Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Hafist var handa við að „prjóna“ grænan trefil, sem svo er kallaður, utan um Akureyri fyrir margt löngu. Ekki hefur verið unnið markvisst að verkefninu um tíma, en miðað við umræður í bæjarstjórn á dögunum má gera ráð fyrir að hafist verði handa á ný áður en mjög langt um líður.    Njáll Trausti Friðbertsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á því að enn væri ólokið gróðursetningu við „trefilinn“ og lagði til að verkinu yrði lokið á sjö ár- um.    Fram kom í máli Njáls Trausta að kostnaður við að ljúka verkinu; að koma upp grænum og gróðurríkum svæðum utan um byggðina, yrði ekki nema eins og andvirði einbýlishúss (30 til 40 milljónir króna) og árlegt framlag um það bil eins og að kaupa jeppling.    Ávinningurinn yrði, að sögn Njáls Trausta, m.a. meira skjól í bænum, útivistarsvæði fyrir öll bæj- arhverfi auk þess sem þetta væri góð leið til að binda kolefni.    Hugmynd um græna trefilinn kom fyrst fram um 1980. Á níunda og tíunda áratugnum var plantað af miklum móð norðan Kjarnaskógar, í Hamra- og Naustaborgum og á Eyr- arlandshálsi en af því sem skipulagt var í upphafi á eftir að gróðursetja um 200 hektara lands norðan Glerár.    Fulltrúar annnarra flokka í bæj- arstjórn tjáðu sig um málefnið og var á öllum að heyra að þeim litist vel á að ljúka verkinu, þó ekki væru allir sammála um hvernig staðið yrði að málum.    Ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri stendur í sumar í fimmta sinn fyrir beinu flugi á milli Akur- eyrar og Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu. Hópur Slóvena hefur í hvert sinn komið hingað upp og ís- lenskir ferðalangar notið dvalar þar og í næsta nágrenni. Flogið verður með 144 sæta Airbus frá slóvenska flugfélaginu Adria Airways eins og undanfarin ár.    Skíðanámskeið fyrir hreyfi- hamlaða verður í Hlíðarfjalli á laug- ardag og sunnudag. Aðalleiðbein- andi verður Beth Fox frá Winterpark í Colorado en það skíða- svæði er að hluta til rekið af Denver- borg, vinabæ Akureyrar. Nám- skeiðið er samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra, Vetrar- íþróttamiðstöðvar Íslands í Hlíðar- fjalli og skíðasvæðisins í Bláfjöllum en samskonar námskeið verður hald- ið þar síðar.    Ný útvarpsstöð, Útvarp Akureyri, hefur göngu sína fljótlega. Hún er þegar komin með útvarpsleyfi. „Þetta verður norðlensk stöð eins og nafnið gefur til kynna, sem mun fjalla um þau málefni sem eru Ak- ureyringum og fólki á Norðurlandi hugleikin,“ sagði Axel Axelsson, ábyrgðarmaður stöðvarinnar, við mbl.is í gær.    Þarna verður bæði hægt að hlusta á tónlist en líka þjóðfélags- umræðu, sérstaklega þá umræðu sem á við í þessum landshluta, segir Axel. Hann er enginn nýgræðingur í rekstri útvarpsstöðva; hóf störf á Hljóðbylgjunni á Akureyri 15 ára og kom að öðrum stöðvum á árum áður.    Jóhann Vilhjálmsson og Óskar Pétursson syngja á laugardaginn í heild plötuna Með sínu nefi, fyrstu sólóplötu Vilhjálms heitins Vil- hjálmssonar, föður Jóhanns. Tón- leikarnir verða á Græna hattinum og að auki verða flutt fleiri vinsæl lög Vilhjálms.    Málþing um kyrrðarstarf verður í Glerárkirkju á laugardaginn kl. 10 til 13. Í október var haldin ráðstefna um málið, erindin tekin upp og nú er búið að gera þau aðgengileg á net- inu. Í tilefni þess er boðið til mál- þingsins nú.    