Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 ✝ Katrín Ragn-hildur Magnús- dóttir fæddist á Hellissandi 4. jan- úar 1923. Hún lést 4. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Magnús Jónsson formaður, f. 17.9. 1889, d. 15.9. 1962, og Sólborg Anna Sæmundsdóttir, f. 23.9. 1890, d. 20.5. 1969. Systk- ini Katrínar eru Sæmundur Halldór, f. 13.8. 1916, d. 4.3. 2009, Jón, f. 12.11. 1917, d. 22.6. 1936, Guðmundur Hilmar, f. 23.12. 1919, d. 24.6. 1924, Guðmundur, f. 22.10. 1926, d. 14.2. 2012, og Elínborg Þur- íður, f. 20.4. 1930, d. 29.9. 2009. Hinn 18. september 1948 giftist Katrín Guðmundi Ingi- mundarsyni kaupmanni, f. 3.6. 1909, d. 9.10. 1992. Foreldrar hans voru Ingimundur Ein- arsson, f. 7.2. 1874, d. 4.3. 1961, og Jóhanna Egilsdóttir, f. 25.11. 1881, d. 5.5. 1982. Börn Katr- ínar og Guðmundar eru: 1) Grétar Ómar, f. 6.1. 1949, maki Erla S. Kristjánsdóttir, f. 4.6. dóttir, f. 5.6. 1942. Maki áður (skildu) Jórunn Sörensen, f. 19.8. 1943, dætur þeirra eru Þuríður, f. 13.10. 1960, maki Viðar Gunnarsson, f. 23.3. 1957, þau eiga fimm dætur. Katrín, f. 17.5. 1964, maki Valgerður Helgadóttir, f. 20.2. 1973, þær eiga tvö börn. Sólborg, f. 7.2. 1969, maki (skildu) Dung T. Nguyen, f. 10.3. 1961, þau eiga tvær dætur. 4) Hannes, f. 11.3. 1945, d. 26. 12. 2008. Barna- barnabörnin eru 16 og barna- barnabarnabörn eru þrjú. Katrín fæddist í Gimli á Hell- issandi, foreldrar hennar byggðu húsið Ásgarð um 1930 og þangað fluttist Katrín sjö ára gömul og ólst þar upp. Hún var ung að árum þegar hún hleypti heimdraganum og hélt til Reykjavíkur. Þar var at- vinna og margt í boði. Hún vann ýmis störf sem til féllu, einnig gerðist hún kaupakona í Borgarfirði, á bænum Kletti í Reykholtsdal. Árið 1948 giftist hún Guðmundi Ingimundarsyni og hófu þau búskap á Eiríks- götu 33, en fluttu síðar að Lynghaga 10 og þar bjó hún þar til hún flutti á hjúkr- unarheimilið Mörk. Katrín var heimavinnandi húsmóðir eins og algengt var með konur af hennar kynslóð. Útför Katrínar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 11. febrúar 2015, kl. 15. 1958. Börn þeirra eru Helga María, f. 14.5. 1982, Lísa Rut, f. 30.9. 1985, hún á tvær dætur, Linda Rós, f. 30.9. 1985, hún á einn son, Katrín Ósk, f. 7.9. 1988. Fyrri maki Grétars, skil- in, er Sigfríður Þórisdóttir, f. 28.12. 1951. Dóttir þeirra er Erla Sigríður Grét- arsdóttir, f. 18.6. 1972, maki Gísli Þór Arnarsson, f. 29.2. 1972, þau eiga tvær dætur. 2) Inga Hanna, f. 21.12. 1952. Maki (skildu) Magnús Guð- mundsson, f. 8.8. 1951, börn þeirra eru Eydís Huld, f. 12.5. 1975, sambýlism. Lárus Ólafs- son, f. 8.2. 1974, þau eiga tvö börn. Stúlka, f. 3.6. 1983, d. 10. sama mánaðar. Guðmundur, f. 15.5. 1986, sambýlismaður Hilmar Ásgeirsson, f. 12.8. 1984. Sambýlismaður Katrínar áður var Jón Björgvin Magn- ússon, f. 20.12. 1921, d. 4.11. 1996. Synir þeirra: 3) Jón Magnús Björgvinsson, f. 18.2. 