Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 ✝ Helgi ÓlafurÞórarinsson fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1939. Hann lést á heimili sínu í Kongsvinger í Noregi 18. desem- ber 2014. Faðir hans var Þórarinn Brandur, f. í Reykjavík 10.8. 1908, d. 8.12. 1999, sonur dr. Helga Pjeturss, f. 31.3. 1872, d. 28.1. 1949, og Kristínar Brandsdóttur, f. 2.4. 1887, d. 17.4. 1959. Móðir Helga var Auður Svava, f. í Reykjavík 24.9. 1914, d. 16.1. 1993, dóttir Ólafs Ísleifssonar, f. 22.9. 1881, d. 22.5. 1924, og Stef- aníu Pálsdóttur, f. 1.6. 1886, d. 23.4. 1953. Bræður Helga eru Þórarinn Brandur, f. 30.10. 1943, og Stefán Páll, f. 10.9. 1952. Hinn 16.6. 1962 kvæntist Helgi Hrafnhildi Hreiðarsdóttur, f. 23.4. 1938. Foreldrar hennar voru Hreiðar Eiríksson, f. 7.4. 1913, d. 25.11. 1995, og Friðbjörg Davíðs- 1982, maki Telma Sveinbjarn- ardóttir, f. 1985, dætur Helena, f. 2008, Heiða Kristín, f. 2012, b) Þorri Pétur, f. 7.12. 1991, maki Guðrún Ósk Guðlaugsdóttir, f. 1991, dóttir Kolbrún Ýr, f. 2014, c) Bengta Katrín, f. 29.10. 1995. Hinn 29.12. 1978 kvæntist Helgi Sigríði Rósu Gunn- arsdóttur, f. 4.11. 1953, d. 5.7. 2000. Foreldrar hennar voru Gunnar Auðunsson, f. 8.6. 1921, d. 2.3. 2012, og Gróa Eyjólfsdóttir, f. 18.10. 1922, d. 8.4. 2014. Helgi og Sigríður Rósa eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Helga Björk, f. 17.6. 1978, maður hennar er Martin Hammer, f. 28.6. 1980, synir þeirra a) Daniel Gunnar, f. 6.5. 2010, Sebastian Thor, f. 30.8. 2011. 2) Gunnar Þór, f. 17.2. 1981, unnusta hans er Jenny Marie Ell- ingsæter, f. 1982. Helgi Ólafur ólst upp í Reykja- vík. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1958. Helgi lauk læknaprófi frá HÍ 1965 og sérfræðinámi í röntgen- lækningum frá Háskólanum í Uppsala 1972. Helgi starfaði sem röntgenlæknir á Íslandi, Svíþjóð og Noregi. Lengst af í Noregi. Minningarathöfn um Helga Ólafs fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 9. febrúar 2015, og hefst at- höfnin kl. 13. dóttir, f. 31.10. 1913, d. 4.4. 1993. Helgi og Hrafn- hildur eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Pétur Haukur, f. 23.8. 1957, kona hans er Magdalena Lára Gestsdóttir, f. 7.10. 1957. Dætur þeirra eru a) Hrafn- hildur Ylfa, f. 26.11. 1975. Maki Marc Soussa, f. 1975, börn Daníel Andri, f. 1993, Lísa Gabríella, f. 1999, Ísar Adiel, f. 2002, Alexand- er Pétur, f. 2010, b) Anna Sigríð- ur, f. 17.5. 1979, maki Hjalti Þór Halldórsson, f. 1976, synir Ísak Dóri, f. 2010, Emil Nói, f. 2013, c) Þóra Bríet, f. 13.7. 1981, maki Ari Pálmar Arnalds, f. 1980, synir Benedikt Frank, f. 2001, Einar Pétur, f. 2011, d) Katrín Birna, f. 31.8. 1988, maki Sindri Snær S. Leifsson, f. 1988, e) Heiðdís Arna, f. 8.3. 1993. 2) Helena, f. 24.10. 1964, maður hennar er Þorlákur Ingjaldsson, f. 22.9. 