Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 Árin töldu ekki mörg á æviferli, þegar ég fyrst heyrði af Þorláki, eða Lalla, eins og hann var kallaður, frænda mín- um og sá honum bregða fyrir. Móðir mín, systir Lalla, minntist hans oft og þá ávallt með bros á vör, stolt af bróður sínum og hans hæfileikum. Jafnvel fylgdi hláturskviða hennar hugsun og andlitið ljóm- aði. Margar skemmtisögur átti hún í fórum sínum sem báru hæfileikum hans og persónu fagurt vitni. Allt innsiglað í væntumþykju hennar í hans garð, fjölskyldunnar og fólksins á Skorrastað. Lalli bar ættareinkennið vel. Átti ríka listræna hæfileika. Góður söngvari, harmonikku- leikari og tónskáld. Þar að auki og ekki síður mikill leikari og átti einkar auðvelt með að bregða sér í hlutverk og gat hermt eftir háttalagi annarra og talsmáta af ótrúlegri snilli. Vil ég fullyrða að þeir hæfi- leikar hefðu sómt sér vel í bestu menningarhúsum þjóðarinnar. Í honum eignaðist samfélagið á Norðfirði og önnur hér eystra litríkan liðsmann, sem ósínkur var á sjálfan sig. Mann, sem fann sig knúinn og hafði unun af að létta fólki lífsróðurinn og laða fram einstaka stemningu, gleði og kátínu með ólýsanleg- um hætti. Í því essi sínu er hann fjölmörgum ógleymanleg- ur. Þannig fékk ég að kynnast honum eftir að ég fluttist austur til Eskifjarðar. Og ekki síður því hversu drenglyndur hann var og raungóður, gegn og góð persóna. Hann átti þeirri gæfu að fagna að eignast traustan og góðan lífsförunaut, Jóhönnu Ár- mann. Þau hjónin samhent og samstiga. Þeirra samband hafði gott jafnvægi. Styrkleiki annars varð styrkleiki hins. Rík tilfinn- ingavera, eins og Lalli var, eignaðist gott bakland í sam- heldinni fjölskyldu og stórum vinahópi. Listamaðurinn í hon- um þurfti á því skjóli að halda. Í áratugi söng hann í kirkju- kór Norðfjarðarkirkju og lengst af undir stjórn sonar síns Ágústs Ármanns, organista og tónskólastjóra, sem lengi var lykilmaður í félags- og skemmt- anahaldi Norðfjarðar. Þorlákur Friðrik Friðriksson ✝ Þorlákur Frið-rik Friðriksson fæddist 15. janúar 1927. Hann lést 1. febrúar 2015. Útför Þorláks fór fram 7. febrúar 2015. Lalla var ekki fisjað saman. Hann var góður verkmað- ur og harðdugleg- ur. Eflaust margt hentað honum bet- ur en búskapur, en hann lagði alúð við allt sem hann gerði. Hann var ein- lægur trúmaður og átti þar sínar djúpu andlegu rætur. Staðfastur og þegar hallaði undan fæti síðustu árin tók hann hlutskipti sínu eins og öðru af einstöku æðru- leysi. Mér er efst í huga þakklæti Guði fyrir að hafa fengið að kynnast frænda mínum, atgervi hans og mannelsku. Já, fyrir allar notalegu stundirnar og kærleiksríku á Skorrastað á heimili þeirra hjóna. Guð styrki eftirlifandi ástvini og vini og blessi þá hugljúfu, traustu og glaðværu minningu, sem Þorlákur skilur eftir í huga og hjarta. Davíð Baldursson. Ég ólst upp í Skálateigi sem er í nágrenni við Skorrastað í Norðfirði þar sem Lalli bjó ásamt Jóu konu sinni. Þar sem ætíð hefur ríkt mikil vinátta á milli bæjanna hef ég þekkt þau frá því ég man eftir mér. Síðast þegar ég fór í heim- sókn á Skorrastað tók ég börnin mín með. Þegar við sátum við eldhúsborðið