Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 11
Í Marokkó Þessar íslensku ferðakonur skemmtu sér vel á úlfaldabaki í ferð hjá Valgerði. spænsku í leiðinni, ef fólk vill, en það er ekki nauðsynlegt, þess vegna geta pör, hjón eða vinkonur komið saman í þess- ar ferðir og annar aðilinn lært spænsku fyrir hádegi á meðan hinn gerir eitthvað annað, en síðan eru skoðunarferðir eftir hádegi og þá kynnumst við heimafólki. Tarifa er rétt við Gíbraltarsund og því er stutt yfir til Afríku og við heim- sækjum því líka Marókkó og kynnumst gamalli menningu þess svæðis,“ segir Valgerður og bætir við að ferðirnar sem hún bjóði upp á eigi það sam- merkt að vera stílaðar inn á hið per- sónulega, að fólk komist í tæri við ekta menningu á ótróðnum slóðum. „Við förum í vínsmökkun, á bóndabæ og kynnumst því hvernig geitaostur verður til og fleira. Ég er að stíla inn á fólk sem vill gera öðru- vísi hluti í fríinu sínu, sem vill nýta fríið til að mála eða læra spænsku eða skoða öðruvísi hluti en hinn al- menni ferðamaður skoðar.“ Er með nokkra listamenn á sínum snærum Valgerður hefur verið að fikra mig áfram og nú er hún líka farin að taka á móti kórum. „Síðastliðið haust fékk ég hingað fyrsta norska kórinn í 5 daga ferð og fleiri eru væntanlegir á þessu ári. Ég hef líka sett upp sérsniðnar fjölskylduferðir fyrir fólk sem hefur verið á nám- skeiðum hjá mér og beðið mig um að skipuleggja fyrir sig ferðir.“ Valgerður er með nokkra ís- lenska listamenn á sínum snærum sem taka á móti þeim erlendu ferðamönnum sem hún er með í sín- um ferðum hér heima, þetta eru myndlistarmenn, rithöfundar, tón- listarmenn og kvikmyndagerða- menn. „Við endum alltaf á menning- arveislu í bænum, förum á söfn og skoðum Reykjavík og að lokum í veislu á vinnustofu listamanns. Það hefur vakið mikla lukku. Einn lista- maðurinn sagði að ég væri eig- inlega sendiherra íslenskra lista- manna og að fundur listamanna við ferðamenn gæti boðið upp á nær- andi samskipti í báðar áttir.“ Nánar á heimasíðunni: www.arttravel.is Samstarf Valgerður lengst t.h í Anda- lúsíu ásamt Örnu Árnadóttur, fyrir miðju, og vinkona hennar, Mariu Solidad. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 Kristján Árnason, prófessor við Ís- lensku- og menningardeild Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur í Bókhlöðu Snorrastofu í Reykholti í kvöld kl. 20:30. Hann ætlar að velta fyrir sér hvað Snorri hafi kennt á sínum tíma sem og hvað Ólafur hvítaskáld hafi kennt í Stafholti. Viðfangsefninu lýsir Kristján svo: „Stundum er spurt hvort Snorri Sturluson hafi kunnað latínu, svo þjóðleg teljast fræði hans í Eddu- og sagnalist. Hins vegar velk- ist enginn í vafa um að bróðursonur hans, Ólafur hvítaskáld Þórðarson, hafi verið lærður í heimstungunni. Menn gera ráð fyrir að á ferðum sín- um erlendis hafi hann lært margt, og segir hann reyndar sjálfur frá því í málfræðiritgerð sinni að Valdimar Danakonungur hafi kennt sér eitt og annað um rúnir. Vitað er að Ólafur rak skóla í Stafholti og verður að telja líklegt að sú málfræði og skáld- skaparfræði sem hann fjallar um í Þriðju málfræðiritgerðinni hafi verið á námskránni. Sumir segja að þetta hafi verið prestaskóli, en mér finnst líklegra að þetta hafi verið kennsla í því sem nú heitir ritlist eða skapandi skrif, þ.e.a.s. skáldaskóli. Margir hafa haldið því fram að Snorra-Edda hafi verið ein allsherjar kennslubók í norrænni skáldskapar- list. Og ef svo var má gera ráð fyrir að bókin hafi verið notuð til kennslu, og líklegt er að Ólafur og Sturla bróð- ir hans hafi verið meðal nemenda í Reykholti. Helgi Þorláksson hefur í nýrri Skírnisgrein leitt að því líkur að Snorri hljóti að hafa lært að minnsta kosti samsvarandi því sem einu sinni var kallað fjórða bekkjar latína þegar hann var í Odda. En norræn skáld- skaparfræði hljóta líka að hafa verið kennd á þeim bæ. Snorri hélt því áfram í Reykholti og Ólafur í Staf- holti.“ Að venju verður boðið til kaffiveit- inga og umræðna á fyrirlestrinum og aðgangseyrir er aðeins kr. 500. Allir eru hjartanlega velkomnir í Borgarfjörðinn. Íslenskunámskrá í Borgarfirði á Sturlungaöld: Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Snorri Var fróður maður og gaman að velt fyrir sér hvaðan kunnáttan kom. Hvað kenndi Snorri í Reykholti og Ólafur hvítaskáld í Stafholti? HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is Verð frá kr. 7.990.000,- 2.0 TDI quattro, sjálfskiptur Snjór. Frost. Ís. Skiptir engu! Audi Q5. Fullkominn fyrir íslenskar aðstæður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.