1964. Börn þeirra eru a) Helgi Hrafn, f. 24.11. Faðir okkar var fróður og vel lesinn. Hafði mikla þekkingu á sögu og skipti nánast engu máli hvar drepið var niður fæti. Hann var ræktarsamur, mundi eftir af- mælisdögum allra í fjölskyldunni og sendi alltaf bréf með kveðju og smáglaðningi rétt fyrir afmælisdag til allra barna, barnabarna og barnabarnabarna. Hann hafði á yngri árum mikinn áhuga á veiðum og byssum og tók mig stundum með í veiðitúra þegar ég var lítill (Pétur). Útilegurnar eru einnig minnisstæðar. Við áttum tjald með uppblásnum súlum sem minnti á gorkúlu og ég man að ég varð fjólublá í framan þegar ég var inni í því (Helena). Við áttum góð ár úti í Svíþjóð en þangað fluttum við þegar pabbi fór í sérnám. Þar bjuggum við í þrjú ár. Skömmu efir að við komum heim misstum við pabba frá okkur til Noregs þar sem hann stofnaði nýja fjölskyldu. Það átti ekki við hann að búa á eyju. Hann vildi geta sest upp í bílinn sinn og ekið til ann- arra landa. Það voru erfiðir tímar en sambandið var alltaf gott. Pabbi gerði það sem hann ætlaði sér en um leið vildi hann ekki særa neinn og hann hélt alltaf góðu sambandi við mömmu enda voru þau búnir að vera vinir frá því á unglingsárunum í MR. Lífið var gott úti í Noregi. Pabbi var mikill áhugamaður um garðrækt og einnig lét hann til sín taka í bæjarpólitíkinni og var í bæj- arstjórn um tíma í Kongsvinger. Það kom okkur á óvart þegar við fréttum að pabbi væri kominn í kór. Við höfðum ekki hugmynd um að hann gæti sungið. Pabbi hafði yndi af því fylgjast með sístækkandi afkomendahópi sínum. Hann nýtti sér tæknina þegar börnin voru fjarri eins og þegar hann horfði á litlu afastrák- ana sína borða morgunmatinn sinn úti í Dubai. Pabbi reyndist okkur vel. Við gátum leitað til hans til að fá góð ráð hvort sem það var heilsutengt eða af öðrum toga og alltaf var hann tilbúinn að hjálpa og aðstoða eftir bestu getu. Hann gaf sér tíma með litlu börnunum sem hændust að honum. Pabbi hafði mikinn áhuga á for- tíðinni. Hann tók saman hluta af ættarsögunni og gaf sjálfur út á bók sem hann dreifði á meðal ætt- ingja og vina. Hann vildi fræðast og fræða aðra um fortíðina. Oft ræddi hann um mikilvægi þess að fá upp- lýsingar um fortíðina hjá hinum eldri áður en það væri um seinan og hann sagðist stundum hafa séð eftir því að hafa ekki spurt réttu spurninganna áður en það varð of seint. Hann vakti áhuga okkar á hinu liðna og mikilvægi þess að skrá niður söguna, þó ekki væri nema fyrir nánustu afkomendur að lesa eða eins og hann segir sjálfur í formála bókarinnar: „Þau hafa flest ekki mikinn áhuga á þessu núna, en það kemur seinna er ég er dauður.“ Það var mikið gleðiefni fyrir okkur systkinin þegar pabbi og mamma fóru að ferðast saman eftir margra ára viðskilnað. Vináttu- böndin voru sterk og þó að þau byggju hvort í sínu landinu héldu þau góðu sambandi hvort við annað allt til hins síðasta. Þó að fjarlægðin í kílómetrum væri mikil þá varstu alltaf nálægt okkur. Elsku hjartans pabbi okkar, við eigum eftir að sakna þín meir en orð fá lýst. Pétur, Helena, Helga og Gunnar. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Takk fyrir allt spjallið og góðu tímana. Það var hægt að tala við þig um allt milli himins og jarðar og fá góð ráð. Ekki var til sú spurning sem þú gast ekki svarað. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þorri Pétur Þorláksson. Í dag kveðjum við og syrgjum afa okkar sem var okkur svo kær. Afi bjó alla okkar ævi í Noregi en það hindraði þó ekki tengsl okkar við hann enda heimsótti hann okk- ur oft til Íslands. Afi gaf sér alltaf góðan tíma með okkur þegar hann var hér og sinnti einnig barna- barnabörnum vel. Þegar við heim- sóttum hann til Noregs gaf hann sér líka tíma með okkur og var yndislegur gestgjafi. Þrátt fyrir fjarlægðina fylgdist afi alltaf með okkur og því sem gerðist í okkar lífi. Hann gleymdi aldrei afmælum og alltaf beið manns afmæliskort á sjálfan daginn. Afi var einstaklega geðgóður og fékk alla til að brosa. Við gátum alltaf leitað til hans ef eitthvað bját- aði á, til að mynda reyndist afi, Ylfu sérstaklega vel í gegnum veikindi og fráfall æskuvinkonu hennar. Hann sýndi okkur ávallt stuðning og hvatningu í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Hann lagði sig fram við að setja sig inn í okkar nám og áhugamál, þrátt fyrir fjöl- breytileika þess. Hann var oftar en ekki með svör og ráðleggingar á reiðum höndum. Bókin sem afi skrifaði um fjöl- skylduna sína og uppvaxtarár á Smiðjustíg 5b er ómetanleg, enda hefðu þessar sögur annars glatast, við systurnar eru ótrúlega þakklát- ar fyrir þessa bók. Þín er sárt saknað, elsku afi okk- ar. Þín hjörtu, Ylfa, Anna, Þóra og Katrín Pétursdætur Elsku afi minn. Ég trúi ekki að þú sért farinn frá okkur. Við hittumst ekki oft því þú bjóst í Noregi og þess vegna finnst mér kannski eins og þú sért ekkert farinn frá okkur. Mér finnst eins og þú sért heima í húsinu þínu í Nor- egi, sitjir í stólnum þínum og sért að lesa góða bók. Ég hef eiginlega ekki enn áttað mig á því að ég mun aldrei aftur sjá þig, aldrei aftur spjalla við þig og aldrei aftur heyra þig kalla mig hjartað þitt eins og þú gerðir alltaf. Mér þótti svo gríðar- lega vænt um það. Mín stærsta eftirsjá er að hafa aldrei komið og heimsótt þig. Mér fannst ég bara hafa nægan tíma, ég bjóst aldrei við því að þú yrðir tek- inn frá okkur svona snemma. Þú varst á besta aldri og ég var viss um að við myndum eiga meiri tíma saman. Ég reyndi þó að koma til þín en fluginu var aflýst tvo föstu- daga í röð og þá ákvað pabbi að við skyldum fara bara seinna sem gerðist þó aldrei. Hann var svo viss um að ég myndi ekkert hafa gaman af því að vera hjá þér en ég var viss um að ég myndi njóta þess vel. Það var alltaf svo gaman að spjalla við þig, við gátum talað um allt á milli himins og jarðar. Þú varst alltaf svo áhugasamur um allt sem ég hafði að segja. Þess mun ég sakna. Elsku afi minn, það er ekki hægt að hugsa sér betri afa en þig. Þú varst alltaf svo hlýr og góður. Alltaf í góðu skapi og alltaf brosandi. Ég sakna þín ótrúlega mikið en ég veit að þú ert kominn á betri stað. Hvíldu í friði, elsku hjartað mitt. Þitt barnabarn, Heiðdís. Ein af fyrstu bernskuminning- um mínum um Helga bróður teng- ist biluðum ljósarofa. Ég hafði dvalið um helgi með foreldrum okkar að Arnarfelli í Þingvallasveit hjá vinafólki okkar. Brandur bróðir var í sveitinni og Helgi einn heima. Þegar heim var komið loguðu ljósin í stofunni um miðjan dag sem ekki þótti gott. En það sem verra var, ljósin slokknuðu ekki hvernig sem rofanum var snúið. Út af þessu spunnust orðaskipti milli Helga og foreldra minna sem festu þetta at- vik mér í minni. Jú, hann hafði boð- ið nokkrum vinum í partí og ljós- arofinn hafði bilað. Meira var það ekki. Helgi