Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 Mikið er rætt og ritað um þetta mál, sem hlotið hefur vinnuheitið nátt- úrupassi. Fulltrúar hins opinbera og einkafyrirtækja tjá sig og ráðherra mála- flokksins heldur kynningarfundi. Sjá má að margir sem máttu eiga von á að lenda í því að bera önn af þessu (flugið/komugjald o.fl.) eru fegnir að málið fari í annan farveg. Hin- um, fyrirtækjum í ferðaþjónustu, rúturekstri, leiðsögn o.fl., sem vinna beint með ferðamönnum, líst ekki á blikuna. Það virðist eiga að stofna til sérstakra vinnuferla til innheimtu á tiltölulega lágu gjaldi með fyrirfram auglýstum leið- indum! Ráðherra og stjórnsýslu er vorkunn því þetta gjaldtökumál hefur verið ígrundað lengi og nú verði bara að gera eitthvað, hversu vitlaust sem það er. SAF, samtök ferðaþjónustunnar, hafa að vel at- huguðu máli beint því til viðkom- andi fagráðuneytis að besta leiðin sé hóflegt gistinátta- gjald. Stjórnvöld vilja heldur kynna dýra og leiðinlega lausn með fjölda flækjustiga! Inn- heimta gistigjalds á ferðamenn er einföld og hefur reynst skil- virk. Mörg lönd inn- heimta gistináttagjöld á skilvirkan hátt. Það er minna mál að líta eftir innheimtu (skil- um) frá nokkur hundr- uð gististöðum en þús- undum ferðamanna. Það hlýtur líka að vera einfalt að leggja samsvar- andi gjald á viðkomu skemmti- ferðaskipa. Einnig væri eðlilegt að leggja gjald á leigu húsbíla (gistibíla) og koma á reglugerð um að fólk í hús- bílum (án salernis) komi sér á skipulagða náttstaði. Önnur næt- urdvöl í vegarköntum og bílastæð- um verði bönnuð. Viðfangsefnið við uppbyggingu ferðamannastaða er margþætt og skulu nokkur atriði nefnd hér: Að afla sér tekna til ráðstöfunar í uppbyggingu og til viðhalds inn- viða. Það hlýtur að vera varanlegt viðfangsefni. Hverjir eru helstu hvatar að mál- inu? Ferðamönnum hefur fjölgað mjög. Þeir skemma náttúruna, oft- ast vegna skorts á innviðum og við- haldi þeirra. Það vantar fjármuni (þrátt fyrir miklar tekjur frá at- vinnugreininni)! Greinarhöfundur hefur unnið með þúsundum ferðamanna um tveggja áratuga skeið. Ekki verður annað séð en að fjármunir fáist í margvísleg dýr verkefni þessu tengd. Hundruð milljóna fara í þjóðgarða og gestastofur. Samt vantar á mörgum helstu ferða- mannastöðum bílastæði, merkingar, nægar snyrtingar og stígagerð! Ferðamenn vilja greiða fyrir veitta þjónustu Í umræðunni ber mikið á hug- tökum eins og „átroðningur“, „dreifa ferðamönnum um landið“, „lengja ferðamannatímann“. Þetta er allt gott og blessað, en menn þekkja það, að þar sem einn fer kemur annar á eftir. Auðvitað er fínt að leggja hellu- eða plankastíga, en inngripin í nátt- úruna eru að mestu hin sömu (lítur bara öðruvísi/betur út). Þar sem grunnaðstöðu er sinnt með bílastæðum, merkingum, stíg- um, girðingum (einföld reipi) og snyrtingum eru þessi mál að mestu í lagi. Það er í slíku sem átaks er þörf. Þetta er ekki flókið. Það þarf að vinna að þessu með heimafólki á hverju svæði, fá það í vinnu og skila til þess með tekjum af ferða- iðnaðinum. Benda má á til íhugunar að und- irritaður veit bara um einn stað á landinu þar sem „landeigendur“ rukka. Það er við svonefnt Ker í Grímsnesi. Áður fyrr kom þangað rútufólk og aðrir og kíktu ofan í gíginn. Eftir