Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 31
MK á skrifstofubraut: „Á unglingsár- unum var ég yfirleitt í tveimur störf- um, vandist miklu vinnuálagi og lærði að skipuleggja og nýta tímann út í æsar. Með skólagöngu vann ég í matvöruverslun Hagkaupa í Kringl- unni, vann hjá Hagkaupum yfir sum- armánuðina, þreif íbúð fyrir eldri borgara og vann hjá HB Granda á nóttunni. En ég gaf mér samt tíma til að ferðast, fór til London og vann þar um skeið og fór síðan til Suður- Afríku þar sem ég ferðaðist um land- ið í nokkra mánuði og kynntist fram- andi þjóðháttum. Svo er árið 1998 eftirminnilegt. Þá skellti ég mér í bif- hjólapróf og sat fyrir sem Séð og heyrt-stelpan.“ Guðrún hóf störf hjá Hard Rock cafe um 1995 og starfaði þar í nokkur ár. Þar var hún gjaldkeri, sá um verslun og innkaup og var síðar vakt- stjóri: „Þar kynntist ég fyrri eig- inmanni mínum, Jóni Valgeiri Gunn- arssyni. Við áttum nokkur góð ár saman og eignuðumst soninn Kristin Karl Jónsson. Jón Valgeir lést 2011 og það var mikið áfall fyrir mig þó við værum skilin, enda vorum við ætíð mjög nánir vinir.“ Eftir andlát Jóns Valgeirs tók Guðrún við rekstri fyrirtækis hans, Muffin Bakery, og starfrækti það um skeið. Guðrún hóf störf við sölu fasteigna árið 2002. Þá ákvörðun tók hún eftir af hafa sjálf keypt og selt sína fyrstu fasteign og taldi þá næsta víst að hægt væri að gera tölvuvert betur en þá var í boði. Hún hóf störf sín hjá RE/MAX og var með fyrstu sölu- fulltrúum þar, fór í nám í fast- eignasölu, lauk prófum sem löggiltur fasteignasali 2006 og starfrækir nú fyrirtækið GARÚN fasteignamiðlun. „Árið 2010 eignaðist ég svo soninn Alex Gretti með núverandi eigin- manni mínum, en fjölskyldan er afar samrýnd og kletturinn í lífi mínu.“ Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar er Hlynur Páll Sigtryggsson, f. 23.6. 1968, kerf- isstjóri. Foreldrar hans eru Nellý Ragnarsdóttir, f. 11.10. 1947, leik- skólakennari í Hafnarfirði, og Sig- tryggur Guðmundsson, f. 20.4. 1946, vélstjóri í Garði. Eiginmaður Nellýj- ar er Jón Sigurbjörnsson en eig- inkona Sigtryggs er Kristín Guð- bjartsdóttir. Sonur Guðrúnar og Hlyns Páls er Alex Grettir Hlynsson, f. 4.3. 2010. Fyrri eiginmaður Guðrúnar var Jón Valgeir Gunnarsson, f. 27.8. 1965, d. 26.1. 2011, hótel- og veit- ingarekstrarfræðingur. Sonur Guðrúnar og Jóns Valgeirs er Kristinn Karl Jónsson, f. 25.3. 2002. Hálfsystir Guðrúnar, sammæðra, er Ingibjörg Ólafsson, f. 24.12. 1967, verslunarmaður í Sarasota í Flórída í Bandaríkjunum. Foreldrar Guðrúnar eru Anna Karlsdóttir, f. 28.11. 1949, mats- fulltrúi í Reykjavík, og Anton Val- garðsson, f. 14.12. 