Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 40. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Bruce Jenner hundeltur og lenti í slysi 2. Ljósmyndari kvaddi Moggann með… 3. „Þú veist svarið, komdu með það“ 4. Sex hlutir sem valda uppþembu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Næsta sýning Uppsprettunnar – skyndileikhúss verður í Tjarnarbíói í kvöld. Uppsprettan hefur það að markmiði að kynna nýja íslenska höf- unda og gefa leikurum og leikstjórum tækifæri til að sýna sig og hæfileika sína. Höfundar sendu inn handrit og sérskipuð dómnefnd valdi þau þrjú bestu. Sólarhring fyrir sýningu fengu svo leikhóparnir þrír verkin í hendur en mega ekki byrja að æfa fyrr en kl. 18.00 á sýningardegi. Sýningin hefst kl. 21.00 en öllum er frjálst að mæta og horfa á æfingarnar. Einnig verður hægt að lesa verkin á kaffihúsi Tjarnarbíós og kynna sér þau áður en skoðað er hvernig leikhóparnir vinna með þau. Þetta er í fjórða sinn sem Upp- sprettan er haldin, en sú fyrsta fór fram á Menningarnótt 2013. Síðan þá hefur Uppsprettan átt heima í Tjarnarbíói og henni hefur smám saman vaxið ásmegin. Fjöldi höfunda hefur tekið þátt, þ. á m. Sigmundur Ernir Rúnarsson, Þór Tulinius, Árni Kristjánsson, Bjargey Ólafsdóttir og Oddný Sv. Björgvinsdóttir. Uppsprettusýning í Tjarnarbíói  Heimildarmyndin Svitahof verður frumsýnd í Tjarnarbíói á morgun. Hún fjallar um svokallað svitahof, eða sweat lodge á ensku, og þá menningu sem myndast hefur í kringum það. Myndin er hluti loka- verkefnis Gunnýjar Ísisar Magnús- dóttur í þjóðfræði. Svitahof á upp- runa sinn í menn- ingu indíána Norð- ur-Ameríku. Heimildarmynd um svitahof frumsýnd Á þriðjudag Suðvestan 13-20 m/s og él, en þurrt norðaustantil. Kólnandi, og frost víða 0-7 stig. Á miðvikudag Vestan- og suð- vestanátt, 8-15 m/s. Él vestantil en léttir til eystra. Talsvert frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 18-25 m/s en 13-20 m/s suð- vestantil. Él vestantil en yfirleitt þurrt á Austurlandi. Hiti 5-10 stig, en allt að 15 á Austfjörðum. Dregur heldur úr vindi undir kvöld. VEÐUR Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Coca Cola- bikars karla í handknattleik með því að slá út Aftureld- ingu í hörkuleik, 25:23. Þar með lýkur 24 ára bið Eyja- manna eftir því að komast í Laugardalshöll en undan- farin ár hafa undanúrslit og úrslit verið leikin þar. Valur og Haukar eru einnig komin áfram í undanúrslitin en Valur vann Akureyri. »4 ÍBV í Höllina eftir 24 ára bið Manchester United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að liðið hafi enn á ný átt í mestu erfiðleikum gegn andstæðingi sínum um helgina, West Ham, en Da- ley Blind tryggði United jafntefli í uppbótartíma. Louis van Gaal hefur þó ekki fengið jafn- harða gagnrýni og forveri hans, David Moyes. »7 Moyes gerir Louis van Gaal lífið léttara „Við unnum vel í fríinu í að bæta okk- ar leik og teljum okkur hafa náð því ágætlega,“ sagði Karen Helga Díönu- dóttir, fyrirliði Hauka í handknattleik, sem hafa unnið fimm af sex leikjum sínum í Olís-deildinni eftir jólafríið. Sextándu umferð deildarinnar lauk um helgina og vann Stjarnan til að mynda tíu marka stórsigur á Val á Hlíðarenda, 27:17. »8 Haukakonur á miklu flugi eftir áramót ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Grammy-hátíðin, stærsta verð- launahátíð tónlistariðnaðarins, fór fram í 57. sinn í nótt í Los Angel- es. Íslensk stúlka, Soffía Kristín Jónsdóttir, hefur væntanlega setið þar á meðal stjarnanna. Soffía er félagi í Grammy University og var því boðið að sækja um allskonar hlutverk í Grammy-vikunni. Þar sótti hún um að vera svokallaður sætafyllir enda var það langmest spennandi að hennar sögn. „Ég var svo heppin að vera val- in. Og já, ég á að setjast í sæti þeirra frægu á meðan þau þurfa að stíga afsíðis þegar sjónvarps- útsending er í gangi. Það mega nefnilega hvergi sjást laus sæti meðan á útsendingunni stendur,“ sagði hún í samtali fyrir hátíðina. Soffía vinnur með Steinunni Ca- millu, sem áður var í söng- flokknum The Charlies, og fyrir- tækinu IcelandSync, sem hefur það að markmiði að kynna ís- lenska tónlistarmenn í Bandaríkj- unum. „Það hafa nokkrir íslenskir tón- listarmenn haft samband við okk- ur til að kynna sig og biðja um góð ráð sem er frábært. Svo erum við byrjaðar að bóka tónleika- ferðalag fyrir Natöshu Agrama og líka að hjálpa Ölmu og Klöru á rétta braut eftir endalok Charlies. Það er allt mjög spennandi,“ segir hún. Í kvikmyndum líka Soffía er einnig komin með ann- an fótinn í kvikmyndabransann sem framleiðandi og er að vinna í tveimur kvikmyndum. Önnur er Hollywood-tónlistarbransa ævi- söguágrip en hin er 30 milljón dollara kvikmynd um frönsku bylt- inguna og hún á að koma út 2016. „Fyrri myndin er sönn saga sem snýst um sumar frægustu R&B- og hipphopp-stjörnur samtímans. Hún hefur vinnuheitið God Bless the Child.“ Soffía segir að hún sé vonandi að taka sín fyrstu skref að einhverju stórkostlegu. „Svo er ég að brasa í alls konar öðru en þetta er svona það sem stendur upp úr. Það má alveg segja að ég sé smátt og smátt að gera mig ómissandi hérna úti í skemmtanabransanum og að ég sé að taka mín fyrstu skref að einhverju stórfenglegu. Markmiðin eru allavega stór og ég á von á því að það tónlistarfólk sem ég vinn með geti unnið Grammy-verðlaun og sumar þær kvikmyndir sem ég er að vinna að eru Óskarsverðlaunaefni,“ segir hún og hlær. Fyllir í sæti fræga fólksins  Soffía Kristín Jónsdóttir í stjörnufans í nótt Alvöru Soffía Kristín Jónsdóttir skemmti sér vel á Grammy-vikunni sem lauk með verðlaunahátíðinni í nótt. AFP Íslandsvinur Jay Z var á hátíðinni en ekki er vitað hvort Soffía hefur sest í sætið hans ef hann hefur þurft að bregða sér afsíðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.