Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Litfagur blendingur æðarfugls og æðarkóngs sást á dögunum á Eskifirði. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands, segir það gerast nánast á hverju ári að svona blendingar sjáist hér. Yfirleitt eru þessir fuglar ófrjóir. Þessi fugl gæti hafa orðið til við kynni æðar- kóngs og æðarfugls hér við land eða við Græn- land. Æðarkóngar eru vetrargestir hér við land. Litfagur blendingur af konungakyni Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson Æðarkóngar og æðarfuglar eignast stundum afkvæmi saman Skattrannsóknarstjóra er skylt að meta að hversu miklu gagni upplýs- ingar um fjármálalegar eignir ís- lenskra aðila í erlendum skattaskjól- um, sem embættinu hafa verið boðnar til sölu, geti komið við rann- sókn á skattundanskotum. Fjár- mála- og efnahagsráðuneytið segir að ákvörðun um kaup á þeim liggi hjá embættinu en ráðuneytið sé tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins. Hægt er að kaupa upplýsingarnar fyrir 150 milljónir kr. Kemur þetta fram í fréttatilkynn- ingu sem ráðuneytið sendi frá sér í gær. Hún var send út í kjölfar fréttatilkynningar frá Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknar- stjóra þar sem meðal annars kemur fram að embættið hafi sent fjár- mála- og efnahagsráðuneytinu er- indi 27. janúar þar sem fram komi það álit að ekki sé hægt að uppfylla að fullu þau skilyrði sem ráðuneytið setti fyrir kaupum á upplýsingun- um. Taldi skattrannsóknarstjóri nauð- synlegt að afstaða ráðuneytisins lægi fyrir áður en gengið yrði til kaupa á gögnunum. Eins þurfi að liggja fyrir með hvaða hætti skatt- yfirvöld myndu vinna úr upplýsing- unum á farsælan hátt. Vill ekki árangurstengingu Ráðuneytið taldi rétt að láta reyna á þann möguleika að árang- urstengja greiðslur enda væru er- lend fordæmi um slíkt. Upplýsir ráðuneytið að athugun skattrann- sóknarstjóra hafi leitt í ljós að ekki sé mögulegt að ganga til samninga á þeim forsendum. Seljandinn sé á hinn bóginn reiðubúinn að láta öll gögnin af hendi fyrir 150 milljónir kr. ellegar 373 þúsund kr. fyrir hvert mál en þau eru 416 talsins. Ennfremur taldi ráðuneytið að gaumgæfa þyrfti sérstaklega hæfi seljanda. Skattrannsóknarstjóri tel- ur í bréfi til ráðuneytisins að skýra þurfi nánar það atriði. Þessu svarar ráðuneytið í tilkynningunni í gær með því að árétta að eingöngu væri vísað til þess að skorður væru reist- ar í fjárreiðulögum og lögum um bókhald við því hvernig viðskiptum ríkisins við einkaaðila skuli háttað. Þrír þingmenn VG hafa lýst því yfir að þeir muni leggja fram þings- ályktunartillögu um heimild skatt- rannsóknarstjóra til kaupa á erlend- um gögnum. Upplýsingar kosta 150 millj.  Fjármálaráðuneytið segist tilbúið að greiða fyrir kaupum á upplýsingum um eignir Íslendinga í skattaskjólum  Skattrannsóknarstjóri meti gagnsemina Bryndís Kristjánsdóttir Bjarni Benediktsson Engin kvörtun barst vegna refa í Reykjavík í fyrra og ráðnar grenja- skyttur unnu ekki nein tófugreni. Þetta kemur fram í samantekt um meindýraeyðingu í borginni 2014. Alls náðust 116 minkar í landi borgarinnar. Þrettán kvartanir bár- ust vegna minka og var öllum sinnt. Meindýraeyðir fer reglulega með sérþjálfaða hunda um þau svæði þar sem minka er helst að finna, það er við ár og vötn í borgarlandinu og með ströndinni. Um 70 minkagildr- ur eru í notkun að jafnaði allt árið og veiðist allmikið af mink í þær. Skotnir voru 7.494 vargfuglar í fyrra og tekin 155 egg. Engin kvört- un barst um óþægindi af völdum villidúfna. Kanínur og kettir Tólf kvartanir bárust vegna kan- ína og voru níu kanínur skotnar. Eins voru átta kanínur sóttar sem ekið hafði verið á í nágrenni við Stekkjarbakka. Kvartanir vegna katta voru 59 og var þeim öllum sinnt. Alls voru 116 kettir handsamaðir og fluttir í Katt- holt. Þá bárust 111 beiðnir frá borg- arbúum og lögreglunni um aðstoð við að handsama eða fjarlægja ým- ist dauð, særð