1946, vélstjóri í Reykjavík. Úr frændgarði Guðrúnar Antonsdóttur Guðrún Antonsdóttir Halldóra Gunnarsdóttir húsfr. í Rvík Guðmundur Vigfússon trésmiður í Rvík Guðrún Guðmundsdóttir hjúkrunarkona Valgarður Kristmundsson skrifstofum. í Keflavík Anton Valgarðsson vélstj. í Rvík Guðný Kjartansdóttir húsfr. í Keflavík Kristmundur Þorleifsson gullsmiður í Keflavík Inga Sigríður Kristmundsdóttir húsfr. í Kópavogi Jón Helgi Ásmundsson lengi stöðvarstj. í Helguvík Þóra Karlsdóttir listamaður á Akureyri og móðir þríburanna Daða, Ara og Ottós Sigurbjörg Karlsdóttir starfs- maður við Hagstofuna í Rvík Elísabet Karlsdóttir félagsráðgjafi við Félagsvísindastofnun HÍ Sigurbjörg Pétursdóttir húsfr. á Akureyri Pétur Jónsson skósmiður á Akureyri Guðlaug Pétursdóttir húsfr. á Akureyri Karl Hjatarsson handavinnu kennari og skútusmiður á Akureyri Anna Karlsdóttir matsfulltr. í Rvík Anna Jónatansdóttir húsfr. á Akureyri, frá Litla-Hamri í Eyjafirði Hjalti Sigurðsson húsgagnasmiður á Akureyri Ingibjörg Þorgerður Þorleifsdóttir sérkennari í Þorlákshöfn Þórhildur Helga Þorleifsdóttir myndmenntakennari í Garðabæ Þorleifur K. Kristmundsson prófastur á Kolfreyjustað Steinvör Þorleifsdóttir rekstrarhagfræðingur Fasteignasalinn Guðrún með fyr- irtækjalógóið sitt í bakgrunninum. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Gísli Jónsson, ritstjóri í Winni-peg, fæddist á Háreks-stöðum á Jökuldalsheiði 9.2. 1876. Foreldrar hans voru Jón bóndi Benjamínsson og k.h. Guðrún Jóns- dóttir, en hún lést skömmu eftir að Gísli fæddist. Gísli gekk í Möðruvallaskóla 1894 og lauk þar námi 1896. Tveim árum síðar settist hann að á Akureyri og hóf prentnám. Þar kynntist hann Guðrúnu Helgu Finnsdóttur (1884- 1946) sem var frá Geirólfsstöðum í Skriðdal. Foreldrar hennar voru Finnur Björnsson og Bergþóra Helgadóttir. Gísli og Guðrún gengu í hjónaband 1902 og fluttu vestur um haf 1903, til Winnipeg í Kanada, og bjuggu þar æ síðan. Flest systkini Gísla fluttust einnig út og sömuleiðis faðir hans. Gísli stofnaði prentsmiðju ytra þegar hann kom út og var prent- smiðjueigandi og prentari þar til hann varð ritstjóri. Hann lét fljótt til sín taka, bæði í almennum menning- armálum og kirkjumálum. Hann var dáður söngvari og tók mikinn þátt í únítarakirkjunni. Hann átti þátt í að stofna tímaritið Heimi 1904 og var prentari þess. Hann skrifaði einnig nokkuð í tímaritið og birti kvæði eft- ir sig undir nafninu Viðar. Þegar kom að stofnun Þjóðræknisfélags Ís- lendinga var hann frá upphafi einn af forvígismönnum þess og tók við ritstjórn Tímarits Þjóðræknis- félagsins 1940 en skrifaði einnig í tímaritið Heimskringlu. Hann gaf út tvær ljóðabækur: Farfuglar (1919) og Fardagar (1956). Gísli hlaut ridd- arakross Fálkaorðunnar 1950. Börn Gísla og Guðrúnar voru Helgi, prófessor í jarðfræði, en hann andaðist um líkt leyti og faðir hans og var jarðsunginn um leið og hann; Bergþóra sem bjó í Montréal, og Gyða og Ragna sem bjuggu í Winni- peg. Einnig áttu Gísli og Guðrún Unni sem lést ung. Í tímaritinu Andvara (1975) er stór grein um Gísla og þar er honum lýst svo: „Hann var hispurslaus í fasi og manna kurteisastur, hégómalaus og látlaus.