Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 ✝ Egill Ólafsson,blaðamaður og sagnfræðingur, fæddist í Reykja- vík 16. nóvember 1962. Hann varð bráðkvaddur í Borgarnesi 28. janúar 2015. Egill ólst upp í Borg- arnesi og síðar á Hundastapa á Mýr- um þar sem for- eldrar hans, Ólöf Guðmunds- dóttir, f. 21. sept. 1941, og Ólafur Páll Lind Egilsson, f. 16. ág. 1939, voru bændur. Ólöf var ættuð frá Hundastapa, en Ólafur Páll Lind er af stórri riksson, gæðastjóri hjá HB Granda; Hanna Kristín Lind Sodatonou, læknir í London, f. 23. jan. 1977, maki Hervé Sodatonou tölvunarfræðingur. Egill kvæntist 26. ágúst 1990 Unni Lárusdóttur, upplýsinga- fræðingi í innanríkisráðuneyt- inu, f. 26. ág. 1966, og eru börn þeirra tvö: 1) Ólafur Lárus, f. 13. júní 1992, starfar við veit- ingarekstur og sinnir myndlist, sambýliskona Helga Benedikts- dóttir, f. 4. nóv. 1993. 2) Urður, f. 3. apríl 1998, nemi við Kvennaskólann í Reykjavík. Foreldrar Unnar eru hjónin Aðalbjörg Hólmgeirsdóttir, f. 17. ág. 1940, og Lárus Guð- geirsson, f. 31. mars 1942, fv. flugmaður hjá Icelandair. Egill flutti á mennta- skólaárunum til Reykjavíkur og gekk í Fjölbrautaskólann í Breiðholti, en vann við smíðar í Borgarfirði í sumarleyfum. Hann fór síðar í sagnfræði við HÍ, en hóf að námi loknu störf sem blaðamaður á Tímanum. Árið 1993 bauðst honum að gerast blaðamaður á Morg- unblaðinu, starf sem hann gegndi allt til æviloka. Um hríð gegndi hann starfi fréttastjóra Morgunblaðsins, en vann í seinni tíð einkum á mbl.is og var honum einkar umhugað um árangur og gæði þess mið- ils. Í ársbyrjun árið 2014 fór hann í tveggja ára leyfi til að skrifa sögu Borgarness, sam- hliða starfi á mbl.is, og var kominn vel á veg með það verk er hann féll frá. Egill var á námsárum sínum formaður nemendafélags FB, formaður félags sagn- fræðinema við HÍ, var í stjórn Sagnfræðingafélags Íslands um tíma og sat í stjórn Blaða- mannafélags Íslands sem gjald- keri. Hann var afkastamikill blaðamaður og vel liðinn sam- starfsmaður, jafnt á Morgun- blaðinu sem í Borgarnesi þar sem hann hafði vinnuaðstöðu í Safnahúsinu við Bjarnarbraut. Egill var alla tíð mjög fjölhæf- ur, kom mörgu í verk og hafði fjölbreytt áhugamál. Sveita- og smíðastörfum hafði hann gam- an af og á síðari árum fékk hann áhuga á útivist og ferða- lögum. Hann var mikill fjöl- skyldumaður, stundaði kajak- róður og hjólreiðar sér til ánægju og var áhugamaður um snóker. Hann fylgdist grannt með fréttum og málefnum líð- andi stundar og var vel að sér um flest svið þjóðlífsins, svo sem hæfði góðum blaðamanni og sagnfræðingi. Útför Egils fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, mánu- daginn 9. febrúar, kl. 15. ætt afkomenda Eg- ils Pálssonar í Borgarnesi og Jó- hönnu Lind Páls- son sem ættuð var frá Svíney í Fær- eyjum. Systkini Egils eru Sigur- björg, skólaliði, búsett í Borgar- nesi, f. 22. júlí 1961, sambýlis- maður Eyjólfur Magnús Aðalsteinsson; Guð- mundur, verkstjóri í Ólafsvík, f. 4. feb. 1964, maki Þuríður Ragnarsdóttir; Hrafnhildur, ljósmóðir á Akranesi, f. 9. maí 1972, maki Axel Eyfjörð Frið- Egill Ólafsson Dáinn. Horfinn. Harma- fregn. Ungi Borgfirðingurinn sem kom inn í líf mitt sem stormsveipur fyrir um 25 ár- um er farinn á braut. Ferð sagnfræðinema á Njáluslóðir. Rútunni seinkaði enda formaður nemenda- félagsins seinn fyrir. Er víst á leiðinni úr Borgarfirðinum á öðru hundraðinu. Vindur sér inn í rútuna og sest í laust sæti við hlið