var augasteinn foreldra okkar, orðinn ungur maður á leið út í lífið. Á milli okkar var tæplega fjórtán ára aldursmunur. Hann var bráðþroska, stökk yfir bekk í skóla og eignaðist sitt fyrsta barn fyrir tvítugt og hóf ungur að búa. Helgi stundaði nám í læknisfræði í Upp- sala í Svíþjóð þar sem hann bjó um árabil ásamt Hrafnhildi, fyrri konu sinni, og börnunum, Pétri og Hel- enu. Að loknu námi kom hann heim að nýju en flutti nokkru síðar til Kongsvinger í Noregi þar sem hann bjó með seinni konu sinni, Siggu Rósu, og þeirra börnum, Helgu Björk og Gunnari Þór. Sam- skipti okkar Helga einkenndust af þessum aðstæðum og voru því minni en ella. Eftir sem áður standa eftir góðar minningar frá heimsóknum til Kongsvinger, eink- um skíðaferð til Sälen í Svíþjóð. Þessar ferðir hjálpuðu börnum okkar að tengjast góðum vináttu- böndum sem mér þykir afar vænt um. Á stundum sem þessari áttum við okkur á því hve hratt tíminn líð- ur. Lífið hnígur fram sem óstöðv- andi og óútreiknanlegt stórfljót. Við fljótum svo með á vit sífellt nýrra áskorana. Helgi var vel af Guði gerður til að takast á við lífið. Hann var hávaxinn, myndarlegur og gæddur góðum gáfum. Náms- maður góður og drenglyndur. Hann var bókhneigður eins og afar okkar sem hann hét eftir, þeir Helgi Pjeturss, jarðfræðingur, og Ólafur Ísleifsson, skipstjóri. Bók- lestur var hans frístundaiðja og var hann fróður um söguleg efni og landafræði. Sögumaður var hann góður og oft stutt í kímnina. Hann var ófeiminn við áskoranir lífsins. Varð ungur faðir og langafi fyrir sextugt. Afkomendur hans eru nú komnir á þriðja tuginn. Hann undi hag sínum vel í Noregi þar sem hann starfaði lengst af sem yfir- læknir á sjúkrahúsinu í Kongsvin- ger, bænum sem hann líkti oft við Selfoss. Áin Glomma rennur í gegnum Kongsvinger. Í sveitunum í kring er öflugur landbúnaður og stutt er til höfuðstaðarins. Heið- arnar í kring eru skógi vaxnar og umhverfið allt ægifagurt. Helgi átti marga góða vini í Kongsvinger og söng um árabil í blönduðum kór. Fjölmenni var við útför Helga í Kongsvinger 30. desember síðast liðinn. Á kveðjustund koma í hugann ljóðlínur úr sálmi eftir franska biskupinn Fortunatus í þýðingu Stefáns frá Hvítadal: Nú ljómar merki, lífsins kross, er leyndardóminn birtir oss: Að þar, sem lífið lífi hvarf, við lífið tökum sjálft í arf. Ég bið algóðan Guð að blessa Helga, lýsa honum af sínu eilífa ljósi og styrkja afkomendur hans í sorginni. Stefán Þórarinsson. Genginn er mætur maður og góður vinur okkar hjóna. Fjöl- skylda og vinir hafa misst mikið. Helgi Ó. Þórarinsson var einkar fróður maður og vel lesinn. Hann átti gott bókaherbergi, þar voru tveir góðir stólar, borð og bækur á alla vegu. Við stólinn hans var alltaf stafli af bókum. Í mörg ár keypti Helgi bækur frá bókaklúbbi í Eng- landi og fékk bókasendingu á tveggja mánaða fresti. Þegar allt var orðið fullt fór hann með bækur og gaf bókasafninu í Kongsvinger. Mestan áhuga hafði hann á sögu í víðum skilningi. Eftir að Helgi hætti að vinna, 65 ára, gafst tími til að sinna hugðarefnum. Hann sat þá töluvert við skriftir, gaf út bók 2007 um uppvaxtarár sín og um nánustu fjölskyldu. Bókin er vel skrifuð, léttur og skýr texti og