“ Ritsafn Gísla, Haugaeld- ar, kom út 1962. Gísli Jónsson lést 5.11.1974. Merkir Íslendingar Gísli Jónsson 95 ára Guðrún Bergþórsdóttir 90 ára Jóna M. Snævarr Unnur Skagfjörð Stefánsdóttir Valgerður Anna Guðmundsdóttir 85 ára Guðmundur Andrésson Guðrún Antonsdóttir Steingrímur Baldursson 80 ára Ásgeir J. Guðmundsson María Guðrún Óskarsdóttir Steingerður Þórisdóttir Sylvía Arnardóttir 75 ára Björg Sigurðardóttir Stella Einarsdóttir Sveinsína Ásdís Jónsdóttir Tryggvi Guðmundsson 70 ára Aðalsteinn Pétursson Ásbjörg Magnúsdóttir Sigurður Ásgeirsson Thorleif Kaare Jóhannsson Þórhildur Jónasdóttir 60 ára Ásgerður Guðbjörnsdóttir Ásta Gunnlaugsdóttir Erna Ingibjörg Sigurðardóttir Friðrik Jónsson Hálfdán Sveinbjörnsson Helga Sjöfn Guðjónsdóttir Ingibergur Einarsson Ingólfur Bragason Kolbrún Kjartansdóttir Margrét Ófeigsdóttir Soffía Haraldsdóttir 50 ára Friðrik Sigurður Friðriksson Guðjón Kristjánsson Hrefna Guðmundsdóttir Krisztina Kalló Szklenár Margrét Baldursdóttir Margrét Sverrisdóttir Salóme Eiríksdóttir Slawomira Anna Barnet Steinþór Wendel Birgisson Þórarinn Hjörtur Ævarsson 40 ára Arnar H. Ágústsson Arney Þórarinsdóttir Eva Björk Friðjónsdóttir Guðný Ósk Stefánsdóttir Guðrún Einarsdóttir Halldór G. Vilhelmsson Jacobina Joensen Jón Rúnar Axelsson Kvaran Ólafur Lárusson Sigurlín Bjarney Gísladóttir Sædís Markúsdóttir 30 ára Birta Berg Sigurðardóttir Björn Davíð Kjartansson Bóas Hreindal Sigurbjörnsson Einar Óli Þorvarðarson Oddný Sigurrós Gunnarsdóttir Sonja Sigurgeirsdóttir Sólveig Helgadóttir Stefán Birgir Stefánsson Tinna H. Hlynsdóttir Hafberg Til hamingju með daginn 30 ára Helga Valborg er Akureyringur en býr í Reykjavík og er verkefn- isstjóri hjá ríkisskatt- stjóra. Maki: Matthew James Eisman, f. 1987, ljós- myndari. Foreldrar: Steinar Magn- ússon, f. 1958, fram- leiðslustjóri hjá Ferro Zink og Birna Margrét Arn- þórsdóttir, f. 1961, grunn- skólakennari í Lundar- skóla á Akureyri. Helga Valborg Steinarsdóttir 30 ára Sunna fæddist í San Francisco en hefur búið í Reykjavík alla sína tíð. Hún er heilsumann- fræðingur og söngkona og starfar m.a. sem rokk- stýra hjá Stelpur rokka! Maki: Alejandro Caball- ero Arcos, f. 1985, verk- fræðingur. Foreldrar: Ingólfur Steinsson, f. 1951, ritstjóri og tónlistarmaður, og Heiðrún Kristjánsdóttir, f. 1953, myndlistarkona. Sunna Ingólfsdóttir 30 ára Jóhannes er Ís- firðingur en býr í Bolung- arvík og er háseti á Júlíusi Geirmundss. frystitogara. Maki: Birna Hjaltalín Pálmadóttir, f. 1983, stuðningsfulltrúi og sál- fræðinemi við HA. Börn: Stjúpsonurinn Einar Margeir, f. 2005, Guðni Geir, f. 2009, og Árni Geir, f. 2011. Foreldrar: Guðni Geir Jó- hanness., f. 1947, og Mar- grét Jónsdóttir, f. 1951. Jóhannes Geir Guðnason Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is                                    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.