mér. Sagði seinna að hann hefði ætlað sér það sæti. Margt rætt og það um fleira en Gunnar og Njál. Gifting í Viðey á sögu- slóðum Stefánunga, sólskin og sæla. Árin líða og börnin fæðast. Egill alltaf umhyggjusamur eiginmaður og faðir. Honum fellur aldrei verk úr hendi, hvort sem er við vinnuna, að koma okkur upp húsnæði eða sinna heimilisverkum. Lærði ungur að vaska upp hjá Veigu á Sámsstöðum og kann vel til verka, hvort sem er innan stokks eða utan. Hann er áhugamaður um samtíma- sögu og vinna sem blaðamað- ur hentar honum vel að námi loknu. Árin á Mogganum urðu mörg og Egill naut starfsins, hvort heldur var að ræða við fólk eða að skrifa ít- arlegar fréttaskýringar. Hann hafði gaman af vinnunni og það skilaði sér í góðu verki. Átti auðvelt með að greina aðalatriði og gat sett flókna hluti á form sem flestir skildu. Var stoltur af greinaflokki sem vakti at- hygli á ýmsum hliðum heim- ilisofbeldis, ræddi við fólk um allt land. Fólk treysti honum fyrir erfiðum úrlausnarefn- um. Skrifaði ekki bara í Mogg- ann heldur bar út blaðið um skeið með dóttur okkar. Þau feðginin skipulögð við blað- burðinn, gengu rösklega til verks á meðan móðirin horfði á húsin, tveimur götum á eft- ir. Morgunstundir í bakaríinu í Árbæ, brauð í skiptum fyrir Mogga, engir á ferli nema fuglarnir. Heimur blaðber- anna í morgunskímunni, kyrrlátur og friðsæll. Litlar stundir en ljúfar. Síðar Egill að byggja hús í Norðlingaholtinu, kappið mikið og skriður á verkinu. Hjólað í Hádegismóana á morgnana og hlustað á fréttir á leiðinni. Kajakróður á Bugðu í sumarblænum til dægrastyttingar. Hélt hverf- inu hreinu er voraði. Helgar- göngur í morgunsárið áður en aðrir fóru á kreik, poki í far- teskinu til að fjarlægja rusl eftir veturinn. Alltaf að. Nýt- inn og sparsamur, séreignar- sparnaðurinn nýttur til kaupa á íbúð með syninum. Feðg- arnir stoltir saman, ötulir og íbúðin tilbúin á mettíma. Eg- ill engum líkur. Beðinn um að skrifa sögu Borgarness, spenntur fyrir nýju verkefni. Getur stutt foreldra sína og rifjað upp kynni af æskuslóðum. Gott samstarfsfólk, eins og á Mogganum, og áhugavert efni. Gangur á verkinu og Eg- ill áhugasamur um að kynna það með ýmsum hætti. Ferðalög og göngur í farvatn- inu og þau feðgin ná saman góðri ferð um Indókína, rétt eins og við mæðgin fórum til Kína nokkrum árum áður. Börnin í forgrunni og margar góðar minningar tengdar ferðalögum með þeim og góð- um vinum, bæði hérlendis og erlendis. Það er sárt að vita að Borg- firðingurinn í gula hjóla- stakknum á ekki eftir að stökkva úr vagninum í Ár- túnsbrekkunni framar, eftir góða vinnudaga í Borgarnesi. Samræðurnar þagnaðar, skarð fyrir skildi hjá ástvin- um og félögum. Haf þú þökk fyrir allt – þín Unnur. Á maður nú að reyna að kreista fram einhver orð um ynd- islegustu manneskju sem ég hef nokkurn tímann kynnst? Ég hefði svo sannarlega viljað bíða í að minnsta kosti 30 ár í viðbót með þessa grein. Pabbi minn, Egill Ólafsson, er og verður alltaf einn mesti húm- oristinn sem ég á eftir að þekkja. Hann var alltaf að grínast, eins og sjá má á fésbókarsíðu hans. Hinn 11. júlí 2014 skrifaði hann við mynd af okkur saman eftir brimbrettakennslu á eyjunni Balí: „Urður fékk mikið hrós frá sörf-kennaranum. Mér var hrós- að fyrir að vera í ágætum bux- um.