Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 43
Svanur hefur sinnt dagskrárgerð fyrir útvarp, tók þátt í pólitísku flokkastarfi um skeið og hefur blogg- að töluvert. Hann er húmanisti, sat í stjórn Siðmenntar á árunum 2005- 2013, var stundakennari fyrir borg- aralega fermingu 2006-2013 og hefur haft umsjón með athafnaþjónustu Siðmenntar frá stofnun, 2008. Hann er aðgerðasinni og hefur tekið af- stöðu til ýmissa mála er varða rétt- læti og mannréttindi. Loks má geta þess að Svani er sér- staklega annt um að gervivísindi nái ekki fótfestu í mennta- og heilbrigð- iskerfinu og hefur ítrekað fjallað um þau mál í fjölmiðlum. Svanur hefur setið í siðfræðiráði Læknafélags Ís- lands frá 2013 og er formaður þess frá ársbyrjun 2015. Fjölskylda Svanur kvæntist 3.1. 2009 Soffíu Lárusdóttur, f. 8.9. 1975, viðskipta- fræðingi og fjármálastjóra. For- eldrar hennar eru Bjarney Valdi- marsdóttir, f. 7.8. 1949, kennari á Hvammstanga, og Lárus Ægir Guð- mundsson, f. 4.11. 1946, viðskipta- fræðingur á Skagaströnd. Synir Svans og Soffíu eru Stefán Logi, f. 28.1. 2010, og Dagur Andri, f. 3.11. 2011. Dóttir Svans og fyrrv. sambýlis- konu, Hönnu Þórunnar Skúladóttur, f. 7.7. 1966, viðskiptafræðings, er Sig- rún Erla, f. 1.12. 1986, viðskiptafræð- ingur MBA og kaupkona í Reykjavík en sambýlismaður hennar er Krist- inn Jóhann Konráðsson. Fyrri eiginkona Svans er Sólveig Halldórsdóttir, f. 6.6. 1971, líffræð- ingur Ph.D. Hálfsystkini Svans, sammæðra, eru Árni Þórhallsson, f. 1950. Hálfsystkini Svans, samfeðra, eru Kristín Birna Sigurbjörnsdóttir, f. 1944, móðir hennar var María Björg- vinsdóttir; Snæbjörn, f. 1947, d. 2000; Hafþór, f. 1949; Sigurður Rósant, f. 1950; Sigmar Ágúst, f. 1951, d. 1972; Ingibjörg Elín, f. 1952; Árni, f. 1953, d. 1983; Páll I. Blöndal, d. 1955; Að- alheiður, f. 1956; Finnbogi, f. 1957, d. 2001, og Sigurbjörn, f. 1958. Móðir þeirra er Ester S. Snæbjörnsdóttir. Foreldrar Svans: Erla Kristjáns- dóttir, f. 3.6. 1929, lengst af póst- starfsmaður í Reykjavík, og Sig- urbjörn Árnason, f. 6.3. 1920, d. 31.12. 1998, sjómaður í Vest- mannaeyjum og Reykjavík. Fósturfaðir og föðurafi Svans var Árni Finnbogason, f. 6.12. 1893, d. 22.6. 1992, lengst af bátsformaður í Vestmannaeyjum. Úr frændgarði Svans Sigurbjörnssonar Svanur Sigurbjörnsson Finnbogi Björnsson bátsform. í Norðurgarði Rósa Eyjólfsdóttir húsfr. í Norður- garði í Eyjum Árni Sigurjón Finnbogason bátsform. í Hvammi Guðbjörg Aðalheiður Sigurðardóttir húsfr. í Hvammi í Eyjum Sigurbjörn Árnason verkam. í Vestmannaeyjum og Rvík Sigurður Sveinbjörnsson útgerðarb. í Brekkuhúsum í Eyjum Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfr. í Brekkuhúsum í Eyjum Viðar Þorkelsson forstj. Valitor og fyrrv. landsliðsmaður í knattspyrnu Hólmfríður Kristjánsdóttir húsfr. í Rvík Ráðhildur Árnadóttir húsfr. í Eyjum Ágústa Árnadóttir húsfr. í Grundarfirði Aðalheiður Árnadóttir húsfr. Rósa Árnadóttir húsfr. í Rvík Áslaug Árnadóttir húsfr. í Rvík Sigurbjörg Pétursdóttir innanhúsarkitekt Linda Ósk