1943, maki Signý Guðmunds- Það var árið 1987 sem leiðir okkar Katrínar lágu fyrst sam- an. Katrín kom mér fyrir sjónir sem glæsileg og skemmtileg kona, sem tók mér vel inn í sína fjölskyldu. Þá bjó hún á Lyng- haga 10 ásamt manni sínum, Guðmundi Ingimundarsyni, en hann lést árið 1992. Á Lynghagann var alltaf jafn- skemmtilegt að koma, hvort sem var um jól, í afmælisboð eða bara innlit á sunnudegi. Katrín var einstaklega myndarleg hús- móðir, enda var hún lengst af með stórt heimili, en börn henn- ar voru fjögur. Þá var reitt fram veisluborð, en Katrín afsakaði samt hvað þetta væri nú lítið. Hún naut þess að fá fjölskyldu- meðlimi í heimsókn og gladdist innilega þegar gamlar vinkonur hennar frá Hellissandi komu í heimsókn. Þá var glatt á hjalla og rifjaðar upp sögur frá upp- vaxtarárum þeirra á Sandi. Þar bjuggu foreldrar Katrínar og þar ólst hún upp í stórum og samrýndum systkinahópi. Hún varð alltaf dreymin þegar talið barst að æskustöðvunum og fólkinu hennar þar. Katrín lést síðust sinna systkina og talaði stundum um, að hún skildi ekk- ert í þessum aldri sínum. Hópurinn hennar, börnin og þeirra fjölskyldur, er orðinn stór, en aldrei gleymdi hún af- mælis- og jólagjöfum, sem voru rausnarlegar og valdar af um- hyggju. Mörg áramót var hún með okkur hér í Garðabænum og var hrókur alls fagnaðar. Þegar synir mínir drifu hana inn í háan fjallabíl til að skreppa á brennuna varð henni ekki um sel, leist ekki á hvernig hún gæti komist upp í bílinn. Það var ekk- ert vandamál, henni var bara lyft upp, og hló hún mikið að þessum aðförum og skemmti sér vel. Minnisstæð er helgarferð sem hún fór með okkur Jóni, þar gistum við í hjólhýsi, það sagðist hún aldrei hafa trúað að hún ætti eftir að upplifa. Það eru góðar minningar fyrir okkur að eiga frá þeirri ferð. Katrín var mjög félagslynd og naut þess að vera með skemmti- legu fólki. Glæsileg var hún, fal- lega klædd og einstaklega já- kvæð. Henni þótti gott að vera í sólinni og fór margar ferðir til sólarstranda, fyrst með manni sínum og svo síðar með vinkon- um. Þar leið henni vel og hún talaði oft um þessar ferðir. Ekki má gleyma allri handavinnunni, sem hún hafði mikla ánægju af. Við eigum fallega púða og fleira frá henni, sem prýðir okkar heimili. Síðustu árin bjó Katrín á Hjúkrunarheimilinu Mörk, þar var hún hvers manns hug- ljúfi. Það var alla tíð reisn yfir Katrínu og á Mörkinni var hún stundum nefnd „drottningin“. Það er með miklum söknuði, sem ég kveð nú mína elskulegu tengdamóður, hún var búin að lifa lengi, góðu lífi og átti góðan mann eins og hún sagði sjálf. Hafðu þökk, elsku Katrín, fyrir dásamleg kynni. Minning þín mun lifa með afkomendum þín- um. Hvíl í friði. Signý Guðmundsdóttir. Amma mín, Katrín, átti af- mæli 4. janúar sl. Þetta var sunnudagur og ég kíkti til henn- ar í heimsókn á hjúkrunarheim- ilið Mörkina. Hún varð 92 ára þennan dag og orðin nokkuð lúin til heilsunnar. Þrátt fyrir það var hún sjálfri sér lík með bleik- an varalit og búin að laga hárið og sat hnarreist á rúmstokkn- um. Ég settist hjá henni og við byrjuðum að tala saman. Stuttu seinna bankaði vinkona hennar á deildinni upp á og vildi að amma kæmi fram. Við fórum fram í stofu að fá okkur kaffi og þær settust í sófann fyrir fram- an sjónvarpið sem var í gangi. Amma hafði orð á því að það væru nú myndarlegir karlmenn í þessum þætti. Ég náði í kaffi og kökur handa þeim og við höfðum það huggulegt. Mánuði síðar var amma dáin. Aftur var ég stödd í herberginu hennar en þrátt fyrir að amma lægi í rúm- inu sínu bergmálaði herbergið af fjarveru hennar. Núna sé ég hana fyrir mér og heyri hana tala á meðan ýmsar minningar skjóta upp kollinum. Amma hafði mikinn áhuga á tísku og fylgdist vel með á þeim vettvangi. Ekki vorum við alltaf sammála um hvað var smart og hvað ekki. Er þetta móðins