undrum sætir hve vel hann man liðinn tíma og fólk í kringum sig. Helgi sagði oft að hann ætti næga peninga en vantaði tíma, meðal annars til að koma öllu á blað, sem hann hafði áformað. Eftir hann liggja eflaust ýmsir textar og frásagnir. Hann ferðaðist víða síð- ustu árin og allar utanlandsferðir undirbjó hann vel og vissi oft miklu meira en leiðsögumennirnir. Helgi var félagslyndur og átti marga vini og kunningja í Kongs- vinger. Söng í karlakórnum og síð- ast í kór eldri borgara. Hann sat eitt kjörtímabil í bæjarstjórn í Kongsvinger fyrir Höyre flokkinn. Ég kynntist Helga fyrst á Borgarspítalanum og enn betur í Noregi eftir að við fluttum þangað 1976. Í Kongsvinger hóf hann bú- skap með seinni konu sinni, Sigríði Rósu Gunnarsdóttur, en hún lést af völdum krabbameins árið 2000. Talsverður samgangur var milli fjölskyldna okkar fram til 1983, en þá fluttum við heim til Íslands. Meðal annars dvöldum við hjá þeim tvenn áramót og var glatt á hjalla. Synir okkar geta ekki gleymt öllum ísnum sem þeir fengu enda sá Helgi um að troðfylla risa- skál með ís í lítratali, svo allir fengju nóg. Eftir heimflutning heimsótti ég þau árlega, einnig komu þau Sigga og Helgi í heimsóknir til Íslands og síðustu árin kom Helgi árlega og jafnvel oft á ári til að heimsækja fjölskylduna og leit þá yfirleitt allt- af inn hjá okkur. Síðast hittum við hann í september og okkur barst kort frá honum um jólin eftir lát hans. Helgi var ljúfur og heilsteyptur einstaklingur. Hann var glaðlynd- ur og einstaklega góður sögumað- ur. Það var gaman að sitja tímun- um saman í bókaherberginu og spjalla. Við kveðjum góðan vin með söknuði og sendum samúðarkveðj- ur til barna, tengdabarna og af- komenda. Ólafur Eyjólfsson, Anna Margrét Eiríksdóttir. Helgi Ólafur Þórarinsson Samúðarskreytingar •Útfaraskreytingar Blómasmiðjan Grímsbæ | S. 588 1230 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ALDA INGIMARSDÓTTIR, Stórholti 3, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 4. febrúar. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Jón Sigþór Sigurðsson, Tamara Maríudóttir, Sigurður Haukur Sigurðsson, Vaiva Straukaité, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA DANÍELA VETURLIÐADÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 11. febrúar kl. 15. . Þórður Kristjánsson, Ásta Einarsdóttir, Veturliði Rúnar Kristjánsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Gunnar W. Kristjánsson, Mizuho Watanabe, Guðrún H. Kristjánsdóttir, Arnar Þorsteinsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Ólafur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra, VALBORG HELGADÓTTIR kennari, Háaleitisbraut 45, sem lést mánudaginn 26. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. febrúar klukkan 13.00. . Kolbrún Helga Hauksdóttir, Haukur Gylfason, Margrét M. Olsen, Þórir Finnur Helgason, Vigdís Björnsdóttir, Guðrún Benedikta Helgadóttir. Faðir okkar og stjúpfaðir, ÞORGEIR INGVASON, Asparfelli 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 6. febrúar. . Sigrún Linda Þorgeirsdóttir, Þórir Þorgeirsson, Þorgeir Pétursson, Sturla Pétursson, Áki Pétursson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.