Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skaginn 3X hefur samið um sölu á fjórum lausfrystum til Brasilíu. Söluverðið er um 600 milljónir króna og er þetta stærsti einstaki samn- ingurinn sem fyrirtækið hefur gert um lausfrysta. Reiknað er með að búnaðurinn fari héðan í tuttugu 40 feta löngum gámum í mars og verði settur upp í vor. Reiknað er með að 10-15 manna teymi fari héðan til að setja búnaðinn upp. Kjötvinnslurnar sem frystarnir fara í eru inni í miðri Brasilíu, nálægt Amazon-fljótinu. Ingólfur Árnason, framkvæmda- stjóri Skagans á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði, sagði að þeir hefðu selt lausfrysti til Brasilíu fyrir sjö árum. Frystirinn sá lenti inni í brasilísku fyrirtækjasamsteypunni BRF sem á einnig lausfrysta frá þekktustu framleiðendum í heim- inum. BRF er sjöunda stærsta mat- vælafyrirtæki heimsins með 58 verk- smiðjur víða um heim sem flestar eru í kjúklingaiðnaði. Hjá samsteyp- unni vinna um 100.000 manns. Íslenski frystirinn bar af „Þessi gamli frystir okkar hefur reynst afburðavel. Þeir rannsökuðu hann niður í frumeindir og báru saman við aðra lausfrysta frá þekkt- um keppinautum. Hann sigraði þá alla og þeir ákváðu að kaupa af okk- ur fjóra nýja lausfrysta sem fara í tvær vinnslur. Það er gott að ná fót- festu í kjúklingaiðnaðinum,“ sagði Ingólfur. Hann sagði að verðið hefði ekki ráðið úrslitum heldur hag- kvæmni frystisins og afköst. „Lausfrystarnir okkar eru búnir sérstakri tækni sem er einkaleyf- isvarin og er frábrugðin tækni ann- arra. Þeir þykja sérstaklega hag- kvæmir, ódýrir í rekstri og skila betri nýtingu en þekkist í öðrum lausfrystum. Það hjálpaði okkur að sigra alþjóðlega markaðsleiðandi keppinauta. Þessi tækni hentar al- veg einstaklega vel til frystingar á kjúklingaafurðum. Við teljum að þessi samningur opni okkur fjöl- mörg önnur tækifæri enda erum við að semja við mjög öflugt og þekkt fyrirtæki.“ Ingólfur bætti því við að Skaginn og 3X Technology væru örsmá fyrirtæki í samanburði við risastóra keppinautana. Lausfrystarnir eru um 16 metrar að lengd og fjórir metrar á breidd. Hver frystir afkastar um 3.500 kg af kjúklingabitum á klukkustund. Ísland, Bandaríkin og Brasilía „Við erum búnir að selja átta laus- frysta á stuttum tíma,“ sagði Ing- ólfur. Skaginn 3X samdi nýlega við Agustson ehf. í Stykkishólmi um lausfrysti af svipaðri gerð og er unn- ið að smíði hans. Tveir frystar voru nýlega seldir hörpudisksvinnslum á austurströnd Bandaríkjanna. Upp- setningu á þeim seinni af þeim er að ljúka. Nýlega var gengið frá sölu á lausfrysti sem notaður verður við að frysta humar, einnig á austurströnd Bandaríkjanna. Þá var svipaður frystir settur upp í frumskógum Mexíkó í fyrra og er hann notaður til að frysta tilapia. Hjá Skaganum vinna nú um 100 manns og hjá 3X Technology um 50 manns. Fjórir lausfrystar seldir til Brasilíu Ljósmynd/Skaginn 3X Lausfrystir í smíðum Búnaðurinn er smíðaður inn í klefa sem hér er ekki fullgerður. Lausfrystirinn er 16 metra langur og 4 metra breiður. Tækið getur lausfryst 3.500 kg af kjúklingabitum á klukkustund. Ljósmynd/Skaginn 3X Brasilía Sigurður Skúlason (t.h.), sölumaður Skagans 3X, ásamt Mauro Tiecher, umboðsmanni Skag- ans 3X, í heimsókn hjá BRF í Toledo til að undirbúa komu lausfrystanna.  