Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Þetta var á sunnudegi og veðrið var frábært. Við vorum að ganga upp á skíðunum. Það var ekki langt eftir upp á topp þegar við heyrðum hljóð sem er alþekkt úr snjóflóðafræðum og minnir helst á þrumur,“ segir Við- ar Kristinsson, sem lenti í snjóflóði á Gleiðarfjalli nærri Ísafjarðarbæ 18. janúar síðastliðinn. Viðar var á ferð ásamt Hauki Sigurðssyni. Báðir eru vanir fjalla- og björgunarsveitarmenn og ætluðu þeir að skíða niður fjallið. Viðar er 32 ára og Haukur þrítugur. Nokkrir metrar á milli Þegar snjóflóð falla gefur sig styrkt undirlag sem er með veikara lag ofan á sér. „Við settum þennan fleka af stað. Við áttuðum okkur strax á því hvað væri að gerast. Maður fann um leið kraftinn í þessu og við litum upp og sáum snjóinn koma niður og flúðum til hliðar hvor í sína áttina. Það var engin hugsun á bak við það. Við vorum bara að flýja eitthvað. Það er lítið hægt að kenna rétt viðbrögð í svona aðstæðum,“ segir Viðar. Einungis aðskildu þá nokkrir metrar en engu að síður tók flóðið Viðar með sér en Haukur slapp. „Það liðu kannski 5-6 sekúndur á milli þess sem við heyrðum hljóðið og þar til ég fann sjóinn koma. Svo varð allt skyndilega svart,“ segir Viðar. Hann segist ekki muna nákvæmlega hvað hann gerði þegar hann var í flóðinu. „Ég man eftir því að hafa ver- ið í flóðinu en ég veit ekki hvað ég hugsaði. Ég hef lesið mikið um snjó- flóð og veit að maður á að passa upp á öndunarveginn og grípa um andlitið. Snjórinn verður eins og steypa og getur fyllt upp í öll vit. 75% af þeim sem látast í snjóflóðum deyja ekki vegna áverka, heldur úr köfnun. Þú hefur bara 15 mínútna glugga þar til þú kafnar úr koltvísýringseitrun, andrýmið er svo lítið. Ef ég var að hugsa eitthvað, þá var ég að hugsa um það,“ segir Viðar. Fyrsta hugsun að vera á lífi Hann barst um 400 metra með flóðinu á nokkrum sekúndum. „Þegar ég stoppaði, lá ég á grúfu. Fyrsta hugsunin var sú að ég væri á lífi. Ég reyndi að hreyfa mig og áttaði mig fljótlega á því að ég væri ekki grafinn undir flóðinu. Ég náði að snúa mér og það var strax stórsigur að átta sig á því að ég væri laus,“ segir Viðar. Að sögn hans voru þeir Haukur báðir með skóflu, stöng og ýli með- ferðis. Ýlir er tæki sem sendir frá sér hljóð og nemur hljóð þegar annarrar manneskju er leitað. „Ég náði að reisa mig upp. Ég sá að ég var nokk- urn veginn heill. Ég hef tekið fyrstu hjálpar námskeið og gerði strax „tékk“ á sjálfum mér. Ég hreyfði á mér tærnar, svo fingurna og komst að því að ég væri með fulla meðvit- und. Fljótlega varð mér ljóst að ég væri handleggsbrotinn og með verk í bakinu,“ segir Viðar. Stuttu síðar kom Haukur aðvífandi og eftir stutta athugun á ástandi Viðars hringdi hann á neyðarlínuna. „Ég var með spítalann og björg- unarsveitarhúsið í sjónlínu úr fjallinu. Á örskotsstundu sá maður bílana og vélsleðana koma. Á þeirri stundu var adrenalínið að renna af mér og ég fór virkilega að finna fyrir verkjum en allan tímann var ég með meðvitund. Fljótlega fékk ég svo morfín og eftir það er minnið gloppótt,“ segir Viðar. Útkallið barst að sögn Viðars rétt eftir fjögur en um klukkan níu var hann kominn með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann fékk frek- ari aðhlynningu. Við nánari athugun kom í ljós að Viðar handarbrotnaði, fór úr lið í hendi, braut tvo hálsliði, skaddaði taug í handlegg, auk þess sem sauma þurfti 32 spor í höfuð hans. Hann dvelur þessa dagana í Reykjavík og fer daglega í endurhæf- ingu á Grensásvegi. „Svo varð allt skyndilega svart“ Morgunblaðið/Ómar Snjóflóð Viðar Kristinsson barst um 400 metra með snjóflóði í Gleiðarfjalli.  