Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar Hugleiðsla Daði hugleiðir heima hjá sér kvölds og morgna en fer líka í hóptíma því þá verði margfeldisáhrif. Dregur úr kvíða Daði segist hugleiða einn heima hjá sér kvölds og morgna en honum finnst nauðsynlegt að hugleiða líka með stórum hópi fólks hjá Sahaja- jógastöðinni, því það myndi marg- feldisáhrif og verður sterkara. En hver er ávinningurinn af því að stunda Sahajajóga? „Það dregur úr kvíða og fólk kemst í betra samband við sjálft sig og verður almennt í betra jafnvægi. Fólk verður ekki eins meðvirkt í öllu ruglinu sem er í gangi í þjóðfélaginu, það getur horft meira á það utan frá. Fyrir fólk sem er með einhverja krankleika þá eru miklar líkur á að það nái einhverjum tökum á þeim með því að stunda Sahajajóga. Það dregur úr streitutengdum sjúkdóm- um en samkvæmt Sahajajóga þá eru flestir sjúkdómar vegna ójafnvægis í taugakerfinu. Maður sem er í góðu jafnvægi verður síður veikur en sá sem er í ójafnvægi. Læknar í Ástralíu hafa gert rannsóknir sem sýna mjög góð áhrif Sahajajóga á heilsu fólks.“ Ókeypis fyrir alla Daði segir að um tíu ár séu síð- an belgísk kona, Rita, kom til Ís- lands ásamt tveimur öðrum konum til að kynna hér Sahajajóga. Rita er enn búsett hér og býður reglulega upp á ókeypis kynningu á Sahaja- jóga og öll námskeið hjá henni eru ókeypis. „Gúrúinn hún Shri Mataji Nir- mala Devi hefur alltaf sagt að guð- dómur sé ekki til sölu. Hún segir að þessi kraftur virki ekki ef pen- ingum sé blandað í málið. Þess vegna vinnum við þetta allt í sjálf- boðavinnu, Rita og við hin sem kennum þetta hér, en fólki er frjálst að gefa framlög svo hægt sé að bjóða upp á te,“ segir Daði og bætir við að kynningarfundur verði næsta mánudag, 16. febrúar kl. 20, Dal- braut 27 í Reykjavík (gengið inn frá Sundlaugavegi). DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 „Markmið samtakanna Stelpur rokka! er að leiðrétta kynjahalla í ís- lensku tónlistarlífi og vera leiðandi afl í jafnréttismiðuðu tómstunda- starfi á Íslandi,“ segir meðal annars í samstarfssamningi Stelpur rokka! og Reykjavíkurborgar sem undirritaður var nú í vikunni. Í tilkynningu segir að kjarni starf- seminnar er rokkbúðir fyrir 12-16 ára stúlkur þar sem þær læra á hljóðfæri, spila í hljómsveit og semja. Verkefnið fellur vel að mannréttindastefnu borgarinnar sem m.a. kveður á að börnum og unglingum sé veitt hvatn- ing til að rækta hæfileika sína og per- sónuþroska án hamlandi hefðbund- inna kynjamynda. Stelpur rokka! hafa einnig haldið rokkbúðir fyrir konur 20 ára og eldri og stefna á að bjóða sem flestum aldurshópum upp á að rokka í framtíðinni. Reykjavíkurborg styður Stelpur rokka! með beinum fjárframlögum samkvæmt samþykkt borgarráðs. Stelpur rokka! munu vekja athygli á Reykjavík í kynningum sínum hér- lendis sem erlendis. Sérstakur sam- ráðshópur verður um framkvæmd samningsins og leiðbeinendum á vegum Stelpur rokka! verður boðið að sækja fræðslunámskeið. Stelpur rokka! hafa starfað í þrjú ár og hafa samtökin vakið athygli á miklum kynjahalla í íslensku tónlistarlífi og aukið vægi kvenna innan þess. Áhersla hefur verið lögð á að ná til kvenna í minnihlutahópum hvers konar, s.s. vegna uppruna, kyn- hneigðar, kyngervis og annarra þátta. Núna um helgina verða Rokkbúðir í Miðbergi á vegum Stelpur rokka! ætl- aðar stelpum á aldrinum 13-16 ára. „Í rokkbúðunum lærir þú á hljóðfæri, tekur þátt í spennandi vinnusmiðjum, kynnist töff tónlistarkonum og spilar lag á hörku lokatónleikum. Nám- skeiðið kostar 1.000 kr.,“ segir í aug- lýsingu og enn munu nokkur pláss vera laus. Rokkbúðir í Breiðholti um helgina Stelpurokk Sannarlega frábært tækifæri fyrir stelpur sem vilja rokka. Fyrir stelpur sem vilja rokka Íslensk heimasíða: www.sahajayoga.is Aðalfundur Icelandair Group hf. verður haldinn þriðjudaginn 11. mars 2015 á Hilton Reykjavík Nordica og hefst klukkan 16:30. Á DAGSKRÁ FUNDARINS VERÐA: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 2. Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 4. Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu. 5. Kosning stjórnar félagsins. 6. Kosning endurskoðanda. 7. Heimild til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 8. Önnur mál löglega fram borin. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins sem lögð verður fram tveimur vikum fyrir fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 16:30 þriðjudaginn 25. febrúar 2015. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins, www.icelandairgroup.is. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta veitt öðrum skriflegt umboð eða greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér hvernig þeir skuli bera sig að á heimasíðu félagsins. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins, tillögur að samþykktabreytingum og allar aðrar tillögur, eru hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins frá og með 18. febrúar 2015, kl. 16:30. Endanleg dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins tveimur vikum fyrir fundinn, 25. febrúar 2015, kl. 16:30. Hluthöfum er bent á að skv. 1. og 2. mgr. 63. gr. a. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Skal framboðstilkynningum skilað til stjórnar í síðasta lagi fimmtudaginn 6. mars 2015 kl. 16:30. Tilkynnt verður um framkomin framboð eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.icelandairgroup.is. Reykjavík, 12. febrúar 2015. Stjórn Icelandair Group hf. ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 72 87 1 02 /1 5 AÐALFUNDUR ICELANDAIR GROUP HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.