Valdimarsdóttir dansari og eigandi Rebel Dance Studio Árni S. Björnsson veitingam. Gerður Pálmadóttir kaupkona (Gerður í Flónni) Árni M. Emilsson fyrrv. sveitarstjóri í Grundarfirði Gísli Már Gíslason bókaútgefandi Ormstungu Vilhelmína Vilhjálmsdóttir verkak. í Rvík María Sigurðardóttir svæfingalæknir Einar Sigurðsson b. í Borgum Guðrún Íkaboðsdóttir húsfr. í Borgum á Skógarströnd Kristján Einarsson múraram. í Vonarlandi Guðríður Vilhjálmsdóttir húsfr. í Vonarlandi í Sogamýri í Rvík Erla Kristjánsdóttir póststarfsm. og húsfr. í Rvík Vilhjálmur Kristinn Ásmundsson b. í Vogsósum, frá Efra-Apavatni Hólmfríður Svava Snorradóttir húsfr. í Vogsósum, frá Þorleifskoti Guðmundur Þorkelsson fyrrv. yfirsmiður RÚV Helga S. Þorkelsdóttir húsfr. í Rvík Þorkell Andrésson líffræðingur Ph.D. í Bandaríkjunum Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur Aðalheiður Rósa Emilsdóttir ritari í Garðabæ Emil Emilsson í Garðabæ Monika Emils- dóttir læknir Una Emilsdóttir læknanemi Magnús Baldvinsson læknir ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Guðmundur Óskar Einarssonlæknir fæddist 13.2. 1893 íRifshalakoti í Holtum, Rang., sonur Einars Guðmunds- sonar bónda þar, síðar á Bjólu í Holtum, og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur bónda í Hlíð í Selvogi, Guðmundssonar óðalsbónda á Keld- um á Rangárvöllum, Brynjólfssonar. Frá Guðmundi á Keldum var hann því af 2. og 3. við Helga yfirlækni Ingvarsson og þremenningur við Helga Jónasson héraðslækni á Stór- ólfshvoli. Óskar var stúdent frá MR 1914, cand. med. frá HÍ 1920 og fékk sér- fræðingsleyfi í berklalækningum 1938. Hann var starfandi læknir á Eyrarbakka 1921-1922, héraðs- læknir í Grímsnesi 1922-1925 og hér- aðslæknir á Flateyri 1925-1936. Eftir sérfræðingsnámið varð Ósk- ar deildarlæknir á Vífilsstöðum og síðar yfirlæknir við berklahælin í Hveragerði og Kópavogi, uns þau voru lögð niður 1938 og 1940. Á Flateyri hafði Óskar orðið mestu ráðandi í málefnum Önfirð- inga sem oddviti sveitarstjórnar, sýslunefndarmaður, skattanefnd- armaður og formaður Sparisjóðs Önundarfjarðar. Eftir að hann kom til Reykjavíkur var hann um hríð gjaldkeri Læknafélags Íslands. Hann kom sér upp mjög stóru og verðmætu safni íslenzkra bóka og fékkst nokkuð við fræðastörf á efri árum. Auk ýmissa greina í Lækna- blaðinu og víðar liggja fyrir frá hans hendi tvö sjálfstæð rit: Aldarfar og örnefni í Önundarfirði, 1951, og Staðarbræður og Skarðssystur, 1953. Fyrri kona Óskars var Guðrún Snæbjörnsdóttir, f. 22.9. 1891, d. 1.10. 1969, húsfreyja, systir Bjarna læknis í Hafnarfirði. Þau skildu. Seinni kona Óskars var Jóhanna Magnúsdóttir, f. 22.6. 1896, d. 23.9. 1981, lyfsali og rak lyfjabúðina Ið- unni. Foreldrar hennar voru Magn- ús Torfason, sýslumaður og alþingis- maður, og Camilla Bjarnarson. Dóttir Óskars og Jóhönnu er Þóra, f. 1940, bókasafnsfræðingur. Óskar Einarsson lést 20.3. 