Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Tilkynningar Kynningarfundur Mat á deiliskipulagstillögu vegna jarðarinnarYtri-Skóga Gimlé rannsóknarsetur í skipulagsfræðum vann óháða matsgerð á deiliskipulagstillögu vegna hluta jarðarinnarYtri-Skóga að beiðni Rangárþings eystra. Sigríður Kristjánsdóttir, lektor og skipulagsfræðingur, mun kynna skýrsluna á fundi sem haldinn verður í félags- heimilinu Fossbúð, Skógum, fimmtudags- kvöldið 12. febrúar 2015 kl. 20.00. Fundurinn er öllum opinn og fólk hvatt til að mæta. F.h. Rangárþings eystra, Anton Kári Halldórsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa og postulínsmálun kl. 9. Útskurður og postulínsmálun kl. 13. Söngstund við píanóið með Helgu Gun- narsdóttur tónmenntakennara kl. 13.45 og Bókaspjall GuðnaTh. Jóhannessonar kl. 15.10. Árskógar 4 Opin smíðastofa útskurður kl. 9-16. Opin handavinnustofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Heilsugæsla kl. 10-11.30. Stóladans með Þóreyju kl. 10-10.40. Opið hús, m.a. spilað vist og bridge kl. 13-16. Ljósið prjónaklúbbur með Guðnýju kl. 13-16. Boðinn Handverk kl. 9-15.30. Vatnsleikfimi kl. 9.30. Bónusrúta kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Handavinna frá kl. 9-16, leikfimi kl. 10.40, glerlist kl. 13-16, spiladagur frá kl. 12.45-16.10. Bústaðakirkja Félagsstarf eldri borgara kl. 13. Kaffi og með því, spi- lað, handavinna, framhaldssaga og séra Sigurjón Árni Eyjólfsson ke- mur og spilar á saxófóninn. Dalbraut 18-20 Verslunarferð í Bónust kl. 14.40. Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8. Garðabæ Stólaleikfimi í Sjálandi kl. 9.10, kvennaleikfimi í Sjálandi kl. 10 og í Ásgarði kl. 11, vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 7.30, bútasaumur og brids í Jónshúsi kl. 13. Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-12. Söngur, dans kl. 10, leikfimi kl. 10.40. Pappamódel með leiðbeinanda kl. 13-16. Steinamálun kl. 13-15. Félagsvist kl. 13. Gjábakki Handavinnustofan opin, botsía kl. 9.20, glerlist kl. 9.30, félagsvist kl. 13. Grensáskirkja Samvera eldri borgara í safnaðarheimilinu kl. 14. Guðríðarkirkja Helgistund kl. 13.10. Framhaldssagan Dala-líf. Guðfinna Ragnarsdóttir, ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins flytur erindið Söfnum fróðleik fyrir framtíðina. Kaffi og meðlæti undir lok samverunnar. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Gullsmári 13 Myndlist og tréskurður kl. 9, kínversk leikfimi kl. 9.15, kvennabrids, postulínsmálun, málm- og silfursmíði kl. 13. Línudans kl. 17.30 og 18.30. Hátún 12 Félagsvist kl. 18.30. UNO spil kl. 19.30. Hraunbær 105 Handavinna kl. 9. frjálst spil kl.13.15. síðasti dagur skráningar á þorrablót. Hraunsel Pútt Hraunkoti kl. 10-11.30. Bókmenntir annan hvern miðvikudag. Línudans kl. 11. Bingó kl. 13. Saumar kl. 13. Gler kl. 13. Bútasaumur Hjallabraut kl. 13. Boltaleikfimi Haukahúsi kl. 13. Gaflara- kórinn kl. 16. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin opin kl. 8-16, vinnu-stofa án leiðbeinanda frá kl. 8, jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30, leikfimi kl. 9.45, samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Hádegisverður kl. 11.30. Soffíuhópurinn flytur dagskrá úr bók Ástu Sigurðardóttur ,,Í bernsku” kl. 13.30 og kl. 14.30 leikurTríó Þorvaldar og Sigurður Guðmundsson stjórnar fjöldasöng. Hæðargarður 31 Qi gong kl. 6.45, við hringborðið kl. 8.50, silfur- smíði í Réttó kl. 9, leikfimi á RUV kl. 9.45, framsagnarhópur kl.10, ganga kl.10, „Að liðka málbeinið“ kl.13, námskeið í gerð heilsudrykkja kl.13, námskeið í gerð gjafakorta kl. 14, hláturjóga kl. 13.30, tálgun í ferskan við kl. 14.30,Tai Chi kl. 17. Íþróttafélagið Glóð Keðjudansar í Kópavogsskóla kl. 15.30. kínversk leikfimi í Gullsmára kl. 9.15. Línudans kl.17, kl.18 byrjendur. Uppl. í síma 554-3774 og á www.glod.is Korpúlfar Grafarvogi Gönguhópar leggja af stað kl. 10 í göngu frá Borgum. Bingó kl. 13.30 í Borgum. Langahlíð 3 Vísnaklúbbur kl. 10, Bónusrútan kl. 12, postulínsmálun kl. 13. Landið skoðað með nútímatækni kl. 14, kaffi- veitingar kl. 14.30. Norðurbrún Kl. 8.30 kaffi. Kl. 9 útskurður. Kl. 9.45 leikfimi. Kl. 10 ganga. Kl. 10-12 viðtalstími hjúkrunarfræðings. Kl. 11 bókmenntahópur. Kl. 11.30-12.30 hádegisverður. Kl. 14 félagsvist. Kl. 14.40 bónusbíll. Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9 og 13. Listasmiðja Skólabraut kl. 9. Botsía Gróttusal kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatns- leikfimi sundlaug kl. 18.30. Félagsvist fimmtudag í salnum á Skólabrautinni kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Dagblöð og kaffi kl. 8.30. Handavinnu-námskeið kl. 9. Hádegisverður kl. 11.30. Opin handavinnu-stofa kl. 13. Kaffi kl. 14.30. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-hrólfar í létta göngu kl. 10 frá Stangarhyl 4. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30. Vesturgata 7 Setustofa/kaffi kl. 9. Spænska (framhald) kl. 9.15. Spænska (byrjendur) kl. 10.45. Hádegisverður kl. 11.30. Verslunarferð í Bónus kl. 12.10.Tréútskurður kl. 13. Myndmennt kl. 9. Kaffiveitingar kl. 14.30. Námskeið í (iPad) spjaldtölvu hefst föstudaginn 6. mars kl. 15- 16.30 tölvukennari María Guðmundsdóttir. Skráning og nánari upplýsingar í síma 535-2740. Vitatorg Bókband kl. 9, handavinna kl. 9.30. Messa Hallgrímskirkju annan miðvikudag hvers mánaðar. Ferð í Bónus kl. 12.20, rúta við Skúlagötu, upplestur framhaldssögu kl. 12.20. Dansað með Vitatorgs- bandinu kl. 14. Félagslíf  HELGAFELL 6015021119 IV/V  GLITNIR 6015021119 I Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58–60 Samkoma í kvöld kl. 20 í Kristniboðssalnum. Keníumyndir Ásgeir Pétursson. Ræðumaður Kjartan Jónsson. Allir velkomnir. Raðauglýsingar Gisting Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Teg: 7268 Þægilegir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir með góðum sóla. Stærðir: 36 -42. Verð: 14.785. Teg: 7294 Vandaðir dömukuldaskór úr mjúku leðri með hlýju fóðri og góðum sóla. Stærðir: 36-42. Verð: 17.785. Teg: 5527 Vandaðir dömukuldaskór úr mjúku leðri með hlýju fóðri og góðum sóla. Stærðir: 36-42. Verð: 17.785. Teg: 802501 Dömukuldastígvél úr mjúku leðri og fóðruð með hlýrri lambsgæru. Góður vetrarsóli. Stærðir: 36-42. Verð: 24.750. Teg: 110 Há dömustígvél úr mjúku leðri og vetrarfóðruð. Góður sóli. Stærðir: 36-41. Verð: 24.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga leka og tek að mér ýmis verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Íslenskar handsmíðaðar barna- skeiðar Silfur táknar velsæld og góða heilsu enda er silfur verðmætt og sótthreinsandi efni. Silfur- borðbúnaður, skart og fl. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is Smáauglýsingar Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga smára. Þá var hún nú orðin ansi þreytuleg en ekki lét hún það á sig fá og hélt sitt árlega Þorláks- messuhlaðborð fyrir fjölskylduna með hjálp Kollu auðvitað. Hún var orðin ansi lasleg og þreytt þann dag sem vonlegt var og fór svo á spítalann þann 1. janúar, þaðan sem hún átti svo ekki afturkvæmt. Bogga var ákaflega félagslynd kona og tók þátt í margskonar fé- lagsskap, t.d. félagi kennara á eft- irlaunum, gönguklúbb og ferða- lögum um landið. Hún vann mikið fyrir Rauða kross Íslands og var gerð að heiðursfélaga þess. Bæði var hún í sölubúð þess á Landspít- alanum og versluninni neðarlega á Laugavegi. Valborg giftist ekki og átti ekki börn, en alla hennar ást og umhyggjufengu börn, barna- börn og barnabarnabörn systkina hennar og var það ekki lítið. Alltaf var hún prjónandi húfur, sokka og vettlinga og ekki síst allar þær óteljandi peysur og teppi fyrir þau. Má t.d. nefna að á síðastliðnu ári prjónaði hún 18 peysur og eitt teppi fyrir börnin. Allt var þetta einstaklega vel gert og má ætla að hún hafi verið með allra vandvirk- ustu konum við sína vinnu. Margar ferðir fórum við hjónin um landið með henni því hún var mikil ferðakona, fór bæði í bílferð- ir með FÍ og eins í nokkurra daga gönguferðir. Mikið vann hún við endurbætur á húsakynnum á Hjaltastað í Hjaltastaðaþinghá ásamt fleira fólki og dvaldi flest sumur þar í smátíma. Tvítug að aldri byrjaði Bogga sinn kennara- feril sem stóð í 50 ár eða um það bil. Hún var ákaflega vel látin sem kennari, það veit ég eftir ummæl- um nokkurra barna sem ég þekkti sem voru hjá henni. Í fleiri, fleiri ár var Bogga alltaf í tímum hjá Jóni Böðvarssyni, þegar hann var að fara yfir Íslendingasögurnar eina af annarri, fyrir hópa af fólki og að vori var svo ætíð farið í ferð- ir um þá landshluta innan eða ut- anlands, um þær slóðir sem sú saga gerðist sem farið var yfir þann vetur og voru þessar ferðir henni ógleymanlegar. Eitt langar mig að minnast á í lokin, en það er hvað hún var ættfróð og hafði mik- inn áhuga á ættfræðinni. Takk fyrir allt og allt elsku Bogga okkar allra í fjölskyldunni. Við munum sakna þín mikið, en allar minningarnar lifa með okkur alla tíð. Þín Vigdís Björnsdóttir. Það er föstudagsmorgunn, sumar í Reykjavík og búið að pakka í bílinn. Ferðinni er heitið austur á Hérað. Við eigum bara eftir að sækja þær systur, Guð- rúnu og Valborgu, því þær ætla að koma með okkur á Hjaltastað. Eða réttara, Valborg er að fara með okkur. Við erum gestirnir. Áður höfum við orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fara með þær systur í gamla læknisbústaðinn og dvelja þar í kyrrð og ró í heila viku. Val- borg hafði komið þangað flest sumur síðustu 30 ár. Hún var einn af frumkvöðlunum við að koma læknisbústaðnum á Hjaltastöðum í íbúðarhæft ástand sem var mikið þrekvirki þeirra sem að því komu. Í ferðinni austur um sveitir Suður- lands og alla leið á Hérað var Val- borg eins og alfræðibók, hún þekkti allar sveitir, fjöll og ár og sögur tengdar stöðunum. Tengsl Íslendingasagna við umhverfið var hún með á hreinu. Þessa viku heimsóttum við marga staði á Austurlandi, m.a. æskuheimili hennar, Geirólfsstaði í Skriðdal, staðurinn og sveitin lifnaði við í huga okkar við sögur Valborgar. Í þessari ferð voru afhent bréf og myndir tengd fjölskyldu Valborg- ar á söfn bæði á Egilsstöðum og Breiðdalsvík. Kannski var okkur ætlað að heimsækja þetta land- svæði sl. sumar sem reyndist vera lokaferð Valborgar þangað. Valborg hefur verið samofin okkar lífi frá fyrstu