Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 Inflúensan fer að ná hámarki og í erlendum skýrslum er ekki rætt um að hún sé sérstaklega skæð, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Að undanförnu hefur borið á miklum veikindum vegna flensu. Haraldur bendir á að þegar rætt sé um skæða inflúensu sé tekið tillit til sjúkrahússinnlagna og aukinnar dánartíðni, en útbreiðslan nú sé með hefðbundnum hætti. Í umræðunni hefur komið fram að fólk þurfi hugsanlega að láta bólusetja sig aftur vegna flens- unnar þar sem ekki hafi verið bólu- sett fyrir ríkjandi stofnum. Har- aldur segir að ákveðnir stofnar séu með minna næmi fyrir bóluefninu en það breyti ekki því að margir stofnar séu í gangi sem bóluefnið ætti að virka vel á. Jafnvel þótt það virki ekki mjög vel geti það dregið úr svæsinni veiki. Aldrei sé of seint að láta bólusetja sig en ástæðulaust sé að gera það aftur hafi það verið gert í vetur. steinthor@mbl.is Inflúensan fer að ná hámarki  Útbreiðslan með hefðbundnum hætti Kvef Inflúensan hefur lagt marga landsmenn í rúmið. Á vef Skógræktar ríkisins segir frá klónatilraun með alaskaösp sem gróðursett var á Höfða á Völlum á Héraði árið 2000. Annars vegar voru gróðursettir klónar frá söfununarsvæðum á hafrænum svæðum Alaska og hins vegar klónar úr söfnunarleiðangri frá 1985 sem eru fulltrúar fyrir svæði með meginlandskenndara loftslagi. Um þetta er fjallað í nýútkomnu Riti Mógilsár sem hefur að geyma grein eftir Þröst Eysteinsson, sviðsstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, og Lárus Heið- arsson, skógræktarráðunaut hjá Skógrækt ríkisins. Þar er fjallað um niðurstöður mælinga á alaska- og balsamösp eftir 13 vaxtar- sumur á Höfða. Vorið 2014 voru gerðar mæl- ingar sem leiddu í ljós tífaldan mun á meðalrúmmáli vaxtarmesta og vaxtarminnsta klónsins. Klónar frá hafræna loftslagsbeltinu reyndust bestir. Niðurstöðurnar benda ekki til þess að áhugavert sé að leita efniviðar utan þess loftslagsbeltis. Meðalrúmmál allra klóna var þrefalt meira á hallandi landi en flötu. Fjórir hæstu klónarnir (20% klóna í tilrauninni) árið 2005 voru enn í efstu sætum árið 2014 en val á 8 hæstu klónum (40%) árið 2005 hefði leitt til fjölgunar á slakari klónum einnig. Sá margfaldi mun- ur sem fram kom á vexti undir- strikar mikilvægi þess að velja bæði bestu fáanlegu klóna og hæfilegar landgerðir til aspar- ræktar, segir í greininni. Tífaldur vaxtamunur Alaskaösp Klónatilraunir sýndu tífaldan mun á meðalrúmmáli.  Klónatilraun með alaskaösp sýnir mikinn mun Talsverður áhugi er meðal grá- sleppukarla fyrir veiðum í ár, að því er fram kem- ur á vef Lands- sambands smá- bátaeigenda. Þar segir að söluhorfur séu betri en í fyrra þegar nokkur þúsund tunnur voru óseldar frá vertíðunum 2012 og 2013. Á vef LS segir að samkvæmt drögum að reglugerð um hrogn- kelsaveiðar hefjist vertíðin 20. mars og útgefinn upphafsfjöldi daga verði 20 eins og í fyrra. Endanlegur fjöldi veiðidaga mun liggja fyrir um mán- aðamótin mars - apríl, þegar niður- stöður úr vorralli Hafrannsókna- stofnunar liggja fyrir. Útflutningsverðmæti grásleppu- hrogna á sl. ári nam 1,17 milljörðum sem er um 200 milljónum lægra en árið 2013 skilaði. Alls voru flutt út 959 tonn af grásleppukavíar og sölt- uðum grásleppuhrognum og skiptist magnið nokkuð jafnt milli afurð- anna. Heildarmagn milli ára dróst saman um tæp 8%. Talsverður áhugi á grásleppuveiðum Kolvetn a- skert Létt og leikandi Óskajógúrt í nýjum búningi Óskajógúrt hefur verið kærkominn kostur íslensku þjóðarinnar í meira en 40 ár. Þín óskastund getur verið hvenær sem er en næsta Óskajógúrt er sjaldan langt undan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.