hjá unga fólkinu í dag? spurði amma frekar áhyggjufull þegar ég var að ganga í gegnum pönktímabil- ið með tilheyrandi klæðaburði. Ég var ansi ánægð með sjálfa mig. Komin í gamlan herra- jakka, með helling af nælum og barmmerkjum. Svört her- mannastígvél fullkomnuðu útlit- ið. Sjálf sótti hún frekar inn- blástur til Marilyn Monroe, enda fæddar á svipuðum tíma, með platínuljóst hár og bleikan varalit. Haukur Morthens var aðalið og sveif yfir svæðið á sín- um „sólroðnu skýjum“. Súlna- salurinn á Hótel Sögu var stað- urinn og asni var drykkurinn. Önnur minning kemur upp í hugann sem mér þykir sérlega vænt um. Eitt árið var ég göngustjóri gleðigöngu Hinseg- in daga. Allt í einu sé ég ömmu, þá ríflega áttræða, standa bros- andi og veifa til mín. Ég hafði ekki hugmynd um að amma ætl- aði að taka þátt í göngunni en mikið þótti mér vænt um að sjá hana þarna í mannhafinu. Hún hafði þá gert sér lítið fyrir og gengið frá heimili sínu á Lyng- haganum niður í miðbæ. Ég hleyp til hennar og faðma hana. „Ég er auðvitað að sýna ykkur stuðning,“ sagði hún móð og másandi í gegnum tónlistina og mótorhjóladrunurnar. „Nú eruð þið líka tvö svona í fjölskyld- unni. Þú og litli frændi þinn.“ Þetta lýsti ömmu vel. Hún stóð með sínum og var alltaf hrein og bein. Núna held ég að amma sé bú- in að hitta fólkið sitt og hafi það gott þar sem hún er. Ég á eftir að sakna þín, amma mín. Katrín. Nú kveð ég þig, elsku amma mín. Á síðustu stundum þínum kom ég til að kveðja, og ég snerti fallega hárið þitt sem þú hafðir lagt þig svo fram um að hafa fint allt þitt líf. Ég hvíslaði í eyrað þitt góða ferð, elsku amma mín. Það er einhvern veg- inn óhugsandi að hafa verið í þeim sporum að hafa misst nán- ast alla frá sér. Þú varst búin að ná svo háum aldri, 92 ára, en hafðir á tiltölulega skömmum tíma misst svo marga. Misstir manninn þinn, sem var þín stoð og stytta, fyrir rúmlega tuttugu árum. Síðan dó sonur þinn, Hannes, og Borga, systir þín. En þú hafðir eitthvað sérstakt. Hvað eigum við að kalla það? Dugnað umframt allt og mikið æðruleysi. Hélst þínu striki hvað sem tautaði og raulaði. Heima hjá þér var alltaf fínt, þar var ró og allt eins og það átti að vera. Þó að allt væri að hrynja í kringum þig gast þú samt glaðst yfir litlu hlutunum. Varst að spekúlera að fara í lagningu og velta fyrir þér nýjustu fötunum sem þú hafðir keypt. Sýndir mér mismunandi dress og ég átti að velja á milli hvað væri fallegast. Þú varst sterk kona sem hafði gengið í gegnum margt í lífinu og þú gafst aldrei upp. Þú vildir hafa skipulag á öllu og það voru ófá skiptin sem ég skrifaði fyrir þig jólakortin þar sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Verst þótti þér þegar maðurinn minn kom með að skrifa kortin því þér þótti hann engan veginn skrifa nógu vel. Elsku amma mín, hvað þú varst mikill lífskúnstner. Vildir fara í sólarlandaferðir, sitja á svölunum þínum og finna yl sólarinnar, fá þér sherry- staup og spjalla um lífið. Þér var alltaf svo umhugað um að öll þín barnabörn og barnabarnabörn fengju jólagjafir frá þér og þú lagðir þig svo mikið fram um að leggja þitt af mörkum. Síðustu árin föndraðir þú svo margt fyr- ir mig og dætur mínar sem ber þess vitni hversu hæfileikarík þú varst. Það var svo margt fal- legt á heimilinu þínu sem þú hafðir saumað, málað og prjónað að undur var á að horfa. Ég kveð þig nú, elsku amma mín, og óska þér aftur góðrar ferðar, fljúgðu hátt, fagra sál. Margar leiðir liggja um heim. Einn er endir á öllum þeim. Þó heiman fylgi þér hópur fríður, áfangann hinsta einn þú ríður. Því er mest um þá þekking vert: Allt hið þyngsta er af einum gert. (Þýð. Magnús Ásgeirsson) Erla Grétarsdóttir. Katrín R. Magnúsdóttir ✝ Sigrún Theó-dórsdóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1932. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafn- arfirði 31. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Sigurlaug Sigurðardóttir, f. 8. júní 1903 í Súg- andafirði, d. 14. nóvember 1970, og Theódór Kristinn Guðmundsson, f. 25. júlí 1905 í Bolungarvík, d. 27. maí 1969. Sigrún var elst af þremur systkinum, en hin eru Kristín Theódórsdóttir, f. 1. desember 1936, og Þorsteinn Theódórs- son, f. 14. apríl 1939. Hinn 17. janúar 1952 giftist Sigrún eftirlifandi eiginmanni sínum, Birgi H. Erlendssyni frá Siglufirði, f. 12. febrúar 1928. Foreldrar hans voru Valgerður G. Hallsdóttir frá Fáskrúðs- firði, f. 4. september 1904, d. 6. Karlsdóttir, f. 30. september 1957, börn þeirra eru a) Stella, f. 1987, maki Guðjón Örn, f. 1984. b) Tinna, f. 1992. 4) Drengur, andvana fæddur, 11. desember 1966. Sigrún gekk í Laugarnes- skóla og síðan í Gagnfræða- skóla Ingimars. Hún var lengst af heimavinnandi húsmóðir þar sem hún sinnti rúmliggjandi móður sinni og einhverfum syni sínum. Um 1970 fór hún út á vinnumarkaðinn og vann ým- is verslunarstörf. Árið 1973 keypti Sigrún blómaverslunina Flóru sem hún síðan rak yfir 10 ár. Síðustu starfsárin sín vann hún á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Sigrún og Birgir bjuggu fyrst í Kópavogi, í Melgerði 1 árin 1955-1966 og á Borg- arholtsbraut 51 árin 1966-1983, síðan í Hafnarfirði, á Hjalla- braut 86 árin 1983-2008 og að lokum á Hraunvangi 1 frá 2008. Árið 2012 flutti Sigrún á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem hún naut umönnunar hjá því góða starfs- fólki á hjúkrunardeild 2B. Útför Sigrúnar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 11. febrúar 2015, og hefst athöfnin klukkan 13. febrúar 1982, og Erlendur Þor- steinsson frá Fá- skrúðsfirði, f. 12. júní 1906, d. 10. júlí 1981. Sigrún og Birgir eign- uðust fjögur börn, þau eru: 1) Arndís, f. 3. júní 1951, maki Kristján Har- aldsson, f. 30. jan- úar 1949, börn þeirra eru a) Sigrún, f. 1973, maki Björgvin Pálsson, f. 1974, synir þeirra eru Lárus Þór, f. 2002, og Atli Freyr, f. 2004. b) Brynja, f. 1975, maki Baldur Jóhannsson, f. 1974, börn þeirra eru Bjarki, f. 2002, Arn- dís, f. 2004, og Lilja, f. 2006, sonur Baldurs er Sindri Már, f. 1997. c) Birgir, f. 1982, maki Kristín Erla Þórisdóttir, f. 1984, börn þeirra eru Karítas, f. 2007, og Dagur Kári, f. 2013. 2) Erlendur Þorsteinn, f. 29. júní 1954. 3) Hallur, f. 10. nóv- ember 1957, maki Kristín Dóra Elsku mamma mín komið er að kveðjustund, leiðir okkar skiljast að sinni. Með miklum söknuði hugsa ég nú til þín en samt þakklát fyrir samveru okkar í gegnum lífið. Þú varst kjarnakona, sjó- mannskona alla tíð, sjálfstæð og mikill dugnaðarforkur. Eftir að við börnin uxum úr grasi fórst þú út á vinnumarkaðinn og stund- aðir ýmis verslunarstörf, keyptir blómaverslunina Flóru sem þú rakst í um 10 ár en seinustu árin vannst þú á Hrafnistu í Hafnar- firði. Mörg ferðalögin fórum við saman