Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 ✝ Önundur Ás-geirsson fædd- ist á Sólbakka í Ön- undarfirði 14. ágúst 1920. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 2. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Ásgeir Torfa- son frá Flateyri, skipstjóri, og Ragnheiður Eiríks- dóttir, fædd á Hrauni á Ingj- aldssandi. Systkini Önundar eru Torfi, f. 1910, d. 1994, kvæntur Valgerði Guðrúnu Vilmund- ardóttur; Ragnar, f. 1911, d. 1981, kona hans var Laufey Maríasdóttir, d. 2006; Eiríkur Þórir, f. 1913, d. 1921; María, f. 1916, gift Gunnari Böðvarssyni, d. 1966; Haraldur, f. 1918, d. 2009, kvæntur Halldóru Ein- arsdóttur; Sigríður Hanna, f. 1923, gift Magnúsi Konráðssyni, d. 1983; Ásgeir, f. 1927, d. 1973, kvæntur Guðrúnu Fanneyju Magnúsdóttur. Á Sólbakka ólust einnig upp Kristján Torfason, Ragnar Sigurðsson og Carl J. Eiríksson. Önundur kvæntist 21. júlí 1946 Evu Ragnarsdóttur, f. 1922, stúdent frá MA 1943, 1982, unnusta hans er Una Sig- hvatsdóttir blaðamaður. 4) Páll Torfi, yfirlæknir og prófessor, f. 1955, kona hans er Kristín Hanna Hannesdóttir hjúkr- unarfræðingur. Börn þeirra eru Karen, líffræðingur og um- hverfis- og auðlindafræðingur, f. 1981, og Ragnar, læknir, f. 1983; kona hans er Hrafnhildur Bragadóttir lögfræðingur. Barnabarnabörn Önundar og Evu eru fjögur. Önundur lauk stúdentsprófi frá MA 1940, prófi í viðskipta- fræði frá HÍ 1944 og prófi í lög- fræði frá HÍ 1947. Að loknu námi í júní 1947 hóf hann störf hjá Olíuverslun Íslands hf. sem fulltrúi forstjóra Héðins Valdi- marssonar. Framkvæmdastjóri varð hann 1960 og 1966 tók hann við sem forstjóri og gegndi því starfi þar til í júní 1981. Hann var í stjórn Versl- unarráðs Íslands frá 1965 til 1982. Eftir að Önundur hætti hjá Olís var hann stjórnar- formaður Alpan á Eyrarbakka um árabil og voru það síðustu afskipti hans af viðskiptalífinu. Önundur skrifaði rit um olíu- verzlun á Íslandi (útg. Olíu- verzlun Íslands 1972) og fjölda greina í Morgunblaðið, m.a. um kvótakerfið. Hann var virkur félagi í Frímúrarareglunni og áhugamaður um norræna goða- fræði. Útför hans verður gerð í dag, 12. febrúar 2015, frá Fossvogs- kirkju og hefst athöfnin kl. 15. blaðamanni og hús- móður. Hún er dóttir Ragnars Ás- geirssonar, ráðu- nautar hjá Bún- aðarfélagi Íslands, og Grethe Harne Ásgeirsson frá Ár- ósum. Önundur og Eva bjuggu lengst af á Kleifarvegi 12 í Reykjavík. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Greta, kennari og flug- freyja, f. 1948, maður hennar er Páll Halldórsson flugstjóri. Páll á þrjú börn frá fyrra hjóna- bandi. 2) Ásgeir, rekstrarfræð- ingur, f. 1950, kona hans er Riszikiah. Börn þeirra eru Dan- iessa og Daniella, f. 2002, og Haukur Ragnar, f. 2010. Ásgeir á tvö börn frá fyrra hjónabandi með Ragnhildi Ólafsdóttur, Evu ferða-og snyrtifræðing, f. 1977, og Ólaf Björn mannfræðinema, f. 1990. 