Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Síðari heims-styrjöldskildi eftir sig mörg opin sár á milli þjóða, sem misjafnlega langan tíma hefur tekið að gróa. Þau sár sem framferði Japana í styrjöldinni ollu hafa tekið einna lengstan tíma, og berast reglulega af því fregnir að ná- grönnum Japana, einkum í Kór- eu og í Kína, þyki Japanir ekki hafa gert nóg til þess að bæta fyrir hörmungar stríðsins. Þyk- ir nágrannaþjóðunum skorta nokkuð á iðrun Japana, eins og sést til að mynda af þeim deilum sem einatt rísa upp í tengslum við sögukennslu í Japan og því hvernig tekið er á styrjöldinni og aðdraganda hennar. Á þessu ári, þegar sjötíu ár eru frá lokum hennar, ætti að gefast ágætt tækifæri til þess að ná sáttum og minnast fórn- arlamba stríðsins í Asíu. Lík- legra er þó að minning stríðsins verði nýtt til þess að slá póli- tískar keilur í þeim löndum sem að koma. Viðvarandi spenna hefur til að mynda ríkt á milli Kínverja og Japana að und- anförnu og munu Kínverjar til að mynda fagna stríðslokum í ár í fyrsta sinn með myndarlegri hersýningu. Þá hefur núverandi ríkis- stjórn Japana undir forsæti Shinzo Abe gert sig líklega til þess að láta meira að sér kveða á alþjóðavettvangi. Abe hefur meðal annars lagt til breytingar á stjórnarskrá Jap- ans, sem myndu gera landinu kleift að breyta varnarliði sínu í herlið, sem geti jafnvel tekið þátt í aðgerðum með banda- mönnum Japans. Fyrir Abe er þetta löngu tímabær viðleitni til að komast undan hinum gríðar- langa skugga sem stríðið hefur varpað á Japan. En Kóreumenn og Kínverjar, sem þjáðust mest undan oki Japana, eru hins vegar ólíklegir til að sætta sig við að Japanir gleymi glæpum sínum. Á það sérstaklega við um Kóreuríkin tvö, sem minnast þess einnig í ár að 70 ár verða liðin frá skipt- ingu skagans í norður og suður. Minningar stríðsins og eftirmál þess eru enn of nálæg til þess að þar sé tekið vel í viðleitni Jap- ana til þess að láta meira að sér kveða á alþjóðavettvangi. Óvar- leg ummæli japanskra stjórn- málamanna um hinar svonefndu „þægindakonur“, sem neyddar voru í vændishús fyrir japanska hermenn, hafa einnig hellt olíu á eldinn á seinni árum. Á vissan hátt má segja að enn sé verið að heyja stríðið á vígvelli minninganna. Erfitt getur verið að kveða slíkan ófrið niður, sér í lagi þegar báð- ir aðilar telja á sig hallað. Það er því hætt við að enn muni þurfa að líða langur tími áður en sættir nást á milli Japana og nágranna þeirra um afleiðingar stríðsins. Minningar stríðsins herja enn á nágranna Japana} Sögustríðið á Kyrrahafi Nígerískuhryðjuverka- samtökin Boko Haram hafa enn og aftur látið til skarar skríða, en vígamenn þeirra réðust um liðna helgi á skotmörk í bæn- um Diffa í Níger, handan landamæra Nígeríu. Áður höfðu samtökin látið til sín taka í Kamerún, gert þar mannskæðar árásir og meðal annars rænt heilli rútu af fólki, til viðbótar við þá sem áður hafa verið hnepptir í ánauð samtakanna. Þrátt fyrir að samtökin beiti sér nú einnig utan Nígeríu hafa þau ekki slakað á innan landamæranna, og hefur kosningum í landinu nú verið frestað um meira en mánuð. Hér hefur áður verið varað við þeirri hættu sem stafar af Boko Haram, en uppgangur samtakanna er einungis ein af birtingarmyndum þess upp- lausnarástands sem nú ríkir í norður- og vesturhluta Afríku. Viðbrögð heimsbyggðarinnar hafa hins vegar borið þess merki að athygli hennar er nú frek- ar beint að Ríki íslams og Úkra- ínudeilunni heldur en því ófremdar- ástandi sem ríkt hefur í Níger- íu og víðar í álfunni. Það eru þó jákvæð teikn á lofti, því að árásir samtakanna á nágrannaríkin hafa valdið því að nokkur þeirra hafa nú samþykkt stofnun um 8.700 manna herliðs sem eigi að koma stjórnarher Nígeríu til aðstoðar við að kveða niður drauginn. Þó að þessi viðbrögð ná- grannanna komi fremur seint fram eru þau fagnaðarefni. Hins vegar er ástæða til að vara við of mikilli bjartsýni, en ýmsir innan Nígeríu líta nú á það sem tímaspursmál hvenær niðurlögum Boko Haram verð- ur ráðið. Verkið gæti hins veg- ar orðið afar tafsamt og jafn- vel þótt árangur næðist er að óbreyttu hætta á að enn sé frjór jarðvegur fyrir önnur slík samtök. Gegn því verður einnig að vinna. Hefur Boko Haram nú loksins gengið of langt?