Morgunblaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015 Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna, hefur verið ífréttum að undanförnu vegna umræðna um framtíðarsýn íöldrunarmálum. Hann er einnig formaður Öldrunarráðs Ís- lands og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. „Hrafnista starfrækir í dag fimm öldrunarheimili í fjórum sveitar- félögunum. Starfsfólkið er rúmlega 1.000 og við þjónustum svipaðan fjölda aldraðra á degi hverjum. Markmiðið er að aðstoða fólk við að viðhalda lífsgæðum í samræmi við óskir, getu og þarfir hvers og eins. Í þessu sambandi skiptir miklu hvort fólki finnst glasið vera hálffullt eða hálftómt og því er jákvæðni og að geta gefið af sér mikilvægir eig- inleikar. Þrátt fyrir að það sé í mörg horn að líta í vinnunni reyni ég líka að vera duglegur að sinna fjölskyldu, vinum og áhugamálunum. Við fjölskyldan höfum til dæmis mikinn áhuga á gönguferðum og för- um alltaf í spennandi gönguferðir á hverju sumri. Í nokkur ár hef ég verið fararstjóri á Laugaveginum fyrir Ferða- félag Íslands og fleiri aðila. Í sumar er þó komið að því að uppfylla langþráðan draum hjá okkur hjónunum en það er að taka þátt í Laugavegshlaupinu og hlaupa þessa 55 km í einni lotu. Ég hef oft ver- ið á Laugaveginum þegar þessi hlaup hafa farið fram og þá myndast mjög skemmtileg stemning.“ Kona Péturs er Ingibjörg Eydís Ingimarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur hjá Þraut – miðstöð vefjagigtar og Reykjalundi. Börn þeirra eru Ágúst Logi 18 ára, Magnús Árni 12 ára, og Svandís Erla sem verður 4 ára í byrjun mars. Pétur Magnússon er 44 ára í dag Á Austfjörðum Pétur, Ingibjörg og sonur þeirra, Magnús Árni, í gönguferð í fyrrasumar frá Borgarfirði eystri yfir í Seyðisfjörð. Nú á að hlaupa Laugaveginn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hafnarfirði Freyja Maren Elvarsdóttir fæddist 9. des- ember 2014 kl. 14.49. Hún vó 3.870 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Lilja María Ívarsdóttir og Elvar Örn Sturluson. Nýr borgari B irna Þorsteinsdóttir, f. 16. febrúar 1955, er fædd og uppalin á Heiði á Rangárvöllum. „Þar var stundaður hefð- bundinn búskapur og voru þar þrjú heimili í minni æsku, afi og amma og föðurbróðir og hans fjölskylda.“ Skólaganga Birnu var í Grunnskól- anum á Hellu og Héraðsskólanum Skógum. Hún vann ýmis störf en stefndi alltaf á búskap með fyrri eig- inmanni sínum, Ólafi. „Við keyptum jörðina Stóru-Hildisey í A-Land- eyjum 1978 en þar var lítið bú og gamlar byggingar. Við byggðum þar allt upp og stækkuðum búið. Við bjuggum þar þangað til hann lést úr krabbameini 1998. Eftir það bjó þar ég ein með aðstoð sona og danskra vinnukvenna til ársins 2000 þegar ég seldi og flutti til seinni eiginmanns míns að Reykjum á Skeiðum en hann hafði þá líka misst eiginkonu sína úr krabbameini. Þar höfum við byggt upp og stækkað búið og í sumar var tekið stórt skref þegar keyptur var mjaltaþjónn til að létta störfin. Við búum með 60 mjólkurkýr í dag ásamt tilheyrandi ungviði og einnig erum við með nokkra reiðhesta okkur til skemmtunar.“ Frumkvöðull meðal kvenna Birna hefur starfað mikið að félagsmálum bænda, hún var for- maður Félags kúabænda á Suður- landi og sat í stjórn Landssambands kúabænda og á Búnaðarþingi. Var í markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins og situr nú m.a. í stjórn Mjólkursamsöl- unnar og Auðhumlu. Hún starfaði sem skólabóndi á vegum Bænda- samtaka Íslands í nokkur ár við að kynna landbúnað í grunnskólum Reykjavíkur. Birna Þorsteinsdóttir, bóndi á Reykjum á Skeiðum – 60 ára Brúðkaup Birna og Rúnar Þór í garðinum á Reykjum í júlí 2002 ásamt börnum og barnabarni. Stefndi alltaf á búskap Í Stóru-Hildisey Birna og Ólafur jólin 1997 ásamt sonum og tengdadóttur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Strigar, ótal stærðir frá kr.295 Olíu/Acrýl/Vatnslitasett 12/18/24x12ml frá kr.895 Acryllitir 75ml 555 Þekjulitir/ Föndurlitir frá kr.845 Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 frá kr. Allt til listmálunar Strigar, penslar, olíulitir, acryllitir, trönur, pallettur, spaðar, svampar, lím, íblöndunarefni, varnish, þekjulitir, teikniblokkir, pappír og arkir Trönur á gólf frá kr.7.995 Límbyssur frá kr.595 Frábært úrval af Kolibri hágæða- penslum Heftibyssur frá kr.595 Ný sending af listavörum Mikið úrval af listavörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.