Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 ✝ Júlíus fæddistað Sjöunda- stöðum í Flókadal 24. janúar 1924. Hann lést á dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri 3. febr- úar 2015. Foreldrar Júl- íusar voru Gunn- laugur Sigfússon, f. 25. febrúar 1889, d. 13. október 1931, og Sólveig Jóakimsdóttir, f. 24. september 1888, d. 31. ágúst 1956. Systkini Júlíusar eru Sig- fús, f. 9. nóvember 1922, d. 13. desember 1942, og Aðalbjörg, f. 12. marz 1925. Aðalbjörg á þrjár dætur og fjögur barnabörn. Júlíus giftist Guðfinnu Hólm- fríði Steinsdóttur, f. 6. janúar 1928, d. 26. september 2013 hinn 13. febrúar 1954. Foreldrar Guðfinnu voru Steinn Árni Ás- grímsson og Anna Sigurð- ardóttir, sem bjuggu lengst af á Auðnum í Ólafsfirði. Júlíus og Guðfinna hófu búskap á Siglu- firði árið 1951 og bjuggu þar allt til ársins 2002 en það ár fluttu þau til Akureyrar. Börn barnabörn Gunnlaugs eru fjög- ur. 6) Sverrir, f. 9. apríl 1965, eiginkona hans er Svala Guð- björg Lúðvíksdóttir, sonur þeirra er Lúðvík Freyr, barna- börn Sverris eru tvö. 7) Brynja, f. 19. janúar 1967, d. 12. desem- ber 2009, eiginmaður hennar var Þröstur Ólafsson. Brynja átti tvær dætur frá fyrra sam- bandi en þær eru Lára og Sól- veig Anna. Barn Brynju og Þrastar er Þorfinna Ellen, barnabörn Brynju eru fimm. Júlíus starfaði við hin ýmsu störf í gegnum árin. Aðeins 13 ára gamall hóf hann störf hjá Hertevigsbakaríi og hélt þeirri vinnu næstu árin, fyrst sem sendill og síðar sem bakari. Hann stundaði einnig sjó- mennsku, bæði hjá öðrum og einnig á bát sínum Brynjari SI. Þá vann hann við smíðar hjá Siglufjarðarbæ, vann hjá Síld- arverksmiðju ríkisins og síðar Sigló-Síld. Með fullum vinnu- degi rak hann hænsnabú til margra ára á Háveginum á Siglufirði. Það má því segja að Júlíus hafi gengið í þau störf sem þurfti að vinna og aldrei sagt nei við nokkurn mann, ef óskað var eftir vinnuframlagi hans. Útför Júlíusar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 12. febr- úar 2015, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Guðfinnu og Júl- íusar eru: 1) Sól- veig, f. 17. sept- ember 1951, eiginmaður hennar er Björn Óskar Björgvinsson. Sól- veig á þrjú börn af fyrra hjónabandi, þau eru Júlíus Geir, Jóhanna Hjördís og Brynjar. Börn hennar og Björns eru Íris Ösp og Guðfinna Hlín, barnabörn Sólveigar eru 15. 2) Ásgrímur Gunnar, f. 16. maí 1953, eiginkona hans er Sigþóra Gústafsdóttir, börn þeirra eru Una, Hjalti og Gunnar Þór, barnabörn Gunnars eru fimm. 3) Brynjar, f. 15. ágúst 1955, d. 9. ágúst 1965. 4) Anna, f. 10. nóv- ember 1959, eiginmaður hennar er Heiðar Elíasson, börn þeirra eru Freydís, Eva Björk og Heið- ar Smári, barnabörn Önnu eru fimm. 5) Gunnlaugur, f. 11. febr- úar 1962, eiginkona hans er Jón- ína Salóme Jónsdóttir. Fyrir átti Gunnlaugur dótturina Eydísi Hrönn. Börn Gunnlaugs og Jón- ínu eru Davíð, Björk og Andri, Hinn 24. janúar sl. hélt tengdafaðir minn, Júlíus Gunn- laugsson, upp á 91 árs afmæli sitt á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Þá um kvöldið sótt- um við hann á þorrablót, sem haldið var með börnum hans og tengdabörnum. Tíu dögum síð- ar var hann allur. Það eru for- réttindi að kynnast mönnum eins og Júlíusi. Hann fæddist í sveitinni, en fluttist ungur til Siglufjarðar með móður sinni og varð að vinna fyrir sér og á tíma fyrir þeim báðum. Þannig mótaðist líf hans og störf. Hann var alltaf að, lét sér aldrei verk úr hendi falla og bjó í haginn fyrir sig og sína. Það eru um þessar mundir 40 ár síðan fundum okkar bar fyrst saman, en það var þegar ég kom fyrst til Siglufjarðar snemma á árinu 1975. Síðan þá höfum verið góð- ir vinir, sem aldrei hefur borið skugga á. Mér eru minnis- stæðar ferðir okkar hjóna til útlanda með þeim Júlíusi og Guðfinnu, svo og ferðir innan- lands bæði með hjólhýsi í eft- irdragi