tíð. Fyrstu minningar Evu um Valborgu eru tengdar Hamrahlíðinni þar sem hún bjó ásamt foreldrum sínum og Kolbrúnu. Jólaböllin í Austurbæj- arskóla voru ævintýri líkust. Árið 1965 flyst hún á Háaleitisbraut 45 ásamt föður sínum og Kolbrúnu. Jólaboðin sem hún hélt þar byrj- uðu um hádegi og stóðu fram á kvöld þar sem borðin svignuðu af veislumat. Síðan breytast jólaboð- in í Þorláksmessuboð og hélt hún sitt síðasta boð skömmu fyrir and- lát sitt þar sem um 40 manns mættu. Hún var alltaf til í að læra eitthvað nýtt og hræddist ekki þær áskoranir sem lífið hafði upp á að bjóða. Hún var víðlesin, var alæta á bækur sem við hin lásum svo síðar. Ekki má gleyma að minnast á hannyrðakonuna Val- borgu. Dúkar, peysur og fleira eigum við til minningar um hana. Fjögurra manna fjölskylda í Danmörku og fimmti fjölskyldu- meðlimurinn á leiðinni og mjög óþreyjufullur að sameinast hinum. Þannig var ástandið hjá okkur ein jól. Fjölskyldan hjálparþurfi og hjálpin kom en hver ekki nema hún Valborg. Hún sá um heimilið í nokkrar krítískar vikur. Valborg var eins og þriðja amman fyrir okkar börn. Ekki þótti þeim leið- inlegt að fá foreldrafrí og dekur hjá frænku sinni. Hún fylgdist vel með þeim og var til staðar fyrir þau. Síðustu áramót skáluðum við við hana í kampavíni heima hjá okkur eins og mörg síðustu ár og vorum að skipuleggja leikhúsferð og fleira á nýju ári. Tæplega sólar- hring síðar fórum við með hana á spítalann þar sem hún lést 26 dög- um seinna. Valborg var óvenju sterk og sjálfstæð kona, sá um sig sjálf og keyrði bíl nánast fram í andlátið. Við erum þakklát fyrir hana Boggu okkar, hún var okkur öllum svo mikils virði og góð fyrirmynd. Minning hennar lifir með okkur. Eva og Jakob. Í dag kveðjum við kæra vin- konu okkar, Valborgu Helgadótt- ur. Kynni okkar hófust þegar við störfuðum saman í Austurbæjar- skóla og þau kynni urðu að góðri vináttu. Fyrir um 30 árum stofnuðum við gönguklúbb sem hittist reglu- lega yfir vetrarmánuðina. Einnig ferðuðumst við saman innanlands og utan ásamt mökum sem þá bættust í hópinn. Valborg var elst í klúbbnum, dugnaðarforkur, ósérhlífin og minnisgóð með afbrigðum fram á síðasta dag. Hún var alltaf hress og hafði góða kímnigáfu. Eitt sinn vorum við að leggja af stað í utan- landsferð og Valborg var með slæman hósta. Við höfðum orð á hvort ekki væri rétt fyrir hana að fá fúkkalyf. Hún þvertók fyrir það og taldi vitleysu að byrja að taka slíkar töflur á áttræðisaldri. Ekki er hægt að minnast Val- borgar án þess að tala um hversu vel hún reyndist nemendum sín- um en hún var afburðagóður kennari. Hún var einnig mjög fé- lagslynd og dugleg að vinna að fé- lagsstörfum kennara. Heimili hennar var oftar en ekki miðstöð félagslífs í skólanum og hún var mikill höfðingi heim að sækja. Á eftirlaunaaldri sat hún í stjórn félags kennara á eftirlaun- um um árabil auk þess sem hún sinnti sjálfboðaliðastörfum fyrir Rauða krossinn. Síðasti gönguklúbbur var í des- ember síðastliðnum. Valborg mætti þar glaðleg og hress og engri okkar hefði þá dottið í hug að rúmum mánuði síðar væri hún öll. Að leiðarlokum þökkum við henni allar góðar samverustundir sem við áttum og sendum fjöl- skyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur. Minning um góða og trausta vinkonu lifir. Göngusystur, Guðrún, Jenný, Lára, Nína og Rósa ásamt mökum.  Fleiri minningargreinar um Valborgu Helgadótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.