Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 ✝ Kristín Sigríð-ur Friðbjörns- dóttir fæddist á Dal- vík 19. október 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 4. febrúar 2015. Foreldrar Krist- ínar voru Friðbjörn Kristinn Magn- ússon, sjómaður frá Dalvík, f. 8. desem- ber 1897, d. 29. júlí 1924, og Guð- rún Ágústsdóttir, f. 14. júní 1894, d. 1. júní 1953. Árið 1947 giftist Kristín Ár- sæli Lárussyni sjómanni og verkamanni frá Neskaupstað, f. Hólmfríður Sunna Sigurlaugar- dóttir Guðmundsdóttir, f. 25. nóvember 1988. Kristín stundaði nám við Hús- mæðraskólann Ósk á Ísafirði 1942-1943. Þau Ársæll bjuggu í Víðimýri 12 í Neskaupstað. Kristín starfaði lengst af hjá SVN en einnig í Efnalaug Norð- fjarðar, hún lagði margt af mörkum til samfélagsins; virkur þátttakandi með Leikfélagi Norðfjarðar, söng með kirkju- kórnum, var fulltrúi í barna- verndarnefnd og starfaði með kvennadeild Slysavarnafélagsins og var gerð að heiðursfélaga þess árið 2000 fyrir störf sín. Skömmu eftir að Ársæll lést fluttist Kristín í íbúð fyrir aldr- aða í Breiðabliki á Norðfirði. Ár- ið 2012 flutti hún á hjúkr- unarheimilið Skjól. Útför Kristínar verður frá Norðfjarðarkirkju í dag, 12. febrúar 2015, kl. 13. 3. desember 1920, d. 27. apríl 1995. For- eldrar hans voru Lárus Ásmundsson, f. 19. september 1885, d. 15. sept- ember 1971, og Dagbjört Sigurð- ardóttir, f. 16. apríl 1885, d. 7. sept- ember 1977. Kristín og Ársæll eignuðust dæturnar Dagrúnu, f. 9. október 1947, d. 9. sept- ember 1949, og Dagrúnu, f. 16. febrúar 1952, gift Ingva Þór Kormákssyni, f. 30. janúar 1952. Sonur þeirra er Ársæll Þór, f. 14. nóvember 1981, unnusta hans er Kristín Friðbjörnsdóttir var fædd á Dalvík. Ung missti hún föður sinn og ólst eftir það ein upp með móður sinni. Stína Gunnu var hún stundum kölluð. Hún kynntist mannsefni sínu, Ársæli Lárussyni frá Neskaup- stað, á vertíð. Hann kom úr hópi ellefu systkina. Þau hófu búskap saman, fyrst á Dalvík en svo í Neskaupstað. Þau eignuðust dótturina Dagrúnu sem skírð var í höfuðið á ömm- um sínum, Dagbjörtu og Guð- rúnu. Dagrún lést aðeins tveggja ára gömul og varð öll- um harmdauði. En þeim hjón- um auðnaðist að eignast aðra dóttur sem einnig var gefið nafnið Dagrún. Í Neskaupstað varð framtíð- arheimili þeirra hjóna en um tíma fóru þau á vertíðir þar sem Ársæll stundaði sjó- mennsku og Kristín tók að sér ráðskonustörf og fleira. Í Nes- kaupstað byggðu þau sér fal- legt hús í Víðimýri 12. Það eru góðar minningar hjá okkur hjónum og Ársæli Þór um heimilið í Víðimýri enda var alltaf farið þangað í heimsókn þegar færi gafst. Fyrir utan iðjusemi og æðruleysi ein- kenndi gjafmildi helst þau hjón bæði. Aldrei var skortur á neinu og þau ætíð fús til hjálp- ar ef á þurfti að halda. Stína var ein af þessum kjarnakonum sem aldrei féll verk úr hendi. Hún starfaði hjá SVN og í heimilishaldi var ekki ónýtt að hafa Ársæl sér við hlið eins hjálpsamur og laginn sem hann var. Stína var mikil hannyrðakona; saumaði út, prjónaði, saumaði flíkur og breytti ef með þurfti. Þegar Stína dvaldi hjá okkur fyrir sunnan var lagað, bætt, og straujað; allt tekið í gegn af miklum krafti. Mamma söng með Kór Norð- fjarðarkirkju, lék með leik- félaginu, sat í barnaverndar- nefnd um tíma og starfaði með slysavarnafélaginu. Hún hafði gaman af tónlist og spilaði á munnhörpu. Margar skemmti- legar minningar á ég um það þegar mamma greip til munn- hörpunnar og fékk jafnvel pabba til að spila með og stund- um endaði uppákoman með