Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Malín Brand malin@mbl.is Í slendingar hafa sumir hverjir sótt svitahofin í fleiri áratugi og er því ljóst að þau eru ekki nýjung á Íslandi þótt lítið hafi farið fyrir umfjöll- un um þau. Gunný Ísis Magnúsdóttir er ein þeirra sem reglulega hafa far- ið í „sweat“ eins og svitahofin eru stundum kölluð. Það hefur hún gert í rúm tuttugu ár og fannst tilvalið að varpa dálitlu ljósi á fyrirbærið í loka- verkefninu. „Í náminu hef ég alltaf haft mestan áhuga á jaðarmenningu og hugmyndin um að gera heimild- armynd um svitahofið kviknaði þeg- ar ég fór að velta fyrir mér af hverju svitahofin tiheyrðu eins konar jaðar- menningu hér á landi sem fáir virð- ast vita um,“ segir Gunný. Eru svitahof á jaðrinum? Það kom Gunnýju í sannleika sagt á óvart að svitahofin væru ekki á allra vitorði. „Þetta hefur tilheyrt frekar lokuðum hópi en það er að breytast,“ segir hún. Þeir Heiðar og Jón, húsráðendur í litskrúðugu húsi í Elliðaárdalnum, eru að sögn Gunn- ýjar þeir sem haldið hafa best utan um svitahof á Íslandi. „Þeir sem stunda svitahofin hér heima hafa lært þetta af þeim. Heiðar og Jón lærðu þetta af indíána sem kom hingað til Íslands og kenndi þeim at- höfnina,“ segir Gunný og vísar þar til Skýjamannsins, Somp Noh Noh, sem kom til Íslands fyrir margt löngu. Ekki er gott að segja til um ástæður þess að svitahofin skuli að- allega hafa verið stunduð af lokuðum Svitahof eru ekki bara fyrir útvalda Svitahof eða „sweat lodges“ eins og þau heita á ensku eru nokkur hér á landi. Hið þekktasta þeirra er í Elliðaárdalnum en þó svo að margir hafi heyrt af því vita færri hvað fer þar fram. Gunný Ísis Magnúsdóttir og Jón Már Gunnarsson gerðu heimildarmyndina Svitahof en myndin er hluti af lokaverefni Gunnýjar í þjóð- fræði við Háskóla Íslands. Myndin varpar ljósi á þýðingu svitahofa í dag. Höfundurinn Gunný Ísis Magnúsdóttir og Jón Már Gunnarsson gerðu mynd- ina Svitahof saman en myndin er hluti lokaverkefnis Gunnýjar í þjóðfræði. Ljósmynd/ Jón Már Gunnarsson Hiti Svitahofin eða „sweat lodges“ geta verið mismunandi að lögun en mik- ill hiti verður þar inni vegna brennheitra steina sem settir eru inn í þau. Í Gerðubergi er alltaf eitthvað skemmtilegt á dagskránni og í kvöld kl. 20 fer af stað nýr viðburður sem heitir Sagnakaffi. Þær Vala Hösk- uldsdóttir og Sigríður Eir Zophonías- dóttir, meðlimir í hljómsveitinni Evu, ætla að ríða á vaðið og vera sagna- konur í kvöld. Þær flétta gjarnan saman tónlistarflutningi og litlum sögum sem þær segja inn á milli laga. Þær taka sig mátulega alvar- lega sem listakonur, eru einlægar og hleypa áhorfendum nærri sér. Að eig- in sögn hefur takmörkuð kunnátta þeirra í hljóðfæraleik verið þeim skapandi forsenda í stað hindrunar og yfirlýst markmið þeirra er að fagna ófullkomleikanum sem felur í sér frelsi til að skapa og njóta. Vala og Sigga, eins og þær eru oftast kall- aðar, flytja frumsamin lög sem eru einlæg og melódísk og kitla á sama tíma hláturtaugar og tárakirtla. Hljómsveitin Eva var tilnefnd til Grímuverðlaunanna 2014 fyrir tón- listarstjórn í leikverkinu Gullna hlið- inu sem sett var upp hjá Leikfélagi Akureyrar og síðar í Borgarleikhús- inu. Þær stöllur gáfu út sinn fyrsta hljómdisk nýverið, „Nóg til frammi“, og hefur hann hlotið góðar viðtökur. Að segja sögu er list og frásagnar- þörfin hefur fylgt mannskepnunni frá örófi alda. Í Sagnakaffinu verður sagnalistin skoðuð í víðu samhengi, bæði á hefðbundinn og óhefðbund- inn hátt. Fólk mun koma úr ýmsum áttum til að segja sögur í tali jafnt sem tónum. Gestir fá einnig að stíga á pall og spreyta sig undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu sem hefur staðið fyrir námskeiðum í sagnamennsku hjá Borgarbókasafn- inu. Sagnakaffið fer fram í kaffihús- inu í Gerðubergi og geta gestir feng- ið sér kaffi og með því meðan á dagskrá stendur. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis að- gangur. Vefsíðan www. Vala og Sigga Þær fagna ófullkomleikanum sem felur í sér frelsi til að skapa. Taka sig ekki of hátíðlega og flétta saman tónlist og sögum Öskudagurinn er einn af þessum skemmtilegu dögum þar sem allt lifn- ar við með syngjandi barnsröddum. Krakkar á öllum aldri klæðast bún- ingum sem þau ýmist hanna sjálf og búa til, nú eða mamma og pabbi hjálpa til við að útfæra hugmynd- irnar. Sumir kaupa tilbúna búninga úti í búð, skiptir ekki máli, svo lengi sem börnin eru ánægð. Víða um land tíðkast að búninga- klædd börn gangi milli verslana og syngi til að fá gott, en margir hafa hvatt til þess að börnin fari frekar í heimahús. Foreldrafélög í Breiðholti hafa tekið höndum saman um að hvetja til þess að börn gangi milli húsa milli kl. 17 og 19 á öskudaginn í næstu viku, syngi og fái góðgæti að launum, í stað þess að þau fari í verslunarmiðstöðvar og fyrirtæki ut- an hverfis. Tilraun var gerð með þetta fyrirkomulag í Seljahverfi og Bakkahverfi í fyrra og þótti hún heppnast vel. Heimili sem vilja vera með geta merkt útidyrahurð eða stigaganga með íbúðarnúmeri eða nafni. Öskudagurinn nálgast óðum Heimsækja frekar heimili en verslanir á öskudegi Morgunblaðið/Árni Sæberg Gaman Þessir krakkar í Kópavogi gengu milli heimila í fyrra og sungu fyrir fólk og fengu gott að launum en þar á bæ er orðið vinsælla að fara í heimahús. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 20% afsláttur af öllumsnyrtivörum í verslunokkar í febrúar. LANCÔME KYNNING Í SNYRTIVÖRUVERSLUNINNI Í GLÆSIBÆ MIÐVIKUDAG TIL FÖSTUDAGS. Frábær tilboð, afslættir og glæsilegir kaupaukar að hætti Lancôme. Vertu velkomin við tökum vel á móti þér. ÁREYNSLULAUS FULLKOMNUN Á NOKKRUM SEKÚNDUM FRÍSKANDI OG ÞÆGILEGUR FLJÓTANDI FARÐI Í PÚÐA LIQUID CUSHION COMPACT - SPF 23/PA++ FRÍSKLEGUR LJÓMI – ENDINGARGÓÐUR RAKI FJAÐURLÉTTUR – BYGGIR UPP ÞEKJU Fáanlegur í 5 litum. Gefur náttúrulega, ferska og ljómandi förðun. NÝTT MIRACLE CUSHION

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.