eða lifandi dýr. Af þessum 111 beiðnum voru 25 vegna katta sem höfðu orðið fyrir bílum. Þeir voru fluttir á Dýraspítalann í Víðidal. Starfsfólk lætur eigendur vita um afdrif dýranna séu þau merkt. Í allt bárust 362 kvartanir um rottu- og músagang og fjölgaði þeim um 43 milli ára. Kvartanir vegna músa voru 92 og vegna rotta 270. Rottum og músum var eytt á þeim stöðum sem kvartanir bárust frá. Hver slík kvörtun þýðir a.m.k. fjór- ar ferðir til eftirlits og skoðunar. Þá bárust 67 kvartanir vegna 69 geitungabúa í fyrra. gudni@mbl.is Veiddu 116 minka í borginni  Ekki kvartað vegna refa í fyrra Morgunblaðið/Árni Sæberg Yrðlingar Lítið um refi í borginni. Benedikt Bóas Helgi Bjarnason „Hann fór í óvissuferð í boði Strætó en sem betur fer kom hann heill heim. Það eru daglegar óvissuferðir í gangi þarna hjá Strætó,“ segir Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir, móðir Þórðar Guðlaugssonar, 23 ára fatlaðs manns sem skilinn var eftir fyrir utan endurhæfingarstöð í Kópavogi í gær. Förinni var heitið á annan stað í bæjarfélaginu. Fram- kvæmdastjóri Strætó telur að mannleg mistök séu ástæðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þórður lendir í vandræðum með hið nýja kerfi sem ferðaþjónusta fatl- aðra tók upp um áramótin. „Þetta var bara kornið sem fyllti mælinn og því vildi ég láta í mér heyra. En ég vil ekki vola. Þetta nýja kerfi er bæði ónýtt og rándýrt. Það er að eyðileggja frekar en að byggja upp traust,“ segir Bryndís. Hún segir Þórð hafa verið úti í einhvern tíma en í gær gekk á með éljum. Velur myndir í símanum „Þetta kerfi er orðið hættulegt. Það er stutt síðan stúlka gleymdist í bíl frá ferðaþjónustunni og nú þetta. Það er ábyggilega eitthvað meira sem ekkert heyrist af. Þórður er með tvo stafi og hreyfist ekkert í hálku,“ segir Bryndís, en hann er mikið fatlaður og málhaltur. Hún segir að starfsmenn endur- hæfingarstöðvarinnar hafi verið vin- samlegir og tekið vel á móti Þórði. „Enginn tók á móti honum fyrir ut- an endurhæfingarstöðina, eðlilega, það átti enginn von á honum. Þess vegna byrjaði hann á að hringja í okkur, en hann hringir yfirleitt aldr- ei í okkur á miðjum degi nema eitt- hvað mikið sé að.“ Þórður er með síma sem sýnir ekki númer heldur myndir af foreldrum hans. „Hann hringir í raun myndrænt og yfirleitt biðjum við hann að láta einhvern ná- lægan fá símann ef hann er í vand- ræðum. Það bjargaði honum. Ef hann hefði ekki náð í okkur hefðu liðið einhverjir klukkutímar þangað til hans hefði verið saknað því hann var keyrður á vitlausan stað,“ segir Bryndís og er mikið niðri fyrir. Ekki vegna tölvukerfisins Atvikið var rætt á fundi neyðar- stjórnar ferðaþjónustunnar í gær- kvöldi en Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að niðurstaða sé ekki fengin þar sem útskýringar verktakans sem ann- aðist aksturinn hafi ekki borist. Jóhannes tekur ekki undir tillögu móður piltsins um að taka gamla ferðaþjónustukerfið upp að nýju. „Ég held að það sé fullódýr lausn að kenna tölvukerfinu um. Eftir því sem ég best veit eru það mannleg mistök sem valda því að þessi ein- staklingur var settur út á röngum stað. Það voru allar upplýsingar í tölvukerfinu um hvert átti að fara en fyrir einhvern misskilning hefur hann verið látinn út við rangan inn- gang,“ segir Jóhannes. Hann hefur rætt við aðstandend- ur Þórðar og beðist afsökunar fyrir hönd Strætó. Hann segir að verið sé að fara yfir verkferla og reyna að koma upp þannig áætlunum að atvik sem þessi komi ekki upp eða verði að minnsta kosti ekki alvarleg. Neyðarstjórnin hjá Strætó fundar á hverjum degi en hún hefur rúmar þrjár og hálfa viku til að koma ferðaþjónustunni í lag. „Fór í óvissuferð í boði Strætó“ Doddi á góðri stundu Í gær lenti Þórður Guðlaugsson hins vegar í hremmingum eftir ferð með Strætó.  Fatlaður maður skilinn eftir á röngum stað  Mannleg mistök, að mati framkvæmdastjóra Strætó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.