Morgunblaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015 Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is Gripahúsagluggar á góðu verði Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er í góðu lagi að gera sér glað- an dag ef þú gætir þess bara að það bitni hvorki á vinum þínum eða vinnu. Sýndu hugmyndum þínum tilhlýðilega virðingu. 20. apríl - 20. maí  Naut Vinnufélagi þinn er leynilega skotinn í þér. Ef þig langar að verða hamingjusam- ari skaltu bara líta upp. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Mundu að oft er skammt á milli hláturs og gráts. Jafnvel þó að þú sért ein- ungis að kaupa mat skaltu kaupa lítið. Svo koma nýir tímar með nýjum, ekki síður spennandi verkefnum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ekki bregðast illa við þótt sam- starfsmenn þínir hafi uppi efasemdir um verklag þitt. Gott ráð er að leita skjóls hjá trúnaðarvini sem þarf engin látalæti. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fólkið sem þú rekst á virðist tala bara til að geta hlustað á sjálft sig og reynir sífellt að sýnast betri en náunginn. Skoðaðu frekar málið í heild og frá öllum hliðum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu opin/n fyrir breyting- artillögum annarra og hikaðu ekki við að setja fram þínar eigin hugmyndir. Reyndu að sýna þeim sem eru í kringum þig þol- inmæði og umburðarlyndi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er nauðsynlegt að geta bæði gef- ið og þegið því án annars er hitt ekkert. Tilfinningarnar vella upp að sama skapi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Eitthvað sem áður virtist á gráu svæði er núna spurning um rétt eða rangt í þínum augum. Reiknaðu út hvað þú skuldar mikið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Leggðu þig fram um að bæta samskiptin við vini og ættingja. Horfðu einfaldlega framhjá því og sinntu störfum þínum eins og venjulega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það má gera sér ýmislegt til ánægju án þess að kosta til þess miklu fé. En mundu um leið að lítillætið klæðir menn bezt, en drambið er falli næst. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hlustaðu vel á það sem þér eldri menn hafa fram að færa. Haltu áfram að láta sem allt sé í lagi, alveg eftir dag- skránni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gætir orðið ástfangin/n eða skotin/n í einhverjum í dag. Gríptu þau tækifæri sem þér gefast til að gera öðrum gott. Menn hafa löngum haft gamanaf skrýtilegum samsetningi, sem oft er skrýddur ambögum eða barnamáli eins og þessi vísa, sem margir hafa heyrt eða kunna: Diddi litli datt í dý, meiddi sig í fótnum. Aldrei varð hann upp frá því jafngóður í fótnum. Því minnist ég á þetta að Sölvi Sveinsson hefur það eftir Húsvík- ingi að þvílíkur skáldskapur sé kall- aður „stafl“ og „að stafla“ að setja hann saman. Einhver barnaði síðan vísuna og bætti við: Fékk sér glas af Campari og batnaði í fótnum. Hallmundur Kristinsson yrkir og þarfnast ekki skýringar: Það voru bévaðir bokkar sem brutu gegn fjármunum okkar. Hvað getum við gert með góðærið skert? Refsingin laðar og lokkar. Ármann Þorgrímsson tók sér Viðskiptaþing 2015 að yrkisefni – „vill meiri einkavæðingu. Þ.e.a.s. á þeim þáttum í þjóðfélaginu sem skila hagnaði“. Vel erum á vegi staddir víða gott í búi að sjá, en aldrei verða sumir saddir sama hvað þeir mikið fá. Og bætir síðan við að allt sé á uppleið: Virðast búin vinstri hret viðskiptin nú ganga betur Einkaþotu eflaust get aftur keypt mér seinna í vetur. „Holunni“ verður komið fyrir framan við Safnahúsið, eitt fegursta hús Reykjavíkur, stílhreint og bjart. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir: Ásmund þjáðu innantökin sterk. Úti djúpa holu gróf og skeit. Yndisfegra útilistaverk aldrei síðan nokkur maður leit. Davíð Hjálmar orti á snjóþungum vetri: Snjó og hríðar Guð oss gaf. Grillir í á báðar hendur Fólk, að mestu fennt í kaf, en frosið það sem upp úr stendur. Í lokin er limra eftir Kristján Karlsson: „Ég hef aldrei þekkt Arabellu,“ mælti Ingólfur Jónsson á Hellu. Ég yrki ekki meira, mér er ofraun að heyra aðra eins helvítis dellu. Halldór Blöndal. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Að stafla vísu og um útilistaverk Í klípu ANGANTÝR VAR BÚINN AÐ SKRÁ SIG Á „ENGA KETTI-LISTANN“ – EN MEIRA AÐ SEGJA ÞAÐ GAT EKKI STÖÐVAÐ ÞÁ. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG LOFA AÐ ÉG HÆTTI AÐ BORA EF ÞÚ BARA SLEPPIR MÉR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að glata aldrei voninni um að prinsinn þinn birtist. HMMM HLÝTUR AÐ VERA HÁDEGISMATUR MANSTU ÞEGAR ÞÚ LOFAÐIR MÉR LÍFI FULLU AF RÓMANTÍK, ÆVINTÝRUM OG SPENNU?! ÉG ER TILBÚIN TIL AÐ ÞAÐ LÍF HEFJIST!! JÁ! Skýr merking með stórum stöfumfangaði auga Víkverja sem átti leið um Öskjuhlíð í gær. Vissulega er þekkt að Vodafone er einn af bak- hjörlum knattspyrnufélagsins Vals og að íþróttahús félagsins er kennt við símafyrirtækið. Umræða síðustu vikna um baráttu meirihlutans í Reykjavík gegn því að skólabörn verði leiksoppar auglýsingahernaðar og markaðsaflanna gefur okkur þó tilefni til þess að spyrja hvort ísinn sé háll. Eru Valsmenn að leiða börnin í voða og eru forystumenn borgarinnar meðvirkir? Nær nokkurri átt, með vísan til þess að tómstundastarf hverskonar er að drjúgum hluta styrkt af Reykjavíkurborg, að hundr- uð barna komi á hverjum einasta degi að Hlíðarenda á æfingar í íþróttahúsi sem stórfyrirtæki hefur nánast eign- að sér. Spyrnt hefur verið við fæti af minna tilefni. x x x Nýlega setti borgin stólinn fyrirdyrnar og tannlæknar mega ekki heimsækja skólana og færa krökkunum tannbursta og -krem. Sama máli gegnir um reiðhjólahjálm- ana frá Kiwanismönnum og Eimskip en viðbára Skúla Helgasonar, for- manns menntaráðs Reykjavíkur, í því máli var sú að viðtaka gjafa frá ein- staka fyrirtækjum gæti sett skóla- börn í erfiðar aðstæður. Skal ekki gert lítið úr því sjónarmiði, þó Vík- verji minnist ekki að börn séu mikið að spá í starfsemi flutningafyr- irtækja. Auðvitað geta hér fleiri en bara gjafmildir skipakóngar átt í hlut – og margir vilja gott gefa. Efahyggja gagnvart slíku er góð, en ástæðulaust að gerast kaþólskari en páfinn. x x x Að setja skýrar verklagsreglur ereinn þessara hvimleiðu orða- leppa sem eru allsráðandi í um- ræðunni. Nú er sögð þörf á slíku regluverki um gjafir til skólabarna, en er svo í raun? Best fer á því, að mati Víkverja, að skólastjórnendur og foreldrar hafi sjálfdæmi, enda séu þeir skynsamt fólk sem sér og finnur hvort græska og gróðahugsun fylgir gjöf. Það er sama hvaðan gott kemur er stundum sagt og því er Víkverji sammála. víkverji@mbl.is Víkverji En Drottinn er hinn sanni Guð, hann er lifandi Guð og eilífur konungur. Jörðin skelfur fyrir heift hans og þjóð- irnar standast ekki reiði hans. (Jeremía 10:10)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.