dansi. Mamma var hvers manns hugljúfi, spaugsöm og einstak- lega geðgóð. Hana einkenndi líka æ þegar Stína greip til munnhörpunnar æðruleysi og tók hún hverjum degi eins og hann kom fyrir. Hún lét aldrei bilbug á sér finna og hugsaði ætíð í lausnum. Það voru eng- in vandamál, bara verkefni sem þurfti að leysa og voru svo leyst með bros á vör. Hún var mjög framsýn og hvetj- andi, brýndi fyrir mér að tengja á milli hugar og hjarta en leyfa rödd minni að heyr- ast. Eftir að pabbi lést 1995 flutti mamma í íbúð fyrir aldraða í Breiðabliki. Þar bjuggu einnig margar góðar vinkonur og áttu þær gott samfélag. Fyrir um það bil þremur árum kom hún til Reykjavíkur. Ekki var það auðveld ákvörðun. Til þess þurfti áræði og kjark en þegar hún var búin að taka þá ákvörðun var aldrei litið til baka. Við vorum öll þakklát fyrir að eiga þannig saman fleiri gæðastundir. Á hjúkrun- arheimilinu Skjóli bjó hún í góðu yfirlæti uns yfir lauk er hún hlaut friðsælt andlát í nær- veru sinna nánustu. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Dagrún, Ingvi Þór. Elsku fallega amma mín. Mér líður svo vel að vita af þér og afa saman á ný eftir heil 20 ár, þótt ég viti að afi sé búinn að vera hjá þér allan þennan tíma að passa upp á hana Stínu sína. Sem barn gat ég ekki beðið eftir að sumarið kæmi svo ég gæti ferðast aleinn með flugvél alla leið austur á Neskaupstað til ykkar afa í Víðimýri 12. Ég held að borgarbarnið sem ég var og er hafi haft virkilega gott af því að eyða nokkrum vikum á ári hjá ykkur. Á stað þar sem alltaf var nóg að gera, hvort sem það var uppi í fjalli að búa til stíflu í einhverjum læk, niðri á bryggju að veiða eða æfa fótbolta en ég var ein- mitt bara góður í fótbolta í Neskaupstað. Þú leyfðir mér ansi snemma að hræra í pott- unum og það var ósjaldan sem við hentum í góðan hræring saman ásamt öðru góðgæti. Þið afi voruð alltaf hress, já- kvæð og oftast til í eitthvert sprell, nema auðvitað þegar það voru fréttir. Það sitja eftir svo margar góðar minningar sem ég gæti talað endalaust um en ég verð víst að láta þetta duga. Ég get varla lýst því hversu þakklátur ég er fyrir að þú ákvaðst að flytja suður svo að við litla fjöl- skyldan gætum verið meira saman þennan seinasta spöl. Þú varst ekki lengi að koma þér fyrir á Skjóli og alveg greinilegt að þú varst í miklu uppáhaldi hjá því yndislega fólki sem þar býr eða vinnur. Þú varst mikill húmoristi og aldrei langt í grín- ið. Þegar maður kom í heim- sókn þá kom ekki til mála að maður færi án þess að borða allavega heila lúku af sælgæti. Þú varst mjög sterk kona, bæði andlega og líkamlega, líkt og hún dóttir þín. Þú kvartaðir aldrei yfir einu né neinu og það var ekki fyrr en undir lokin þegar þú sagðir mér að þér liði ekki sem best, að ég vissi að núna væri það alvarlegt og nú færi að styttast í kveðjustund. Ég er samt ekki að kveðja þig því ég veit að þú átt eftir passa upp á mig alveg þangað til við hittumst næst. Sjáustum, elsku amma mín, og Guð geymi þig. Ársæll Þór. Ég var svo lánsöm að búa hjá Stínu, Sæla og Dæju vin- konu minni í tvo vetur þegar ég var í gagnfræðaskólanum í Neskaupstað. Þau bjuggu í næsta húsi við mína fjölskyldu. Fluttum við úr bænum, en ég fékk að vera áfram hjá þeim og klára gagnfræðaskólann. Þau voru einstaklega samhent fjöl- skylda og voru mér mjög góð. Fannst mér ég vera eins og ein af fjölskyldunni þennan tíma og hefur mér þótt mjög vænt um þau alla tíð síðan. Ég á margar skemmtilegar minningar um Stínu. Þar stend- ur þó upp úr hversu gaman mér þótti þegar hún spilaði á munnhörpuna sína, en það gerði hún af mikilli snilld. Stína og móðir mín heitin bjuggu svo báðar á Breiðabliki, sem eru íbúðir aldraðra í Nes- kaupstað, í mörg ár. Þar bjuggu á sömu hæðinni nokkrar konur sem mynduðu einstakt samfélag og pössuðu hver upp á aðra. Ég leit alltaf inn hjá Stínu þegar ég fór austur og áttum við mjög ánægjulegar stundir saman, einnig eftir að hún flutti á Hrafnistu, þar sem hún bjó síðustu árin. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Hvíl í friði elsku Stína og takk fyrir allt. Dæju, Ingva Þór og Ársæli Þór votta ég innilega samúð. Soffía Þorfinnsdóttir. Kristín Friðbjörnsdóttir Þegar ég kom fyrst inn í fjöl- skylduna á Kirkjuveginum hélt ég að Gumma líkaði ekki við mig. Hann hafði ekki mörg orð um þessa stelpu til að byrja með en smátt og smátt náðum við saman og sú tenging hefur styrkst með hverju liðnu ári. Gummi var hægur maður og hafði ekki mörg orð um hlutina, en þegar hann talaði þá hlustaði maður. Hann var þá oft búinn að hugsa hlutina vel áður en hann tjáði sig, enda með sitt á hreinu. Það var gaman að heyra hvernig hann hellti sér í áhugamálin sín þegar hann hætti að keyra mjólkurbílinn og hafði meiri tíma fyrir tónlistina sína og saltið sitt eins og hann kallaði vísurnar sínar. Hann hafði áhuga á öllu andlegu og krossgátur gat hann ráðið út í eitt. Einnig talaði hann mikið um bækurnar sem hann las með lestrarklúbbnum sínum sem ferðaðist síðan á þær slóðir sem fjallað var um. Það gaf honum mikið. Það er ekki hægt að tala um Gumma án þess að tala um Öddu, þar sem þau hafa verið hvort öðru stoð og stytta alla sína tíð og samhent í öllu sínu. Ég er mjög lánsöm að hafa verið hluti af þeirra lífi og fjöl- skyldu og að þekkja þau hefur verið mannbætandi. Það yljar Guðmundur Lárus Jóhannsson ✝ GuðmundurLárus Jóhanns- son fæddist 30. september árið 1931 á Smiðjuhóli, Áltaneshreppi, Mýrum. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi 21. janúar 2015. Útför Guð- mundar fór fram frá Selfosskirkju 31. janúar 2015. mér líka um hjarta- ræturnar að Gummi sagði við mig að ég yrði alltaf ein af stelpunum hans. Hann var sannköll- uð hvunndagshetja. Elsku Adda mín og fjölskylda, við eig- um elsku kallinn okkar í ljúfum minningum og nú eiga orð Khalils Gi- brans vel við: „Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú græt- ur vegna þess, sem var gleði þín.“ Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Berglind Sigurðardóttir. Góður frændi er fallinn frá. Mæður okkar Sævars voru ná- frænkur og uppeldissystur um hríð. Þær frænkur áttu eins og flestir Ísleningar forfeður vítt um land en amma þeirra Guð- laug var úr Árnesþingi, dóttir Sigurðar á Votamýri í Skeiða- hreppi. Við Sævar vissum hvor af öðrum lengst af ævinnar en ná- inn samgangur var stopull því framan af var Sævar árum sam- an á Siglufirði þar sem faðir hans Halldór, kenndur við Frón, rak útgerð. Sævar er því á sín- um yngri árum áhorfandi að og þátttakandi í hinu mikla ævin- týri sem gríðarmikil síldveiði um miðja tuttugustu öld færði Sigl- firðingum og öðrum landsmönn- um í hendur. Sævar og Gunnar bróðir hans voru meirapróf- smenn í öllu er laut að þessum útvegi en Sævar vildi eiga vísari kjölfestu en sveiflukennd síld- veiði lagði mönnum til og sneri sér að námi í fræðum ljósmynd- ara. Þar datt hann í lukkupott- inn og komst í nám hjá sjálfum Jóni Kaldal og útskrifaðist frá honum fullfiðraður fotograf. Sævar sest nú að á Akureyri og þar liggja leiðir okkar saman þegar ég hef þar skólagöngu. Sævar Halldórsson ✝ Sævar Hall-dórsson fædd- ist á Patreksfirði 10. september 1923. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 4. jan- úar 2015. Útför Sævars fór fram frá Háteigs- kirkju 15. janúar 2015. Þau árin reyndist Sævar eins og besti bróðir, skaut yfir mig skjólshúsi um skeið og ávallt reiðubúinn að rétta hjalparhönd; kom ég þá oft á heimili Sævars og fyrri konu hans Helgu Júníusdóttur. Sem ljósmyndari hafði Sævar mikil um- svif, fór víða um land og var lengst af ævinnar í miklum og tíðum samskiptum við lands- menn. Þau mót fóru fram með ágætum því Sævar hafði tamið sér stillta og prúðmannlega framkomu. Hann átti sér innri viðmið sem gerðu að fas hans minnti stundum á framgöngu fágaðra hirðmanna og var þá ekki laus við vott af kímni. Ég heyrði Sævar aldrei ryðja úr sér illmælgi um aðra menn en hann gat komið mönnum í rétt sæti með hnyttilegri athugasemd án græsku. Sævar sótti fleira en fagþekkingu í umráðasvæði Kal- dals því þar kynntist hann Auði Jónsdóttur, sem einnig var við nám í ljósmyndafræði. Felldu þau hugi saman og varð Auður síðari kona Sævars. Með þeim ríkti samhugur og tryggð sem varð enn ljósari þau árin sem Sævar, vegna heilsubrests Auð- ar, lagði sig fram um að sinna heimili þeirra og fást um velferð hennar og líðan í hvívetna. Lífs- hlaup góðs drengs kallar fram myndskeið góðra minninga. Hin ágætu börn Sævars eiga þar auð. Ég minnist Sævars með þakklæti og vinarhug; svo munu margir. Emil Als. Elsku pabbi, nú hefur þú fengið hvíld og frelsi frá þínum erfiða sjúkdómi. Við hefðum Ólafur Magnús Hreggviðsson ✝ Ólafur MagnúsHreggviðsson fæddist 23. febrúar 1957 á Landspít- alanum í Reykja- vík. Hann lést 7. janúar 2015. Foreldrar hans voru Hanna Þór- anna Samúelsdóttir og Hreggviður Ey- fjörð Guðgeirsson. Systkini hans voru Samúel Smári Hreggviðsson, Guðgeir Veigar Hreggviðsson, Margrét Dögg Hreggviðsdóttir, Veiga Eyfjörð og Hólmar Ey- fjörð. Dætur hans eru Brynja Mjöll og Margrét Guðbjörg og barnabörn hans eru sex. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. auðvitað kosið að hafa þig mun leng- ur á meðal okkar en þrautin var þung. Á meðan þú hafðir heilsu varstu mikið fyrir ferða- lög, skíði og naust þess að vera virkur í leik og starfi. All- ir sem þekktu þig eru sammála okkur um að leitun sé að betri smið og að allar smíða- hugmyndir urðu einfaldar í vinnslu og útkoman einstök hjá þér. Við vitum ekki hvernig fólk bregst við áföllum eins og sjúk- dómum og heldur ekki hvers vegna, hvort sem um sjúkling eða aðstandendur er að ræða. Hitt vitum við að ást barna til foreldra og ást foreldra til barna er órjúfanleg. Við áttum góðar stundir sam- an, fórum á skíði, borðuðum góðan mat, hlógum, fórum til útlanda, fórum í sund og gerð- um auðvitað bara allt það sem feðgin gera. Það var mjög auðvelt að fá þig til að samþykkja að gera eitthvað skemmtilegt eins og t.d. gistipartý eða skíðaferð í Bláfjöll. Við yljum okkur við góðu samverustundirnar og minn- umst þín með söknuði og tárum. Guð geymi þig, elsku pabbi. Það er þá fyrst er við höfum stigið niður í djúp sorgarinnar sem við skiljum hve flókið mannlífið er. Þá finnum við samkenndina með þeim sem lifa og þjást, dáumst að þolgæði þeirra og þrautseigju, og getum auðsýnt þeim sem þarfnast þess hlýhug, góðvild og vináttu. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Brynja Mjöll og Margrét Guðbjörg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.