins og ráðherra sagði býst hún við breyt- ingu á frumvarpinu þegar líður á meðferð málsins. Ég fæ ekki betur skilið en hún sé opin fyrir hug- myndum og breytingum. Ég stofnaði ásamt sjö félögum Fitja- menn ehf. fyrir tveim- ur árum og rekum við nýjan skála á Hung- urfit á Rangárvallaaf- rétt. Þar er gistipláss fyrir 40 manns. Hækkun gistinátt- askatts kæmi illa við rekstur okkar og ekki gott að leggja meiri skattbyrði og aukið flækjustig á þá sem þar gista eða annars staðar á landinu. Gleymum því ekki að 85% tekna af náttúrupassanum eiga að koma frá erlendum ferðamönnum. Sjálfur hef ég ferðast ásamt kærustu minni um Afríku, Indónesíu, Asíu, Banda- ríkin og Eyjaálfu þar sem langflest lönd rukka inn á vinsælustu ferða- mannastaðina og má nefna Kína- múrinn, Grand Canyon, Viktor- íufossa og Masaimara-þjóðgarðinn. Á þessum stöðum er mismikið sett í innviði hvers staðar, mannvirki, göngustíga, upplýsingaöflun, skýr- ingar og maður sér á þessum stöð- um hversu mikil þörf er á slíku hér á landi. Það er því í takt við önnur lönd að ferðamenn borgi beint til þeirra staða sem þeir koma á. Það góða í frumvarpinu er t.d. 7,5% hlutur sem fer til öryggismála og helmingur af því eða 3,75% til björgunarsveita sem ávallt vantar meiri pening til að halda uppi öflugu starfi. Þar ætti umræðan frekar að vera af hverju fá björgunarsveitir ekki meira? Ég myndi vilja sjá 7% til björg- unarsveita og önnur 7% til öryggis- mála. 100% fjármögnun framkvæmda á nýjum eða gömlum ferðamanna- stöðum er góð innspýting í greinina sem léttir álaginu af m.a. sveit- arfélögunum sem eru að leggja fjár- magn í uppbyggingu en hafa litlar tekjur á móti. Gjaldtakan felur í sér litlar breytingar fyrir hinn venju- lega Íslending eða 1.500 kr. sem gildir í 3 ár. Það er alveg klárt að við eigum að taka þátt í að byggja og bæta ásýnd landsins. Engin leið er til sem allir sættast á en þessi þykir mér réttust og sjóðurinn kemur mörgum til góða. Ég hef ekki séð aðrar betri tillögur í umræðunni og vil því láta reyna á þennan kost með opnum hug. Það er alltaf hægt að breyta til ef þetta reynist ekki farsæl leið. Í ferða- málagreininni skortir oft víðsýni en með þessari leið fáum við kjörið tækifæri til að dreifa álaginu um landið og byggja upp fyrir litlar upphæðir á mann og við vitum hvað við erum að borga fyrir. Það er svo hægt að endurskoða málið að þrem- ur árum liðnum reynslunni ríkari. Ég vona því að það takist að klára málið því ég tel okkur ekki hafa tíma til að bíða lengur með að finna varanlega lausn áður en það verður of seint á viðkvæmum stöð- um þar sem skemmdir eru jafnvel ekki afturkræfar. Eftir Guðmund Árnason » Það er því í takt við önnur lönd að ferðamenn borgi beint til þeirra staða sem þeir koma á. Guðmundur Árnason Höfundur er einn eigenda Fitjamanna ehf. Í takt við önnur lönd að ferðamenn borgi Sjálfstæði og fullveldi var viðvarandi viðfangs- efni í sögu íslensku þjóðarinnar síðustu tvær aldir. Í upphafi ætluðu skáldin að yrkja land og þjóð til sjálf- stæðis og fullveldis. Svo komu stjórnmálamenn- irnir, sem sumir hverjir voru einnig skáld, og vörðuðu hina formlegu hlið málsins. Þann feril má tímasetja: Stjórnarskrá 1874 Heimastjórn 1904 Fullveldi 1918 Lýðveldi 1944 Sumt í þessu ferli er okkur nú- tímamönnum algerlega óskiljanlegt. Val á ráðherrum varð stundum til- viljanakennt þar sem glæsileiki eða stafrófsröð réð vali. Dr. Valtýr Guð- mundsson sagði að Hannes Hafstein hefði sigrað á glæsileikanum, og að Einar Arnórsson hefði orðið ráð- herra en