Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  40. tölublað  103. árgangur  „GÓÐIR TÍMAR FYRIR SKAPANDI TÓNLIST“ ÖÐRUVÍSI FERÐIR TIL ANDALÚSÍU GÓÐUR ÁRANGUR GUNNARS KARLS Í FYRSTA RALLINU LISTSKÖPUN 10 BÍLAR FIÐULULEIKARI 38 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslandsbanki spáir því að útflutnings- tekjur ferðaþjónustunnar verði 342 milljarðar króna í ár, eða ríflega millj- ón krónur á hvern Íslending. Greinin hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið og með sama áframhaldi verða tekjurnar farnar að nálgast út- gjöld ríkisins innan nokkurra ára, en þau eru áætluð um 640 milljarðar í ár. Samtök ferðaþjónustunnar spá 15% fjölgun ferðamanna í ár, borið saman við 20% fjölgun á síðustu árum. Ing- ólfur Bender, forstöðumaður Grein- ingar Íslandsbanka, segir ferðaþjón- ustuna orðna „langumfangsmestu atvinnugrein þjóðarinnar á mæli- kvarða gjaldeyrisöflunar“. Skýrir stóran hluta hagvaxtar „Það má líka segja að stóran hluta hagvaxtar, síðan hagkerfið fór að taka við sér árið 2010, megi á einn eða ann- an hátt rekja til vaxtar í þessari grein,“ segir Ingólfur. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir líða að því að Ísland geti skilgreint sig sem ferðaþjónustuland. Slíkt sé vægi greinarinnar að verða. „Ef kippur hefði ekki komið í ferðaþjónustuna árið 2012 væri ekki uppsveifla núna. Ferðaþjón- ustan er orðin leiðandi á öllum helstu mörkuðum; gjaldeyrismark- aði, vinnumarkaði og fasteigna- markaði,“ segir Ásgeir, sem telur vöxtinn að miklu leyti skýra kaup- máttarstyrkingu í fyrra. Án þessa vaxtar væri gengið veikara. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hag- fræðingur hjá Seðlabanka Íslands, segir bankann nú spá meiri útflutn- ingstekjum af erlendum ferðamönn- um í ár en hann gerði fyrir áramót. Ef spá Íslandsbanka gengur eftir mun ferðaþjónustan skila 62 milljörð- um króna meiri útflutningstekjum en sjávarútvegur á þessu ári. Verður verðmætið þá næstum orðið jafnt verðmæti alls útflutnings annars en sjávarútvegs og áls. MFerðagreinin orðin langstærst »4 Spá 342 milljarða tekjum  Greining Íslandsbanka spáir því að útflutningsverðmæti ferðaþjónustu verði 342 milljarðar króna í ár  Rúm milljón á hvern Íslending  Greinin orðin sú stærsta Talið er að yfir 40 þúsund manns hafi verið á minningarathöfn í Kaupmannahöfn í gærkvöldi í kjöl- far tveggja skotárása í borginni um helgina. Þar féllu tveir fyrir hendi Omars Abdels Hamids El-Husseins, 22 ára Dana. Fimm lögreglumenn særðust í átökum við hann. Athöfn- in fór fram á Gunnar Nu Hansen- torgi á Austurbrú. Þúsundir manna voru viðstaddar, þeirra á meðal meðlimir dönsku konungsfjölskyld- unnar, þjóðarleiðtogar, ráðherrar og borgarstjórar frá öllum nor- rænu þjóðunum og fulltrúar er- lendra ríkja. Meðal viðstaddra voru Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Þá ræddi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra símleiðis við Helle Thorning- Schmidt, forsætisráðherra Dana, í gær og færði henni samúðar- kveðjur til dönsku þjóðarinnar. Áhrifamikil stund „Þetta var áhrifamikil stund. Árásir helgarinnar hafa haft gríð- arleg áhrif á alla hér og það snart mig hversu mikill samhugurinn var í kvöld og hversu staðráðnir allir eru í því að láta þetta ekki verða til þess að reka fleyg á milli fólks, hverrar trúar sem það er,“ var haft eftir Gunnari Braga í tilkynningu sem barst eftir athöfnina. Dagur B. Eggertsson sendi einn- ig samúðarkveðju fyrir hönd Reykjavíkur til Franks Jensens, borgarstjóra í Kaupmannahöfn. „Það skiptir auðvitað máli að koma saman, ræða hlutina og und- irstrika trúna á lýðræðið og opið samfélag,“ sagði Dagur við mbl.is að athöfn lokinni. »21 EPA Minningarathöfn Gríðarlegur mannfjöldi var samankominn á Gunnar Nu Hansen-torgi á Austurbrú í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Samhugur með íbúum Kaupmannahafnar  Yfir 40 þúsund manns á minningarathöfn í gærkvöldi  Hjálmar Sveinsson, for- maður umhverf- is- og skipulags- ráðs, telur að Valsmenn hf. fái framkvæmda- leyfi í þessari eða næstu viku á Hlíðarendareitn- um. Á fundi borgarstjórnar í dag verður fjallað um málefni Hlíðar- enda og samkomulag um uppbygg- ingu. Hjálmar gerir ráð fyrir að borgarstjórn leggi samþykki sitt við skilmálabreytingar og þá sé í raun búið að samþykkja samkomu- lagið sem gert var við Valsmenn um framkvæmdir á reitnum og áfangaskiptingu framkvæmda. Hann segir ekki koma til greina að breyta skipulaginu, þrátt fyrir að sumir séu ósáttir við það að neyð- arbrautin muni víkja. »17 Valsmenn fái fram- kvæmdaleyfi fljótt  Grafarvogsbúar eru með hug- myndir um verkefni í hverfinu sem kosta um 117 milljónir króna. Með- al annars vilja þeir hundagerði í Gufunesi. Rafræn íbúakosning um tillögurnar úr hverfinu og öðrum borgarhlutum hefst í dag. Þetta er meðal þess sem fram kemur í um- fjöllun um Grafarvogshverfi í greinaflokknum Heimsókn á höf- uðborgarsvæðið í blaðinu í dag. Fram kemur í umfjöllun um hverfið að byggð muni aukast þar verulega á næstu árum. »18-19 Morgunblaðið/Ómar Grafarvogur Hundaeigendur í hverfinu vilja viðra hunda sína í Gufunesi. Íbúar vilja hunda- gerði í Gufunesi  Íslenskir bank- ar verða fyrir fjölda netárása, en þeir vinna að megninu til sjálf- stætt við að gæta eigin öryggis. Hrafnkell V. Gíslason, for- stjóri Póst- og fjarskiptastofn- unar, segir gjaldeyrishöftin þó hjálpa íslensku bönkunum. Þau geri það að verkum að erfiðara sé að taka miklar fjárhæðir út úr bankakerfinu. Innan stofnunar- innar er starfrækt svokölluð net- öryggissveit, CERT-ÍS, sem í dag veitir þjónustu fyrst og fremst til fjarskiptamarkaðarins. Til stendur að setja netöryggissveitina undir almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra, en frumvarp þess efnis var kynnt á síðasta ári. »22 Bankarnir verða fyrir fjölda netárása

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.