Skaginn 3X hefur selt átta lausfrysta á skömmum tíma  Stærsti einstaki samningurinn er við risasamsteypuna BRF í Brasilíu upp á 600 milljónir króna  10-15 manns fara og setja tækin upp Tæknifyrirtækin Skaginn og Þorgeir & Ellert á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði eru systurfélög sem starfa hvert á sínum stað. Þau eru í sameiningu að stofna nýtt fyrirtæki sem mun annast markaðs-, sölu- og þjónustustarf félaganna hér og erlendis. Það tekur til starfa á næstu vikum og mun vera með aðstöðu bæði á Akranesi, Ísafirði og í Sjávarklasanum í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði um 20 talsins. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri, sagði að með þessu næðist hagræðing og viðspyrna fyrir enn frekari vöxt. Með því að færa þessa starfsemi í sérstakt fyrir- tæki skapist möguleikar til nýsköp- unar bæði á Akranesi og Ísafirði. Náið samstarf fyrirtækjanna hefur leyst úr læðingi aukið og frjórra þró- unar- og framleiðslusamstarf, að sögn Alberts Högnasonar, þróun- arstjóra hjá 3X Technology. Það hefur skilað miklum árangri í samvinnu við fyrirtæki og rannsóknarstofnanir. Samstarfið hefur leitt til mikils vaxt- ar hjá 3X Technology á Ísafirði. Nýtt markaðs-, sölu- og þjónustufyrirtæki SYSTURFÉLÖGIN SKAGINN OG ÞORGEIR & ELLERT Á AKRANESI OG 3X TECHNOLOGY Á ÍSAFIRÐI Ingólfur Árnason Torfusamtökin segja að ómetanleg verðmæti geti farið forgörðum verði húsið í Hafnarstræti 19 í Reykjavík rifið. Um sé að ræða eitt af glæsilegri dæmum um íslenska steinsteypuk- lassík og niðurrif þess væri slys í menningarsögu borgarinnar. Suður- hús ehf., sem eru eigendur hússins, segja að steypan í húsinu sé ónýt og því þurfi að rífa það og byggja eft- irmynd þess, en hótel er fyrirhugað í húsunum við Hafnarstræti 17-19. Segja undarlegt að eigendurnir vilji rífa sögufrægt hús „Sá einlægi vilji eigenda […] að rífa hið sögulega hús verður að telj- ast undarlegur sem og niðurstaða þeirra að húsið sé ónýtt á þann hátt að það kalli þannig á niðurrif þess. Líklegra er að hin raunverulega ástæða niðurrifsóska þeirra sé sú að húsið er á einhvern hátt ekki að fullu nýtanlegt til þeirrar starfsemi sem þeir sjá fyrir sér með hliðsjón af há- marksarðsemi,“ segir m.a. í yfirlýs- ingu frá Torfusamtökunum. „Það væri sorgleg niðurstaða ef upprunalegt og sögulegt hús í mið- borg Reykjavíkur yrði rifið til að byggja þar hótelframhliðareftirlík- ingu af óvissum gæðum,“ segir Þórð- ur Magnússon, formaður Torfusam- takanna. „Það er meira en nóg af lausum lóðum í borginni til að byggja á fyrir menn sem kunna ekki að fara með gömul hús og sögulegt um- hverfi.“ Húsið var byggt árið 1925, þar hefur Rammagerðin verið um árabil. Það var teiknað af Einari Erlends- syni húsameistara, sem teiknaði einnig m.a. Gamla bíó, flest húsin við Bankastræti og Esjuberg við Þing- holtsstræti. annalilja@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Hafnarstræti 19 Húsið á að rífa og byggja nýtt á sömu lóðinni. Niðurrif „menn- ingarlegt slys“  Segja Hafnarstræti 19 sögufrægt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.