1967. Merkir Íslendingar Óskar Einarsson 95 ára Júlíana Hinriksdóttir 85 ára Emilía Thorarensen Stefanía Andrésdóttir 80 ára Kári Eiríksson Kjartan Sigurjónsson Sigurjón Hannesson Sveinbjörn Sigurðsson 75 ára Ágústa Óskarsdóttir Hulda Haraldsdóttir Sigríður Gústavsdóttir Steinunn Jónsdóttir Valgerður Þorvarðsdóttir Þórunn Birna Jónsdóttir 70 ára Auður Þorbjörg Birgisdóttir Árni Valdór Elísson Dagmar Lovísa Björgvinsdóttir Guðný J. Kjartansdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Halldís Hallsdóttir Jóhanna Margrét Sigurðardóttir Kristín S. Ragnarsdóttir Marteinn Karlsson 60 ára Edda H. Guðmundsdóttir Eiríkur Pétur Christiansen Guðjón Guðjónsson Guðmundur S. Svavarsson Guðrún Unnur Úlfarsdóttir Ingibjörg St. Sverrisdóttir Laufey R. Bjarnadóttir Leifur Eyjólfur Leifsson Ólafur Rúnar Guðjónsson Sigríður Björgmundsdóttir Sigrún K. Sigurjónsdóttir Sigurjón Guðjónsson Þuríður Bergsdóttir 50 ára Anna Helga Gylfadóttir Björn Bjarnason Bryndís Böðvarsdóttir Carl Vinalon Bibit Guðmundur O. Konráðsson Gunnar Páll Rúnarsson Gylfi Birgisson Hafliði Friðberg Reynisson Helgi Þór Ingason Ingibjörg Ebba Þórsdóttir Ingibjörg Jóhannesdóttir Margrét Björgvinsdóttir Randi Þórunn Kristjánsd. Sigrún Halla Halldórsdóttir Silva Gulbe Svanur Sigurbjörnsson Victoria Eyrún Ottósdóttir Vilborg Eiríksdóttir Zdzislaw Lemanski Þorgeir Pétursson 40 ára Ásgeir Þór Ásgeirsson Einar Ágúst Evensen Elín María Sveinbjörnsd. Guðmundur H. Halldórsson Gunnar H. Jóhannesson Jónas Halldór Sigurðsson Juliana Diaz Rivera Kristín Björk Ómarsdóttir Marco Paulo Da Silva Rafn Valur Alfreðsson Ruben Adolfo Mencos Sigurbjörg K. Lárusdóttir Þorbjörn Víglundsson Ægir Adolf Arelíusson 30 ára Adam Levy Karlsson Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Jóhann I. Guðbrandsson Mariola Katarzyna Dampc Tinna Marína Jónsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Arndís er Reykvík- ingur og er hárgreiðslu- meistari og starfar á hár- stofunni Skugga. Maki: Kristján Már Atla- son, f. 1971, fram- kvæmdastj. hjá Olís. Börn: Katla Sigríður Magnúsdóttir, f. 1999, og fóstursonur er Atli Dagur Kristjánsson, f. 2007. Foreldrar: Guðjón M. Jónsson, f. 1951, og Sig- ríður Þorláksdóttir, f. 1952. Arndís Guðjónsdóttir 30 ára Sigrún er uppalin í Vesturbæ Reykjavíkur en býr í Garðabæ og er skrif- stofukona hjá Securitas. Maki: Bjarni Þór Jónsson, f. 1982, sjálfstætt starf- andi rafvirki. Börn: Róbert Ingi, f. 2005, og Ómar Darri, f. 2012. Foreldrar: Jón Magnús- son, f. 1946, lögmaður í Rvík, og Fanný Jón- mundsdóttir, f. 1945, leið- sögumaður, bús. í Rvík. Sigrún Fanný Jónsdóttir 40 ára Daði er Reykvík- ingur, tölvunarfræðingur og er einn af eigendum Kolibri. Maki: Gunnhildur Ólafs- dóttir, f. 1972, tölv- unarfræðingur og vinnur hjá Tern Systems. Börn: Þórdís, f. 2004, og Axel, f. 2007. Foreldrar: Ingólfur Steinsson, f. 1951, vinnur hjá Námsgagnast., og Ágústa Axelsdóttir, f. 1952, enskukennari. Daði Ingólfsson Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst YFIR 100 FRÍAR SJÓNVARPSSTÖÐVAR með gervihnattabúnaði frá okkur 25ÁRA 1988-2013 Engin áskrif ta- gjöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.