Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Margir fréttaskýrendur eru efins um að nýtt samkomulag um vopna- hlé í austurhéruðum Úkraínu dugi til að koma á varanlegum friði. Þeir telja einnig ólíklegt að samkomulag- ið dragi úr spennunni milli Rúss- lands og Vesturlanda vegna átak- anna. Leiðtogar Frakklands og Þýska- lands sögðust vera hóflega bjartsýn- ir á að samkomulagið dygði til að binda enda á blóðsúthellingarnar í Austur-Úkraínu. Samkomulagið náðist í gær eftir sextán klukku- stunda viðræður í Minsk í Hvíta- Rússlandi. „Við höfum fengið vonarglætu,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sem fór til Minsk ásamt Francois Hollande Frakklandsfor- seta til að ræða við forseta Rúss- lands og Úkraínu. Merkel bætti þó við að mikið verk væri enn óunnið og „stórar hindranir“ væru framundan. „Við gerum okkur engar gyllivonir.“ Hollande sagði að samkomulagið vekti von um að friður kæmist á en að það gæti ráðist „á næstu klukku- stundum“ hvort friðarumleitanirnar bæru árangur. Frank-Walter Steinmeier, utan- ríkisráðherra Þýskalands, sagði að samkomulagið markaði ekki tíma- mót og í því fælist ekki „víðtæk póli- tísk lausn“. „Þetta var erfið fæðing,“ sagði hann og kvaðst því ekki vera mjög kátur. „Í augum sumra verður þetta ekki nóg. Við hefðum líka viljað fá meira,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Steinmeier. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kvaðst vera ánægður með samkomu- lagið sem náðist í viðræðum sem stóðu langt fram eftir nóttu. „Þetta var ekki besta nóttin í lífi mínu, en þrátt fyrir allar flækjurnar í samn- ingaferlinu var morgunninn góður vegna þess að okkur tókst samt að semja um meginatriðin.“ Mörg deilumál óleyst Níkolaj Petrov, prófessor í stjórn- málafræði í Moskvu, sagði að ekki væri hægt að búast við því að vopna- hléssamkomulagið leiddi til „lang- tímalausnar“ á deilunni um uppreisn aðskilnaðarsinna í austurhéruðum Úkraínu. Hann líkti niðurstöðu leið- togafundarins í Minsk við vopnahlés- samkomulag sem náðist í september en dugði ekki til að binda enda á átökin. Mörg deilumál eru enn óleyst, til að mynda um hversu mikil sjálf- stjórnarréttindi austurhéruðin eigi að fá og hversu stór sjálfstjórnarhér- uðin eiga að vera. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði samkomulaginu en sagði að halda þyrfti refsiaðgerð- unum gegn Rússlandi þar til ljóst væri að staðið yrði við það. „Vladimír Pútín þarf að vita að refsiaðgerðun- um verður ekki breytt nema breyt- ingar verði á framgöngu hans,“ sagði Cameron og skírskotaði til ásakana um að Rússar hefðu stutt aðskiln- aðarsinna í austurhéruðum Úkraínu með því að senda þeim vopn og her- menn. Alexander Stubb, forsætisráð- herra Finnlands, sagði að ef sam- komulagið dygði ekki til að tryggja vopnahlé væri hætta á langvinnri togstreitu milli Rússlands og Vesturlanda. Aðskilnaðarsinnar fagna sigri Fulltrúi aðskilnaðarsinna í svo- nefndum „alþýðulýðveldum“ þeirra í Donetsk og Lúhansk í Austur-Úkra- ínu undirrituðu samkomulagið, ásamt aðalsamningamanni Úkraínu- stjórnar, Leoníd Kútsjma, fyrrver- andi forseta, og sendiherra Rúss- lands í Kænugarði, Míkhaíl Zurabov. Alexander Zakharstjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donetsk, fagnaði samkomulaginu. „Þetta er mikill sig- ur fyrir Alþýðulýðveldið Donetsk og Alþýðulýðveldið Lúgansk,“ sagði hann. „Við vonum að vegna friðarumleit- ana