Viðar Kristinsson lenti í snjóflóði í Gleiðarfjalli 18. janúar  Féll 400 metra á nokkrum sekúndum  Mikil mildi að hafa ekki grafist undir flóðinu  Þrumuhljóð gerði þeim ljóst í hvað stefndi Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Meirihluti þeirra lækna á Landspít- alanum, sem sögðu upp fyrir áramót, hefur nú sagst munu draga uppsagnir sínar til baka, þótt enn hafi það ekki verið gert með formlegum hætti hjá öllum, samkvæmt upplýsingum Páls Matthíassonar, forstjóra Landspít- alans. Páll sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að tíu læknar hefðu sent inn uppsagnarbréf með form- legum hætti fyrir áramót, og meiri- hluti þeirra hefði sagst ætla að draga uppsögnina til baka. „Það er ákveðinn hópur lækna sem hefur sagt sínum yfirlæknum að þeir hyggist draga uppsagnir sínar til baka og við erum að sjálfsögðu ánægð með það en við bíðum þess að fá bréf um að þeir dragi uppsagnirnar til baka í hendur með formlegum hætti,“ sagði Páll. Hann segir að vel geti verið að end- anleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en á miðnætti 31. mars, en þá rennur uppsagnarfrestur læknanna út. Gefa spítalanum svigrúm „Það er annars vegar þessi tíu manna hópur og hins vegar var ákveðinn hópur svæfingalækna sem ætluðu að nýta sér klásúlu í kjara- samningum lækna um að læknar eldri en 55 ára gætu hafnað því að ganga vaktir. Þeir höfðu ætlað sér að gera það, nema ákveðin atriði í kring- um vaktirnar væru bætt. Þeir hafa frestað þeirri ákvörðun að hætta að taka vaktir, til þess að gefa spít- alanum svigrúm til þess að skoða samninginn,“ sagði Páll. Hann segir að í samningnum séu ákvæði um það að ljúka eigi því að gera starfslýsingar fyrir alla lækna og fá samningsaðila til að skrifa upp á það fyrir 15. apríl nk. Þá sé til ráðstöf- unar ákveðin fjárupphæð um mitt þetta ár, sem eigi að deila út sam- kvæmt ólíkum þáttum, eins og að vinna að vísindarannsóknum, því að stunda kennslu, taka þátt í þróun starfseminnar og fleira. Það verði í höndum hverrar stofnunar að útfæra þær ráðstafanir fjármuna. Auk þess verði gerðar ákveðnar breytingar á vaktafyrirkomulagi lækna, sem muni taka gildi hinn 1. janúar 2016. Meirihlutinn segist hættur við uppsögn  Endanleg niðurstaða liggur mögu- lega ekki fyrir fyrr en 31. mars nk. Framadagar Páll Matthíasson kynnti starfsemi Landspítalans í Háskólanum í Reykjavík í gær. Uppsagnir » Læknar hafa frest til mið- nættis 31. mars nk. til þess að ákveða hvort þeir draga upp- sagnir sínar til baka. » Meira en helmingur þeirra, sem sögðu upp, hefur gefið til kynna að þeir ætli að draga uppsagnir sínar til baka. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Flóafélögin þrjú; Efling, Verkalýðs- félagið Hlíf og Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur og ná- grennis, vilja gera kjarasamn- inga til eins árs í komandi kjara- viðræðum en það er meðal þess sem fram kemur í kröfugerð félag- anna fyrir kom- andi kjaravið- ræður. Samtök atvinnulífsins tóku við kröfugerðinni í gær. „Við teljum stöðuna vera þannig í samfélaginu í dag að það sé ekki efni til lengri kjarasamninga,“ segir Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar. Hann segir mikla hreyfingu vera á launamarkaðinum um þessar mundir. „Jafnframt treystum við stjórnvöldum ekki eins og staðan er núna varðandi þær breytingar sem gerðar hafa verið í tengslum við fjárlög,“ segir Sigurður. Tekjulægstu hækka um 19% Sigurður segir það ljóst að félögin fari fram á töluverðar breytingar. „Það er verið að tala um að launa- breytingin sé um 35 þúsund en að lægstu launin verði 240 þúsund,“ segir Sigurður. Hækka því lægstu launin úr 201 þúsund krónum ef gengið verður að kröfum félaganna, eða um 39 þúsund krónur. Nemur hækkunin því 19%. Á almenna markaðinum eru á milli 17 og 18 þúsund félagsmenn innan vébanda flóafélaganna þriggja. Sigurður segir hópinn ekki stærri hvað kostnað varðar en læknar og grunnskólakennarar m.v. launaumhverfið þrátt fyrir að vera fjölmennari. Morgunblaðið/Ómar Kjaramál Formaður Eflingar telur ekki efni til lengri kjarasamninga vegna mikilla hreyfinga á launamarkaði. Vilja semja til eins árs í kjaraviðræðum  Flóafélögin þrjú afhentu SA kröfugerð sína í gær Sigurður Bessason „Við teljum að þar hafi menn bara tekið upp nýja launastefnu sem við verðum einfaldlega að fylgja í framhaldinu,“ segir Sig- urður, spurður um þá leið sem launanefnd ríkis og sveitarfélaga ákvað að fara í kjarasamningum við grunnskólakennara og lækna. „Það er ekki okkar hlutverk að búa til stöðugleika fyrir aðra,“ segir Sigurður. Hann bætir við að félögin ætli að tryggja að þeirra félagsmenn njóti sambærilegra launabreytinga. Sömu launa- breytingar ÆTLA AÐ FYLGJA EFTIR NÝRRI LAUNASTEFNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.