Morgunblaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 6. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913 39. tölublað 103. árgangur DRAGIÐ ER MJÖG MIKILVÆGT TJÁNINGARFORM BROTINN TAKTUR OG BASSALÍNUR KRISTJANA BREGÐUR SÉR Í HLUTVERK ELLU FITZGERALD AF SÓNAR 26 STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR 28STÓRSTJÖRNUR Í APRÍL 10 Morgunblaðið/Jim Smart Geisp Landlæknisembættið fylgist náið með ávísunum svefnlyfja. Íslendingar eru enn stórtækastir Norðurlandaþjóða í notkun svefn- lyfja. Samkvæmt nýjustu tölum, sem eru frá 2013, nota Íslendingar svefnlyf, róandi og kvíðastillandi lyf mun meira en frændur vorir í Skandinavíu. Salan er þó á niðurleið en toppn- um var náð árið 2010 og 2011. Sam- kvæmt upplýsingum frá Landlækn- isembættinu er svefnlyfið Imovan mest notað en árið 2014 fengu 23 þúsund Íslendingar lyfið að minnsta kosti einu sinni. Lyfið til- heyrir flokki geðlyfja en notkun geðlyfja er mest á Norðurlandi vestra. benedikt@mbl.is »4 Þörfin fyrir svefnlyf minnkar hér á landi Endurgreiðsla á skatti » Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra var 100% end- urgreiðsla á vsk. af vinnu við nýbyggingar og viðhald íbúðar- húsnæðis einnig við lýði á ár- unum 1990-1996. » Árið 1996 var hlutfallið lækkað í 60%, samhliða því að vörugjöld voru felld niður af ýmsum byggingarefnum. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ríkið hefur endurgreitt rúmlega 16 milljarða króna virðisaukaskatt í tengslum við átakið Allir vinna, sem lauk um síðustu áramót. Átakið hófst í mars 2009 með því að endurgreiðsla á virðisaukaskatti af vinnu við ný- byggingar, viðhald og endurbætur á íbúðar- og sumarhúsum var aukin úr 60% í 100%. Á þessum tíma hefur ríkisskatt- stjóri afgreitt ríflega 91 þúsund end- urgreiðslubeiðnir frá eigendum íbúðar- og sumarhúsa. Enn er þó hægt að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu sem innt var af hendi fyrir 1. janúar sl. Af þessum um 91 þúsund beiðnum voru langflestar vegna viðhalds á byggingum, eða nærri 81 þúsund. Endurgreiðslur á vsk. vegna við- haldsframkvæmda hafa numið nærri 12 milljörðum króna. Flestar beiðnir voru afgreiddar árið 2010 og mest endurgreitt þá, eða 2,9 milljarðar í rúmlega 16 þúsund beiðnum. Auk stjórnvalda stóðu Samtök iðnaðarins, SVÞ og VR að átakinu. Innan þeirra raða er óánægja með að endurgreiðslunum hafi ekki verið haldið áfram, þar sem íbúðafram- kvæmdir hafi ekki náð sér á strik og nú sé hætt við að svört atvinnustarf- semi aukist á ný. „Við erum sárir yfir því að þetta var tekið út. Átakið skilaði okkar mönnum auknum umsvifum og við- skiptin voru uppi á borðinu. Kannski er ríkið að spara sér eitthvað með þessu en hættan er sú að svört vinna aukist aftur. Hvatinn til að fá reikn- inga minnkar klárlega við þetta,“ segir Jón Bjarni Gunnarsson hjá Samtökum iðnaðarins. MÁtaki hætt … »16 16 milljarðar króna til baka Átakinu Allir vinna er lokið Yfir 91 þúsund beiðnir um endurgreiðslu virðis- aukaskatts Óánægja með að átakinu var hætt Svört vinna gæti aukist á ný AFP Árás Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir Dani þurfa að standa saman og vinna gegn þeim öflum sem vilji þeim illt. Helle Thorning-Schmidt, forsætis- ráðherra Danmerkur, segir Dani hafa gengið í gegnum tíma sem muni aldrei gleymast en tveir saklausir borgarar létust í hryðjuverkaárás í Kaupmannahöfn á laugardaginn og fimm særðust. Á blaðamannafundi sem forsætis- ráðherrann hélt í gær ásamt Mette Frederiksen, dómsmálaráðherra Danmerkur, sagði hún að Danir þyrftu að standa saman á tímum sem þessum og hugur dönsku þjóðarinnar væri hjá fórnarlömbum árásarinnar og fjölskyldum þeirra. „Við eigum öll um sárt að binda. En sorgin sem fjöl- skyldur þeirra standa frammi fyrir er nokkuð sem ekki er hægt að lýsa með orðum, né heldur bæta fyrir. Þau verða að vita að þau standa ekki ein í sorginni. Við deilum henni öll með þeim.“ Francois Hollande, forseti Frakk- lands, segir skotmörkin þau sömu og í Frakklandi. „Hryðjuverkamenn eru staðráðnir í því að ráðast á það sem við erum, það sem við stöndum fyrir, gildi frelsis og laga og verndina sem hver borgari, sama hverrar trúar hann eða hún er, ætti að njóta.“ Árás- irnar í Kaupmannahöfn og París hafa verið sagðar hliðstæðar, skotmarkið var málfrelsi. »15 Danir standi saman Hryðjuverkaárásinni í Kaupmannahöfn beint gegn gildum frelsis og laga Atburður sem mun aldrei gleymast Þeim Ólafi Sigurðssyni og Sveinbjörgu Þóru Stef- ánsdóttur þóttu þær býsna gómsætar bollurnar sem þau sporðrenndu á augabragði í Sandholts- bakaríi á Laugavegi í gær. Bolludagurinn er í dag en margir tóku forskot á sæluna um helgina og fengu sér eina eða tvær rjómabollur. Syngjandi sæl með bollurnar og rjóma út á kinn Morgunblaðið/Eggert Bolludagurinn er í dag Fólk sem býr í úthverfum Reykjavíkur vantar málsvara. Þetta segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir borgar- fulltrúi í samtali við Morgun- blaðið í tengslum við umfjöllun um Breiðholtshverfi í greinaflokknum „Heimsókn á höfuðborgarsvæðið“ í blaðinu í dag. Einnig er rætt við Björk Vilhelmsdóttur borgarfull- trúa sem segir að aðhald almenn- ings, ábendingar um hvað betur megi fara og óskir um að gengið verði í mál séu fulltrúum í borg- arstjórn mikilvægar. Meðal annars efnis er viðtal við sundlaugavörð hverfisins sem læt- ur fjúka í kviðlingum, og sagt er frá nýjum frjálsíþróttavelli ÍR í Suður- Mjódd. »12-13 Úthverfafólk vantar málsvara í borginni Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.