Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Ullarnærföt í útivistina Þinn dagur, þín áskorun OLYMPIA Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is Sölustaðir: Útilíf • Vesturröst • Hagkaup • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar Verslunin Bjarg, Akranesi • Verslunin Tákn, Húsavík Verslunin Blossi, Grundafirði • Kaupfélag Skagfirðinga Bjarnabúð, Bolungarvík • Hafnarbúðin Ísafirði Efnalaug Vopnafjarðar • Nesbakki, Neskaupsstað Kaupfélag V-Húnvetninga • Heimahornið, Stykkishólmi Eyjavík, Vestmannaeyjum 30 ÁRA 100% Merino ull Góð og hlý heilsársföt fyrir karla og konur Stærðir: S – XXL • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Vertu vinurokkará facebook STÓRÚTSALA -60% Sparikjólar og skór í úrvali –– Meira fyrir lesendur . PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. febrúar Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matarhátíðinni föstudaginn 20. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Food and Fun verður haldin í Reykjavík 25. feb. - 1. mars 50% afsláttur af útsöluvörum Hefst í dag v/Laugalæk • sími 553 3755 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Flytja á listaverkið Holuna eftir Ás- mund Ásmundsson á lóðina fyrir framan Safnahúsið á Hverfisgötu í tilefni nýrrar grunnsýningar á sjón- rænum menningararfi sem verður opnuð í húsinu í lok mars. Var það samþykkt með meirihluta á fundi menningar- og ferðamálaráðs síðast- liðinn mánudag. Valið stóð á milli tveggja listaverka, Holunnar og Sjálfsmyndar við styttu vonar eftir Bertel Thorvaldsen sem nú stendur í Hljómskálagarðinum. HafþórYngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, talaði fyrir því á fundi ráðsins að Holan yrði fyr- ir valinu. Taldi hann verkið vera í áhugaverðri mótsögn við fágaðan byggingarstíl Safnahússins og önn- ur útilistaverk í borginni. Verkið væri einnig gagnrýnið og fengi fólk til að hugsa. Skortur á valmöguleikum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði, Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjóns- dóttir, greiddu atkvæði gegn tillög- unni um að Holan yrði færð framan við Safnahúsið. Voru þau mótfallin því að Reykjavíkurborg stæði undir kostnaði við flutning verkanna sem næmi um þremur milljónum króna. Þá bentu þau einnig á að ríkið ætti lóðina, húsnæðið og stæði fyrir list- sýningunni og því væri eðlilegast að kostnaðurinn félli því í skaut. „Borgin ætti að forgangsraða með öðrum hætti því það væri ýmislegt sem frekar mætti gera fyrir þennan pening,“ sagði Júlíus um ráðstöfun- ina. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vöktu einnig athygli á að skortur hefði verið á uplýsingum og val- möguleikum við val á verkinu. „Eng- ar upplýsingar um stærð Holu- verksins eða myndræn gögn um hvernig það kæmi út fyrir framan Safnahúsið lágu fyrir,“ segir Júlíus. Bætti hann við að venjulega færi fram umræða fyrst svo fólk gæti komið athugasemdum á framfæri. „Okkur finnst mörg önnur verk tengjast húsinu betur og því hefði þetta verk ekki átt að verða fyrir valinu,“ segir Júlíus en tekur þó fram að þau hafi ekkert á móti verk- inu sem slíku, en það eigi betur heima annars staðar. Í bókun þeirra á fundi ráðsins var einnig tekið fram að horfa hefði átt til listakvenna við val á verki í ljósi 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Hola fyrir framan Safnahús  Menningar- og ferðamálaráð samþykkti flutning verksins  Sjálfstæðismenn ósammála  „Engin tenging við Safnahúsið“  Bertel Thorvaldsen varð undir Ljósmyndir/Listasafn Reykjavíkur Hola Grófur og ómálaður steypuklumpur í mótsögn við umhverfi sitt. Thorvaldsen Sjálfsmynd við styttu vonar varð ekki fyrir valinu. Verkið Holan er afrakstur þess að listamaðurinn Ásmundur Ás- mundsson fékk hóp grunnskóla- barna til að grafa stóra holu á Klambratúni árið 2009. Holan var síðan fyllt af steinsteypu og sýnd á sýningu í Listasafni Reykjavíkur ásamt myndbandi þar sem sjá mátti krakkana að verki. Í umsögn um verkið segir að skúlptúrinn festi í form við- brögð listamannsins við ríkjandi samfélagsástandi sem birtist í óþrjótandi bygginga- gleði. Fram kemur að verkið kallist enn á við byggingakran- ana víða um borg þar sem keppst er við að steypa upp nýj- ar byggingar. Verkið sé sláandi einföld formgerð tómarúmsins og minni einnig á ákveðið inni- haldsleysi í þjóðfélagi samtím- ans. Verkið hefur verið á lóð Listaháskólans í Laugarnesi. Formgerð tómarúmsins STEYPT HOLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.