3) Ragnar, viðskipta- fræðingur og fv. bankastjóri, f. 1952, kona hans er Áslaug Þor- geirsdóttir hússtjórnarkennari. Synir þeirra eru Þorgeir, sagn- fræðingur, f. 1978, kona hans er Hrefna Sigurjónsdóttir fram- kvæmdastjóri og Önundur Páll, stjórnmála- og hagfræðingur, f. Ég kynntist Önundi er við Páll Torfi fórum að draga okkur sam- an. Eru fyrstu minningar mínar af honum ljóslifandi þar sem hann gekk fram og til baka eftir stofugólfinu í jakkafötum, með bindi, púandi vindil meðan beðið var eftir sunnudagslærinu. Nið- ursokkinn í eigin hugsanir, e.t.v. að hugsa um fyrirtækið sem hann stýrði, næsta samninga- fund eða að reikna út olíuverð. Ég, feimin menntaskólastelpan, var hálfsmeyk við þennan virðu- lega og gáfaða olíukóng, sem mér fannst allt vita, en það reyndust óþarfa áhyggjur svo góður sem hann reyndist mér. Margar minningar koma upp í hugann nú þegar hugurinn reik- ar. Önundur var duglegur, gáf- aður og glettinn, en gat verið fastur fyrir og var sennilega harður samningamaður. En hann gat líka verið hrókur alls fagn- aðar. Þegar hann varð 70 ára var haldin veisla og er það ógleym- anlegt börnunum er hann sýndi þar töfrabrögð. Þar trallaði hann einnig Yellow Submarine og When I was a bachelor með Ei- ríki vini sínum Magnússyni sem fyrstur kenndi manni mínum gít- arleik. Önundur var sérlega góð- ur í hugarreikningi eins og móðir mín tók líka eftir þegar hún fylgdist með olíusamningafund- um úr sendiráðinu í Moskvu. Að hennar sögn sögðu aðrir samn- inganefndarmenn: Önundur, reikna þú nú – og útreikningur- inn kom jafnharðan úr huga hans. Háaldraður fylgdist hann áfram með öllu og var sjálfstæð- ur, ákveðinn og hraustur til 92 ára aldurs. Keypti sér nýjan bíl níræður. Alltaf var hann virðu- legur og klæddi sig í jakkaföt dag hvern og setti upp slifsi. Við bjuggum í Bandaríkjunum í sjö ár og komu Önundur og Eva oft til okkar í heimsóknir sem voru öllum kærar. Önundur sat ekki auðum höndum. Hann tók til að mynda garðinn okkar í gegn í fyrstu heimsókn sinni til Roches- ter, en sá garður var í órækt er við keyptum húsið. Hann byrjaði snemma og vann fram eftir degi, hjó, sagaði, snyrti og gróðursetti blóm og brátt varð garðurinn einn fallegasti garður hverfisins. Eftir heimkomuna bjuggum við í sama húsi og tengdaforeldrar mínir í u.þ.b. 20 ár, þ.e. húsinu sem Önundur byggði, en nú bjuggum við uppi og þau niðri. Börnin okkar tvö, Karen og Ragnar, nutu þess alveg sérstak- lega að hafa ömmu og afa í kjall- aranum meðan þau ólust upp og er ég ævinlega þakklát fyrir það. Þau áttu athvarf hjá þeim hve- nær sem var. Aldrei var þeim sagt að koma seinna þótt væri fréttatími sem er heilagur tími hjá mörgum. Þá heyrði ég Önund oft fagna með þessum orðum: Nei! Ertu þá komin(n) og síðan voru tekin fram spil og spilað fram að háttatíma. Í mörg ár snattaðist hann með þau í tónlist- arskóla eða hvert sem þurfti að fara. En hann gat verið stríðinn og hlustaði ekki alltaf á Evu þeg- ar henni fannst hann vera glæfralegur. Eitt sinn hringdi hún upp í ofboði og bað mig að senda Ragnar niður í einum grænum því Önundur væri að brenna garðaúrgang. Hún sendi drenginn út með vatnsfötu til að slökkva eldinn, en Önundur tók við fötunni og fór að vökva blóm- in. Þá sagði barnið: „Afi er cool.“ Að leiðarlokum þakka ég Ön- undi fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning Önundar Ásgeirsson- ar. Kristín Hanna Hannesdóttir. Önundur Ásgeirsson tengda- faðir minn er látinn. Vorið 1960 kynntist ég verðandi tengdafor- eldrum mínum, Önundi og Evu, þegar Greta dóttir þeirra varð kaupakona á Grund 11 ára göm- ul. Ragnar var svo í sex sumur frá 1963-1968. Við giftum okkur sumarið 1975. Árin með þeim eru orðin 55. Ég man eftir flottum og kraftmiklum bílum. Stundum var rykið ekki sest hinum megin