“ Hann elskaði fjölskyldu sína og vini svo sannarlega mikið. Eftir að hann fékk það verkefni að skrifa 150 ára sögu Borgar- ness ferðaðist hann í hverri viku upp í Borgarnes. Ég sagði alltaf við hann þegar hann kom heim að á meðan hann væri í burtu þá nærri stoppaði heimilishaldið. Matseldin sat á hakanum og hvorug okkar mömmu setti í uppþvottavélina. Það má segja að pabbi minn hafi verið hin full- komna húsmóðir. Eitt af meginmarkmiðum pabba var að henda aldrei nein- um mat. Hann tók það ekki í mál að sósum, sem höfðu verið lengi í ísskápnum, væri fleygt í ruslið. Hann kláraði alla afganga og borðaði allt sem þurfti nema kæfu. Hinn 15. janúar 2014 skrif- aði hann færslu á Fésbók: „Af einhverjum ástæðum hef- ur verið keypt allt of mikið af tómötum á mínu heimili fyrir jól- in. Ég prufaði að borða tómata með Ab-mjólk, en get ekki mælt með því. Ég mun ekki gefast upp og á morgun ætla ég að prufa að borða tómata með skyri. Þessir tómatar fara ekki í ruslið!“ Við feðginin ræddum allt milli himins og jarðar. Ég hef fengið fyrirlestra um lántökur, kon- ungsfjölskyldu Breta, símalínur í Borgarfirði og formann snóker- sambandsins. Það var fátt sem pabbi vissi ekki og hann tileink- aði sér glaður nýjungar, ég fékk hann meira að segja til að horfa á heimildarþátt um Kardashian- fjölskylduna. Eftir það gat hann þulið upp ástarvandamál Kris Jenner og tilkynnti mér það að Khloé væri uppáhaldssystirin hans úr þáttunum. Pabbi minn var húsmóðir, Kardashian-„aðdáandi“, grínisti, góður blaðamaður, áhugamaður um nýtni, en framar öllu besti pabbi í heimi. Bestu minningar mínar tengjast honum og ég á eftir að sakna þessa besta vinar míns mikið. Elska þig elsku pabbi – þín Urður. …á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (H. Pétursson) Það er sagt að lífsbókin sé skrifuð við fæðingu, en nú er hún á enda komin og stundaglasið út- runnið. Það fór margt í gegn um hugann þennan morgun þegar við komum að honum látnum í rúminu. Nú er hann farinn frá okkur. Einn kaldan vetrardag fæddist fallegur drengur, langur og mjór, á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, hann lét hafa fyrir sér fyrstu mánuðina. En það kom fljótt í ljós að hann var mjög hjálpsamur drengur, hjálpaði til jafnt við útiverkin og inni, skúr- aði oft gólfin fyrir mömmu sína. Það var mikil gleði hjá honum þegar við fluttum í sveitina en hann var mikill dýravinur. Hann ákvað snemma að fara í skóla og mennta sig, hann vann sjálfur fyrir náminu sínu. Engu að síður var hann alltaf tilbúinn að hjálpa við búskapinn sem var hans líf og yndi. Hann var allstaðar vel lið- inn í vinnu, hvort sem var við blaðaskrif, smíðar eða annað sem hann tók sér fyrir hendur á lífs- leiðinni. Í sagnfræðinni kynntist hann eiginkonu sinni, Unni Björk Lárusdóttur og eignuðust þau tvö börn, Ólaf Lárus og Urði. Hann var ætíð stoltur af því sem þau tóku sér fyrir hendur eins og námsárangri, listum og vinnu. Urður var mikil pabbastelpa, þau voru heilluð af útivist og ferða- lögum. Ferðin þeirra í sumar til Asíu var mikið ævintýri sem Urður á eftir að minnast alla tíð. Fyrir rúmu ári tók hann að sér að skrifa sögu Borgarness sem hann sökkti sér í af miklum áhuga. Honum þótti þetta verk- efni skemmtilegt. Enn skemmti- legra var það fyrir okkur að fá hann til okkar þrjá daga í viku. Hann las oft fyrir okkur á kvöld- in og sagði okkur frá í hverju hann var að grúska þann daginn. Hann ræddi sögu Borganess mikið við pabba sinn og bar undir hann nöfn og staði í nesinu, þetta voru ógleymanlegar stundir og skemmtilegt fyrir okkur. Þessi tími var okkur svo dýrmætur og fer í sjóð minninga. Egill átti