svo og dvöl í orlofs- húsum. Allar þessar ferðir voru jafn ánægjulegar og gefandi. Nú þegar leiðir skilur er ég fyrst og fremst þakklátur fyrir alla vináttuna og aðstoðina, sem þau Júlíus og Guðfinna hafa veitt okkur fjölskyldunni, m.a. dvöldu börn okkar Sólveig- ar flest hjá þeim sumarlangt, þegar þau voru yngri. Þótt bæði sjón og heyrn væru farin að gefa sig hjá Júl- íusi fylgdist hann með því sem var að gerast í þjóðfélaginu hverju sinni. Hugsunin var skýr allt fram á síðasta dag, en líkamanum þrotinn kraftur. Ég þakka samfylgdina og votta afkomendum Júlíusar samúð. Björn Ó. Björgvinsson. Komið er að kveðjustund. Hann Júlíus tengdapabbi var traustur og góður maður. Hann var líka mjög vinnusamur og var alltaf að. Alveg frá því að ég kom fyrst í heimsókn á Há- veginn og bjó svo hjá tengda- foreldrum mínum heilan vetur tók ég eftir því að hann var alltaf að gera eitthvað. Sumt fannst mér bara venjulegt eins og það að dytta að húsinu og laga bílana en annað var mér mjög framandi. Eins og t.d. að hann væri að baka. Hann var duglegur við það og það skrýtnasta var þegar hann fór á fætur kl. 2 að nóttu til að baka bollur. Bollur sem voru bestu bollur í heimi. Og hann bakaði það mikið að það voru til bollur í frysti frá bolludegi og langt fram eftir ári. Það var gott að geta sótt bollupakka og sett á eins og 10 bollur þegar gesti bar að. Þetta vandist auð- vitað og það varð bara venju- legt að hann væri líka duglegur að baka eins og allt hitt. Júlíusi var alltaf mjög umhugað um allt viðhald og smíði og venju- lega var hann fyrstur til þegar eitthvað þurfti að laga eða smíða nýtt. Þegar við eignuð- umst okkar fyrsta bílskúr mætti hann með skápa sem enn eru í notkun. Eins smíðaði hann útihurðir og stiga fyrir okkur þegar þess þurfti. Alltaf þegar hann kom í heimsókn var hans fyrsta verk að ganga hringinn í kringum húsið til að kanna ástandið og athuga hvernig við- haldið væri. Síðasta sumar þeg- ar hann kom suður lét hann það ekki vanta, gekk hringinn og þegar hann kom inn tók hann strax eftir því að parketið væri komið með nýjan lit, þrátt fyrir að hann hefði ekki komið í 5 ár. Svona var hans auga glöggt. Hann var líka mjög duglegur að fylgjast með öllu og öllum í kringum sig. Vissi alltaf hvað gekk á í þjóðfélaginu og hafði ákveðnar skoðanir á öllu. Hann hafði líka tileinkað sér ákveðin grunngildi sem hann hélt allt sitt líf. Hann kom alltaf vel fram við alla, tók öllum eins og þeir voru og hvað varðar það veraldlega þá sagði hann alltaf „maður eyðir ekki meiru en maður aflar“. Það er svo margt sem við getum lært af þessari kynslóð sem nú kveður okkur. Hann fylgdist af áhuga með barnabörnunum sínum og fannst mjög gaman að fylgjast með því sem þau tóku sér fyrir hendur. Vissi alltaf hvað hver var að gera og fylgdist af áhuga með námi og starfi þeirra allra. Hann lét sig ekki muna um að fara í hesthúsið í heimsókninni síðasta sumar til að kíkja á nýj- asta áhugamál yngsta barna- barnsins. Það er með mikilli þökk og virðingu sem ég kveð tengda- föður minn í dag og þakka hon- um samfylgdina og leiðbeining- arnar gegnum árin. Fjölskyldunni allri sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Minning Júlíusar mun lifa í öllum hans afkomendum. Bless- uð sé minning hans Júlíusar tengdapabba. Jónína Salóme. Nú er komið að leiðarlokum hjá afa mínum. Orð fá því varla lýst hversu mikið mér þótti vænt um Júlla afa og hversu mikil áhrif hann og hans líf hef- ur haft á mig. Eftir sitja marg- ar minningar og þakklæti. Er ég viss um að hann er nú kom- inn í fang ömmu og fagna þau saman 61. brúðkaupsafmælinu sínu á morgun með börnunum tveimur sem þau misstu, Brynj- ari og Brynju. Afi var duglegur maður, hann var alla mína tíð hálf- sjónlaus og heyrði illa en lét það aldrei aftra sér frá neinu. Hann vann ætíð mikið og þegar aldurinn