við vatnið þegar hann renndi í hlað. Ég man myndarlegan glaðlegan mann á ungum aldri, fertugan, með uppbrettar ermar í heyskap. Man þegar hann kom við á leið heim úr laxveiði. Stoppaði til að hvíla sig aðeins á akstrinum og fá kaffi og oft skildi hann allan aflann eftir, sem var fengur fyrir stórt og gestkvæmt heimili. Ég man miðaldra mann, sem kom seint heim úr vinnunni, fór úr jakkanum, gekk um gólf og reykti vindil, eða sat við skák- tölvuna og tefldi. Á sumrin átti garðurinn hug hans. Hann hafði alltaf eitthvað fyrir stafni. Ögraði sínum nánustu stundum, hvort sem það var að klifra áttræður upp í hæstu tré að saga greinar eða að skipta um peru sem var í það mikilli hæð að ekki dugði að standa uppi á stól og enginn var stiginn. Þá var búinn til píramídi úr innanstokksmunum sem voru við höndina. Ég man afann sem lék við barnabörnin og kenndi þeim gott málfar og þeim sem ekki voru farin að ganga að bakka niður stiga svo þeir slös- uðu sig ekki. Hann stóð fastur á sínu og ritskoðaði ekki sjálfan sig til að þóknast öðrum. Það vita þeir sem fylgdust með blaða- skrifum hans. Áhugamálin voru margvísleg og var hann til margra ára virkur í Frímúrara- reglunni. Hann var maður gömlu gildanna, skemmtilegur og rétt- sýnn. Verkaskiptingin var skýr. Eva sá um heimilið, uppeldið og tengsl við ættingja og vini. Hann sá fyrir heimilinu. Þau rifust aldrei, bara „diskúteruðu“. Ön- undur klæddist jafnan jakkaföt- um og var með slifsi. Hann sá um aðdrætti og gekk í öll verk ef þurfti, allt þar til fyrir einu og hálfu ári þá orðinn rúmlega 92 ára. Síðasta árið gat hann ekki notið þess að lesa, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp. Þá er hætt við að dagarnir verði tilbreyting- arlausir. Hann æðraðist ekki yfir hlutskipti sínu, var jákvæður og þakklátur fyrir allt og reisninni hélt hann allt til enda. Blikið í augunum var augljóst þegar langafabörnin komu í heimsókn. Vænst þótti honum þó um það hvað Eva var dugleg að koma og rifja upp minningar. Ástin var einlæg. Starfsfólk Eirar á líka þakkir skildar fyrir elskulegt við- mót og góða aðhlynningu. Önundur lét af störfum sem forstjóri Olíuverslunar Íslands hf. sumarið sem hann varð 61 árs. Hvernig það bar að var þeim sem að því stóðu ekki til álits- auka. Síðar komu stjórnendur að Olís sem sýndu gamla forstjór- anum sóma og hafi þeir þökk fyr- ir. Tengdamóðir mín sér nú á eft- ir kærum eiginmanni og vini. Þau hittust í Menntaskólanum á Ak- ureyri fyrir meira en 70 árum og hafa átt samleið síðan. Þau áttu gott líf saman og það er hún þakklát fyrir. Ég kveð kæran tengdaföður minn með söknuði. Ég og systkini mín frá Grund og fjölskyldur þeirra þökkum hon- um samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Áslaug Þorgeirsdóttir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Vald. Briem) Elsku afi, innilegar þakkir fyr- ir öll góðu árin. Guð geymi þig og styrki ömmu á þessum erfiðu tímum. Þín Eva og Ólafur Björn. Afi er fallinn frá, á 95. aldurs- ári. Hann hélt góðri heilsu mest- alla tíð þó að hallað hafi undan fæti síðasta eina og hálfa árið. Á Kleifarvegi 12 var fastur punktur í tilverunni, frá bernsku fram á fullorðinsár. Við knýjum dyra og hann opnar. „Nei, eruð þið komn- ir. Halló, halló, halló, halló!