Tillaga að nýju deiliskipulagi neðri hluta Norður-Brekku á Ak- ureyri ásamt húsakönnun hefur ver- ið auglýst. Svæðið afmarkast af Þór- unnarstræti í vestri, Glerárgötu í norðri, Klapparstíg, Brekkugötu, Krákustíg og Oddeyrargötu í austri og Þingvallastræti í suðri. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir fjórum nýjum byggingarlóðum auk þess sem bygg- ingarreitir eru afmarkaðir á öllum lóðum. Bílastæði eru skilgreind ásamt gönguleiðum og útivist- arsvæðum. Hægt er að gera at- hugasemdir við tillöguna til 25. mars. Vilja ljúka við græna trefilinn Morgunblaðið/Skapti Vel grænt Kjarnaskógur er stór og fallega grænn að sumarlagi. Þar er stærsti hluti hins græna trefils sem byrjað var að prjóna fyrir margt löngu. Timbersled Reimar Belti Naglar Hjálmar Fatnaður Sérpöntum varahluti í flestar gerðir vélsleða Full búð af fatnaði og sleðavörum Nítró sport / Kirkjulundi 17 210 Garðabæ / Sími 557 4848 www.nitro.is Persónuleg þjónusta og vinalegt umhverfi Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Fjölbreytt æfingarstöð eitthvað fyrir alla Ketilbjöllur v Spinning v Hópatímar Skvass v Golf hermir v Körfuboltasalur Cross train Extreme XTX Einkaþjálfun v Tækjasalur 12 mán. kort: kr. 59.900,- (ekki skvass) nánar á veggsport.is Margfalt dýrara er að leggja í bíla- stæðahúsum í miðborgum höf- uðborga annarra landa á Norðurlönd- unum en í Reykjavík. Í Osló er það frá þrisvar og hálfu sinni til sjö sinn- um dýrara en hér, jafnvel þó að miðað sé við fyrirhugaða hækkun gjald- skrár bílastæðahúsa Reykjavík- urborgar. Bílastæðanefnd hefur lagt til að hækka gjald fyrir skammtímastæði í Kolaporti, á Vesturgötu, í Ráðhúsi og í Traðarkoti úr 80 í 150 krónur fyrir fyrstu klukkustundina. Hver klukku- stund þar á eftir hækkar úr 50 krón- um í 100. Í prósentum talið er það 87,5% hækkun á fyrstu klukkustund- inni og 100% hækkun á aukaklukk- ustundunum. Samkvæmt lauslegri úttekt mbl.is verður gjaldið í bílastæðahúsin í mið- borg Reykjavíkur hins vegar enn langt frá því að jafnast á við það sem þekkist í öðrum höfuðborgum Norð- urlandanna, jafnvel þó að gjald- skrárhækkunin verði samþykkt í borgarráði. Mikill munur á bílastæðum Í Kaupmannahöfn kostar til dæmis 42 danskar krónur, jafnvirði 848 ís- lenskra króna, á hverja byrjaða klukkustund að leggja í bílastæða- húsi Q-Park við Magasin du Nord. Ódýrara er þó að leggja í bílastæða- húsi við Konungsgarð, þar kostar hver hafin klukkustund 30 danskar krónur, um 605 íslenskar. Það er fjór- um sinnum dýrara en lagt er til að fyrsta klukkustundin kosti í miðborg Reykjavíkur og sex sinnum dýrara fyrir aukaklukkustundir eftir það. Í Osló er klukkutímagjaldið í bíla- stæðahúsum í miðborginni frá 30-60 norskum krónum, um 525-1.050 ís- lenskar krónur, eftir staðsetningu. Það er 3,5-7 sinnum dýrara en fyrsta klukkustundin á að kosta í bílastæða- húsum Reykjavíkurborgar. Í Stokkhólmi er klukkutímagjaldið frá mánudegi til laugardags frá 50-60 sænskum krónum, um 794-953 ís- lenskar. Það er rúmlega fimm til sex sinnum dýrara en verður fyrstu klukkustundina í Reykjavík verði gjaldskráin hækkuð. kjartan@mbl.is Ódýrara að leggja í Reykjavík  Dýrara á öðrum Norðurlöndum Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.