og börnin teygðu sig í góðgjörðirnar rifjaðist upp hvernig var að koma í heimsókn á Skorrastað í æsku. Þar sátu allir við sama borð og öllum var sýndur sami áhugi, hlýja og um- hyggja. Alltaf spurði Lalli út í mína hagi og fannst mér ég ætíð vera með í samræðum full- orðna fólksins sem einkenndust jafnan af kímni og glensi. Lalli hafði nefnilega þann einstaka hæfileika að koma auga á hið skemmtilega í hversdagsleikan- um og snúa því upp í sannar skemmtisögur sem allir hlógu að er á hlýddu. Lalli hló líka, samt ekki upphátt heldur hrist- ist hann, kímnin kraumaði og það var líkt og það syði á hon- um grínið þar til það slapp út á innsoginu. Það er því ekki að undra þótt Lalli hafi verið kallaður til í hvert sinn er halda átti skemmtun í Norðfirði. Þorra- blótin eru mér efst í huga. Þar var hann í essinu sínu að leika, spila á nikkuna og stjórna fjöldasöng. Þegar ég fór í fyrsta sinn á þorrablót leit fólkið á unglinginn sem kunni söng- skrána utan að og líka gömlu dansana. Skýringin var einföld, söngstjórinn kenndi dans og söng í barnaskóla sveitarinnar og sá hann um lagavalið á báð- um stöðum. Lalli hafði undraverða tón- listarhæfileika og það var líkt og hljóðfærið yrði nokkurs kon- ar framlenging á honum sjálfum á þann hátt að hann gat talað, dansað og sungið á meðan hann spilaði. Í síðustu heimsókn minni á Skorrastað var hann kominn með elliglöp og þurfti aðstoð við alla daglega umhirðu. Hann var hættur að geta tjáð sig með orðum en þegar nikkan var sett í fangið á honum var eins og einhver galdur ætti sér stað og hann spilaði viðstöðu- laust. Þegar lagið endaði byrj- aði það næsta og svo það næsta, ekkert fum, ekkert hik og orð urðu óþörf. Ég hef aldrei upp- lifað neitt því um líkt. Lalli er búinn að gleðja marga og ég mun minnast hans með gleði í hjarta. Ég er viss um að hátt uppi á æðri stað mun hann halda áfram að gleðja og sveifla höndunum í fjölda- söng, þar sem allir taka undir á austfirsku: „Mekið lefandis skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður.“ Margrét Þóra Einarsdóttir. Með Lalla á Skorrastað er horfinn einn af litríkustu al- þýðumönnum þessa lands. Hann hét reyndar Þorlákur Friðriks- son og fæddist árið 1927. Hann ólst upp í stórum systkinahópi á Eskifirði. Samheldni, samhugur og samhjálp mótuðu þá sem ól- ust upp á þessum tímum og ein- kenndu síðan allan þeirra lífs- feril. Þessa þætti ræktaði Lalli með sér alla tíð og fengu margir að njóta þeirra. Lalli kom víða við í lífshlaupi sínu enda áhugamaður um lit- brigði tilverunnar. Til viðbótar við daglegt brauðstrit, amstur og eril hleypti Lalli listfáki sín- um á skeiðvöllum mannlífsins. Hann var bóndi og verkamaður en jafnframt harmónikkuleikari, lagasmiður, leikari, eftirherma, gamanvísnasöngvari og dáður gleðigjafi hvar sem hann kom. Það sat sig enginn úr færi að njóta glaðværðarinnar sem frá honum geislaði á góðum stund- um. Við siglum lífsins sjó ýmist í meðbyr eða mótbyr. Lalli hefur sannarlega reynt hvoru tveggja og þótt meðbyr gæfi oftar var einstaka mótbyr honum mjög erfiður og setti mark sitt á hann. En eitt er að bogna annað að brotna. Á milli Skorrastaðar og Sig- urðarhúss