fór að segja til sín og hann neyddist til að hætta á vinnumarkaðnum, tók hann sig til og byggði torfbæ í garðinum á Háveginum. Þetta er bara lít- ið dæmi um handlagni hans og þrautseigju. Afi var einstaklega barngóð- ur maður. Honum þótti vænt um öll börnin sín, barnabörn og barnabarnabörn og talaði hreykinn um okkur öll. Hann var alltaf tilbúinn að aðstoða og gerði það með bros á vör. Fyrir tæpum 10 árum fæddist mér drengur og fékk hann nafnið hans afa, Júlíus. Afi var mjög stoltur af nafnanum og ber Júl- íus yngri nafnið með stolti. Ég er einstaklega þakklát fyrir að börnin mín þrjú fengu að kynn- ast langafa sínum og heyra sög- ur úr æsku hans. Afi var frábær bakari og þekktur fyrir bolludagsbollurn- ar sínar. Bolludagurinn byrjaði yfirleitt nokkrum dögum fyrr og bakaði afi mörg hundruð bollur fyrir vandamenn. Boll- urnar voru ekkert venjulegar bollur, heldur „afabollur“. Margir fjölskyldumeðlimir hafa barist við að ná að gera afaboll- ur í gegnum tíðina við mismikla lukku. Eitt árið, eftir að afi var hættur að baka bollur, ákvað ég að taka mig til og baka boll- urnar. Eftir nokkrar misheppn- aðar tilraunir kom afi til að leiðbeina mér og hjálpa mér við baksturinn. Sömdum við svo um að hann hefði ekkert komið á staðinn, það var eingöngu okkar á milli. Daginn eftir kom ég með bollur handa fjölskyldunni heim til afa og ömmu. Bollurnar voru nákvæmlega eins og þær áttu að vera, við mikinn fögnuð við- staddra. Í dag sit ég á upp- skriftinni eins og ormur á gulli og held vænlegan bolludag, ár hvert, með fullu húsi af gestum og tugi bolla á boðstólum. Elsku afi minn, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og fjölskyldu minni í gegnum tíð- ina. Minning þín mun lifa. Þín dótturdóttir, Freydís. Elsku afi á Sigló. Þrátt fyrir að afi og amma hafi átt heima á Akureyri síðustu árin töluðum við fjölskyldan alltaf um ömmu og afa á Sigló. Það var ómet- anlegt fyrir okkur systkinin þegar við vorum að alast upp að hafa tækifæri til að fara í heimsókn til afa og ömmu á Sigló. Fyrir okkur var Siglu- fjörður og Hávegurinn algjört ævintýraland. Hvort sem það var í snjónum á veturna, þar sem skaflarnir voru tuga metra háir í minningunni, eða á sumr- in í góða veðrinu var tilhlökk- unin alltaf jafnmikil að fara norður. Afi tók alltaf á móti okkur opnum örmum áður en hann teygði sig í brjóstsykurspokann og bauð okkur upp á einn mola. Hann var einstaklega áhuga- samur um allt það sem við tók- um okkur fyrir hendur. Hann var þó sérstaklega áhugasamur þegar Andri byrjaði í hesta- mennskunni síðastliðið sumar. Það er dýrmæt minning þegar afi kom í hesthúsið til Andra og fylgdist með honum á baki. Það verður tómlegra að koma norður og geta ekki kíkt í heimsókn til afa og ömmu. Nú eruð þið amma sameinuð aftur á ný. Skilaðu kærri kveðju frá okkur öllum. Takk fyrir allt, elsku afi, hvíl í friði. Davíð, Björk og Andri. Ég man eftir því þegar ég var barn, þegar félagar mínir töluðu um að þeir ættu flottasta afa í heimi. Ég neitaði því ekki en ég hugsaði alltaf með mér að þeir hefðu sko ekki kynnst mín- um. „Afi minn var sko sá flott- asti!“ Okkar samband var mér mjög kært. Við vorum mjög miklir fé- lagar og minnist ég allra stund- anna sem við höfum hlegið saman. Það skipti engu hvort við værum á gönguferð, rúnt- inum, ísferðum eða sitjandi í stofu, það var alltaf gaman og eru minningarnar ótalmargar. Þó er það ein minning sem er mér efst í minni. Sumarið 2007, árið eftir að ég fékk bílpróf, fórum við fé- lagarnir afi og ég saman í dags- ferð á Siglufjörð. Þegar við komum í bæinn lögðum við kagganum á kaupfélagsplaninu og fórum fótgangandi Aðalgöt- una í átt að Olís. Venjulega myndi þessi ganga taka okkur um tíu mínútur en þennan dag vorum við vel yfir klukkutíma að ganga þessa leið. Á vegi okkar varð hver maðurinn á fætur öðrum sem