Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 37
Besta leikkonan Bandaríska leikkonan Julianne Moore. AFP Besta myndin Framleiðandi Boyhood, Cathleen Sutherland (4. t.v.), og Pat- ricia Arquette sem fékk verðlaunin fyrir leik í aukahlutverki í sömu mynd. Besti leikarinn Breski leikarinn Eddie Redmayne með verðlaunin. MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is • BLI A3 MFP Line of the Year 2013 • BLI A3 MFP Line of the Year 2012 • BLI A3 MFP Line of the Year 2011 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki 48 RAMMA STÆRSTA OPNUNAR- HELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! E.F.I -MBL BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND 2 VIKUR Á TOPPNUM! Spenna, hasar og ótrúlegar tæknibrellur í frábærri ævintýramynd með stórleikurunum Jeff Bridges og Julianne Moore www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus Þristar Jeans Sibelius ogAntons Bruckners voru átónseðli SÍ á fimmtudagvið stólpagóða aðsókn þó ekki næði algerum húsfylli, og olli þar kannski mestu að hvorug er meðal vinsælustu hljómkviðna síð- rómantísku tónskáldanna. Fyrra verkið hafði hér aðeins heyrzt tvisvar áður (1996 & 2008 með Petri Sakari), en Bruckner helm- ingi oftar (1966, 1969, 1994 & 2008) – svo vitnað sé í ómissandi fróðleiksmola tónleikaskrár, „Tón- listin á Íslandi“. En þó þakka bæri fyrir þá, mátti á móti hnjóta um tvennt sem ekki kom fram: tóntegundir verkanna – og þó einkum um hvaða útgáfu af margendurskoð- aðri sinfóníu Bruckners væri að ræða þetta kvöld, enda kváðu þær hafa vakið afar mismunandi und- irtektir og aðeins fyrir ýtrustu Brucknerista að þekkja þær sund- ur af vettvangsheyrn. Skal fúslega játað að ég er hvorki meðal þeirra né sérdýrk- enda síðrómantískra jörm- untónverka yfirleitt. Fyrir þá sök var því varla skrýtið að mér féll gegnsærri og sparneytnari nálgun Sibeliusar snöggtum betur en fít- onstök Bruckners eftir hlé, er var aukinheldur hátt í þrisvar sinnum lengra verk (84 mín. á móti 30). En þótt langt væri um liðið frá síðustu kynnum af 3. sinfóníu Si- beliusar, þá snarlifnuðu töfrar þessa þríþætta verks heldur betur við í innsærri túlkun Osmos. Fyrst í ölkeldu litríki I. þáttar, er í anda minnir svolítið á ferska náttúrustemningu Nýjaheimss- infóníu Dvoráks – og síðan enn meir í seiðandi miðþættinum er jafna mætti við ásækinn eyrna- orm. Menn losna ekki svo glatt við sjamanálög meginstefsins (þó aðr- ir myndu kenna það við hjakk), er liðu að manni fannst allt of fljótt hjá. En hver veit? Kannski kaus Sibelius einmitt að halda þeim innan ramma stuttrar en ógleym- anlegrar vímu frekar en að vinna lengra úr efninu, eins og Beetho- ven hefði kannski gert. Síðasti þátturinn virkaði í samanburði furðu stefnulaus, og mætti jafnvel ímynda sér að þar lægi e.t.v. meginástæða þess að ekkert varð úr 4. þætti – s.s. að höfundur væri uppurinn. En hvað sem þeirri alþýðuskýringu líður, þá var stórgaman að styrkbreiðri og litnæmri túlkun Osmos og SÍ. Bruckner kvað 1873 hafa borið tvær nýjustu sinfóníur sínar undir æðsta skurðgoð sitt, er kaus nr. 3 sér til tileinkunar, eins og fram kemur af áritun á titilblaðinu: „Richard Wagner, dem uner- reichbaren, weltberühmten Meis- ter der Dicht und Tonkunst in tiefster Ehrfurcht gewidmet“. Ekki mátti minna vera! En að mínum smekk var hlustunar- ánægjan blendin, og átti það e.t.v. við fleiri sem ég þóttist sjá hálf- dotta í ekki sízt alinlanga Adagio- þættinum (II), þrátt fyrir mörg snjöll hljómsveitartilþrif úr lúðr- um og tréblæstri. Að vísu gerði stjórnandinn allt til að vinna á móti löngu gufuvalt- araköflum verksins á útopnu með lágstemmdum strengjasöng til andstæðu, þá færi gafst úr raddskrá. En þau augnablik urðu því miður of fá. Helzt mætti nefna dillandi Vínarstemningu III. þáttar með þokkafullum Ländler í Tríókaflanum, auk þess hvað Fínallinn var fjölbreyttari en flest sem áður kom. Allt um það er ekki annað hægt að segja en að Osmo og SÍ skiluðu fag- mannlegu dagsverki, enda var þeim tekið með kostum og kynj- um. Ljósmynd/Kaapo Kamu Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikar bbbmn Sibelius: Sinfónía nr. 3 í C (1907). Bruckner: Sinfónía nr. 3 í d (1873, endursk. 1876/1877/1889). Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Fimmtudaginn 5. febrúar 2015. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Stutt en ógleyman- leg víma Töfrar „En þótt langt væri um liðið frá síð- ustu kynnum af 3. sin- fóníu Sibeliusar, þá snarlifnuðu töfrar þessa þríþætta verks heldur betur við í inn- særri túlkun Osmos,“ segir m.a. í rýni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.