“ Við sitjum á gólfinu og leikum með trékubba, byggjum hallir og turna. Hann situr við borðið í stofunni, teflir við skáktölvuna og reykir kannski vindil, klædd- ur gráum teinóttum jakkafötum, ljósblárri skyrtu með vínrauð axlabönd. Vindlalykt kallar fram góðar minningar um afa. Andrúmsloftið er rólegt, reglulega spilar stóra stand- klukkan stutta lagið sem gefur heimilinu sitt fasta yfirbragð, sinn sérstaka tón. Oft er farið út í garð á Kleifarvegi og við snigl- umst í kringum afa á meðan hann sinnir garðvinnu. Hann útskýrir aðalatriði garðræktar og bolla- leggur hvar sé best að koma fuglahúsum fyrir í trjánum. Hann er vinur bæði fugla og katta, en þó sérstaklega trjánna. Og inni í garðskála, innan um bleikblómstrandi vafningsjurtir, aðgætir hann vínberjaklasa sem hangir þar á grein. Stöku sinnum fara þau amma með okkur eitt- hvað lengra, kannski í lautarferð í Heiðmörk. Í seinni tíð hittum við afa og ömmu yfirleitt í kaffi heima hjá þeim eða í mat heima hjá foreldr- um okkar. Oft voru þar fjörugar umræður um þjóðmál og fleira. Þar var afi oft fastur fyrir, stund- um ósveigjanlegur, Glitti þar í gamlan forstjóra, atvinnurek- anda og hörkutól, hlið á honum sem við höfðum annars í sjálfu sér ekki mikil kynni af. Alltaf voru umræðurnar þó auðvitað á vinsamlegum nótum og ef maður þráaðist við og var ósammála hló hann bara. „Jæja, þú segir það!“ Það var engin lognmolla kringum afa. Í frétt um verkfalls- vörslu, úr Þjóðviljanum frá 1955 segir frá ryskingum hans við verkfallsverði við olíukrana niðri á hafnarbakka. Þar kemur fyrir þessi setning: „Allt í einu hafði hann fyllzt áhuga á að vinna með höndunum …“ Burtséð frá öðru í greininni var þetta það sem hon- um líkaði verst. Í skjölum sem hann sýndi okkur getur að líta andsvör hans við þessu atriði, sem hann hafði íhugað að gera mál úr. Hafði hann þar tekið saman yfirlit yfir þær fjölmörgu vinnustundir sem hann hafði, ut- an vinnutíma hjá Olíufélaginu, unnið með starfsmönnum að byggingu fjölbýlishúss þeim til handa þetta sama ár. Menn gátu gert grín að honum og kallað bíl- inn hans, sem var ensk smíð, dollaragrín, en að gefa í skyn að hann vildi ekki vinna með hönd- unum! Það var yfir strikið. Í næstsíðustu heimsókn Þor- geirs til afa, hinn 25. janúar, var hann hressari eftir að hafa glímt við veikindi frá jólum. Gleðiefni er að hafa hitt hann og átt spjall en sex dögum síðar var hann fall- inn frá. Við erum þakklátir fyrir að hafa átt hann að svona lengi. Það er líka sérstaklega verðmætt fyrir yngstu afkomendurna, barnabarnabörnin, að hafa þekkt langafa sinn sem brá á leik þegar þau komu í heimsókn, alveg und- ir það síðasta. Afi og amma voru gift í 69 ár. Hennar missir er mikill. Hugur okkar er hjá henni á þessari erfiðu stund. Þorgeir og Önundur Páll Ragnarssynir. Þennan langtíma, trausta góð- vin kveð ég – ekki til að rekja æviferil hans, því það kunna aðr- ir mér betur – heldur til að þakka honum og fjölskyldu hans kær kynni og sanna vinsemd, sem aldrei bar skugga á. Minningar- myndin er því fögur og hrein. Auk þess eru konur okkar ná- skyldar. Önundur kom víða að málum. Aðkoma hans var jafnan glögg málefnaleg yfirsýn, víðfeðm, á sterkum rökum reist. Hann var skarpgreindur, víðlesinn og fróð- ur – skemmtilegur og fræðandi í samræðum. Ljúfur var hann, hjartahlýr, trúaður og vildi öllum vel. Kæra Eva og fjölskyldan öll. Meðtakið innilega samúð frá