bæði innanlands og utan og þá sérstaklega til Spánar þar sem þú naust þín best í sólinni með pabba, okkur börnunum þín- um og barnabörnum. Þessar góðu minningar ylja mér nú og mun ég geyma þær í hjarta mínu. Seinustu árin hrakaði heilsu þinni mikið og síðustu tvö árin dvaldir þú á hjúkrunardeild 2-B á Hrafnistu í Hafnarfirði og naust þar góðrar nærveru og umönnunar, sem ég er innilega þakklát fyrir, einnig þakka ég Bryndísi sjúkraþjálfara sérstak- lega góðan hug og hlýju til mömmu. Elsku besta mamma mín minningarnar streyma, um gæsku þína, verkin þín, þær allar mun ég geyma. Far í friði móðir mín góður Guð þig geymi, góðmennsku þinni og móðurást til mín ég aldrei gleymi. Elsku mamma, ég þakka þér öll árin sem við áttum saman væntumþykju þína og umhyggju fyrir mér og fjölskyldu minni. Megi englarnir umvefja þig og Guð þig geyma. Þín dóttir Arndís. Ég vil minnast Sigrúnar tengdamömmu minnar með nokkrum orðum. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að kynnast henni árið 1999 og tók hún mér opnum örmum inn í fjölskylduna. Hún var mikill gleðigjafi hún Sig- rún, alltaf hress og glöð, það var alltaf hægt að grínast með henni og já við hlógum mikið saman. Þvílík glæsikona sem hún var og vildi hún hafa allt fallegt í kringum sig og ekki má gleyma blómunum sem hún hafði svo gaman af. Síðustu árin áttum við góðar stundir saman ég og Sigrún þeg- ar við stigum dansinn okkar sem var kallað að dansa tangó. Ég kveð þig með söknuð í hjarta en veit líka að þú munt taka á móti mér þegar að því kemur með stóru faðmlagi og smelli. Hvíl í friði elsku Sigrún mín. Baldur Jóhannsson. Í dag kveðjum við elskulegu ömmu okkar með söknuði. Hún amma var hlý og góð og á hún svo stórt pláss í hjarta okkar. Ljúfar minningar um ömmu renna í gegnum hug okkar og minnumst við allra góðu og skemmtilegu stundanna sem við áttum saman. Sérstaklega sæl- ustundanna í Skrúði og á Hjalla- brautinni. Það var sama hvað við systk- inin báðum ömmu um, alltaf var svarið já, allt var leyfilegt hjá elsku ömmu. Eina sem hún bað um í staðinn var einn koss á kinn eða einn smell eins og hún kallaði það. Amma var sú eina sem kallaði okkur systkinin nöfnunum Snúllí, Binna og Bibbi og munum við geyma það í hjarta okkar. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Blessuð sé minning ömmu sem okkur þótti svo vænt um. Hvíldu í friði elsku amma. Sigrún, Brynja og Birgir. Elsku amma. Við áttum marg- ar góðar stundir saman sem okk- ur þykir ótrúlega vænt um. Það er okkur minnisstætt hversu mikið var dekrað við okk- ur þegar við komum í heimsókn til ykkar afa á Hjallabrautinni. Það vakti alltaf mikla lukku að fá ís í alvörubrauðformi heima hjá ykkur og horfa á Prúðuleikarana á spólu (sem er eflaust orðin mjög slitin vegna ofnotkunar). Amma hjálpaði okkur að tolla í tískunni, enda var hún sjálf alltaf svo flott í tauinu, með því að prjóna á okkur systurnar trefla, sem voru aðalmálið á þeim tíma og voru þeir notaðir óspart. Einnig var yndislegt að fara í Spánarferð með ykkur afa og munu skemmtilegu minningarn- ar frá þeirri ferð seint gleymast. Takk fyrir allt, elsku amma Sía. Þínar Stella og Tinna. Sigrún Theódórsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þín langömmubörn, Lárus Þór, Atli Freyr, Bjarki, Arndís, Lilja, Karítas og Dagur Kári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.