Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 1
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þau tímamót eru að verða í rekstri Íbúðalánasjóðs (ÍLS) að ríkið mun að óbreyttu ekki þurfa að leggja honum til verulegar fjárhæðir á næstunni vegna vanskila. Þau eru þannig á hraðri niðurleið og eiga hagfelld ytri skilyrði þátt í því. Sigurður Erlingsson, forstjóri ÍLS, segir efnahagsbatann skila sér í rekstri sjóðsins. Ekki sé útlit fyrir að vanskil muni kalla á frekari fram- lög frá ríkinu – eiganda sjóðsins – á næstunni. Afskriftir hafa reynst ÍLS dýrar og er stór kostnaðarliður ríkisins vegna hrunsins senn að baki. „Eignasafn okkar lýsir efnahags- ástandinu og hvernig það birtist í fjármálum heimilanna. Útlánahætt- an er orðin minni. Það er búið að hreinsa upp tjónið af völdum útlána. Þá situr eftir hin stóra áhættan, uppgreiðsluáhættan,“ segir Sigurð- ur og vísar til glataðra vaxtatekna í framtíðinni af lánum sem greidd eru upp. Frestur á uppboðum á 450 eignum er að renna út og segir Sig- urður hluta þessara eigna hjá ÍLS. Svanborg Sigmarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Umboðsmanns skuld- ara, segir það hlutskipti tekjulágra og fólks sem er að missa húsnæði sitt að fara á leigumarkað. Eftir- spurn eftir félagslegu húsnæði er langt umfram framboð á höfuð- borgarsvæðinu. Lánatapið að stöðvast Forstjóri Íbúðalánasjóðs telur skeið mikilla afskrifta að baki Vanskil minnka Uppboðsfrestur á 450 íbúðum að renna út Sala þeirra minnkar vanskil ÍLS MVanskilavandi ÍLS »6 Tugmilljarða lækkun » Heildarfjárhæð lána í van- skilum hjá sjóðnum lækkaði um 5,7 milljarða í janúar og var rúmir 38 ma. í mánaðarlok. » Það er 53 milljarða króna lækkun frá júlí 2012. » Áætlað tap ÍLS á árunum 2009-2015 er 59,2 milljarðar. Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913 34. tölublað 103. árgangur FÉKK RALL- ÁHUGANN Í VÖGGUGJÖF LJÓTI ANDAR- UNGINN ORÐINN STÓR ENGINN OFUR- PABBI SEM BJARGAR ÖLLU BÍLAR EIÐURINN 31GUNNAR KARL 10 Fyrstu vikur ársins hefur verið líflegt í miðborginni og fjölmargir útlend- ingar sett svip á borgarlífið. Oft hefur blásið í umhleypingum vetrarins, en á milli hafa tónarnir verið þýðari eins og hjá þessum trompetleikara sem var myndaður þar sem hann kom niður Skólavörðustíginn. Iðandi mannlíf í miðborginni Morgunblaðið/Golli Ísland er með hærri viðmið- unarmörk en hin norrænu löndin sem hefur þau áhrif að 98% fyr- irtækja á Íslandi eru lögum sam- kvæmt undan- þegin lögboðinni endurskoðun. Fyrirtæki þurfa að uppfylla tvö af þremur við- miðum. Ríkisskattstjóri segir það þó ekki vísbendingu um að þessi fjöldi fyrirtækja sé án eftirlits. Í at- vinnu- og nýsköpunarráðuneytinu er unnið að endurskoðun á lögum um ársreikninga með tilliti til til- skipunar ESB þar sem markmiðið er að einfalda regluverkið. »16 Undanþegin endur- skoðunarskyldu Nær öll íslensk fyr- irtæki undanþegin. Aðgerðum gegn Íslendingum vegna hvalveiða þeirra er lýst í minnisblaði til Baracks Obama, for- seta Bandaríkjanna, dagsettu 23. janúar síðastliðinn, frá þremur