} Reynt að kveða niður drauginn É g horfði, með ólögmætum hætti, á leik Athletic Bilbao og Barce- lona í spænsku deildinni á sunnudagskvöld, sitjandi með tölvuna fyrir framan mig á hót- elbar í Berlín. Eins og svo oft fylgdist ég gap- andi með Leo Messi leika sér endurtekið að varnarmönnum Bilbao í 2-5-sigri. Hann skor- aði fyrsta markið, lagði upp mark tvö, þving- aði svo varnarmann til að skora sjálfsmark, lagði svo upp fjórða markið og lauk leiknum á því að búa til fimmta markið af óskiljanlegu fyrirhafnarleysi og brilljans listamannsins; hann dundaði sér með boltann í kringum víta- teig andstæðinganna í um hálfa mínútu, smeygði sér lauflétt á milli þeirra eins og krakki í fermingarveislu og splundraði loks vörninni með snilldarlegri utanfótarsendingu. Hann hefur yfir sér feimnislegt fas drengs sem hefur verið sendur inn á grasvöll með fullorðnum mönnum, sýn- ir takmörkuð svipbrigði á vellinum og forðast að líta í augu andstæðinga sinna, en þegar hann fær boltann snúast hlutverkin snarlega við og mótherjarnir verða eins og hjálparvana börn í kringum hann. Ég minnist þess einu sinni að hafa séð ungan Kolbein Sigþórsson spila fótbolta á sparkvelli í Kópavogi og smána þar ítrekað töluvert eldri stráka. Að fylgjast með Messi er ekki ósvipað, nema hvað hann lætur leikmenn á heimsmælikvarða, bestu varn- armenn veraldar, genetísk undur, líta út eins og stirða bumbuboltaleikmenn. Spilamennska hans er ófyr- irsjáanleg en annað í fari hans breytist ekki. Á vítapunkt- inum pírir hann augun eins og köttur rétt áður en tilhlaupið hefst, þegar hann skorar beinir hann vísifingrum til himins og þá sjaldan sem hann skorar ekki rótar hann ört í hári sínu með hægri hendi eins og til að kæfa máttlítinn eld. Stundum er sagt að mikilfengleiki og þokki Messis felist ekki síst í auðmýkt hans, þ.e. að af- staða hans til eigin afreka og hæfileika eins og hún birtist í fjölmiðlum – stíliseruð og æfð – geri þessi sömu afrek og hæfileika tilkomumeiri. Slíkar staðhæfingar eru kristalskýrt dæmi um þá staðfestingarhneigð sem nefnd er eftir geislabaug í atferlissálfræði (e. halo effect); já- kvæðar tilfinningar gagnvart manneskju á einu sviði lita heildarmat okkar á innræti viðkom- andi. Messi er ótrúlegur í fótbolta og brosir svo fallega – hann hlýtur að vera frábær mann- eskja, er það ekki? Myndi hlaupa á eftir ræn- ingja fyrir gamla konu eða og leyfa ókunnugum að hringja hjá sér. Fréttaflutningur af því sem gerist bak við tjöldin bendir til þess að Messi sé bæði lævís og klár og jafnframt drifinn áfram af gegndarlausum metnaði og sjálfstrausti. Brestirnir gera snilligáfuna ljóðrænni. Og mikil lifandis ósköp, fallegri fótboltamaður fyrir- finnst ekki, svo sérkennilega miklu betri en allir hinir. Hér verður því fullum fetum haldið fram að þeir sem staðhæfi að Ronaldo sé betri sanni um leið að þeir hafi ekki nægi- legt vit á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um hana. Sá síðarnefndi er frábær leikmaður, óstöðvandi markavél, en eins og sagt er í spænsku blöðunum … Messi es de otra planeta. Halldór Armand Pistill Leó STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Staðan í svínaræktinni er al-varleg, að sögn HarðarHarðarsonar, formannsSvínaræktarfélags Íslands. Ástæðan er stóraukinn innflutningur á sama tíma og svínabændur geta ekki losnað við afurðirnar, birgðir safnast upp og verð