okkur. Guð blessi ykkur. Lítum fram til endurfundanna. Blessuð veri minning Önundar. Jón Hjörleifur Jónsson, Sólveg og börnin. Önundur Ásgeirsson Þetta var helst til fljótt að yfirgefa samkvæmið. Þvílíkt æðruleysi sem Kiddi sýndi hef ég aldrei upplifað. Hann var einn af þeim heilsteyptustu persónum sem ég þekki og passaði vel upp á sig og sitt. Trúaður var hann, tal- aði oft um Guð við mig þann tíma sem við fylgdumst að. Ef ég á að velja eitt orð yfir Kidda þá er það kærleikur. Eins og Jesús sagði: kærleikurinn er það mikilvæg- asta í þessu lífi, bæði í samskipt- um og í verkefnum lífsins. Ekki man ég eftir því að hitta hann í vondu skapi, frekar á hinum end- anum á tilfinningaskalanum. Ég vissi að ég gat látið ýmist grínið fljúga við hann, alltaf tók hann því vel og hló. Við kynntumst fyrst er við fór- um saman í mjólkurfræðina í drottningarinnar landi, Dan- mörku. Fyrst voru kannaðir und- irheimar Kaupmannahafnar, þefa af ósómanum. Blautir bak við eyrun. Fórum strax daginn eftir til Óðinsvéa þar sem við hjóluðum saman um vistvæna stíga Danans. Saman áttum við Kristinn Pálmason ✝ KristinnPálmason fæddist 26. maí 1963. Hann lést 21. janúar 2015. Útför Kristins fór fram 30. janúar 2015. tvö og hálft ár við nám í mjólkurfræði og mjólkurtækni- fræði, seinni skól- ann. Stundum feng- um við okkur einn grænan á tilboði með einum gömlum fljótandi Dana til styrkingar. Aðeins til að fá smáfútt í þetta. Kiddi, Halli, Jóhannes, ég og seinna Óli. Miklar minningar liggja eftir sem af þessu tilefni verða ekki hafðar eftir. Þær lifa áfram í huga okkar skólafélag- anna. Svo var öllu hent í gám og flutt á Selfoss og reynt að yrkja það sem við höfðum lært. Þar setti Kiddi sinn hatt þrátt fyrir að hugur hans væri á Patreksfirði. Gerðist Selfyssingur og var sátt- ur við sitt. Sáttur við Guð og menn með kærleikann að leiðar- ljósi. Takk, Kiddi minn, fyrir að vitja mín eftir að þessu var lokið. Það yljaði mér, fann kærleikann frá þér. Þú verður með mér áfram, minningin um þig mun lifa. Takk kærlega, ég hef og mun læra af þér. Kæra Salóme, Rebekka og Gabríel, óska ykkur alls hins allra allra besta við þessar aðstæður. Með kveðju úr Freudenstadt í Svartaskógi, Þýskalandi, Guðmundur Rúnar Sigfússon. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA KRISTÍN KRISTVALDSDÓTTIR, Skúlagötu 11, Stykkishólmi, lést fimmtudaginn 5. febrúar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Stykkishólmi. Útför hennar fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 13. . Tómas Magni Bragason, Anna Ragna Bragadóttir, Margrét Steinunn Bragadóttir, Valdimar Ólafsson, Hólmfríður Jóna Bragadóttir, Geir S. Sigurjónsson, Bogi Th. Bragason, Sólveig J. Ásgeirsdóttir, Sigríður L. Braga Carson, Steve Carson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR GUNNARSSON frá Borgum, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi laugardaginn 7. febrúar, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 14. febrúar kl 14. . Jóhanna Margrét Eysteinsdóttir, Gunnar Jón Ólafsson, Steiney Kristín Ólafsdóttir, Baldvin Leifur Ívarsson, Jóhanna Ósk Baldvinsd., Svani Hauksson, Ólafur Ívar Baldvinsson, Elín Jóhannsdóttir, Björn Ingi Baldvinsson, Steinunn Dröfn Þorvaldsd., Gunnar Bjarki Baldvinsson, Jökull Ívar Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.