allir þekktu afa og vildu spjalla, inni á milli höfðu þeir á orði við mig hversu flottan afa ég ætti. Það var mikið hlegið alla leið út á bens- ínstöð. Þar stoppuðum við, fengum okkur ís og tylltum okkur á kaffistofuna á verk- stæði Olís. Þessi ferð var og er mér mjög kær. Við töluðum lengi um að fara saman aftur en úr því varð nú aldrei. Í dag dreg ég þann boðskap af þessari ferð „að með dugnaði kemur virð- ing“ og óhætt er að segja að hann afi var harðduglegur alla sína ævi og heilsuhraustur eftir því öll þau 91 ár sem hann lifði. Nú þegar afi er farinn verð- ur mun tómlegra að koma heim á Akureyri. Það verður ekki eins og áður fyrr þegar ég kom í Skessugilið í kaffibolla eða eins og síðast- liðið ár þegar ég heimsótti hann á Hlíð. Hvíldu nú í friði, minn kæri afi. Heiðar S. Heiðarsson. Júlíus Gunnlaugsson Góður vinur og félagi er fall- inn frá langt fyrir aldur fram. Í miðri hringiðu lífsins og áhuga- verðra verkefna var Egill hrifinn burt. Við kynntumst Agli fyrst í sagnfræðináminu snemma á 9. áratugnum, þar sem við vorum samtíða, meðal annars í stjórn Félags sagnfræðinema. Þar var margt brallað og skipulagt, svo sem samstarf við norræn sagn- fræðinemafélög og hugmyndir oft miklar um hvað gera ætti. Eins og til dæmis að bjóða öllum sagnfræðinemum á Norðurlönd- um sem kæmu á norræna sagn- fræðingaþingið í Reykjavík 1986 gistingu heima hjá sagnfræði- nemum á Íslandi. Þó nokkur hópur þáði boðið. Egill Ólafsson ✝ Egill Ólafsson,blaðamaður og sagnfræðingur, fæddist í Reykjavík 16. nóvember 1962. Hann varð bráð- kvaddur í Borg- arnesi 28. janúar 2015. Útför Egils fór fram frá Graf- arvogskirkju 9. febrúar 2015. Egill var mikill fjölskyldumaður og lifandi þátttakandi í samtímanum og í sögunni. Hann naut sín til fulln- ustu við ritun Sögu Borgarness. Hann vann ötullega að því að afla nýrra heimilda fyrir söguritun sína fyr- ir heimabyggðina. Við fylgdumst af áhuga með framgangi verksins og viðburð- um sem hann stóð fyrir í tengslum við skrifin. Egill var vandaður maður í alla staði og óformlegur í sam- skiptum. Egill og Unnur litu oft inn í kaffi, á leið heim úr vinnunni, þegar þau voru á ferð- inni eða við hittumst í sumarbú- stöðum á góðum dögum. Kosn- inganæturnar urðu þó nokkrar sem við sátum yfir tölum fram á morgun og spáðum í hvað tæki við eftir að búið var að telja upp úr kössunum. Við munum sakna allra þessara samskipta. Við sendum Unni, Ólafi Lárusi, Urði og fjölskyldunni innilegustu samúðarkveðjur. Hrefna og Eiríkur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ERLA ÓLAFSSON GRÖNDAL, lést í Flórída þriðjudaginn 10. febrúar. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Þórir S. Gröndal, Unnur María, Christopher Kornmayer, Kristján Þór, Páll Magnús og Anna Lína. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INDRIÐI INDRIÐASON, fyrrverandi skógarvörður á Tumastöðum, lést laugardaginn 7. febrúar á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 19. febrúar kl. 13. . Guðrún Indriðadóttir, Jón Ágúst Sigurjónsson, Sólveig Indriðadóttir, Stefán K. Guðnason, Indriði Ingi, Bjarki Rafn, Heiður, Vala Sif, Arnþór, Sindri Freyr, Vera Björk og barnabarnabörn. Okkar ástkæra ÞÓRGUNNUR EYFJÖRÐ JÓNSDÓTTIR frá Finnastöðum, Látraströnd, verður jarðsungin frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 14. . Pétur Eyfjörð Þórgunnarson, Sigurlaug Kristjánsdóttir, Arnþór Pétursson, Oddný Jóhannsdóttir, Þórgunnur Eyfjörð Pétursd., Friðrik Freyr Flosason, Jóhann Axel Pétursson, Birna Rún Arnarsdóttir og langömmubörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA GUÐFINNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Sólheimum, Breiðdalsvík, lést sunnudaginn 8. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Magnús Sigurðsson, Sigurrós Rut Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.