ekki Sveinn Björnsson, þar sem Arnórsson var á undan Björns- son í stafrófinu. Við lýðveldisstofnun kepptust stjórnmálamenn við að afla hinu nýja lýðveldi alþjóðlegrar viðurkenn- ingar, ekki aðeins þeirra stórvelda, sem áttu í stríði við möndulveldin þegar lýðveldi var stofnað 1944, heldur með því að hið nýstofn- aða lýðveldi varð full- gilt sem stofnaðili að þeim alþjóðastofn- unum sem stofnaðar voru á lýðveldisárinu. Þær stofnanir eru Al- þjóðabankinn, Al- þjóðagjaldeyrissjóð- urinn og Alþjóðaflugmálastofn- unin. Ef til vill var framsýni ráðamanna mest þegar ákveðið var að senda full- trúa á stofnfund Alþjóðaflug- málastofnunarinnar þar sem aðeins voru gefin út 25 flugskírteini á Ís- landi. Þessar viðurkenningar með þátt- töku í alþjóðlegu samstarfi voru hin ytri atriði sem sneru að þjóðríkinu Íslandi. Þjóðin Íslendingar þurfti á alþjóðlegri viðurkenningu að halda. Það var nærtækast að menningar- arfleifðin hlyti viðurkenningu um- heimsins. Til þess átti þjóðin skáld, sem vildi skrifa fyrir heiminn. Skáld- ið vildi öðlast viðurkenningu, sem fólst í bókmenntaverðlaunum Nóbels og fékk viðurkenninguna árið 1955. Verðlaunin voru ekki aðeins við- urkenning fyrir skáldið heldur einnig frásagnarlist íslensks sagnaarfs frá miðöldum. Þann 10. janúar 1956 birtist frétt í Morgunblaðinu: „Sigur Friðriks skipar honum við hlið beztu skák- manna heimsins.“ Í greininni segir: „Í gær var nafn Íslands í annað sinn á þessum vetri nefnt í heimsfregn- unum í sambandi við unnin afrek. Í desember var það nafn nób- elsverðlaunaskáldsins Halldórs Kilj- an Laxness, sem ljóma varpaði á nafn Íslands. Í gær var það nafn Friðriks Ólafssonar skákmeistara.“ Þá hafði hinn tvítugi skákmaður, Friðrik Ólafsson, hlotið efsta sæti á skákmóti í Hastings ásamt Viktor Korshnoi, en hann var útnefndur stórmeistari síðar það ár. Afrek Friðriks héldu áfram og var hann út- nefndur stórmeistari árið 1958. Skák var þá og er enn þjóðaríþrótt Íslend- inga. Í Morgunblaðsfréttinni sagði jafnframt: „Þessi sigur Friðriks skipar honum sess með beztu skák- mönnum heimsins og opnar honum efalaust leið inn í allar meiriháttar skákkeppnir, en um þær mun leið hans liggja til æðstu virðingarsæta meðal skákmeistaranna.“ Svo mörg voru þau orð; skákmeistarinn ungi varð forseti Alþjóðaskáksambands- ins, FIDE. Nóbelsverðlaun og stórmeist- arititill voru viðurkenningar fyrir af- rek einstaklinga en þjóðin eignaði sér þau. Þá var aðeins eitt eftir; þjóðin sem eitt sinn hafði aðeins átt eina sam- eign, að því er skáldið sagði; „Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign, sem metin varð til fjár. Það var klukka. Þessi klukka hékk fyrir gafli Lögréttu- hússins á Þingvöllum við Öxará, fest við bjálka uppí kverkinni. Henni var hringt til dóma og á undan aftökum.“ Sú þjóð átti aðra sameign, það voru handritin í Árnasafni í Kaupmanna- höfn. Þau þurfti að endurheimta. Það gerðist árið 1971 þegar þjóðin þyrptist niður að höfn til að taka á móti skipi sem kom með tvær bæk- ur. Þá varð sjálfstæðið fullkomnað. Það er rétt að óska sigurvegaran- um í Hastings 1956 til hamingju með afmælið. Hann sannaði að Íslend- ingar voru þjóð sem átti erindi meðal annarra þjóða. Eftir Vilhjálm Bjarnason »Nóbelsverðlaun og stórmeistaratitill voru viðurkenningar fyr- ir afrek einstaklinga en þjóðin eignaði sér þau. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Skáktafl í ferli til sjálfstæðis Morgunblaðið/Kristinn Friðrik Ólafsson skákmeistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.