að gjaldtaka hófst (smáaurar – 500 kr.) koma þangað sárafáir. Þeir hinir fáu hafa senni- lega á tilfinningunni að rétt sé að fá einhvað fyrir „snúðinn“ og ganga því flestir hringinn á gígbarminum og margir fara líka ofan í. Þarna er því meiri átroðningur en áður. Þrátt fyrir að hraunsalli hafi verið borinn í einhvað af troðningunum við Kerið sér áberandi meira á þessu náttúruundri eftir að gjald- taka hófst, færri ferðamenn koma, en „traðka“ meira. Við Kerið er engin þjónusta veitt, snyrting, veit- ingar eða slíkt. Bara settur upp skúr, plankagirðing, hlið og rukkað. Hvaða ásýnd og upplifun verður það ferðafólki að mæta slíku? Náttúrupassamálið Eftir Gunnar Gunnarsson Gunnar Gunnarsson » Greinarhöfundur hefur unnið með þúsundum ferðamanna um tveggja áratuga skeið. Höfundur er framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Fjórtán borð hjá eldri borgurum í Reykjavík Mánudaginn 9. febrúar var spilað- ur tvímenningur á 14 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S: Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 392 Örn Isebarn – Kristján Guðmss. 356 Sigurður Tómass. - Guðjón Eyjólfss. 346 Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 323 A/V: Björn R. Bjarnas. – Guðjón Margeirss. 421 Jón Karlsson – Björgvin Kjartanss. 352 Magnús Jónsson – Óli Gíslason 348 Björn Péturss. – Valdimar Ásmundss. 347 Spilað er í Síðumúla 37. Hefðbundin 13 borð í Gullsmáranum Spilað var á 13 borðum í Gull- smára mánudaginn 9. febrúar. Úrslit í N/S: Birna Lárusd.-Sturlaugur Eyjólfss. 339 Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðarson 308 Guðrún Hinriksd.-Haukur Hannesson 294 Heiður Gestsd. - Ari Þórðarson 278 Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 275 A/V: Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 319 Kristín G. Ísfeld - Óttar Guðmss. 316 Gunnar Alexanderss. - Elís Helgas. 309 Rut Árnadóttir - Ása Jónsdóttir 295 Lúðvík Ólafsson - Guðm. Pétursson 290 Það mátti í sjálfu sér reikna með því að í kjölfar ríflegrar launahækkunar lækna myndu kjarakröfur annarra hópa rísa hátt. Flestir ættu þó að geta tekið undir það að eðlilegt sé að læknar séu launahærri en aðrir. Gremja láglaunahópanna þegar sam- ið er við aðra hópa um launa- hækkanir er vel skiljanleg. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að oftar en ekki hefur verið samið um meiri kauphækkanir hér á landi en þjóðhagslegur grundvöllur er fyrir. Afleiðing af því er yfirleitt aukin verðbólga og hækkandi lán og skuldir hjá almenningi. Það má því ljóst vera að hér er úr vöndu að ráða. Kaup launalægstu hóp- anna er það lágt að vart er hægt að lifa af því. Það er nauðsynlegt að láglaunafólk fái einhverjar kjarabætur sem munar um. Jafnframt væri æskilegt að betur laun- uðu hóparnir kæmu ekki í kjölfarið með mun hærri kjarakröfur en láglaunafólk- ið mun semja um. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Kjaramál Seðlar Hver vill ekki fá meira af þessum? Rómantískt umhverfi og steik eins og steik á að bragðast Barónsstíg 11 101 Reykjavík argentina.is Borðapantanir 551 9555 H-Berg ehf | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is Hollar vörur úr náttúrunni í hæsta gæðaflokki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.