okkar í dag þá breytist Úkraína og hætti að skjóta á óbreytta borg- ara, sjúkrahús og aðrar félagslega mikilvægar miðstöðvar,“ hefur fréttavefur BBC eftir Ígor Plot- nitskí, leiðtoga aðskilnaðarsinna í Lúhansk. Efasemdir meðal íbúanna Íbúar Donetsk sögðust hafa mikl- ar efasemdir um að samkomulagið yrði til þess að friður kæmist á. „Ég trúi alls ekki á þetta,“ hefur AFP eft- ir 62 ára konu í Donetsk. Í hvert skipti sem þeir skrifa undir samning segja þeir eitt en gera svo annað. Ég treysti ekki lengur neinum þeirra.“ „Ég vona að þetta leiði til raun- verulegs vopnahlés,“ sagði þrítug kona í hverfi sem hefur orðið fyrir hörðum sprengjuárásum. „Ég er svo hrædd að ég hef ekki farið út fyrir hússins dyr í þrjár vikur,“ sagði hún. AFP Fast handaband Vladimír Pútín Rússlandsforseti heilsar forseta Úkraínu, Petro Porosénkó (t.h.), á leiðtogafund- inum í Mínsk í Hvíta Rússlandi. Fundinum lauk með vopnahléssamkomulagi eftir sextán klukkustunda viðræður. Stríðshörmungarnar í Úkraínu KÆNU- GARÐUR Odessa UNG- VERJAL. HVÍTA-RÚSSLAND PÓLLAND SLÓV. M OLDÓVA RÚSSLAND RÚMENÍA Sevastopol Svartahaf ÚKRAÍNA 200 km Krímskagi var innlimaður í Rússland í mars sl. Transnistría Hlutfall þeirra sem hafa rússnesku að móðurmáli Á valdi aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússa „Novorossíja“ (Nýja-Rússland): Svæðið sem aðskilnaðar- sinnar vilja ná á sitt vald 0–24 % 25–49 % 50–74 % 75–100 % NO VO RO SS ÍJA Krím Transnistría: Uppreisnarhérað sem nýtur stuðnings Rússa Heimildir: Lágmarksfjöldi skv. gögnum frá Sameinuðu þjóðunum Látnir* SÍÐUSTU TÖLUR Særðir 12.972+ Flóttafólk í Úkraínu 978.482+ Á flótta í grannríkjum 640.000+ *Frá apríl 2014. Að meðtöldum 298 manns sem fórust þegar farþega- þota var skotin niður 5.486+ Efast um að friður komist á  Margt getur komið í veg fyrir varan- legt vopnahlé í austurhéruðum Úkraínu Vopnahlé á að hefjast um helgina » Samkvæmt samkomulaginu á vopnahlé að taka gildi klukk- an 22.00 að íslenskum tíma annað kvöld. » Ekkert lát var á átökunum í Austur-Úkraínu í gær, þrátt fyrir friðarviðræðurnar í Minsk. Fjórtán óbreyttir borgarar og tveir úkraínskir hermenn biðu bana á einum sólarhring. Verði hlé á átökunum í Úkraínu er líklegt að vopnaðir hópar aðskiln- aðarsinna og hersveitir stjórnarinnar notfæri sér það til að hvílast og búa sig undir enn harðari átök, að mati nokkurra fréttaskýrenda. Einn þeirra, Pavel Felgenhauer, rússneskur sérfræðingur í öryggis- málum, segir að erfitt verði að halda hernaðinum áfram í vor vegna hláku og vopnahlé geti því verið kærkomið fyrir vígamennina. „Það var ómögu- legt fyrir uppreisnarmennina að halda sókninni áfram án þess að Rússar stórauki íhlutun sína og án þess að nota flugvélar,“ hefur frétta- veitan AFP eftir Felgenhauer. „Það viðrar ekki vel til hernaðar núna. Það er byrjað að hlána.“ Barack Obama Bandaríkjaforseti hafði léð máls á því að sjá Úkra- ínuher fyrir öflugri vopnum ef frið- ur kæmist ekki á en fréttaskýr- endur segja að samkomulagið í Minsk minnki líkurnar á því að her- inn fái bandarísk vopn á næstunni. Volodymyr Gorbatsj, úkraínskur sérfræðingur í öryggismálum, seg- ir að aðskilnaðarsinnarnir og Rúss- ar hafi engan áhuga á varanlegu vopnahléi. „Þeir ætla að nota sam- komulagið til að hvíla sig og afstýra frekari refsiaðgerðum gegn Rúss- landi.“ Það viðrar ekki vel til hernaðar núna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.