gott með að hrífa fólk með sér, hann talaði við marga Borgnesinga við vinnslu bókarinnar, hann minnt- ist oft á hvað allir tækju vel á móti sér og vildu hjálpa til. Hann var mjög vandvirkur og heiðar- legur í skrifum sínum. Hann tal- aði aldrei niður til neins og aldrei miklaðist hann af skrifum sínum. Við kveðjumst í bili en hittumst svo síðar. Á meðan yljum við okkur við allar minningarnar. Mjög erumk tregt tungu að hræra eða loftvægi ljóðpundara; era nú vænlegt um Viðurs þýfi né hógdrægt úr hugar fylgsni (Egill Skallagrímsson) Nú skiljum við þann mikla harm sem Egill Skallagrímsson bar í brjósti eftir lát sona sinna. Elsku Egill okkar, við elskum þig öll. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Mamma og pabbi. Til bróður míns. „Á ég ekki bara að koma og sækja þig á völlinn, þú getur svo bara gist hjá okkur,“ hvað ætli þú hafir sagt þetta oft við mig? Það var sama á hvaða tíma sólar- hringsins var, þú varst aldrei of upptekinn. Það eru 15 ár milli okkar svo þú varst orðinn fullorðinn þegar ég fer að muna eftir mér. Mér fannst þú alltaf vera að gera svo merkilega og spennandi hluti. Það var alltaf svo gaman þegar þú komst heim og þú hjálpaðir mér oft með heimalærdóminn. Ég kom stundum til þín til Reykjavíkur þegar þú varst í há- skólanum, einu sinni varstu nýbúinn að kaupa þér tölvu og varst að skrifa BA-ritgerðina þína. Þú varst með packman- tölvuleik og skrifaðir niður ná- kvæmar leiðbeiningar um hvern- ig ég gæti farið í leikinn. Setja inn diskettu A, ýta á b:dir, taka diskettu A úr og setja inn disk- ettu B ýta á c: og svo framvegis. Þetta var svo spennandi og í fyrsta skipti á ævinni sem ég fór í tölvuleik. Þegar ég var í tíunda bekk bauðstu mér að koma á Morgunblaðið í starfskynningu í einn dag, mér fannst ég vera heppnust í heimi. Það var svo áhugavert að spjalla við þig um það sem þú varst að skrifa um, hvort sem það var landsmálapóli- tíkin, erlendar fréttir, landbún- aðarmál eða annars konar við- fangsefni eins og náttúruhamfarir og heimilisof- beldi. Þú hafðir lag á að útskýra allt. Egill, þú varst mér svo mikil fyrirmynd og formaðir svo marg- ar ákvarðanir sem ég hef tekið í mínu lífi. Það var svo gott að ræða hlutina við þig og þú varst rödd skynseminnar og ég vissi alltaf að það sem þú lagðir til var það rétta í stöðunni. Ég óskaði þess alltaf að þú værir stoltur af mér. Egill, þú varst svo lítillátur, hjálpsamur og áhugasamur um fólk, sama hvaðan það kom. Þú varst ómetanlegur á erfiðum stundum í fjölskyldunni og stóðst HINSTA KVEÐJA Egill Ólafsson var af- bragðsstarfsmaður. Hann var vel heima, fljótur að skilja og fjalla um flókin mál á vandað- an og greinargóðan hátt. Egill vann störf sín af yf- irvegun, sanngirni og réttsýni og hafði fast í heiðri aðalsmerki reyndra og góðra blaða- manna. Fyrir fjölskyldu, vini og samstarfmenn er mikill missir að góðum dreng en fráfall hans skilur líka eftir skarð í íslenskri fjölmiðlun. Í Guðs friði. Óskar Magnússon. Morgunblaðið/Golli Egill ræðir við Daníel Jónsson, bónda á Ingunnarstöðum í Reykjasveit, í fjósi hans. Agli var mikið í mun að lands- byggðin fengi að njóta sín í Morgunblaðinu. Á heimavelli í sveitinni Morgunblaðið/Kristinn Oft situr blaðamaðurinn og skrifar löngu eftir að allir aðrir eru farnir heim. Hér grúfir Egill sig yfir tölvuna í auðum sal Safnahússins og leggur lokahönd á fréttaskrif frá Landsdómi. Í Landsdómi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.