lækkar. Tollkvótinn sem ræðst af samn- ingum Íslands og Evrópusambands- ins um gagnkvæm viðskipti með bú- vörur gerir ráð fyrir 200 tonna inn- flutningi á svínakjöti á ári. Tollkvót- anum fyrir árið 2015 var úthlutað í lok síðasta ári. Innflutningur samkvæmt þess- um samningi er þó aðeins um þriðj- ungur af heildarinnflutningi á svína- kjöti sem var tæp 600 tonn á síðasta ári og hafði aukist um liðlega fjórð- ung frá árinu á undan. Geta sinnt markaðnum Innflutningur umfram kvótann grundvallast á tímabundnum toll- kvótum sem gefnir eru út vegna þess að tilteknar svínaafurðir, eins og til dæmis beikon, er talið vanta hér á markað. Hörður segir að svínabændur geti í langflestum tilvikum sýnt fram á að þeir geti annað þessari eftir- spurn. „Það er fátt sem sýnir það betur en sú staðreynd að við erum að frysta meira en hundrað síður á viku, bara hjá einum sláturleyfishafa. Þetta eru vörur sem markaðurinn tekur ekki við. Einhverra hluta vegna vilja vinnslufyrirtæki kaupa innfluttar síður, frekar en að nýta innlenda framleiðslu.“ Stór verslunar- og kjötvinnslu- fyrirtæki fengu meginhluta tollkvóta ESB fyrir þetta ár. Kaupás flytur inn 60 tonn, Mata tæp 60 tonn, Kjarnafæði 40 tonn og Aðföng, dótt- urfyrirtæki Haga, 30 tonn. „Skinka er 70% af álegginu í hillum stórmarkaða og svínakjötið er burðarásinn í kjötvinnslunni. Sam- kvæmt tölum frá Hagstofunni er þessi vinnsluvara ekki að lækka í verði til neytenda þótt stöðugt sé verið að pressa niður verðið,“ segir Hörður. Hann bendir á að innflytjendur leiki þann ljóta leik að nýta tollkvóta sína ekki til að flytja inn svínasíður í beikon og segi svo að það vanti beik- on á markaðinn. Hann segir að vel sé hægt að nota fleiri skrokkhluta til að búa til beikon. Það sé meðal annars þekkt í Bretlandi og Írlandi. Í grein Ernu Bjarnadóttur, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Bændasamtaka Ís- lands, hér í blaðinu fyrir skömmu kom fram gagnrýni á að opnu toll- kvótanir væru notaðir til að byggja upp birgðir hér innanlands og var nefnt dæmi um það. Hollustan sett til hliðar Aukinn innflutningur leiðir til keðjuverkunar birgðasöfnunar og verðlækkunar hjá svínabændum. Hörður segir að samkeppnisað- staðan sé afleit þar sem ekki séu gerðar sömu kröfur til framleiðslu afurða sem fluttar eru til landsins og innlendrar framleiðslu. Nefnir hann að flutt sé inn kjöt frá löndum þar sem heimilað er að nota sýklalyf beint í fóður og bændur hafi rúman aðgang að lyfjum. Þar séu stuðnings- kerfi sem hjálpi til með fjárfestingar, breytingar vegna bætts aðbúnaðar dýranna, stuðningur greiddur út á flatareiningu lands vegna fóðuröflunar og dreifingar húsdýraáburðar, svo dæmi séu tekin. „Allt hefur þetta gífurleg áhrif á verðmyndun búavara. Hollustan hefur verið sett til hliðar og verðið látið ráða för.“ Svínakjöt safnast upp vegna innflutnings Morgunblaðið/Styrmir Kári Grísir Svínaræktin á undir högg að sækja vegna keðjuverkunar aukins inn- flutnings afurða, birgðastöfnunar og verðlækkunar hjá framleiðendum. Svínabændur hafa reynt að ná eyrum stjórnvalda til að vekja athygli á ójafnri samkeppnis- stöðu gagnvart innfluttu kjöti. „Stjórnvöld þurfa annaðhvort að tryggja það að ekki komi hingað vörur nema frá löndum sem hafa svipað regluverk og hér er eða að innleiða hliðstætt starfsumhverfi hér og tíðkast í þeim löndum sem kjötið kemur frá. Ef hvorugt verður gert, er aðeins eitt eftir. Það er að hætta starfseminni,“ segir Hörður Harðarson. Hann segir að flestir svínabændur séu skuld- ugir vegna fjárfestinga á liðnum árum. Margir séu í þeirri stöðu að þeir geti hvorki hætt né haldið áfram, þeg- ar ástandið er þannig á mark- aðnum að ekki er hægt að afsetja af- urðirnar. Þarf að jafna samkeppni STJÓRNVÖLD RÁÐA Hörður Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.