á Eskifirði lágu sterk bönd tveggja góðra bræðra. Samgangur var ætíð mikill og traust vinátta ríkti. Þeir bræð- ur, Lalli og Valdi (Þorvaldur), voru nánir og áttu það sam- merkt að vera mikið í hljómlist- inni. Harmónikkuleikur þeirra hljómaði á austfirskum dans- leikjum þar sem menn og konur buðu erfiði og þunga dagsins byrginn í völsum og rælum. Í heimkynnum himnaföðurins munu þeir bræður nú eiga end- urfund og víst er að harmónikk- an verður ekki langt undan. Við Sigurðarhússfólkið á Eskifirði minnumst með ríku þakklæti langrar samleiðar við frænda okkar og vin, Lalla á Skorrastað. Hann kveður og sest að á nýjum lendum. Minn- ingin um einlægan og góðan mann er ljóslifandi, ómur fal- legra laga og ljóða liggur í loft- inu, hlýr andblær lífslangrar vináttu umvefur allt og alla sem voru og eru okkur kærir. Elsku Jóa. Þinn er missirinn mestur. Eiginmaður, vinur og samherji í blíðu og stríðu hefur kvatt. Við biðjum algóðan Guð að vera með þér, styðja þig og styrkja. Ljóðlínur úr Draumaveröldinni hans Lalla munu áfram hljóma af vörum ykkar: Innst í húmsins veröld merlar ætíð myndin þín, máist ei í tímans þunga straumi. Við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Elsku Lalli. Far þú í friði friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Kristín Pétursdóttir á Sigurðarhúsi og börn. Elskulegur afi minn er fallinn frá og verður hans sárt saknað. Afi var yndislegur maður og á ég margar góðar minningar um hann. Ég var svo heppin að alast upp í firðinum fagra, Norðfirði, og var því mikið inni á Skorrastað hjá þeim ömmu og afa. Það var alltaf nóg að gera hjá afa en alltaf gaf hann sér tíma fyrir mann, hvort sem það var til að spila eða spjalla. Ég man líka eftir því að hafa setið uppi á lofti á Skorrastað og hlustað með aðdáun á afa spila á harmonikkuna sína. Afi var mjög örlátur maður og var varla til sá hlutur sem hann vildi ekki deila með manni. Oft fór hann fram í forstofu, þar sem hann geymdi veskið sitt, og gaf mér eina lúku af smápen- ingum. Þegar ég var í fram- haldsskóla kom afi stundum við í hádegishléunum og við fórum saman í sjoppu og fengum okk- ur eina pylsu með öllu og app- elsín í gleri. Mörgum jólum og áramótum eyddum við saman og var það yndislegur tími. Afi hafði ein- staklega gaman af jólunum og var hann ekki minna spenntur fyrir pakkaflóðinu en börnin. Hann hafði líka virkilega gaman af jólaskrauti og vildi hafa mikið og vel skreytt hjá sér á jól- unum. Það má segja að það hafi allt- af verið líf og fjör þar sem afi var. Hann spilaði mikið á harm- onikku og leiddi oft fjöldasöng við hin ýmsu tilefni. Afi var kát- ur og virkilega skemmtilegur maður. Það var yndislegt að horfa á gamanmyndir með hon- um því hann hló svo innilega að maður gat ekki annað en hlegið með honum. Börnin mín voru svo heppin að fá að kynnast langafa sínum og þótti þeim mjög vænt um hann enda afi barngóður og náði vel til þeirra. Alltaf þegar við komum í heimsókn austur voru langafi og langamma þau fyrstu sem börnin mín vildu heimsækja. Það verður skrítið, næst þegar við fjölskyldan kom- um austur, að hitta ekki afa/ langafa. En við erum svo heppin að eiga