bandarískum ráðherrum. Þar kemur m.a. fram að banda- rískir ráðherrar sniðgangi viðburði á Íslandi, Íslendingum hafi ekki verið boðið á alþjóðlega hafráð- stefnu og að bandarískir embættis- menn hafi við ýmis tilefni komið af- stöðu sinni á framfæri við íslenska ráðamenn. Einnig segir að ICE Whale samtökin hafi fengið styrk til að vinna gegn hvalveiðum og að níu manna hópi hafi verið boðið í fræðsluferð til Washington. »4 Fékk skýrslu um að- gerðir gegn Íslandi AFP Skýrsluhöfundarnir John Kerry og Sally Jewell ásamt Barack Obama forseta. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsbankinn tekur 1.200 króna af- greiðslugjald vegna heimsókna í bankahólf eftir klukkan 11 á morgn- ana en ekkert gjald er rukkað frá kl. 9 til 11. Með þessu beinir bankinn heimsóknum á tíma þegar starfs- fólkið á hægara með að sinna þeim. Landsbankinn hóf í lok síðasta árs að skilgreina sérstakan afgreiðslu- tíma að geymsluhólfum. Hann er milli klukkan 9 og 11 á morgnana. Vilji viðskiptavinur komast í geymsluhólfið sitt eftir klukkan 11 þarf hann að greiða sérstakt af- greiðslugjald sem nú er 1.200 kr. Arion banki innheimtir 300 kr. gjald fyrir notkun bankahólfa á sama tíma en ekki er gert ráð fyrir slíku gjaldi hjá Íslandsbanka. Samkvæmt upplýsingum Krist- jáns Kristjánssonar, upplýsingafull- trúa Landsbankans, eru hólf nú á færri stöðum en áður og heimsókn- um í þau hefur fjölgað. Hver heim- sókn krefjist viðveru starfsmanns og gjaldið sé áætlað út frá þeim tíma sem meðalheimsókn taki. Kristján segir að á morgnana sé oftast minna að gera í útibúum en síðar um daginn og því auðveldara að sinna heimsóknum í hólfin. Með gjaldinu sé verið að reyna að beina heimsóknum í hólfin á morgnana, þegar hægara er að sinna þeim. Greiða árgjald fyrir leigu Viðskiptavinir bankanna hafa um- rædd bankahólf á leigu og greiða ár- gjald fyrir. Hingað til hefur ekki tíðkast að taka sérstök afgreiðslu- gjöld. Árgjald fyrir minnsta hólfið hjá Landsbankanum er 3.750 krón- ur, 3.900 kr. hjá Íslandsbanka og 7.350 krónur hjá Arion banka. Þeir viðskiptavinir sem eru í vildarþjón- ustu Arion banka greiða 4.200 kr. 1.200 krónur fyrir að fara í bankahólf Landsbankinn Gjald fyrir að nota bankahólf er innheimt eftir kl. 11. Landsbankinn beinir heimsóknum í hólfin á morgnana þegar ekki er rukkað Hverfisskól- inn í Úlfars- árdal er hinn eini í Reykjavík sem er allt í senn leikskóli, grunnskóli og frístundaheim- ili. Skólastjór- inn, Hildur Jó- hannesdóttir, segir að þetta fyrirkomulag hafi gefist vel. Hag- ræði sé að því að hafa öll börn hverrar fjölskyldu undir sama þaki. Þekking á þörfum einstakra barna tapist ekki við flutning á milli skólastiga. Þetta er meðal þess sem fram kemur í blaðinu í dag í umfjöllun um hverfin í Grafarholti og Úlfars- árdal í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið. Ennfremur er sagt frá starfsemi Fisfélags Reykja- víkur og nýbyggingu sem breyta mun miklu í hverfunum. » 14-15 Leikskóli og grunn- skóli undir sama þaki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.