Morgunblaðið - 11.02.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.02.2015, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 1. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  35. tölublað  103. árgangur  MINNINGAR SKAPA MERKINGU STERK HEILDARMYND SVITAHOF ER EKKI AÐEINS FYRIR ÚTVALDA KRAFTMIKLAR TAUGAR 30 GUNNÝ ÍSIS 10ELDBARNIÐ 31 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Sums staðar á Laugaveginum og hluta Skólavörðustígsins er leyfilegt hlutfall á milli verslana og veit- ingastaða, samkvæmt reglum Reykjavíkurborgar, jafnt. Gunnar Guðjónsson, kaupmaður við götuna og formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, seg- ir þekktar verslanir með alþjóðleg vörumerki ekki vilja opna í slíku um- hverfi og segir afstöðu borgaryf- irvalda byggjast á að þar verði Lat- ínuhverfi en ekki verslunarhverfi. „Almenn verslun er orðin undir og við taka lundabúðir og veitinga- staðir,“ segir Gunnar. Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs borg- arinnar, segir að undanfarin ár hafi verið farið eftir reglum sem kveða á um tiltekið hlutfall verslana og veit- ingastaða. Þegar reglurnar voru fyrst settar var gengið út frá því að hlutfallið væri 70% verslanir og 30% veitingastaðir. Í fyrra var því breytt á hluta Laugavegar og Skólavörðu- stígs og er nú 50/50. „Það var talið geta lyft þessu svæði upp,“ segir Hjálmar. Hann segir þetta eina af þeim leið- um sem hægt sé að fara til að tryggja fjölbreytta starfsemi í miðborginni, en segist ekki sjá fyrir sér að reynt verði að efla eina tegund verslana umfram aðrar við Laugaveginn. Gunnar segir miður hversu lítil áhrif verslunar- og fasteignaeig- endur hafi á þróun Laugavegarins og er uggandi um framtíð hans. Hjálmar segir aftur á móti enga ástæðu til að hafa áhyggjur af Laugaveginum, gatan hafi sjaldan verið jafn lífleg. Hlutfall búða og veitingastaða 50/50  Lundabúðir og veitingastaðir tekið við af almennri verslun að mati kaupmanns Morgunblaðið/Ómar Laugavegur Skiptar skoðanir eru um stöðu verslunar við götuna. MLaugavegur að verða... »4 Það er reisn yfir styttunni af Leifi heppna Eiríks- syni á Skólavörðuholtinu, hæsta punkti í miðbæ Reykjavíkur, þar sem hún gnæfir yfir vegfaranda sem heldur hér á vit ævintýra á Frakkastígnum. Bandaríkjamenn gáfu Íslendingum styttuna, sem er eftir myndhöggvarann Stirling Calder, í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930. Hún var komin á stall sumarið 1932. Morgunblaðið/Kristinn Haldið á vit ævintýranna Vegir liggja til allra átta Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Glæsiverslun frá síðustu öld er innblástur nýs hótels sem brátt rís við Hafnarstræti. Gangi áætlanir eftir hefjast framkvæmdir um næstu mánaðamót og hótelið verður opnað sumarið 2016. Hótelið verður í þremur byggingum, sem ýmist verða upp- gerðar, nýjar eða endurbyggðar, en fyrir um einni öld var á þess- um slóðum Thomsens- magasín, deildaskipt stórverslun sem seldi ýmsan mun- aðarvarning, m.a. var þar sérstök vindladeild. Suðurhús ehf., sem er í eigu Skúla Gunnars Sig- fússonar, á lóðirnar og sér um fram- kvæmdir. Hótelið, sem verður a.m.k. fjög- urra stjarna, verður rekið af Icelandair hótelum í samstarfi við erlenda hót- elkeðju, sem ekki hefur verið með starf- semi hér á landi fyrr. Til stóð að 72 her- bergi yrðu á hótelinu, en nú hefur verið ákveðið að þau verði færri og þar með stærri. Smári Björnsson, verkefnisstjóri hjá Suðurhúsum, segir að þar á bæ sjái menn ýmsa möguleika varðandi uppbyggingu Hafnarstrætisins. Tími sé til kominn að hefja götuna til fyrri vegs og virðingar þegar þar var ys og þys og fjölsóttar verslanir. Í því sam- bandi eru ýmsar hugmyndir, m.a. lista- tengd starfsemi í húsi númer 18 við Hverfisgötu, en það er einnig í eigu Suð- urhúsa. »6 Innblásið af glæsi- verslun  Vinna að hefjast við hótel í Hafnarstræti Hótel Sá hluti sem er í Hafnarstræti 19 er með svokölluðu straujárnslagi.  Undirritun allra megin- samninga vegna sólarkísilverk- smiðju Silicor Materials á Grundartanga er áformuð í lok mars eða byrjun apríl næstkom- andi. Gangi það eftir gætu fram- kvæmdir hafist strax í sumar eða haust við byggingu á verksmiðj- unni. Þetta kom fram á fundi ný- verið með sveitarfélögum og hagsmunaaðilum á Grund- artanga. »4 Samningar Silicor mögulegir í mars  Ef íslenskir viðskiptabankar ná ekki stærðar- hagkvæmni verður vaxta- munur áfram töluverður. Með þremur við- skiptabönkum og óbreyttu kerfi þar sem aðkoma erlendra við- skiptabanka er lítil og erlend starf- semi bankanna háð ströngum tak- mörkunum eða jafnvel banni gæti myndast gólf í vaxtamun sem lík- lega verður á bilinu 2-2,5%. »16 Vaxtamunur áfram mikill að óbreyttu  Íbúar í Grafarholti geta vænst lífskjarabata með opnun verslunar Krónunnar í hverfinu. Þetta segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri verslunarkeðjunnar, í samtali við Morgunblaðið. Í umfjöllun um Grafarholt og Úlf- arsárdal í greinaflokknum Heim- sókn á höfuðborgarsvæðið í blaðinu í dag er sagt frá breytingum á verslun í hverfinu þegar Nóatúns- búðinni verður lokað og Krónan tekur við í næsta mánuði. Áhersla verður m.a. lögð á að verslunar- stjóri verði ávallt sýnilegur. Ennfremur er sagt frá starfsemi hverfisráðs í Grafarholti, götuheiti útskýrð og rætt við móður um að- stæður barna í hverfinu. »14-15 Lofar lífskjarabata íbúa í Grafarholti Áfram umhleyp- ingar í veðrinu  Spáð er áfram- haldandi élja- gangi eða snjó- komu víðsvegar um landið í dag og næstu daga. Ekki verður eins hvasst og víða var í gær. Heldur herðir frost á morgun. Veðurstofan spáir hlýn- andi veðri um helgina með sunn- anátt og rigningu, þannig að áfram verða umhleypingar í veðri. Í gærkvöldi var skafrenningur á vegum vestanlands og norðan og þæfingur og jafnvel stórhríð víða á fjallvegum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.