frábærar minningar og munum við varðveita þær vel. Hvíl í friði elsku afi, Guð geymi þig. Aðalheiður Jónsdóttir og fjölskylda. Elsku afi minn. Að eiga ykk- ur ömmu í sveitinni var ómet- anlegt. Margar af mínum bestu minningum get ég þakkað ykk- ur. Upp úr standa þær stundir þegar gestkvæmt var á sumrin og ég gat komið og leikið við frændsystkini allan daginn. Nóg var um að vera í sveitinni og þú taldir það ekki eftir þér að leyfa okkur að dingla með þér í alls konar brasi. Oftast nær var ég þó ein hjá ykkur ömmu. Og ekki leiddist mér það heldur. Meðan amma bakaði heimsins bestu pönnukökur og kleinur spjöll- uðum við saman. Oftar en ekki var það gert yfir spili. Við spil- uðum reyndar alltaf þegar við hittumst og aldrei var það leið- inlegt en spilið snerist að mestu um að reyna að svindla sem mest án þess að upp um það kæmist. Svona sátum við heilu klukkutímana og ef illa gekk hjá mér stríddirðu mér allan tím- ann því þú vissir að ég þoldi ekki að tapa. Það er þó sennilega fátt sem toppar minningarnar um jólin með þér og ömmu. Þar var ekk- ert til sem hét jólastress og fékk ég að hjálpa til og und- irbúa jólin eins og ég vildi. Ég veit í dag að sennilega var meiri vinna í að hafa mig sem hjálp heldur en í þeim framlögum sem ég skilaði af mér en þið tölduð það ekki eftir ykkur. Og mikið rosalega sem ég var ánægð eftir á fyrir að hafa verið svona dugleg. Ég gisti líka oft hjá ykkur og sérstaklega þegar það fór að líða nær jólum. Jólasveinninn sem kom heim til ykkar og gaf í skóinn var nefnilega sá allra örlátasti. Morguninn eftir þegar kom að því að fara heim tókstu mig gjarnan afsíðis og vildir endi- lega verðlauna mig með smá pening fyrir spilamennskuna „þó að ég hefði nú haft örlítið rangt við“. Svo blikkaðirðu mig. Þú varst nefnilega mjög stríð- inn, snöggur í tilsvörum og al- gjör húmoristi. Og ég naut þess að hitta þig, ekki síst vegna þeirra kosta. Þegar ég var yngri tók ég þessu öllu sem sjálfsögðu. Að vera boðin velkomin í sveitina og fá að taka þátt í öllu mögu- legu með ykkur ömmu. Ég hélt að svona væri þetta hjá öllum börnum sem ættu afa og ömmu. Í dag veit ég samt að ekkert af þessu er gefið og enginn af kostum þínum í afahlutverkinu var sjálfsagður. Þú varst skemmtilegur, umhyggjusamur og einn örlátasti maður sem ég hef kynnst. Af öllu því sem þú gafst mér voru stærstu gjaf- irnar allar þær stundir sem þú taldir ekki eftir þér að eyða með mér. Takk fyrir að gefa mér allar þessar fallegu minn- ingar. Þín Lovísa. Lalli frændi hefur yfirgefið þennan heim og er lagður af stað í gönguna sem á sér engan endi. Hann er horfinn sjónum okkar, í félagsskap þeirra sem á undan voru gengnir og biðu hans á grænum völlum. Í okkar huga hefur nú enn einn öðlingur þessarar kynslóðar kvatt. Hann var góður frændi sem mætti okkur ætíð með glaðlegu brosi og kímni í augum. Alltaf tilbú- inn að glettast og sá kunni nú að fara höndum um nikkuna og kæta mannskapinn með gam- anvísum og góðum söng. Þó að Lalli héti í raun og veru Þorlák- ur var það alveg á hreinu að Lallanafnið klæddi betur það sem hann stóð fyrir. Hann átti svo auðvelt með að fá alla til að taka undir „lallið“ og „trallið“ og svo stappaði hann niður fæti í takt við tónlistina. Síðan lagði hann áherslu á allt saman með ákveðinni handarhreyfingu svona nokkurs konar hnykk. Við munum að sönnu sakna hans en geymum minninguna um góðan frænda sem okkur þótti svo ósköp vænt um. Elsku Jóu, börnunum þeirra og tengdabörnum sem og öllum afkomendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi allt það góða umvefja þau. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Georg, Hansína, Helgi, Sigríður og fjölskyldur. Með miklum söknuði kveðjum við okkar elsku tengdaföður og afa. Óskar var mikið ljúfmenni sem var alltaf til stað- ar þegar á hjálp þurfti að halda. Kímnigáfan, glettið bros og glitrandi augu einkenndu hann og ljómuðu alltaf þegar við vor- um saman. Við áttum alltaf góð- ar stundir, hvort sem það var heima hjá honum og Selmu í Vesturbergi, eða í sumarbú- staðnum í Hvalfirði þar sem hann sinnti hestamennskunni Óskar Indriðason ✝ Óskar Indr-iðason fæddist 9. september 1930. Hann lést 27. jan- úar 2015. Útför Óskars fór fram 3. febrúar 2015. sem var honum svo kær. Alltaf voru til pönnukökur að hætti Selmu, og Óskar bjó til bestu fiskibollur sem við gátum fengið. Hann var hold- gervingur karl- mennskunnar og ein besta fyrirmynd til að reyna að líkj- ast. Líf hans var allt annað en auðvelt og voru áföllin ófá en engin högg virtust geta haldið honum niðri til lengdar. Hann var fjölskyldu- maður mikill, yfirvélstjóri á varðskipi sem barðist í þorska- stríðinu, dýravinur, tónlistamað- ur, svo eitthvað sé nefnt, og ótrúlega ljúf og kröftug sál. Sönn hetja. Margar minningar streyma á þessari kveðjustund. Þakklæti er efst í huga fyrir yndislegheit og hjálpsemi, sama hvað á dundi. Nú fær hann hvíldina sem hann þráði svo lengi og sælan endurfund með Selmu og Krist- jáni. Fjölskyldan sameinuð á ný. Marilyn, Eva og Kristján. Það var höggvið stórt í vina- hópinn þetta liðna ár, þrír eru farnir yfir móðuna miklu á rétt liðnu ári. Fyrst fór Selma Júl- íusdóttir í janúar 2014, síðan Gunnar Hámundarson í mars 2014 og núna síðast Óskar Indr- iðason í janúar 2015. Óskar var giftur Selmu og voru þau glæsileg hjón, ákaflega samrýnd og skemmtilegir vinir Þegar vinahópurinn kom saman, létu þau sig aldrei vanta og voru hrókar alls fagnaðar og ætíð hafði Óskar með sér harm- onikkuna og spilaði og oft var sungið fram á rauða nótt, en há- punkturinn var þegar Óskar tók Sæsavalsinn sem var hans uppá- haldslag, tengt heimabæ hans, Akranesi. Óskar var hæglátur maður og hvers manns hugljúfi en glett- inn og hafði skemmtilega skoð- un á hlutunum. En Óskar var fyrst og fremst maðurinn hennar Selmu, hann vildi allt fyrir hana gera og var ólatur við að snúast fyrir hana því Selma var mikil athafnakona og hafði margt á sinni könnu. Við sögðum stundum vinkon- urnar að okkar menn mættu taka Óskar sér til fyrirmyndar og snúast meira við okkur, kon- urnar sínar. Með Óskari er farinn tryggur vinur, verður hans sárt saknað og þeirra hjóna beggja þegar við komum saman næst. Við sendum aðstandendum samúðarkveðjur. Fyrir hönd Blandara Rósa, Guðbjörg Ellertsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.