Morgunblaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015 H-Berg ehf | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is Hollar vörur úr náttúrunni í hæsta gæðaflokki Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tveir saklausir borgarar eru látnir og fimm eru særðir eftir hryðju- verkaárás í Kaupmannahöfn um helgina. Danska lögreglan segir að ódæðismaðurinn, sem stóð fyrir tveimur skotárásum, hafi mögulega verið undir áhrifum frá hryðjuverk- unum sem framin voru í París í síð- asta mánuði. Rétt um miðjan dag á laugardag hófst skotárás á kaffihúsinu Krudt- tønden á Østerbro þar sem einn sak- laus borgari lét lífið og þrír særðust. Í seinni árásinni lést einn gyðingur, sem var að aðstoða við athöfn í bæna- húsi gyðinga, og tveir lögreglumenn særðust. Í fyrstu var talið að um tvo árásarmenn væri að ræða en nú telur danska lögreglan að maðurinn hafi verið einn að verki og það staðfesti Torbens Mølgaard Jensens, lögreglu- stjóri í Kaupmannahöfn, á blaða- mannafundi sem haldinn var í gær- mörgun. Þar kom einnig fram að með aðstoð gagna úr eftirlitsmyndavélum og upplýsingum frá leigubílstjórum hefði tekist að bera kennsl á ódæð- ismanninn en lögreglan skaut hann til bana við lestarstöðina við Nørrebro rétt upp úr fimm á aðfaranótt sunnu- dags eftir að hann hóf skotárás á lög- reglumenn sem nálguðust hann.Ekki hafa verið birtar upplýsingar um hver árásarmaðurinn er en lögreglan í Kaupmannahöfn boðar áframhald- andi viðbúnað í borginni. Sænska lög- reglan hefur einnig aukið öryggiseft- irlit í landinu í kjölfar árásanna í Kaupmannahöfn. Árás gegn tjáningarfrelsi Talið er nærri því fullvíst að fyrri árásinni hafi verið beint gegn sænska skopmyndateiknaranum Lars Vilks, sem meðal annars teiknaði skop- myndir af Múhameð spámanni árið 2007. Vilks átti að vera einn ræðu- manna á fundi um íslam og tjáning- arfrelsi, sem fara átti fram á fyrr- nefndu kaffihúsi. François Zimeray, sendiherra Frakklands í Danmörku, var meðal gesta á fundinum og er haft eftir hon- um á fréttavef AFP að árásarmað- urinn hafi skotið á allt sem fyrir varð. Zimeray hélt sig hafa heyrt 50 skot- hvelli en að sögn lögreglunnar í Kaupmannahöfn voru þeir nærri 200 talsins og göt eftir byssukúlur út um allt. Sendiherrann sendi frá sér skila- boð á Twitter strax eftir árásina, að hann hefði komist lífs af. Einn þeirra fjölmörgu sem hafa tjáð sig um árásirnar í Kaupmanna- höfn er Patrick Pelloux, dálkahöfund- ur hjá Charlie Hebdo, með þessum orðum: Við erum öll dönsk í kvöld. Tveir látnir og fimm særðir eftir skotárásir í Danmörku AFP Öryggi Vopnaðir lögreglumenn gengu um götur Kaupmannahafnar um helgina eftir tvær skotárásir í borginni.  Ódæðismaðurinn skotinn til bana af lögreglu við lestarstöðina í Nørrebro Borgaryfirvöld í borginni Braun- schweig í norð- urhluta Þýska- lands aflýstu kjötkveðjuhátíð, sem fara átti fram í gær, vegna hryðju- verkahættu. Lögreglan í borginni segir að ákveðnar vís- bendingar hafi borist frá öryggis- lögreglunni um að hætta væri á að íslamistar gerðu árás meðan hátíð- in stæði yfir. Fólk var því beðið að halda sig heima. Um 250 þúsund manns fylgjast að jafnaði með kjöt- kveðjuhátíðinni, sem er árlegur viðburður í borginni. Hætt við hátíð vegna hryðjuverkaógnar Braunschweig ÞÝSKALAND Benjamin Net- anyahu, for- sætisráðherra Ísraels, hvatti í gær evrópska gyðinga til að flytja til Ísraels eftir að gyð- ingur var myrt- ur í árás á bæna- hús í Kaup- mannahöfn. „Ísrael er ykkar heimili. Við erum að undirbúa og hvetjum til þess að innflytjendur frá Evrópu komi hingað,“ sagði Netanyahu í tilkynn- ingu frá því í gær. Gyðingar hvattir til að flytja til Ísraels Benjamin Netanyahu ÍSRAEL Hersveitir Kúrda hafa náð á sitt vald um 160 þorpum í nágrenni sýr- lensku borgarinnar Kobane eftir margra mánaða bardaga við Ríki íslams á svæðinu. Bandarísk stjórn- völd hafa lýst því yfir að um 90% landsvæðis í kringum Kobane sé nú undir yfirráðum Kúrda. Þá hefur íraski herinn náð að sækja fram gegn Ríki íslams. Barátta Hörð átök eru milli liðsmanna Ríkis íslams og Kúrda í Sýrlandi. Kúrdar sækja fram gegn Ríki íslams AFP SÝRLAND Agnes Björg Bergþórsdóttir hefur búið í Kaupmannahöfn í að verða sjö ár og var henni heldur betur brugðið í gærmorgun þegar vopn- aðir lögreglumenn mættu henni á götum úti. „Ég bý einum 500 til 600 metrum frá þeim stað þar sem lögreglan skaut árásarmann- inn. Ég verð að viðurkenna að mér stóð ekki á sama þegar ég heyrði í þyrlum og lögreglubílum fyrir ut- an hjá mér þegar ég vaknaði.“ Vopnaðir lögreglumenn tóku síðan á móti henni þegar hún fór út og var Agnesi bent á að fara aðra leið til vinnu. „Á þessum tíma vissum við ekki að búið væri að finna árásarmanninn og fólki var því augljóslega brugð- ið í hverfinu.“ Vaknaði við umferð lögreglu ÍSLENDINGAR UPPLIFA ÁSTANDIÐ Í KAUPMANNAHÖFN Agnes Björg Bergþórsdóttir Vopnahlé hófst í austurhéruðum Úkraínu klukkan tíu að íslenskum tíma á laugardag. Það hefur að mestu leyti verið virt en Rússar hafa þó sak- að Úkraínumenn um að hafa brotið vopnahléið. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, áréttaði það í símtali við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Francois Hollande, forseta Frakk- lands, að þeim bæri að virða vopna- hléið. Þá hefur Pútín sagt að aðskiln- aðarsinnar í austurhluta Úkraínu væru reiðubúnir til þess að leggja nið- ur vopn. Stjórnvöld í Kænugarði hafa staðfest að tveir hafi látið lífið í áttök- um eftir að vopnahlé komst á og hefur Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hótað því að setja á herlög í landinu ef vopnahléið verður ekki virt. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donetsk hafði lýst því yfir að svæðið í kringum Debalt- seve félli ekki undir samkomulagið. Vopnahléið að mestu virt í Úkraínu  Forseti Úkraínu hótar herlögum í landinu haldi vopnahléið ekki AFP Stríð Þrátt fyrir vopnahlé er enn barist á einstaka svæðum en leiðtogi að- skilnaðarsinna í Donetsk segir Debaltseve-svæðið undanskilið vopnahléi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.