Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Jóga merkir í raun tenging viðguðdóminn, en það býr guð-dómur inni í hverri mann-eskju og öll jógaástundun er tilraun til að tengja guðdóm sinn við alheimsvitundina. Jógakerfi, eins og Hatajóga og Rajajóga, þarf að stunda í þrjátíu ár eða meira til að ná þessari tengingu sem kölluð er kundalínivakning, en hjá þeim sem stunda Sahajajóga þá næst slík tenging strax. Þeir sem eru með þetta vakandi geta vakið þetta í öðr- um,“ segir Daði Guðbjörnsson en hann hefur lagt stund á Sahajajóga í tæpan áratug. Sahajajóga er fyrst og fremst hugleiðsla þar sem ekki eru gerðar líkamsæfingar. „Þetta er tiltölulega einfalt. Kundalíniorkan er í dvala í spjald- hryggnum okkar sem heitir „sacr- um“ á latínu, eða heilaga beinið. Þegar kundalínikrafturinn er vakinn þá streymir hann í gegnum orku- stöðvarnar okkar eða taugakerfið og reynir að laga eða rétta af það sem miður hefur farið.“ Aðferð til að fást við fíknir Daði segir að flestir finni fyrir kundalínikraftinum strax í fyrsta Sahajajógatímanum, en það taki þó lengri tíma hjá sumum. „Þetta fer samt í gang hjá öllum að lokum. Aðalatriðið er að sá sem stjórnar hópnum viti hvað hann er að gera og sé með þennan kraft vak- andi í sér. Þessi kraftur streymir hraðar og í meira magni eftir því sem fólk stundar þetta lengur.“ Ástæða þess að Daði prófaði upphaflega Sahajajóga var að hann las í blaði að ástundun þess væri góð aðferð til að fást við fíknir. „Mig langaði til að hafa meiri stjórn á þeim hluta lífsins og það kom í ljós að Sahajajóga reyndist mjög góð leið til þess. Ég er frekar ör að eðlisfari og mér finnst gott að geta slakað á og notið lífsins. Þegar ég var búinn að stunda þetta í tæp tvö ár, þá fékk ég bót meina minna, en of hár blóðþrýstingur hafði lengi plagað mig. Ég hef ekki þurft að fara til sjúkraþjálfara eða nuddara frá því ég byrjaði að stunda Sahaja- jóga. En við sem stundum Sahaja- jóga hættum ekki að fara til læknis eða neitt slíkt, ég hætti til dæmis á mínum blóðþrýstingslyfjum í fullu samráði við minn lækni. En hug- leiðslan er svo slakandi, sem skiptir miklu máli fyrir líkamlega heilsu ekki síður en þá andlegu. Við það að hugleiða þá hægir til dæmis á and- ardrættinum um fimmtíu prósent. Með þessu næst djúpslökun sem hefur mjög góð áhrif á líkama og sál. Í hugleiðslunni hættir maður að hugsa, sem er gríðarlega góð hvíld frá stanslausri skothríð hugsana sem fara um hugann á hverjum degi.“ Guðdómur er ekki til sölu „Í hugleiðslunni hættir maður að hugsa, sem er gríðarlega góð hvíld frá stans- lausri skothríð hugsana sem fara um hugann á hverjum degi,“ segir Daði Guð- björnsson listmálari en hann hefur stundað Sahajajóga í tæpan áratug og hefur það fært honum jafnvægi og betri heilsu. Í Café Lingua, hinum lifandi tungu- málavettvangi, ætla Katalónar á Ís- landi að bjóða gestum og gangandi í Grófarhús Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu í dag kl. 18. Þar verður hægt að fá nasasjón af katalónsku og bragða á katalónskum kræs- ingum. Boðið verður upp á tapasrétti og gestum kennt að útbúa „pa amb tomàquet“, einfaldan rétt sem er ómissandi hluti af matarmenningu Katalóna. Katalónía er hérað á Spáni sem liggur á norðausturhluta Íber- íuskagans. Héraðið er sjálfstjórnar- hérað og er höfuðborg þess Barce- lona. Sýnt verður myndband frá Kata- lóníu og einnig verður hægt að kynn- ast fjölbreyttu starfi Katalónska hússins á Íslandi og dagskránni þar, en húsið kynnir bæði tungumál og menningu Katalóníu hér á landi og er ævinlega öllum opið. Vefsíðan www.borgarbokasafn.is Morgunblaðið/Ómar Barcelóna Hún er höfuðborg Katalóníu og þar eru girnilegir matarmarkaðir. Bragðið á dásamlegu Katalóníu Fjármál heimilisins geta stundum verið snúin og gott fyrir fjölskyldur að fá hagnýt ráð og leiðbeiningar. Hvað er t.d. gott að vita þegar fjármál og heimili eru annars vegar? Í fimmtudagsfræðslunni í Breið- holti í þetta sinn ætlar Anna Margrét Guðmundsdóttir þroskaþjálfi og bankastarfsmaður að ræða um leiðir og aðferðir til að láta peningana end- ast. Hún verður í Lágholti í Gerðu- bergi í dag kl. 17 og allir eru velkomn- ir. Vert er að taka fram að boðið er upp á afþreyingu fyrir börnin á bóka- safninu meðan á fræðslunni stendur, sem getur komið sér vel. Endilega … … fáið ráð um peningamálin Morgunblaðið/Golli Peningamál Gott að hafa þau í lagi. Fjarðarkaup Gildir 12.-14. feb. verð nú áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði.................................... 1.598 2.398 1.598 kr. kg Lambainnralæri úr kjötborði ............................. 2.798 3.598 2.798 kr. kg FK saltkjöt ...................................................... 1.098 1.398 1.098 kr. kg Kjarnafæði, valið saltkjöt.................................. 2.198 2.336 2.198 kr. kg Kjarnafæði, bl. saltkjöt..................................... 1.465 1.627 1.465 kr. kg Kjarnafæði, ódýrt saltkjöt ................................. 579 643 579 kr. kg FK bacon........................................................ 1.749 1.749 1.749 kr. kg FK kjúklingabringur, stórkaup ........................... 1.998 1.998 1.998 kr. kg Helgartilboðin Morgunblaðið/Golli Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Upphafskona Sahajayoga er Shri Mataji Nirmala Devi (fædd árið 1923 og lést árið 2011), en hún tók þátt í sjálfstæðisbar- áttu Indverja ásamt fjöl- skyldu sinni og dvaldi oft í ashramnu hjá Ma- hatma Ghandi sem barn. Árið 1970 stofnaði Shri Mataji Sahajayoga til að koma á sátt á milli manna og stuðla að heimsfriði, það er núna starfrækt í yfir hundrað löndum og verður þátt- takandi í Heimssýninguni í Mílanó. Til að stuðla að heimsfriði UPPHAFSKONAN OG GÚRÚINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.